Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 I>V ] Fréttir Hátt í 20 milljónir burðarpoka fara út um dyr matvöruverslana á ári hverju: Verslanir græða fæstar á pokunum Allir á 15 krónur nema einn Burðarpokar helstu matvöruverslana landsins kosta 15 krónur en þar af renna 7 krónur í Pokasjóö. Kaupmenn græða yfirleitt ekki á buröarpokum þó álagning sé frjáls. Þeir sem ekki eru í samstarfi um Pokasjóð og selja pokann á 15 krónurgeta hins vegar hagnast ágætlega. Burðarpokar undir vörur sem keypt- ar eru í matvöruverslunum kosta 15 krónur í þeim verslunum þar sem DV kannaði verðlag fyrr i vikunni. Ein undantekning er reyndar á þessu en í Fjarðarkaupum í Hafharfirði kostar burðarpokinn 8 krónur. Verslanir sem DV heimsótti voru 10-11, 11-11, Nettó, Fjarðarkaup, Samkaup, Europris, Nóa- tún, Krónan, Bónus og Hagkaup. Allar ofantaldar verslanir, nema Fjarðarkaup, greiða 7 krónur af verði hvers poka í Pokasjóð verslunarinnar sem áður hét Umhverfissjóður verslun- arinnar. Pokasjóður skiptist í tvær deildir, sameignarsjóð og séreignar- sjóð. í sameignarsjóð renna 60 prósent af þessum 7 krónum, eða 4,20 krónur. Er úthlutað úr sameignarsjóðnum í nafiii Pokasjóðs einu sinni á ári eða ofl- ar ef svo ber undir. í séreignarsjóð renna hins vegar 40 prósent af framlagi verslunarinnar, eða 2,80 krónur af hverjum poka. Úr séreignarsjóðnum úthlutar hver verslun eða verslunar- fyrirtæki, eins og Bónus gerði á dögun- um, þegar Bamaspítali Hringsins fékk 8 milljóna króna lækningatæki. 80 milljónir í ár Einasta markmið Pokasjóðsins, sam- kvæmt reglugerð, er „að veita styrki til verkefna, sem horfa til almannaheiila, svo sem umhverflsmála, menningar-, íþrótta- og heilbrigðismála“. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 80 milljónum króna verði úthlutað úr sjóðnum til verkefna um allt land en fyrir hækkun framlaga í sjóðinn námu árlegar út- hlutanir um 30 milljónum króna á ári. Samtals hefur um 220 milljónum króna verið úthlutað úr sjóðnum. Þetta er framlag viðskiptavina verslananna en þegar lagt var upp með hugmyndina að Pokasjóði gengust kaupmenn inn á þá hugmynd að þeir gæfu eftir álagningu af burðarpokunum og andvirði hennar rynni til almannaheilla. Framlög í Pokasjóð tvöfólduðust i árslok 2001 en framlag í sjóðinn af verði hvers poka var áður 3,50 krónur. Við hækkunina hækkuðu langflestir kaupmenn pokana í 15 krónur en þess ber að geta að álagning á burðarpoka er frjáls. Vildum ekki hækka Flestar helstu matvöruverslanir landsins og ÁTVR eru með í samstarf- inu um Pokasjóð. Fjarðarkaup í Hafn- arfirði eru hins vegar ekki með í þessu samstarfi. „Það stóð til að vera í þessu sam- starfi en við vildum ekki hækka pok- ana í 15 krónur og seljum þá á 8 krón- ur. Þama vorum við fyrst og fremst að hugsa um hag viðskiptavina. Við ger- um okkur grein fyrir að peningamir sem fara í Pokasjóð skila sér til baka í formi framlaga til ýmissa góðra mála. En við látum líka gott af okkur leiða - höfum reglulega gefið myndarlegar Sigurður Björgvinsson, skólastjóri Viðisstaðaskóla, segir fullyrðingu fóð- ur í DV á þriðjudag um rítalingjöf til handa bömum hans vera fjarstæðu. Skólinn úthluti ekki lyfjum eins og hann fullyrði og lyfiagjöf í skólanum er að sögn skólastjóra í höndum hjúkrun- arfræðings sem er starfsmaður heilsu- gæslunnar en ekki skólans. Öll lyfjagjöf í skólanum sé því á ábyrgð heilsugæsl- unnar og fari í einu og öllu eftir reglum sem landlæknisembættið hefur sett. Sigurður segist ekki geta setið undir því sem fram kom í viötalinu við Jón fjárhæðir til skógræktar í Hafharfirði," sagði Gísli Sigurbergsson í Fjarðar- kaupum við DV. 18-20 milljónir poka Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér er ekki fráleitt að áætla að um 18-20 milljónir burðarpoka fari árlega út um dyr versl- ana á landinu öllu. Ef þeir era allir seldir er heildarveltan á ári hátt i 300 millj- ónir króna. Eftir