Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2003, Qupperneq 52
56
HelQctrblað X>"V" LAUGARDAGUR 4-. JANÚAR 2003
Kraftaverkið
og baráttan
„íg negddist til að fara íþetta dómsmál og
freista þess að bregta þvísem ég gæti. Ég
vona að dómurinn sé til þess fallinn að rgðja
braut og verða til þess að hagsmunir fólks
sem ekki getur borið hönd fgrir höfuð sér
verði ekki fgrir borð bornir. Yfirmenn kerfis-
ins ísvonefndu velferðarsamfélagi eiga ekki
endalaust að geta skert kjör þeirra sem
minnst bera úr bgtum. Það er sannarlega
gert á þeim sviðum er lúta að hag fatlaðra,“
segir Sigrún Arnbjarnardóttir.
Vanrækt að veita þjónustu
Fyrir skömmu var í Héraðsdómi Reykjavíkur kveðinn
upp dómur þess efnis að Sigrúnu og Ásgeiri ísak Krist-
jánssyni, syni hennar, bæri Svæðisstjóm um málefni fatl-
aðra á Reykjanesi aö greiða bætur upp á eina og hálfa
miiljón króna, aö viðbættum dráttarvöxtum.
Er mat dómsins - sem tekur undir málskröfur Sigrún-
ar að nokkru - að meðan sonur hennar dvaldist á sambýli
við Borgarholtsbraut í Kópavogi hafi hags hans ekki ver-
ið gætt sem skyldi. Segir í niðurstöðum dómsins að skrif-
stofan .. hafi vanrækt um árabil að veita honum lög-
boðna þjónustu,“ eins og það er orðað.
Barátta Sigrúnar fyrir rétti og málum sonar síns - og
þar með annarra fatlaðra - hefur verið löng og ströng.
Þegar hún var ófrísk að honum fyrir um fjörutíu árum
fékk hún rauða hunda á meðgöngutíma. Hún fékk frá
nefnd landlæknis leyfi til fóstureyðingar. Var hún komin
á skurðarborð á fæðingardeild þegar yfirlæknir sagði að
engin aðgerð yrði framkvæmd.
Fjarstæða
Þá ákvörðun var Sigrún ósátt með, enda óttaöist hún að
rauðu himdamir hefðu valdið skaða á baminu eins og
kom á daginn. Mál þetta fór fyrir dómstóla en niðurstaða
Hæstaréttar var að sýkna bæri ríkið af öllum skaðabóta-
kröfum þar sem fóstureyðingin hefði ekki verið fram-
kvæmd.
Segir Sigrún að synjun um fóstureyðingu hafi af lækn-
inum verið rökstudd þannig að hún væri of langt gengin
með bamið. Því væri fóstureyðing ekki möguleg. Sjáif seg-
ir hún þetta fjarstæðu; fæðingardagur sanni það best.
„Yfirlæknirinn skoðaði mig aldrei, heldur öskraði og
sagði við samstarfsfólkið að út skyldi þessi kona fara,“
segir Sigrún.
Virtíst lifa í eigin heinii
„Þótt bamið væri bjart yfirlitum og faUegt þá vissi ég
strax að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Ég
hafði strax sannfæringu fyrir því, enda forðaðist drengur-
inn nánd og snertingu. Hann virtist lifa i eigin heimi. Ég
Ferðimar skiluðu honum miklu
Ásgeir fsak á góðri stundu. „Sjálf kostaði ég kapps að bjóða honum í ut-
anlandsferðir reglulega þannig aö hann gæti notið sín í frjálsu umhverfi
og verið undir geislum suðrænnar sólar. Ég fann glögglega hverju þessar
ferðir skiluðu honum; hvað hann varð miklu glaðari á eftir.“
DV-mynd Sigurður Jökull
Móðirin sem berst
„Fyrir mér var
þetta réttlætisbar-
átta. Trúin, vonin
og kærleikurinn
hafa verið minn
styrkur í erfiðu lífs-
hlaupi - og ég
íhuga oft æðrulevs-
isbænina. Reyni að
sætta mig við það
sem ég get ekki
breytt og hafa jafn-
framt kjark til að
breyta því sem mér
er mögulegt að hafa
einhver áhrif á til
betri vegar."
vora tíð og það virtist
ekkert mega gera án
þess að leyfi Svæðis-
stjómar á Reykjanesi
lægi fyrir. Það var
sama hvert málið var.
Fyrir vikið var ekki
skeytt um hag Ás-
geirs og heilsu hans,
hann seig sífellt neð-
ar og varð verr á sig
kominn. Hann fór
lengra inn í skel sína
og það var afleiðing
áreitis og eineltis sem
hann varð fyrir.“
fór til fjölda lækna hér á landi og þeir sögðu Ásgeir blint
og heymarlaust grænmeti, eins og þeir sjálfir komust að
orði,“ segir Sigrún.
Hún fór til Bandaríkjanna með Ásgeir í tvígang og fékk
þar greiningu á honum. Mat þarlendra lækna var að hann
væri tauga- og heilaskaðaður en engu að síður kennslu-
hæfur.
Gylfi greiddi leiðina
„Ein og óstudd urðum við að koma honum til þroska.
Engan styrk fengum við frá islenska ríkinu til þessara
ferða og urðum að fóma fokheldri ibúð sem við áttum. Úr
þessari baráttu minnist ég þó alltaf stuðnings dr. Gylfa Þ.
Gíslasonar, þáverandi menntamálaráðherra, sem að öðr-
um ólöstuöum reyndi af fremsta megni að greiða götu
okkar,“ segir Sigrún.
