Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 36
4-0
Hé?Igarblaö J3V LAUGARD AGU R 4. JANÚAR 2003
Hvemig
kjósa
Islendingar?
Árið 2003 er kosninqaár. Margir segja að eins og staðan sé nú þá séum við að horfa
upp á tvísgnustu kosningar íáraraðir hér á íslandi. En hvað er það sem veldur því
að fólk kýs eins og það kýs? Og hvað veldur þessari miklu kosningaþátttöku á ís-
landi? Menn vita töluvert meira um kjósendur nú en áður alveg eins og vitað er
„Nei, það þarf alls ekki að þýða það. Það getur þýtt
að það sé þara svona stór hluti fólks sem hefur sömu
grundvallarviðhorf og Sjálfstæðisílokkurinn."
Aðspurður um áhrif foreldra í þessu sambandi seg-
ir Ólafur að það sé greinilegt fylgi á milli þess hvað
foreldrar kjósi og hvað maður síðan sjálfur kýs.
„En það er spurning hvað það þýðir. Það getur ver-
ið félagsmótun en það getur líka þýtt það að börnin
eru í sama umhverfi og foreldrarnir. En svona svip-
að fylgi þarf ekki að þýða að kjósendur séu óskyn-
samir og læri þetta bara einfaldlega. Þetta getur alveg
farið saman við það að það sé heilmikið að gerast í
kollinum á þeim,“ segir Ólafur.
Áhrif frá foreldrum
Almenna skoðunin er að þetta sé og hafi verið að
breytast. Um miðja 20. öld höfðum við mjög stóra
hópa sem höfðu mjög sterka hollustu til stjórnmála-
flokka. En eftir því sem leið á öldina hefur þessi hóp-
ur farið minnkandi hér á landi sem og alls staðar
annars staðar. Þetta er þróun sem hefur átt sér stað
um allan heim. Frá árunum 1942-1967 var fylgi fjóru
stóru flokkana nánast eins ár eftir ár; það sveiflaðist
kannski í kringum 5% á milli ára, sem er mjög lítið
bil. Megineinkenni þessa tímabils er sem sagt stöðug-
leiki og ekkert óvænt gerist að marki í kosningum.
Þennan stöðugleika sem var á þessum tíma mátti
rekja að miklu leyti til áhrifa frá foreldrum. Rann-
sóknir sem gerðar hafa verið frá þessum tíma sýna að
ef foreldrarnir kusu sama flokkinn þá voru það um
50% líkur á að börnin kysu þann flokk einnig. Þetta
hlutfall fór alla leið upp í rúm 65% ef foreldrarnir
kusu Sjálfstæöisflokkinn.
meira um hegðan fólks. Auglýsendur vita hvernig á að markaðssetja hlutina, hvað
virkar og hvað ekki, og það sama á við um pólitík - hvað það ersem ræður hegðan
kjósenda. Það er þó ekki þannig að það sé hægt að ráða niðurstöðum kosninga
með slíkri tækni.
„En svona svipað fylgi
þarf ekki að þýða að
kjósendur séu óskyn-
samir og læri þetta
bara einfaldlega.
Þetta getur alveg far-
ið saman við það að
það sé heilmikið að
gerast í kollinum á
þeim,“ segir Ólafur
Harðarson, prófessor í
stjórnmálafræði við
Háskóia íslands.
Staðið með sínu liði
Almennt er talið að tvenns konar sýnir séu ráðandi
í þessu sambandi. Annars vegar má segja að kjósend-
ur séu það sem kalla má „vanafastar tilfinningaver-
ur“. Þeir bindast hollustu við einhvern flokk á unga-
aldri og hafa tilhneigingu til að sjá heiminn í gegnum
þann flokk án mikilla undantekninga öll sín æviár.
