Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Qupperneq 28
28
HeÍQdrblað H>"Vr LAUGARDAGUR JANÚAR 2003
Hver fer hvert?
Sú nýbreytni átti sér stað í enska boltanum í ár að
leikmannamarkaðnum var lokað í endaðan ágúst og var
hann ekki opnaður á ný fyrr en á nýarsdag og verður fé-
lögum á Englandi, sem og annars staðar í Evrópu, leyft
að kaupa og selja leikmenn út janúarmánuð. Þá verður
markaðnum lokað á ný fram á sumar.
Fastlega er búist við að það verði líf í tuskunum þenn-
an mánuðinn og við ætlum aðeins að velta vöngum yfir
því hér i næstu línum hver gæti veriö að fara hvert á
Englandi.
Meistarana vantar markvörð
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mun væntanlega ekki
fara út í nein stórkaup frekar en síðasta sumar þegar
Brasilíumaðurinn Gilberto Silva var eini leikmaðurinn
sem bættist í leikmannahóp meistaranna. Hann vantar
þó tilfinnalega nýjan markvörð enda David Seaman
kominn á aldur og er brothættari en áður. Þar að auki
veröur RamiShaaban, varamarkvörður liðsins, ekki
meira með á þessu tímabili vegna meiðsla. Þeir hafa ver-
ið að spá í Paul Robinson, markvörð Leeds og framtíðar-
markvörð enska landsliðsins, enLeeds gæti neyðst til
þess að selja hann ef gott tilboð berst enda fjárhagsstaða
liðsins afar bágborin.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er talinn hafa um
15 milljónir punda til að kaupa leikmann eða leikmenn
og er sóknarmaður forgangsmál hjá honum enda aðeins
þrír framherjar í leikmannahópi liðsins. Eiður Smári
Guðjohnsen er einn þeirra framherja sem hafa verið
þráfaldlega orðaðir við félagið en einnig hafa verið
nefndir til sögunnar menn á borð við Andriy Shevchen-
ko, Ronaldinho, Claudio Lopez og jafnvel Kevin Phillips.
Það verður spennandi að fylgjast með framgangi mála
hjá United en þeir hafa eytt miklum fjármunum i nýja
leikmenn á undanfórnum árum. Ekki eru margir leik-
menn falir hjá félaginu en þó er talið að Ferguson muni
ekki setja mönnum eins og David May og Roy Carroll
stólinn fyrir dyrnar ef þeir kjósa að leita á önnur mið.
Þeir Alan Smith t.v. og Lee Bowyer hafa leikið saman með Leeds undanfarin
lengur þar sein Bowyer er á leið frá félaginu.
ár en gera það vart mikið
Reuter
sambandi en þeir hafa fá tækifæri fengið undanfarið.
Svo er einnig fastlega búist við því að ítalinn Gabriele
Ambrosetti haldi heim á leið á ný.
Guðni Bergsson og félagar í Bolton gætu styrkt sig fyr-
ir lokaátökin í deildinni og er talið að þeir séu á höttun-
um eftir Malcolm Christie hjá Derby sem og Rússanum
Vladimir Beschastnykh sem leikur með Spartak
Moscow. Framherjinn Michael Ricketts gæti að sama
skapi verið á förum frá félaginu ef hagstætt tilboð berst.
Hermann orðaður við WBA
Stjórn WBA, sem Lárus Orri Sigurðsson leikur með,
er ekki með fullar hendur fjár en þeir gætu þó nælt í ein-
hverja leikmenn sem eru ekki með háan verömiða á sér.
Þeir hafa staðfest það að þeir séu á höttunum eftir Artim
Sakiri, sem leikur með CSKA Sofia, og einnig hafa þeir
áhuga á Rússanum Beschastnykh rétt eins og Bolton.
Hermann Hreiðarsson er einnig á listanum hjá Gary
Megson, stjóra liðsins, en hann er hugsanlega of dýr fyr-
ir þá og svo er ekki víst að Hermann hafi áhuga á því að
ganga til liðs við félag sem stefnir niður í 1. deild á nýj-
an leik.
Glenn Roeder, stjóri West Ham, þarf að styrkja lið sitt
fyrir átökin sem eru fram undan og er hann á höttunum
eftir framherjum. Les Ferdinand gæti komið frá Totten-
ham en hann fæst án greiðslu. Svo hafa þeir einnig ver-
ið orðaðir við Argentínumanninn Gabriel Batistuta sem
hefur mikinn áhuga á að leika á Englandi áður en hann
leggur skóna á hilluna.
