Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 Helqarblctð DV ■4-"7 Skemmtilegt að fá mótvindinn Þórólfur Árnason ræðir um trú, kenningar Dalai Lama, knattspgrnu, listina og fleira. Þórólfur Árnason, væntanlegur borgarstjóri í Reykjavík, var, þegar blaðamaöur hitti hann, ný- kominn innan úr Laugardal þar sem hann hafði skorað fyrsta mark ársins hjá Lunch United en fé- lagar þess leika knattspyrnu í hádeginu nokkrum sinnum í viku. „Tilkoma mín þarna er í gegnum kunningsskap. Ásgeir Sigurvinsson og mágur hans, Kristján Guðmundsson, eru í félaginu, sömuleiðis Gylfi Árnason kunningi minn,“ segir Þórólfur. „í Lunch United eru menn af öllum stéttum og stigum og öllum gæðaflokkum í knattspyrnu. En allir hafa þeir sameiginlegan áhuga á að hreyfa sig og vera • úti við. Þetta er um það bil fjörutíu og fimm manna hópur og um tuttugu manns mæta á hverja æfingu. Síðan er skipt í lið, rauða og gula, og menn taka sig hóflega hátíðlega." Helduröu svo, eins og flestir íslendingar, meö Manchester United í ensku knattspyrnunni? „Já, en það kom til af því að pabbi fór árið 1964 í þrjá mánuði til Englands í prestaskipti við ensku biskupakirkjuna. Hann fór á leik með Manchester United og Chelsea og kom heim með tvö merki. Ég var sjö ára og valdi rauða merkið og Þorbjöm Hlyn- ur bróðir fékk Chelsea-merkið. Þetta leiddi til þess að við bræðumir rifumst um knattspyrnu í tíu ár.“ Hógværð Dalai Lama Þú ert prestssonur og alinn upp viö trú. Ertu trú- aöur? „Ég trúi á eilíft líf. Ég trúi því að eftir að við deyjum hinum líkamlega dauða þá lifi sálin. Mér finnst þægilegt að lifa eftir kristinni siðfræði en ég mætti vera kirkjuræknari og hjálpsamari og betri við náungann. Ég hef einnig lesiö töluvert mikið eftir Dalai Lama og sú hógværð sem þar býr finnst mér mjög heillandi. Það að taka stein úr götu manns er þarfaverk. Maður á heldur ekki að stæra sig af því að hafa tekið steininn heldur gera það svo hljóðlega að enginn taki eftir því. Maður á að gera sitt besta, jafnvel fyrir þá sem eru manni gjörsam- lega óviðkomandi. Og það er hægt að gera það svo aðrir viti helst ekki af því. Þá líður þeim sem góð- verkið gerði best. Sá falski tónn sem kemur í góð- verk er skrautritað skjal og myndir af því uppi á vegg. Opinberar viðurkenningar eru ágætar ef þær geta hvatt einhvern annan tii dáða en þær gera lít- ið fyrir þann sem hlaut viðurkenninguna. Ég hafði um tíma efasemdir um orðuveitingar forsetans á nýársdag. Þær hafa færst mjög til betri vegar hin síðari ár, nú er fólk krossað fyrir störf sem það vinnur oft upp á sitt sjálfdæmi. Það er öðr- um hvatning og til eftirbreytni. Á þann hátt hafa viðurkenningar og klapp gUdi.“ Hvaöa viöhorf hefuröu gagnvart peningum, skipta þeir máli? „Fræg er dæmisagan um talenturnar. Á ensku tungu er talent hæfileiki, eins konar Guðs gjöf. Manni ber að fara vel meö það sem manni er gefið. Sá sem þroskar það með sér og beitir aga til þess, hann er að fara vel með það sem honum er trúað fyrir. Menn eiga helst ekki að fara í þunglyndi yfir því að hafa fengið lítið í vöggugjöf. Maður á að bæta við sig og gera betur. Það er enginn annar sem getur haldið manni niðri ef maður viU bæta sig. Ég vU ekki kalla þetta að hver sé sinnar gæfu smiður en það er i okkur öllum hæfileiki tU að þroska okkur og taka á. Það er ekkert skemmtilegt að berast með vindinum, það er skemmtUegra að fá mótvindinn því þegar hann lægir stendur maður sterkari eftir.