Hjá svona kjósendum verður
að taka áhrif foreldra með í
reikninginn. Við erum
alin upp í einhverju
flokksumhverfi og við
mótumst félagslega -
alveg eins og viö þró-
um með okkur ákveð-
inn smekk á hverju
sem er, s.s. tónlist og
fatnaði eða einhverju
slíku. Alveg eins þró-
um við með okkur
smekk fyrir stjórn-
málamönnum og
stjórnmálaflokk-
um. Það er
hægt að
líkja
þessu
við
stuðn-
ing við
knatt-
spyrnulið. í æsku byrjum við að styðja eitthvert lið
sem okkur líkar við og sá stuðningur fer aldrei, sama
hvað dynur á. Stuðningurinn getur vissulega minnk-
að þegar illa gengur en ekki nokkrum manni dettur í
hug að byrja að halda með einhverju öðru liði. Á
sama hátt finnum við okkur flokk á unglingsárunum
sem okkur líkar við og síðan styðjum við hann í gegn-
um súrt og sætt.
Köld rökhugsun
Hins vegar eru til kjósendur sem eru „skynsemis-
verur“. Þeir líta yflr farinn veg síðustu ára og spyrja
sjálfa sig hvort áður kosinn flokkur fjórum árum
áður hafi beinlínis staðið sig í stykkinu. Skynsemis-
verur hafa ekkert tilfinningasamband við stjórnmála-
flokka og kjósa í samræmi við hagsmuni. Hvað hefur
þú verið að gera fyrir mig undanfarin fjögur ár - er
ég sáttur við þau? Hvemig ætlar þú að haga næsta
kjörtímabili? Er ég tilbúinn i fleiri ár með þessum
flokki? - Þetta er hugarfarið hjá þeim sem aðhyllast
þessa sýn og ef maður er ekki sáttur við frammistöðu
flokksins á liðnu kjörtímabili þá kýs viðkomandi
bara einhvern annan.
Tvennt ólíkt
Hve stór hluti kjósenda aðhyllist hvora sýn fyrir
sig er ekki gott að svara og í raun ekki vitað. En ber-
sýnilega geta þessar tvær sýnir ekki verið mikið
meiri andstæður.
Mynd af kjósendum sem vanaföstum tilfinninga-
verum er eiginlega mynd af stöðugleika. Þorri kjós-
enda gerir ekki mikið annað en aö mæta á kjörstað
og kjósa sinn flokk. Og vegna þess aö þetta er bundið
frá barnæsku þá verða ekki miklar sveiflur. Lang-
mest eru það sömu kjósendurnir sem eru að kjósa ár
frá ári og líkurnar á að það verði einhver risasveifla
eru mjög litlar. Sveiflur geta gerst vegna kynslóða-
skipta eða jafnvel vegna þess að félagsmótunin hafi
mistekist hjá einhverjum og flokkshollusta hafi ekki
myndast.
Skynsemisverur búa aftur á móti til mikinn óstöð-
ugleika. Það er engin hollusta og ekkert öryggisnet
undir flokkana. Ef flokkarnir klúðra hlutunum af ein-
hverjum ástæðum þá missa þeir atkvæði. Það er ekki
flóknara en svo. Kjósendur líta á kosningabaráttuna
með opnum huga og hvert atkvæðið fer ræðst jafnvel
ekki fyrr enn kjósandinn er staddur í biðröðinni að
kjörkassanum á kjördag.
Sama og venjulega?
Fylgi Sjáifstæðisflokksins hefur verið mjög svipað
í undanfórnum kosningum eða um 40%. Bendir það
ekki til þess að margir kjósendur séu vanafastir?
Undirritaður fékk Ólaf Harðarson, prófessor í stjórn-
málafræði við Háskóla íslands, að svara ýmsum
spurningum varðandi þetta efni og telur hann ekki
svo vera.
