Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Qupperneq 40
44 HeÍQorblaö 33V LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 Sakamál stundað launað starf. En hann varð að leggja hart að sér til að full- nægja fíkniefnaþörf sinni sem kostaði hann 150 sterlingspund á dag. Hann hafði líka fgrir barni og vinkonu að sjá. Hann var þjófur aö atvinnu og þekktur af lögreglunni í Rochdale sem smákrimmi sem stal öllu sem hönd á festi. Hann var 9 ára þegar hann var fyrst handtekinn. Eftir það var hann tíður gestur í fangaklefum lögregl- unnar og þess á milli á upptökuheimilum fyrir vand- ræðaunglinga. Lögreglan taldi hann heldur tornæman og hann var lélegur í þeirri atvinnugrein sem hann stundaði. Samkvæmt skýrslum var búið að handtaka hann 108 sinnum fyrir afhrot eins og bílþjófnaði, búða- hnupl, innbrot og yfirleitt allar tegundir af þjófnaði og ránum sem færð eru til bókar. Allt voru þetta heldur smávægileg afbrot miðað við glæpi sem pilturinn framdi vegna ofbeldishneigðar sem hann var haldinn. Þegar Michael var 13 ára kærði stúlka hann fyrir árás og líkamsmeiðingar. Síða tók hún kæruna til baka. 1994 var hann dæmdur í fangelsi fyrir að hrifsa veski af gamalli konu og þrem árum síðar fékk hann þriggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna 77 ára gamla konu. Hann var kominn upp á lagið með að velja sér veikburða og varnarlaus fórnarlömb. Fagran júnídag árið 2000 fór 31 árs gömul kona sína venjulegu gönguleið um fáfarinn stíg meðfram Rochdale- skurðinum á leið til vinnu sinnar. Michael elti hana og greip um hálsmál skyrtunnar sem hún var í og stakk brotinni flösku í öxl hennar. Konan baðst vægðar en engrar miskunnar var að vænta. Þrjóturinn hélt brotnu flöskunni að hálsi hennar og dró hana inn í undirgöng og skipaði henni að afklæðast. Hann nauðgaði henni tvisvar og úthúðaði konunni á grófan hátt á meðan á þeim athöfnum stóð. Hann sagði að sér kæmu kvalir hennar ekkert viö. Áður en nauðgarinn flúði af vett- vangi með tösku konunnar barði hann andliti hennar utan í vegg og reyndi að binda hana með brjóstahaldar. anum. Tveim mánuðum síðar réðst hann á gamla konu sem var á heimleið, barði hana í andlitið og hlustaði ekki þegar hún baðst vægðar og vísaði til aldurs síns. Hann hirti af henni töskuna og jakka sem hún var í. Við báðar konurnar montaði Michael sig og sagðist geta gert miklu betur næst þegar hann tæki kerlingu til bæna. Og það voru orð að sönnu. Eileen var barnakcnnari og komin á eftirlaun þegar hún fannst með afskornar augabrúnir og skófar á andlitinu. Morð og önnur árás Eileen Jawczak var 65 ára gömul, barnaskólakennari á eftirlaunum, smávaxin og með skerta heyrn. Hún varð fórnarlamb Michaels Hardace. Hann skiidi við hana með brotinn kjálka og greinilegt fótspor á andiiti og með af- skomar augabrúnir. Áður hafði hann hótað konum sem hann misþyrmdi að skera úr þeim augun ef þær horfðu á hann. Sennilega hefur Eileen ekki heyrt þá hótun og fanturinn þá skorið nærri augum hennar. En tO að vera öruggur um að hún þekkti sig ekki kyrkti hann hana með hennar eigin nærbuxum. Þá stal hann af henni skarti og giftingarhring. Michael var kærulaus um gerðir sínar og gekk frá líki Eileenar með blóðbletti í fötum sínum og hitti skömmu síða ættingja sinn á förnum vegi. Sá sagði að frændinn hefði verið æstur. Nákvæmlega tveim vikum síðar gerði hann enn eina árásina. Ung stúlka sem starfaöi við afgreiðslu á bar var á leiö heim eftir vinnu og stytti sér leið um fáfarinn stíg, nærri miðbæ Rochdale, þegar Michael stökk á hana og dró hana inn í skugga. Hann hafði í venjubundnum hótunum og sagðist mundu skera úr henni augun ef hún liti á andlit sitt. Eft- ir að hafa nauðgað stúlkunni tvisvar harði hann hana og stakk og hirti af henni peninga og allt það sem verðmætt mátti teljast, svo sem hringa af fingum hennar. Hann var alblóðugur þegar hann skildi eftir greinileg fingrafór á vegg við árásarstaðinn. Maður, sem átti leið um, fann stúlkuna, sem var nær dauða en lífi, og hélt fyrst að hún væri í rauðum kjól en hann var gegnvættur af blóði hennar. Þegar hún skýrði lögreglunni frá að hann hefði hótað að stinga úr henni augun fór lögreglumennina að gruna margt og mundu