Hún bætir því við að úr því mat lækna hefði verið að
drengurinn væri kennsluhæfur en enginn skólinn hafi
þau foreldrar hans séð sig knúin að höfða mál svo réttindi
hans yrðu viðurkennd. Unnu þau málið i bæjarþingi en
töpuðu því fyrir meirihluta Hæstaréttar; það er að ríkið
bæri ábyrgð á tilvist Ásgeirs.
Kraftaverkið á hátíndi
1 skjóli foreldra sinna ólst Ásgeir upp - og síðar móður
sinnar einnar eftir að faðir hans féll frá. Þá var Ásgeir að-
eins ungur að áram. Árið 1984 var opnað sambýli fyrir
þroskahefta við Vallargerði í Kópavogi og þar fékk Ásgeir
inni. Þetta var fyrsta sambýlið á Reykjanesi og þama var
Ásgeir frumbýlingur. Segir móðir hans syni sínum hafi
likað afar vel að eiga þar sinn samastað - og þá hafi þroski
hann tekið miklum framforum.
„Ég segi að þá hafi þetta kraftaverk mitt sem hann Ás-
geir er náð sinum hátindi í tilverunni. í Vallargerði fékk
hann hvatningu, umhyggju, blíðlega ákveðni og hrós. Allt
þetta var honum mikilvægt og hafði góð áhrif á þroska
hans. Á þessum tíma sótti hann vinnu á vemduðum
vinnustað og stundaði tómstundaiðkun ýmiss konar.
Þetta vora hans bestu tímar. Ásgeir hefúr líka komið sér
vel áfram með kurteisinni og veit aö hún er lykill að vel-
gengni,“ segir Sigrún.
Fór lengra inn í skel sína
Þegar ný forstöðumanneskja kom í Vallargeröi óskaði
Ásgeir eftir flutningi á annan sambærilegan stað. Það
gekk eftir og haustið 1995 fékk hann inni á sambýli við
Borgarholtsbraut. Segir móðir hans að eftir það hafi mál
farið að snúast til verri vegar. Komu m.a. til árekstrar við
annan heimilismann sem er geðsjúkur.
„f raun var honum sýnt algjört sinnuleysi og það kom
til meðal annars af því aö stjóm þessa sambýlis virtist
vera í algjörum molum,“ segir Sigrún. „Starfsmannaskipti
Sluiut rótuin í Kópavogi
„Ég gat ekki horft á þetta aðgerðalaus, að sjá kraftaverk
lifs míns stefna hraðbyri í að verða sjúklingur. Og það af
manna völdum," segir Sigrún Ambjamardóttir sem tók
son sinni aftur til sín heim fyrir einu ári.
Þar var hann um nokkum tíma - en í mars á þessu ári
fékk hann svo inni á sambýli við Hólaberg í Breiðholti í
Reykjavík. Þar dvelst hann í dag og unir hag sínum nokk-
uð vel. Móðir hans segir að Ásgeir sé þó í raun enn að
jafha sig eftir búsetuna á Borgarholtsbraut og vanlíðan
sina þar. „Hins vegar skaut hann rótum í Kópavogi og
saknar þess bæjarfélags," segir Sigrún. Hún heldur því
raunar fram að árangur sá sem áður hafði náðst með Ás-
geir hafi að talsverðu leyti glatast þar sem hann hafi ekki
fengið rétta meðferð á Borgarholtsbraut. Mat lækna styðji
þá skoðun sína jafnframt.
Undir suðrænni sól
„Að upplagi er Ásgeir gleðigjafi og afar félagslyndur,"
segir Sigrún.
„Sjálf kostaði ég kapps um að bjóða honum í utanlands-
ferðir reglulega þannig að hann gæti notið sin í frjálsu
umhverfi og verið undir geislum suðrænnar sólar. Ég
fann glögglega hverju þessar ferðir skiluðu honum; hvað
hann varð miklu glaðari á eftir. Það var eins og hann losn-
aði úr viðjum. Rétt eins og ég fann hvað það var honum
mikils virði að hafa góðan liðveisluaðila sem tók hann
stundum með sér á kaffihús eða i bió. Meðan þess naut við
var líðan hans með besta móti. Ásgeir þarf stuöning og
það má ekki vanrækja."
Réttlætísbarátta
Aðbúnaður Ásgeirs á sambýlinu við Hólaberg, þar sem
hann dvelst í dag, er ásættanlegur, að sögn móðir hans.
Hún gerði þó athugasemdir við ákveðin atriði en úr þeim
hefur nú að mestu leyti verið bætt. Sjálf leggur Sigrún
áherslu á að fylgjast með öllu er varðar velferð sonar síns
enda sé hún hans nánasti aðstandandi og aðrir ekki lík-
legir til stuðla að því að Ásgeiri líði sem best.
„Þeir sem eiga fötluð böm þekkja hvað baráttan fyrir
velferð þeirra er óskaplega þung. Á biðlistum eftir að
koma fotluðum á sambýli era hundruð einstaklinga. Allt
er þetta mikil þrautaganga. í þetta dómsmál fór ég ekki til
að hagnast, enda bæta peningar ekki mannanna mein og
sársauka. Fyrir mér var þetta réttlætisbarátta. Trúin, von-
in og kærleikurinn hafa verið minn styrkur í erfiðu lifs-
hlaupi - og ég íhuga oft æðruleysisbænina. Reyni að sætta
mig við það sem ég get ekki breytt og hafa jafnframt kjark
til að breyta því sem mér er mögulegt að hafa einhver
áhrif á til betri vegar. Þar ætla ég svo sannarlega að vona
að niðurstaða dómsins á dögunum hafi áhrif og greiði
leiðina." -sbs