Flokkshollusta minnkar
En þessum tölum ber að taka með fyrirvara þar
sem það gæti verið eitthvað allt annað sem gerði það
að verkum að bömin aðhylltust sömu skoðanir og
foreldrarnir. Engu að síður má ekki vanmeta þátt
fjölskylduumhverfisins. Það er t.a.m. mjög oft sam-
band á milli þjóðfélagsstöðu barna og unglinga - ef
foreldrar eru báðir bændur eða verkafólk, þá eru
meiri líkur á að börnin verði það líka. En þessi holl-
usta við flokkana er á undanhaldi og segir Ólafur
ýmsar skýringar á því.
„Þaö sem hefur gerst hér og víða annars staðar er
að það er stærri hópur sem er tilbúinn að færa sig á
milli flokka. Aðalskýringin á því tel ég að sé að kjós-
endur hafi meiri menntun og betri afkomu. Menn
hafa meira sjálfstæði og frumkvæði og takast frekar
sjálfir á við viðfangsefni," segir Ólafur.
í nýlegri rannsókn Gunnars Helga Kristinssonar,
prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla íslands,
kemur m.a. fram að árið 1983 voru 19% almennings
með enga flokkshollustu. Árið 1999, þegar síöustu al-
þingiskosningar fóru fram, voru þeir komnir upp í
29%. Þetta undirstrikar enn frekar að sá hópur sem
hefur enga skýra flokkshollustu fer stækkandi. Og
þessi tilhneiging er ekki bara á íslandi - þetta er að
gerast alls staðar í heiminum.
Fleiri sennilegar ástæður fyrir þessari þróun eru
ótal margar. Síðustu 30 ár eða svo hefur orðið mikið
umrót í stjómmálum. Átakalinur eru sífellt að verða
flóknari, hagvöxtur er ekki eins greiður og áður, trú-
arbrögð hafa ekki eins sterk itök í samfélaginu og
svona mætti áfram telja. Þessir þættir hafa þurft að
víkja fyrir nýjum þáttum, eins og t.d. hnattvæðingu.
Ósjálfrátt leiðir þessi aukna óvissa auðvitað til þess
að kosningar eru meira spennandi. Og því meiri
spenna - því skemmtilegra.
Áhrif fjölmiðla
Stjórnmálabaráttan fer allt öðruvísi fram í dag en
áður. Fyrir 50 árum fór kosningabaráttan þannig
fram að það voru haldnir kappræðufundir, fólk bar út
bæklinga fyrir sinn flokk og hengdi upp plaköt.
Nú hefur baráttan færst úr þessum farvegi yfir í mun
tæknivæddari farveg. Og þar eru það fjölmiðlar sem
gegna lykilhlutverki. Áhrif þeirra eru þó nokkuð um-
deild. í því sambandi má nefna skoðanakannnir sem
dæmi. Stjórnmálamenn verða oft mjög pirraðir þegar
verið er að birta skoðanakannanir nánast daglega síð-
ustu daga fyrir kosningar þar sem þeir telja að þær
skipti miklu máli þegar kemur að kjörfylgi. En það er
ekkert augljóst að svo sé. Auðvitað nota einhverjir kann-
anir til að kjósa taktískt; ef kannanir sýndu t.d. að að-
eins tveir af nokkrum flokkum ættu möguleika þá
myndu sennilega einhverjir kjósa þann sem þeim líkar
betur við af þessum tveimur. Á þennan hátt er hægt að
nota upplýsingar úr skoöanakönnunum.
Og það er einmitt það sem skoðanakannanir raun-
verulega eru. Þær eru upplýsingar og fólki er frjálst
að nota þær upplýsingar sem það vill. Að banna skoð-
anakannanir síðustu viku fyrir kosningar er eins og
að banna ákveðna tegund af umræðu.
En því er ekki að neita aö skoðanakannanir geta
hitt illa á. Ef allar kannanir sýna að einhver flokkur
eigi engan möguleika þá dregur það úr baráttuþreki
þeirra sem vinna fyrir flokkinn. Það er síður vilji til
að vinna fyrir hann og það gæti skapast ákveðið von-
leysi í herbúðum hans.