“ Ekld loldð við viðskiptabók Mér er sagt aö þú sért mikill listunnandi og mœt- ir til dcemis á myndlistarsýningar? „Oftar en ekki reyni ég að drífa mig á opnanir. Þegar maður er búinn að lesa of mikið um viðkom- andi listviðburð er maður annaðhvort kominn með neikvæðar eða jákvæðar hugmyndir. Það eru „Maður á að bœta við sig og gera betur. Það er enginn annar sem getur haldið manni niðri ef maður vill bæta sig. Ég vil ekki kalla þetta að hver sé sinnar gæfu smiður en það er í okkur ölluni liæfileiki til að þroska okk- ur og taka á. Það er ekkert skemmtilegt að berast með vindinum, það er skcmintilcgra að fá mótvindinn því þegar hann lægir stendur maður sterkari eftir." l)V-inynd GVA nokkrir myndlistarmenn í ættinni, þar á meðal Kristján og Sigurður Guðmundssynir Þeir hafa út- listað fyrir mér sína lífsspeki og heimspeki. Þeir hafa mikið næmi sem ég hef verið að reyna að hlusta eftir en gleymi stundum því mér hættir til að hlaupa of hratt. Ég les líka mjög mikið. Mér finnst meira þrosk- andi fyrir heilann að lesa góða skáldsögu eða ævi- sögu heldur en viðskiptabók. Satt að segja hef ég ekki komist í gegnum eina einustu viðskiptabók. Þar eru menn að búa til teoríur um þriggja punkta kerfi eða tíu þrepa lausnir. Ég trúi ekki á svo ein- faldar lausnir. Lífið er flóknara en svo.“ Hverjir eru þínir uppáhaldsrithöfundar? „Laxness er númer eitt og svo Hemingway. Ég les Hemingway aftur og aftur. Smásögurnar hans þykja mér bestar, þær eru flóknar og skilja allt eft- ir opið. Ég hef allt aðra sýn á smásögur en margir aðrir. Smásaga finnst mér best ef þar er margt ósagt og hún gefur mikið í skyn. Þá get ég komið að henni hvað eftir annað og alltaf séð eitthvað nýtt. Blaðamennskusmásaga sem hefur skýrt upphaf og skýran endi og klárast eins og kökuuppskrift finnst mér þunnur þrettándi." Einfari og félagsvera Ertu mannblendinn og vinamargur eöa ertu ein- fari? „Ég held að ég sé blanda af einfara og félagsveru. Mér líður óskaplega vel einum. Einn að labba á rjúpu. Einn uppi í sumarbústað. í sveit var ég smali og mikið einn. En svo er í mér félagsvera sem líður mjög vel í fjölmenni. Ég er reyndar ekki mik- ið á trúnaðarstiginu við fólk. Ég á ekki marga klíkubræður en ég á ágætis vini. Mamma er Skaftfellingur og pabbi er Snæfelling- ur. Mamma hefur oft sagt að þegar hún kom inn í fjölskyldu pabba þá hafi henni fundist henni eins og hún væri komin inn í ítalska fjölskyldu þar sem allir töluðu og öskruðu ofan í hver annan og stóðu svo upp og kysstust á eftir. Skaftfellingarnir höfðu hins vegar þann hátt á að þegja saman. Þegar Skaft- fellingur kom í heimsókn á heimili afa og ömmu í Reykjavík þá var drukkið kaffi og menn skiptust á fáum orðum en allir vissu allt um aUa. Svo var kysst á vangann í kveðjuskyni og sagt: „Mikið var skemmtUegt að hitta ykkur“. Samt hafði svo að segja ekkert verið talað. Mamma hefur sagt að ég sé blanda af Skaftfell- ingi og Snæfellingi og bendir því tU staðfestingar á það að eitt sinn fór ég að grafa vatnsleiðslu í bústað og undi mér einn við það verk í fjóra daga en á fimmta degi sprakk ég og hringdi út alla kaUana í Hraunhreppi, Kolbeinsstaðahreppi og Eyjahreppi sem ég þekkti og hélt kaUaboð í sumarbústaðnum. Þar tók félagsveran við af einfaranum." Ertu vinnusamur og skipulagöur „Ég er nokkuð vinnusamur en hef þurft að bæta hjá mér skipulagið. Ég var skorpumaður í skóla og fór hratt i hlutina. Mér þótti best þegar ég var sam- tímis formaður íþróttafélagsins, var í kórnum, ~ vann í bUaleigu um helgar og fékkst við þýðingar." Áttu þér eitthvert mottó í lífinu? „Að gera sitt besta og taka visst frumkvæði í smáu sem stóru. Ég er ekki að segja að menn eigi að umbylta öllu sem er í kringum þá en það er betra að hafa framsækna hugsun en hlutlausa. Um leið gefur maður meira af sér og fólki finnst skemmtUegra að vera nálægt manni.“ -KB •*>
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.