Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 H e l c) a rb lcj ö !D"V" 41 Eklvi lengur pólitískt umhverfi Fjölmiölar hafa samt áhrif sem eru óumdeilanleg - þeir hafa áhrif á dagskrá stjórnmálaumræðunnar. Þeir hafa mikið um það að segja hvaða mál eru í brennidepli hverju sinni. Segjum t.d. að það sé stjórn- málaflokkur sem geri mikið út á umhverfismál. Ef lít- ið er rætt um þau mál i fjölmiðlum, en frekar t.d. menntamál og félagsmál, þá er það mjög slæmt fyrir flokkinn. Skoðanir flokksins ná ekki að koma fram. En fjölmiðlar reyna að endurspegla það sem er að gerast í þjóðfélaginu hverju sinni. Dagskrá stjórnmá- aumræðunnar rekur sig bara sjálf frá degi til dags fyrir tilstilli þeirra hluta sem eru í fréttum. En af nógu efni er að taka fyrir fjölmiðlana og fréttamenn verða aö velja og hafna. Og auðvitað er valið það efni sem ágreiningur er um. Engum þykir gaman að lesa, heyra eða sjá fréttir sem allir eru sammáda um. Engu að síður þarf að fara varlega í það hvernig fjölmiðill er notaður. Þeim ber að halda úti óhlut- drægri fréttamennsku og er það að mestu gert. Fjöl- miðlar geta þó beitt sér óvarlega í þágu einhvers mál- staðar og í kjöifarið glatað trúverðugleika. Þetta er mikil breyting á því sem áður var. Fyrir rúmum 40 árum voru t.a.m. flest dagblöð í eigu stjórnmála- flokka og þeir gáfu þau út sem málgagn sitt. Afleið- ingarnar voru mjög pólitískt umhverfi þar sem allar fréttir voru pólitískt litaðar. Þaö var nær engin leið að komast að með neitt mál fram hjá stjórnmálaflokk- unum þar sem enginn fjölmiðill var ekki undir vökt- un stjómmálaflokkanna. Sldptir kosningabaráttan ináli? Þegar þetta er skoðað má færa rök fyrir því að kosningabaráttan skipti í sjálfu sér ekki svo miklu máli. Ólafur Harðarson segir að það sé mismunandi hversu mikið kosningabaráttan skipti. „Hér á íslandi hefur það verið þessi almenna hug- myndalega afstaða sem skiptir mestu máli, þ.e. þessi hægri eða vinstri afstaða. Svona hlutir skýra þessar meginlínur en hins vegar kannski ekki þessar sveiflur sem verða á milli kosninga. Það er ekki hægt að gera sér fyrir fram grein fyrir því hvað kosningabaráttan komi til með að skipta miklu máli því við höfum dæmi um hvorutveggja. Annars veg- ar getur orðið lítil fylgisbreyting flokka í kosningabaráttunni en svo höfum við líka aftur önnur dæmi þar sem verða verulegar breytingar á fylgi flokka í kosningabaráttunni, hvort sem það er að bæta við eða missa fylgi,“ segir Ólafur og bætir við að sem dæmi um þetta megi nefna að ljóst þykir að Samfylkingin fór halloka í kosningabaráttunni 1999. „Á meðan á henni stóð tapaði hún þónokkrum prósentum og það liggur mjög beint við að halda því fram að það hafi verið mistök í kosningabar- áttu sem hafi valdið því,“ segir Ólaf- ur. Hinir dauðu kusu Það er ekki bara í þingkosningum á íslandi sem þátttaka er góð. í forsetakosningum, sem snúast oft- ast um óljós málefni og miklu fremur um persónu frambjóðenda en annað, hefur oftast nær verið ágæt- isþáttaka, a.m.k. mun betri en viða annars staðar. Mest náði þátttakan árið 1968, eða 92%, þar sem átt- ust við Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn í miklum hitakosningum. í sveitastjórnarkosningum er þátttaka líka góð á ís- landi þótt hún sé aðeins minni en í alþingiskosning- um. Þessi þátttökumunur fer þó minnkandi og síðan 1994 hefur ekki munað nema tæplega 1% á meðan áður fyrr var það 10-15% munur. Svo hafa einnig verið haldnar nokkrar þjóðarat- kvæðagreiðslur í gegnum tíðina, með misjafnri þátt- töku. Mest var hún árið 1944 þegar kosið var um stjómarskrána. Þá kusu 98,4% þjóðarinnar. Sú tala er náttúrlega fáránleg og fastlega má gera ráö fyrir að brögð hafi verið í tafli. Sumir eru aldraðir og sjúkir og geta jafnvel ekki hreyft sig mikið, aðrir eru óles- andi eða óskrifandi og geta hreinlega ekki kosið þótt þá langi til þess. í þessum kosningum þykir ljóst að fólki var hreinlega smalað upp úr gröfunum. Lykillinn í lýðræði Kosningar eru aðferð til á einhvern hátt að um- breyta óskum almmennings yfir í útkomu. Þær eru aðferð til þess að velja vaidhafa, að fjarlægja óhæfa stjómendur og veita nýjum tækifæri. Kosningar eru lykilþáttur í formbindingu lýðræöis- ins og sú aðferð sem menn hafa þróað til þess