Michael eftir handtökuna. Hann sá ekkert atliugavert við það að misþyrma konum, nauðga þeim og myrða. eftir afskornum augabrúnum Eileenar. Möguleiki væri á að um sama árásarmann væri að ræða. Eftir ódæðið hélt Michael heim þar sem vinur hans beið eftir honum. Þá var blóð í fötum og á höndum og fótum ódæðismannsins. Félaga sínum sagði hann, að hann hafi skorið strák í slagsmálum og tók upp lítinn hníf því til sannindamerkis. Síöan stakk hann fótum sín- um í þvottavélina. Síðan gengu þeir út í almenningsgarð þar sem slags- Kviðdómurinn táraðist þegar saksóknari lýsti voða- verkum sem sakborningurinn Michael Hardace franidi gegn varnarlausum konum. málin áttu að hafa orðið. En þar sáust engin merki þess að þar hefði blóðugur bardagi staðið yfir fyrir stuttu. Síðan fór þeir niður í miðbæ og tóku eftir að þar var lög- reglan búin að girða af svæði og Michael vildi fá að kom- ast að hvað þar væri um að vera. Eftir að þeir yfirgáfu staðinn og fóru heim tók vinur- inn eftir að Michael var með 30 pund á sér og að í þvotta- vélinni var gullkeðja. Órækar sannanir Við DNA-rannsókn, sem gerð var á sýnum sem tekin voru vegna nauðgunar og misþyrmingarinnar á bar- stúlkunni, var fullsannað að Michael Hardace var þar að verki. Hann var handtekinn rétt einn ganginn og hélt því fram í fyrstu að honum hefði horfið minni og vissi ekkert um hvað hann hefði aðhafst á þeim tíma sem stúlkunni var misþyrmt. Þegar honum var sýnt fram á að blóðug fingrafór hans hefðu fundist á vettvangi breytti hann framburði sínum, sagðist hafa dottið um miðvitundarlausa stúlkuna og orðið hræddur og forðað sér hið bráðasta á brott. Síðan breytti Michael aftur framburði sínum og reyndi að halda sig við frásögnina um minnisleysið en ekkert dugði, sannanir gegn honum voru svo sterkar að ekkert þýddi að malda í móinn. Þegar fleiri árásir, nauðganir og morð voru borin upp á hann bar hann við minnisleysi sínu og sagðist hvorki getað játað né neitað að hann hefði framið þá glæpi sem upp á hann voru bornir. En engar mátbárur dugðu. Lögreglan hafði ekki að- eins undir höndum sannanar sem fengust við DNA- og blóðrannsókn varðandi nauðgunina á ungu stúlkunni sem vann á barnum heldur fannst gullkeðja úr hennar eigu í fórum Michaels og blóð hennar var einnig í þvottavélinni sem hann þvoði föt sín í eftir ódæðið. Þegar böndin fóru að berast að Michael og ljóst var að hann stóð að baki mörgum árásum á konur var farið að rannsaka morð Eileenar nánar. Þá kom til að mynda í ljós að skófarið á andliti líks hennar var eftir skó í eigu Michaels. Hann þóttist hcifa fjarvistarsönnun og sagðist hafa verið heima hjá vinkonu sinni á þeim tíma sem morðið var framið. Samt sem áður bar ættingi hans að hann hefði hitt frænda sinn, blóðugan og æstan, skammt frá morðstaðnum á svipuðum tíma og Eileen lét lífið. En ódæðismaðurinn þrjóskaðist við að játa þótt sönnunar- gögnin hrúguðust upp á móti honum. Af eðlilegri ástæðu var Eileen ekki í standi til að segja sögu sína en þræðir sem fundust á líki hennar voru sams konar og í flíspeysu sem Michael gekk í. Fótsporið á andliti likisins og ógild fjarvistarsönnun voru óyggj- andi sönnunargögn og var kviðdómur ekki í neinum vafa um sekt hans. Auk morðsins var hann kærður fyr- ir tíu aðrar ofbeldisárásir. Hann var dæmdur í árslok 2001. Hann fékk lífstíðar- dóm fyrir morð og hann var einnig dæmdur fyrir önnur ofbeldisverk, svo sem nauðgangir, rán og alvarlega mis- þyrmingu á fólki sem hann átti ekkert sökótt við. Fyrir þær sakir var bætt við fangelsisdómum sem samanlagt hljóðuðu upp á 146 ára innilokun. Á meðan á rannsókn og réttarhöldum stóð sýndi Michael Hardace aldrei nein merki iðrunar eða neins konar vorkunnar gagnvart fórnarlömbum sínum. Eina skýringin sem hann gaf á afbrigðilegri hegðun sinni var þegar fyrstu ofbeldisárásina sem hann var kærður fyrir bar á góma. Skýringin var sú að vinkona hans hefði far- ið i taugarnar á honum. Hann bgrjaði að regkja hass þegar hann var 9 ára og svo fór að hann varð að fá sinn daglega skammt af amfetamíni, heróíni og E-pillum. Morðóður síbrotamaður Þegar Michael Hardacre var orðinn 24 ára gamall hafði hann aldrei
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.