Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR -T. JANÚAR 2003 Helgarblacf DV 4sf Nágranni okkar í geimnum: Tunglið, auga nætur- innar Síbreytilegt en alltaf eins Tunglinánuöurinn er 29,53 dagar en þaö er tímabilið frá því tungliö er nýtt þar til það verður nýtt aftur. Talið er að forfeð- ur okkar hafi mælt tíina eftir gangi tunglsins. Það er síbreyti- legt: vaxaiuli, fullt og minnkandi. Tunglið er tákn um endurnýjunar- inátt lífsins. Þegarsólin er læqst á lofti er upplagt að skoða næsta ná- qranna okkar ígeimnum, tunglið eða mánann. Á þessum árstíma er qaman að líta til himins og skoða tunglið íallri sinni dgrð. Tunglið er náttúrleg- ur fglgihnöttur jarðarinnar og í í Babýlon til foma var því trúað að tunglið stjómaði frjó- semi, getnaði og fæðingum og hvítvoðungar vom oft neínd- ir böm tunglsins. I Persiu var litið á tunglið sem auðugan guð sem átti nóg af mjólk, feitu kjöti, beinmerg og afkvæm- um. Maóríar á Nýja-Sjálandi nefna tíðir kvenna tunglsýki og trúa því að fýrstu blæðingar verði þegar tunglið stígi nið- ur af himnum og hafi mök við stúlkur meðan þær sofa. Gras á tunglinu Plönturíkið fylgir sömu lögmálum og tunglið: vex, dafnar og deyr. Fomíranskur texti segir að plöntur vaxi í hlýju tunglsins og sumir ættbálkar Brasilíu kalla tungiið móður grassins. Víða í Pólýnesíu, Kína og í Svíþjóð trúa menn að það vaxi gras á tunglinu. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að fræ draga í sig vatn á fullu tungli en vatn er undirstaða þess að þau spíri. Það er því eðlilegt að sá rétt áður en tungl verður fullt til að flýta vexti eins og garðyrkjumenn hafa haldið fram. Bleikt tungl boðar úrfelli Yfirborð sjávar rís og hnígur tvisvar sinnum á sólar- hring. Þessi breyting kallast flóð og fjara og stafar af að dráttarkrafti tunglsins. Þegar tunglið er yfir hafi toga kraft- amir í sjóinn og hann rís. Hér á landi var því trúað að betra væri að slátra fé með aðfalli og hálfvöxnu tungli; fénu átti að blæða betur og kjöt- ið og skinnið að geymast betur. Bleikt tungl og fólt boðar úrfelli og snjókomu en ef það er gult sem gull boðar það ofsaveður. Rautt tungl boðar vinda. Homafjarðarmáninn Gísli, Eiríkur og Helgi sáu einu sinni fullt tungl rísa úr hafi en gátu engan veginn áttað sig á því hvað það var. Þeir fóm þá til næsta bæjar og spurðu bóndann hvað þetta væri. Hann svaraði þeim aö um herskip væri að ræða. Bræðurn- ir urðu svo hræddir að þeir lokuðu sig inn i fjósi og byrgðu fyrir allar útgönguleiðir og er sagt að þeir hafi soltið hel. Einu sinni komu nokkrir Homfirðingar til kaupstaðar í fiarlægri sveit og þótti mikið til alls koma. Um kvöldið verö- ur þeim litið til himins þar sem fúllt tungl óð í skýjum og segja allir í kór: „Þetta er nú almennilegt tungl, já, það er sko munur á því og helvítis Homafiarðarmánanum." Rómantísk náttúrufneði í bók sem kom út fyrir nokkrum árum og neftidist Geim- skipsmáninn dularfulli heldur höfundurinn, Don Wilson, því fram að tunglið sé í raun lendingarpallur fyrir geim- skip. Bókin er full af tilvitnunum í heimsfræga vísinda- menn sem flestir em japanskir eða frá fyrrum Sovétríkjum og heita nöftium sem ekki er hægt að bera fram. í einum kafla bókarinnar er sagt að japanska dagblaðið Mainichi hafi skýrt frá óvenjulegri uppgötvun dr. Kenza- huro Toyoda við Menjii-háskólann. Þegar dr. Toyoda var að skoða tunglið í sjónauka kom hann auga á risavaxiö svart letur sem auðvelt var að lesa. Stafimir mynduðu tvö orð: PYAX og JWA. Enginn veit hvað orðin tákna og engin skýr- ing hefúr fengist á fyrirbærinu. Frá fyrstu tíð hafa menn heillast af