að hrinda lýðræði í framkvæmd. í þeim eru mótaðar meginlínur um þjóðfélagsþróun samfélagsins og þótt óvíst sé nú hver valinn verður til að stýra þjóðarskút- unni næstu fjögur árin, þá er ljóst að rödd þjóðarinn- ar fær að segja sitt í þeim efnum. -vig Þegar kjörstöðum hefur verið lokað hefjast talningarmeuu handa. Af nógu er að taka fvrir þá þar sem tæplega 85% íslendiuga sem kosningarétt hafa kjósa að jafnaði í alþingiskosningum. Það er með allra hæsta hlutfalli sem fvrirfinnst í heiminum. og ýmsar aðrar aöferðir I pólitískri starfsemi þar sem virkni almennings hefur vaxið,“ segir Ólcifur. Kosninga-Eurovision En hvað skýrir svona góða þátttöku á íslandi en ekki t.d. í Bandaríkjunum? I síðustu þingkosningum Bandaríkjanna árið 1998 kusu ekki nema 41,9% þjóð- arinnar. í Bretlandi fyrir tveimur árum var þing- kosningaþátttaka rétt tæp 60%. Hjá báðum þessum stórþjóðum hefur þátttaka farið hrapandi kjörtimabil fyrir kjörtímabil. Að hluta til má rekja ástæðu þessa til tæknilegra vandamála. Það er mun auðveldara að kjósa á íslandi. 1 Bandaríkjunum eru miklu fleiri kosningar og það þarf að skrá sig fyrir fram. Þar er heldur aldrei kosið um helgar. Sama á við um Bret- land. Þar er kosið á fimmtudögum og eftirvæntingin nær aldrei sömu hæðum og hér á landi. Hér er kosið um helgar og kosningavöku er einna helst hægt að líkja við Eurovision. Það setjast allir spenntir fyrir framan sjónvarpið um kvöldið og bíða með fiðring i maganum eftir því hvað gerist í talning- unni. Allt kerfið á íslandi ýtir fólki á kjörstað. Gríðarleg þátttaka á íslandi Dræma kosningaþátttöku í Bandaríkjunum má að miklu leyti rekja til tæknilegra vandamála. Þar þarf að skrá sig fyrir fratn og þar er aldrei kosið urn helgar. Eftirvæntingin nær aldrei sömu hæðuin og hér á landi. Það er hægt að taka þessar pæling- ar einu skrefi lengra og velta því fyr- ir sér af hverju fólk ætti að kjósa. Er einhver sérstök ástæða til þess? Hef- ur það eínhver áhrif ef ég mæti á kjöstað? Til eru einstaklingar sem hugsa á þennan hátt og þeir hafa óumdeilanlega nokkuð til sín máls. Líkumar á að þeirra atkvæði skipti sköpum eru stjamfræðilega litlar. Stóra undantekningin frá þessu vora forsetakosningarnar síðustu í Banda- ríkjunum sem voru mjög uppörvandi hvað þetta varðar. En íslendingar virðast ekki vera með svona hugsunarhátt. Síðustu ár og áratugi hctfa 80-90% íslendinga nýtt sér kosningarétt sinn í hverj- um alþingiskosningum. Það er gríðarlega hátt hlut- fall og með því allra hæsta sem gerist í heiminum. Kosningaþátttaka á Islandi var ekki mjög mikil á 19. öld. Fljótlega eftir aldamótin eykst þátttakan til muna, samfara því að fyrstu flokkarnir fara að koma fram og þ.a.l. verða málefnin skýrari, samgöngur verða betri, íslendingar eru um það bil að fá heima- stjórn og eftir þvi sem pólitískar línur verða skýrari, því meiri verður þátttakan. Um miðja öldina er kosningaþátttaka karla komin yfir 90%. Það er gríðarlega mikið, sama í hvaða sam- hengi við lítum á það. Mest verður hún 1956 þegar hún náði 94,8%, sem er ótrúlega mikið. Ef við tökum síðan konur meö í dæmið þá var kosningaþátttaka þeirra mun minni framan af. í kosningunum 1916, þeim fyrstu þar sem konur höfðu kosningarétt, var þátttaka þeirra aðeins 30% á meðan 69% karla kusu. Á þessum tíma höfðu þær einfald- lega minni áhuga á stjórnmálum en karlar. En það átti þó eftir að breytast og eftir því sem kosningaþátt- taka kvenna eykst þá verður almenn þátttaka á ís- landi mjög mikil. Áhugi er eklii minni í síðustu alþingiskosningum árið 1999 var 83% kosningaþátttaka. Það er með því mesta sem gerist núorðið. Reyndar hefur hún farið minnkandi síðustu ár, minna þó á íslandi en víða annars staöar, en það er bara eitthvað sem er að gerast alls staðar. Kosn- ingaþátttaka er að dvína og er það mjög víða áhyggju- efni. Þó svo að það bendi til þess að sífellt fleiri séu að verða áhugalausir telur Ólafur ekki svo vera. „Viðhorfarannsóknir benda á annað. Liklegri skýr- ing er að það sé stærri hópur sem telji að þetta skipti ekki það miklu máli og að jafnvel aðrar aðferðir til að hafa áhrif í pólitík séu mikilvægari en að kjósa með hefðbundnum hætti. Það eru t.d. alls kyns mótmæli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.