því sem DV kemst næst fær Pokasjóður framlag frá ríf- lega 6 af hverj- um 10 seldum pokum. En það er mismikið, og oftast lítið, upp úr poka- sölunni að hafa. Kaup- menn græöa ekki á því að selja burðar- poka, enda mun ekki vera lagt upp í þá sölu með hagnað að markmiði. Viðmæl- andi blaðsins full- yrti að gerðu menn góða samninga um kaup á pokum mætti hafa eitthvað upp úr pokasölunni þó ekki væri um verulegar fjárhæðir að ræða. En þá þyrfti að halda vel utan um rýmun- ina. Einn viðmælandi DV fullyrti reyndar að álagning á burðarpokum væri mjög myndarleg en DV hefur ekki getað fengið þá fullyrðingu stað- festa. Viðmælendur DV vora hins vegar sammála um að rýmun á burð- arpokum væri gríðarleg; viðskipta- vinir tækju hreinlega mun fleiri Ásgeir Ríkharðsson því það sé á ábyrgð foreldranna að samþykkja lyfia- gjöfina og því krefjist hann afsökunar- beiðni. Djúpt í árinni tekið Jón Ásgeir, faðir þriggja bama í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, lýsti í samtali við DV samskiptum sínum við skólayfirvöld varðandi lyfiagjöf bama sinna. Hann fúrðar sig á hvers vegna notkun rítalíns fari stöðugt vaxandi hér á landi meðal grunnskólabama. Jón Ásgeir segist því hafa verið á móti poka með sér úr versluninni en þeir greiddu fyrir. Krónur og aurar Ekki er óalgengt að innkaupsverð matvöruverslunar á hverjum inn- kaupapoka sé í kringum 5 krónur. Ef pokinn er seldur á 15 krón- ur þá fara um 2,90 krónur af þeirri fjárhæð í virðis- aukaskatt, 7 krónur fara í pokasjóðinn og þá eru 5,10 krónur eftir. Það er því ekki eftir miklu að slægjast. Pokamir kalla á umsýslu starfsmanna sem þurfa að hlaða á statíf við af- greiðslukassana. Svo er ótalin mik- il rýmun eins og áður segir. En ekki kaupa allir poka hér inn- anlands. Burð- arpokar sumra versl- ana, t.d. Baugs, eru keyptir er- lendis frá. Samkvæmt upplýsingum DV kostar hver burðarpoki hátt í 4 krónur stykkið. Það þýðir að á þeim bæ hafi menn um krónu meira úr hverjum poka en í dæminu hér að ofan. En það er skammgóður vermir því að sögn Guðmundar Mart- einssonar, framkvæmdastjóra Bónuss, er rýmunin mikil. „Það er með ólíkindum að hlusta á þessa umræöu um plastpokana og full- yrðingar í þá vera að við séum að græða einhver ósköp á þessu - þetta jaðri við glæpastarfsemi hjá matvöra- verslununum. Sala burðarpoka er rek- þessari rítalíngjöf frá upphafi. „Ég ætlaði mér ekki að vera með persónulegar árásir á neinn í Víði- staðaskóla þó eflaust hafi mátt skilja orð mín svo. Ég vil þó fá að vita ástæð- umar fyrir því af hverju er verið að ávisa lyfjum á böm þar sem engin veit hveijar niðurstöðumar era meðan þau era á h'fjum. Ég hefði viljað að læknir skoðaði bamið 20 mínútum eftir að það fengi lyfið, hjartslátt og allt saman, til að vita hvemig áhrif lyfið hefur. Það hefur ekki verið gert.“ Jón Ásgeir segir að svo hafi verið in í kringum núllið hjá okkur. Það er ósköp lítið upp úr þessu að hafa þegar allur tilkostnaður, rýmun og framlag í Pokasjóð er talið til. Og ekki má gleyma því að það er frjáls álagning á burðarpokum. Viðskiptavinir Bónuss hafa lagt mjög góðu málefni lið en kannast ekki við að það sé mikið á þessu að græða,“ sagði Guðmundur við DV. Auglýsingar á móti Kaupmenn með minni umsvif borga gjaman meira en 5 krónur fyrir hvem poka og séu þeir með í samstarfbiu um Pokasjóð eru þeir í raun að borga með hvetjum burðarpoka. Af þeim pokum sem DV keypti við verðkönnun sl. mánudag mátti sjá að sumar verslanir mæta kostnaði vegna pokasölunnar með því að selja auglýs- ingar á pokana. DV er ekki kunnugt um hvað þessar auglýsingar kosta. Þannig má t.d. sjá Chiquita-banana auglýsta á burðarpokum verslananna 11-11 og Kellogg’s-morgunkom á annarri hlið burðarpokans úr Fjarðar- kaupum. Með þessum hætti geta kaup- menn komið til móts við rýmun. Á burðarpokum Bónuss era við- skiptavinir minntir á aö þegar þeir kaupa pokann séu þeir að styrkja