tunglinu, það er dul- arfullt og heillandi. Vonandi verður boðið upp á ferðir þang- að áður en ég dey. -Kip 384.400 kílómetra frá jörðu. Það sngr alltaf sömu hliðinni að jörðinni þanniq að við sjáum aldrei nema aðra hlið þess. Á tunglinu er ekkert gufuhvolf til að tempra hitasveiflur og getur hitastig farið úr 115 ° C á daginn niður í-160 ° C á nóttunni. Ýmsar kenningar em til um myndun tunglsins, til dæmis að það hafi brotnað frá jörðinhi fyrir milfi- ónum ára. Stjömufræðingar telja aft- ur á nóti að tunglið og jörðin hafi myndast úr gas- og rykskýi fyrir 4,5 milijöröum ára. Vísindaleg könnun tunglsins hófst um 1610 þegar Galileo GalOei beindi sjónauka sínum að mánanum og riss- aði upp helstu giga hans. Samtíma- menn Galileos töldu dökku svæðin á tunglinu vera vatn og nefhdu þau höf. Fyrsta geimflaugin, Luna 2, lenti á tunglinu árið 1959. Hún var sovésk og ekki vildi betur til en svo að hún brotlenti. Tveimur árum síðar sveif Júri Gagarín manna fyrstur um geiminn og breytti mannkynssög- unni. Það voru svo Neil Armstrong og Edwin E. „Buzz“ Aldrin sem stigu fyrstir fæti á tunglið 20. júlí 1969, á meðan Mike Collins beið þeirra úti í geimnum um borð í Apollo 11. - Efasemdir um lendinguna Skömmu eftir lendinguna á tungl- inu fóru að heyrast raddir um að atburðurinn hefði verið sviðsettur til þess að sanna yfirburði Bandaríkjamanna í geimferðakapphlaupinu. Efasemdarmenn halda því fram að ljósmyndir sem eiga að vera af mönnum á tunglinu séu fals- aðar. Máli sínu til stuðnings benda samsæriskenningasinn- ar á að skuggamir á myndunum komi úr „öllum“ áttum og að það sé eins og lýsingin komi frá mörgum ljóskösturum sem á náttúrlega ekki að vera hægt. Einnig hefur verið bent á að það sé eins og fáninn blakti á myndunum en eins og allir vita er enginn vindur á tunglinu. Tunglið og fijóseniiii Tunglmánuðurinn er 29,53 dagar en það er timabilið frá því tunglið er nýtt þar til það verður nýtt aftur. Talið er að forfeður okkar hafi mælt tíma eftir gangi tunglsins. Það er síbreytilegt: vaxandi, fullt og minnkandi. Tunglið er tákn um endumýjunarmátt lífsins, síbreytilegt en þó alltaf eins. Þegar menn áttuðu sig á samhenginu milli tunglsins og blæðinga kvenna urðu tengsl þess við konur óijúfanleg. Tunglið og trúin í Babýlon til forna var því trúað að tunglið stjórnaði frjósemi, getnaði og fæðingum og hvítvoðungar voru oft nefndir börn tunglsins. f Persíu var lit- ið á tunglið sem auðugan guð sem átti nóg af mjólk, feitu kjöti, bcinmerg og afkvæniuiii. Tunglið var helgað mánagyðjunum Hekate í Býsans, Artem- is í Grikklandi, Diönu í Róm en í kristni var það tákn Mar- íu meyjar. Meðal íbóa í Nígeríu er dagur kvenna á nýju tungli og sama regla gildir í Kongó. Konur af Wemba-ætt- bálkinum lita andlit sitt hvítt á nýju tungli og dansa ftjó- semisdans undir fúllu tungli og íbúar Trobiant-eyja nota tunglið til að ákveða hvenær á að halda frjósemishátíðir. Kvartilaskipti tunglsins; ný, full og niö, em tengd æviskeiði kvenna: ný samsvarar meydómnum, full móður og nið ell- inni. Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir að ef vanfær kona kastar af sér vatni úti í tunglsljósi eða sifii þannig að tunglið skíni í kjöltu hennar verði bamið tvmglsjúkt. Hann segir ennfremur að ef tunglið skini í kjöltu óspjallaðrar meyjar verði hún ófrísk. Ólofaðar inúítastúlkur forðast að horfa á tunglið af hræðslu við að verða ófrískar og meðal frumbyggja Ástralíu er því trúað að tunglið stígi niður til jarðar í mynd ómótstæðilegs flagara og fífli einfaldar stúlk- ur. C < v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.