Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Side 44
48
/ / e l C) cj rb l a c) DV LAU GARDAGUR 4. JANÚAR 2003
skrifað. Ég gaf vinum mínum þessa bók en ég geri
sannarlega ekki þá kröfu til þeirra að þeim líki hún.
Sumir hafa smekk fyrir henni, aðrir ekki. Það er allt
í góðu lagi með það.
Ég get ekki verið annað en ánægð með dóma og við-
tökur. Annað væri vanþakklæti. Fyrsti opinberi
dómurinn sem ég fékk um þessa bók var reyndar
neikvæður. Hann kom frá ágætum kunningja
mínum, Ármanni Jakobssyni. Ég er langt frá því
að vera sammála öllu sem þar stendur en þó
voru þar atriði sem mér finnst ástæða til að
taka mark á. Ef einhver heldur að ég líti svo á
að Tilhugalíf sé fullkomin ævisaga þá er það
misskilningur. Hún er ekki gallalaus fremur
en flestar aðrar bækur en ég er mjög sátt við
hana.
Kaldlynd móðir
Ég er hins vegar ekki upptekin af þessari
bók. Rithöfundar tala stundum um bækur sem
þeir hafa skrifað eins og börnin sín. Ef bækur
sem maður skrifar eru afkvæmi manns þá er ég
fremur kaldlynd móðir. Nú í janúar er þessi bók orð-
in að fortíð fyrir mér. Hún kemur mér ekkert við
lengur. Ég hef ekki lesið hana síðan hún
kom á prent og les hana örugglega
ekki næstu árin. Kannski
les ég hana aldrei.
Þegar maður er
búinn að lesa
handrit í tólfta
sinn í próförk
þráir
maður ekk-
ert meira
en að
við
Vænsta fólk gat umtumast
Var „hauskúpugagnrýnandinn" ekki íaugaóstyrk- 9
ur aö fara aö henda sér út í jólabókaflóöiö? 1
„Ég held að ég hafi verið ágætlega undir það búin. 1
Ég þekki þennan bransa og veit hvemig ferlið er. Égl
var gagnrýnandi f tfu ár og sá hvernig vænsta fólkj
gat umtumast þegar það fékk slæma gagnrýni. Það
eru rithöfundar í bænum sem heilsa mér ekki ennþá
vegna einhvers sem ég sagði um þeirra bækur. Ég
var ákveðin í að bregðast ekki þannig við gagnrýni. í
starfi mínu hafði ég líka séð hvernig höfundar gátu
orðið helteknir af bókum sínum, þeir voru sifellt með
þær í huganum og töluðu ekki um annað. Ég vissi að
ég vildi ekki verða þannig. Ég vissi líka af öfundinni
sem metsöluhöfundar verða fyrir. Ég fann fyrir öfund
um þessi jól en sem betur fer kom hún ekki frá mörg-
um. Það er sagt að maður viti hverjir séu vinir
manns þegar á móti blási. Ég held að það sé rétt. En
ég held líka að það reyni á vináttu í meðbyr. Ólíkleg-
asta fólk getur opinberað öfund.“
Mín hugmynd
Hvernig kom þetta samstarf til og hvernig var verk-
iö síöan unniö?
„Það var ég sem átti hugmyndina að þessari bók og
það kom mér þægilega á óvart að Jón Baldvin skyldi
samþykkja hana. Hann talaði inn á segulband og ég
vann úr því efni. Þetta snerist ekki um að vélrita
beint upp af segulbandi og rölta síðan f prentsmiðju.
Slíkt hefði orðið óskapnaður, eins og allir vita sem
unnið hafa svona vinnu. En það hefði aldrei verið
hægt að vinna þetta verk á nokkrum mánuðum nema
vegna þess að Jón Baldvin hefur frábærfega skýra
hugsun og leifrandi frásagnargáfu. Ég var sannarlega
ekki að reyna að halda aftur af honum. Þetta er hans
saga og þar á hann að njóta sín. Ég ætlaði mér aldrei
að þvælast þar fyrir. Mitt var að halda utan um þetta
allt saman og koma í form. Ég naut líka aðstoðar
góðra yfirlesara.
Um tíma var ég ekki viss hvort rétt væri að bókin
kæmi út um þessi jól. Ég var ekki alveg örugg með
handritið. Ég var i Washington og sendi handritið til
Ólafs Jóhanns sem var í New York. Hann las hluta
þess og fullvissaði mig um að allt væri á réttri leið og
að ég ætti ekki að bíða. Þannig að hann blessaði bók-
ina. Ég treysti honum fullkomlega."
Tilhugalíf er ekki fullkomið
Bókin hefur fengið bæði góða og slæma dóma.
Hvemig upplifðir þú umsagnir fyrrum kollega þinna
og fannst þér gagnrýni þeirra réttmæt og vel grimd-
uð?
þá
„Eg
hef
skoðun
að fólk,|
og þá
vitað gagn-|
rýnendur
líka, megil
segja hvað|
sem er um|
bækur. Bæk-|
ur em bara
eins og hverl
önnur vara.I
Ef einhverl
segir: „Ég get I
ekki borðaðl
gráðaost, mérl
finnst hann|
vondur", þá
er það enginn |
lokadómur
um ostinn. 1
Bara smekkurl
eins neyt-
anda. Það er|
til dæmis eng-|
inn prófsteinnl
á vináttu|
hvort vinum
líki bókin>]
manns. Ég er
ekki jafnhrifin'
af öllum bók-
um sem vinir
mínir hafa
Kolbrún Berqþórsdóttir er meðal þekktustu bókmenntaqaqn-
rýnenda ístands. Hún blandaði sér eftirminnileqa íhóp þeirra
sem hún áður qaqnrqndi en bók hennar um Jón Balduin Hanni-
balsson, Tilhuqalíf, var ótvírætt metsölubók ársins. Kolbrún
saqði DV frá tilurð bókarinnar, lífsviðhorfum sínum
oq harmleiknum í fortíð fjölskqldunnar.
Óumdeildur metsöluhöfundur i því jólabókaflóðij
er Kolbrún Bergþórsdóttir sem skráði ævisögu Jóns |
Baldvins Hannibalssonar, Tilhugalíf. Þetta er eftir- j
tektarvert þar sem þetta er frumraun Kolbrúnar á j
þessu sviði.
Það er stmidum sagt að þeir sem geti ekki sjálf-l
ir kenni öðram. Þessi orð hafa verið heimfærð uppl
á gagnrýnendur og sagt að þeir séu yfirleitt mis- f
heppnaðir rithöfundar. Kolbrún er þekktur gagn-1
rýnandi og vakti mikla athygli fyrir skorinorðal
gagnrýni í sjónvarpi til skamms tíma. Kolbrún gaf 1
þar bæði hauskúpur og stjörnur fyrir góðar ogj
slæmar bækur og fékk ekki alltaf vinsældir í stað- ]
inn.
Hefur oft
fundist ég
vera
tímaskekkja
Kolbrún Bergþórsdóttir er metsöluhöfundur jólavertíðarinnar en hún er höfundur Tilhugalífs,
ævisögu Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra og stjórnmálamanns.
DV-mynd GVA