Bamaspítala Hringsins til tækjakaupa. Á fæstum pokanna má sjá merking- ar sem gefa til kynna hvort 7 krónur af söluandvirðinu renni í Pokasjóð. Misjafnir siðir En dæmi eru um verslanir sem selja burðarpoka á 15 krónur án þess að framlög renni í Pokasjóð. Þá má kannski hagnast eitthvað á sölunni. Húsasmiðjan selur töluvert af plastpok- um á 15 krónur stykkið en er ekki með í samstarfinu um Pokasjóð. Byko er ekki með í Pokasjóði en þar greiða við- skiptavinir hins vegar ekkert fyrir pok- ana, þeir era ókeypis. Þá era ónefndar ýmsar smærri verslanir og sérverslanir en engin regla er á þvi hvort pokinn er ókeypis eða hvort greitt er fýrir hann. -hlh komið að sér hafi ofboðið er annar drengurinn var hættur að þora í skól- ann. Hann segist því hafa átt fúnd með skólayfirvöldum í Víðistaðaskóla á fimmtudag i síðustu viku þar sem ákveðið hafi verið að hætta lyfiagjöf- inni og reyna að beita öðrum úrræð- um. „Það getur vel verið að ég hafi að einhverju leyti tekið fulldjúpt í árinni gagnvart skólanum og orðað þetta óheppilega og sjálfsagt er að biðjast af- sökunar á því,“ segir Jón Ásgeir Rik- harðsson. -HKr. Afgangurinn af plöntunum Ríkislögreglustjóri segir að eyða hefði átt pottunum og því sem eftir var í þeim eftir að stilkar með blöðum voru skornir af. Ríkislögreglust j óri: Hasspottunum átti að eyða í reglum um haldlagningu og meðferð sönnunargagna, sem Ríkis- lögreglustjóri gaf út árið 1999, segir m.a. hvemig eyða skuli haldlögð- um munum sem heimilt er að farga. Þar eru einnig ákvæði um hvemig framkvæma skuli eyðingu, t.a.m. á afskurði eða pottum með mold eins og farið var með á sorp- haugana á Blönduósi í síðustu viku. Eins og fram kom í DV í gær voru stilkar og blöð af 380 hass- plöntum send suður til tæknideild- ar lögreglunnar I Reykjavík eftir að hald var lagt á þær í pottum á tveimur sveitabýlum í Húnavatns- sýslum. Svokallaður afskurður, það er pottarnir sjálfir með rótum og stubbum af því sem eftir var, fór hins vegar á sorphaugana á Blönduósi og var farið að vekja at- hygli sumra ibúa staðarins. Reynd- ar tóku einhverjir potta með sér heim. Samkvæmt upplýsingum ríkis- lögreglustjóra er ljóst að sam- kvæmt reglunum átti að farga af- skurðinum með því að fara í sorp- eyðingu hjá viðurkenndum aðila. Embættið hefur óskað eftir upplýs- ingum um hvemig staðið var að fórgun pottanna og þeirra hald- lögðu muna sem i þeim voru. -aþ ísafjarðardjúp: Valt í Mjóafirði Flutningabíll valt í Mjóafirði í ísafjarðardjúpi um klukkan átta í gærkvöld. Talið er að rekja megi ástæður óhappsins til hálku og þess að afar hvasst var á þessum slóðum. Bílstjórinn slapp ómeidd- ur, en hann var á leiðinni frá ísa- firði suður til Reykjavíkur. Skemmdir á bílnum hafa enn ekki verið kannaðar, en það átti að gera þegar birti nú í morgunsárið. -sbs Veðurklúbburinn: Miklum snjó hleður niður á skömmum tíma Veðrið í febrúar verður rysjótt; sunnan- og norðanáttir til skiptis. Snjórinn fær aldrei að tolla almenni- lega, eða við getum kallað það að bloti inn á milli. „Við eigum ekki von á neinu stór- viðri framan af mánuðinum og jafnvel slampast hann svona fram og til baka út febrúar. Að vísu er möguleiki á að hann komi með sæmilega hugdjarfan skell um miðjan mánuðinn. Við höfum tilfinningu fyrir miklum snjó sem kem- ur á stuttum tíma en getum ekki alveg staðsett hann - kannski eins og fyrr er sagt að hann komi um miðjan febrúar. Ef ekki þá aukast líkumar á að hann bresti á með hundleiðinlegu norðan- gjálfri, með stóra G-i, 3. mars, er góutunglið kviknar i norðnorðaustr- inu,“ segja þeir Veðurklúbbsmenn. -hiá Foreldri sem ofbýður rítalínnotkun skólabarna: Ekki ætlunin að ráðast á neinn - biðst afsökunar á óheppilegu orðalagi, segir Jón Ásgeir Ríkharðsson fjarðarkaup Sér á parti / Fjarðarkaupum kostar hver burðar- poki 8 krónur en verslunin greiðir ekki í Pokasjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.