Spurs vill Bowyer og Phillips
Tottenham hefur verið mikið í umræðunni undanfar-
ið og hafa þeir verið orðaðir við nokkrar stórstjörnur
sem þeir gætu hugsanlega borið víurnar í. Þar eru helst
nefndir franski landsliðsmaðurinn Claude Makelele hjá
Real Madrid en hann hefur áhuga á að reyna fyrir sér á
nýjum slóðum þar sem hann á ekki lengur fast sæti í
stjörnum prýddu liði Real. Spurs hafa einnig mikinn
áhuga á Lee Bowyer og Kevin Phillips sem og að þeir
hafa verið orðaðir við framherjann Marcelo Salas sem
leikur með Lazio á Ítalíu. Les Ferdinand er á förum frá
félaginu og Sergei Rebrov fær einnig að fara en hann
hefur sama sem ekkert leikið frá því Glenn Hoddle tók
við liðinu. Einnig gætu þeir Tim Sherwood og Gary
Doherty verið á förum.
Southampton, sem hefur komið skemmtilega á óvart i
vetur, er á liöttunum eftir Danny Higginbotham, fyrrum
leikmanni Man. Utd sem hefur verið á mála hjá Derby
undanfarin ár. Þeir hafa einnig áhuga á hinum fingra-
langa Khalilou Fadiga, sem leikur með Auxerre, en hann
sló eftirminnilega í gegn á HM í sumar, innan sem utan
vallar.
Newcastle er á höttunum eftir varnarmanni og hafa
þeir mikinn áhuga á tveim af efnilegustu varnarmönn-
um Englands í dag, þeim John Terry hjá Chelsea og Jon-
athan Woodgate hjá Leeds.
Fjölmargir aðrir leikmenn hafa einnig veriö nefndir
til sögunnar í þessu sambandi en hér hefur einungis ver-
ið stiklað á þvi helsta en ljóst má vera aö mikið fjör
verður í Englandi þennan mánuðinn ef eitthvað er að
marka allar þessar sögusagnir. -HBG
Svo gæti farið að Herniann Hrciðarsson fái að etja kappi við Ole Gunnar Solskjær á nýjan leik fljótlega þar sem bæði WBA og
Biriningham hafa áhuga á að fá liann í sínar raðir. Reuter
Liverpool leitar að miðjumanni
Gerard Houllier, stjóri Liverpool, mun að öllum lík-
indum láta til sín taka í janúar enda veitir Liverpool
ekki af liðsstyrk til þess að hressa upp á dapurt gengi fé-
lagsins undanfarnar vikur. Hann er fyrst og fremst tal-
inn vera á höttunum eftir miðjumanni eða vængmanni.
Þar hafa verið nefndir til sögunnar Marc Overmars,
Hakan Yakin, leikmaður Basel sem lék vel gegn Liver-
pool í meistaradeildinni fyrr i vetur, sem og hollenska
undrabarnið Rafael Van Ðer Vaart sem spilar með Ajax.
Houllier gæti einnig losað sig við einhverja leikmenn og
Tékkarnir Patrik Berger og Vladimir Smicer gætu verið
á förum ef gott tilboð berst sem og Igor Biscan sem hef-
ur engan veginn staðið undir væntingum frá því hann
kom til félagsins.
Leeds United er félag sem á örugglega eftir að koma
nokkuö við sögu á næstu vikum og þá væntanlega ekki
vegna leikmannakaupa heldur verða þeir að selja leik-
menn til þess aö laga bága fjárhagsstööu. Sá leikmaður
sem talið er aö fari fyrstur er Frakkinn Olivier Dacourt
en hann er sterklega orðaður við Juventus og þar að
auki hefur hann ekki átt upp á pallborðiö hjá Terry
Venables, stjóra félagsins, sem sagðist vera tilbúinn til
þess að keyra Dacourt til ítaliu persónulega ef þess gerö-
ist þörf. Lee Bowyer er væntanlega einnig á förum en
hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við fé-
lagið sem rennur út næsta sumar og ef Leeds ætlar sér
að fá einhvern pening fyrir hann þá verða þeir að selja
hann núna. Bowyer hefur verið orðaður við fjölda félaga
í úrvalsdeildinni og eru Tottenham og Man. City taldir
vera líklegir kaupendur.
Fer Eiður frá Chelsea?
Chelsea kemur ekki til með að kaupa neina leikmenn
að þessu sinni enda mikið aðhald í rekstrinum hjá Ken
Bates. Framherjarnir Eiður Smári og Jimmy Floyd
Hasselbaink hafa verið eftirsóttir og gætu verið seldir.
Eiður er orðaður við Man. Utd á meðan Barcelona geng-
ur enn með grasið í skónum á eftir Hasselbaink en litlu
munaði að hann gengi til liðs við félagið síðasta sumar.
Fleiri leikmenn gætu verið á fórum frá félaginu og eru
nöfn Winston Bogarde og Albert Ferrer oftast nefnd i því