Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003
•nv
Fréttir
„Sjálfshjálparmeðferðir" Pauls Welch og Johns Aldens mjög svipaðar:
Tíð sambúðaslit
- hjóna, sambýlisfólks og para sem lent hafa í „sjálfshjálparmeðferð“
Paul Welch
Hann var meö mikla starfsemi hér á landi sem hann fór ekki í launkofa meö.
Þar kom aö Útlendingaeftirlitiö og heilbrigöisráöuneytiö tóku hana til
athugunar. Landlæknir kallaöi síöan Welch inn á teppi til sín. Þar lofaði hinn
síöarnefndi aö hætta allri sáluhjálparmeöferö hér á landi.
Hjónaskilnaðir og sambúðaslit
eru algeng meðal fólks sem hefur
lent í „sjálfshjálparmeðferðum“
Johns Aldens, Bandaríkjamannsins
sem hefur veitt slíkar „meðferðir“
hér á landi um nokkurra ára skeið.
Samkvæmt kenningum hans á fólk
að vera sjálfstætt og lifa eigin lífi,
án áhrifa frá vinum og vandamönn-
um. Sambandsslit við foreldra og
nánustu fjölskyldu er grunnþáttur í
„meðferðinni." Algengt er að fólk
sem verið hefur í sjálfshjálparhóp-
um hans hafi „vaðið i foreldra sina
og lesiö þeim pistilinn", eins og
einn viðmælandi DV orðaði það, um
ýmislegt sem það telur að foreldr-
arnir hafi gert á hlut þess í uppeld-
inu. „Sjálfshjálparaðferðimar" hafa
því skilið eftir djúp, tilfinningaleg
sár víða í íslensku samfélagi eftir að
fólk hefur hafnað ættingjum og vin-
um með afgerandi hætti. Þannig
munu slík merki eftir athafnir
Johns Aldens vera til staðar hér á
landi næstu áratugina þótt hann léti
sjálfur staðar numiö strax í dag.
Þriöji hluti
DV hefur undanfama daga rætt
við fjölda fólks sem verið hefur í
„sjálfshjálparmeðferö" hjá Alden,
eða þekkir til þeirra á annan hátt.
Frásagnir þess eru samhjóða, hvort
sem um er að ræða andlega eða fjár-
hagslega hlið mála. Æ fleiri bætast
í þann hóp sem eru nú komnir út úr
hóp Aldens og vinna nú skipulega
úr sínum málum. I gær birtist
einnig í DV greinargott viðtal við
Jóhann Loftsson sálfræðing sem að-
stoðað hefur marga út úr þeim
ógöngum sem þeir hafa verið komn-
ir í. Andrés Ragnarsson sálfræðing-
ur hefur einnig greint frá aðstoð
sinni við einstaklinga og aðstand-
endur þeirra.
Gríðarlegar tekjur
Eftirlitsaðilar rannsaka nú starf-
semi Aldens hér á landi. Hann hef-
ur haft gríðarlegar tekjur af henni
undanfarin ár sem nema að
minnsta kosti tugum milljóna
króna. Þess sér þó engan stað hvað
varðar skattgreiðslur hans hér.
Eins og fram hefur komið i DV er
„sjálfshjálparmeðferö" Aldens alls
ekki alslæm, þótt vissulega hafl
dökku fletimir verið mun fleiri
heldur en þeir ljósu þegar upp var
staðið. í máli viðmælenda hefur
komið fram að fólk hefur átt afar
góðar stundir innan hópsins og lært
margt sem því mun gagnast vel á
lífsleiðinni.
Eitt af því sem mikil áhersla hef-
ur verið lögð á er öflun peninga.
Þannig var meðlimum bent á að
rukka - og rukka vel - fyrir ýmis-
legt sem fólki hafði ekki dottið í hug
að taka peninga fyrir áður. „Eftir á
að hyggja fór þetta stundum langt
yfir mörkin," sagði viðmælandi DV.
„En afrakstm-inn endaði alltaf beint
eöa óbeint á sama stað, í vasa Ald-
ens.“
Tveir svipaðir
Sú reynsla sem hlotist hefur af
starfsemi Johns Aldens minnir á
annan námskeiðshaldara, sem lét til
sín taka hér á landi fyrir nokkrum
árum, „græðarann" Paul Welch.
Hann er Bandaríkjamaður eins og
Alden og tók fólk á eins konar sálu-
hjálpamámskeið.
Aðferðir þessara tveggja manna
voru ekki ósvipaðar, nema hvað
Paul Welch virðist hafa verið enn
harðskeyttari heldur en Alden.
Hann hélt opin, skipulögð námskeið
og var með allt sitt uppi á borðinu
ef svo má segja. Alden hefur siglt
lægra, er hvergi skráður hér á
landi, nema á svokallaðri utan-
garðsskrá á Hagstofunni. Hann er
ekki skráður með sima og á ekki
neitt á pappírum. Hann skrifar
hvergi undir neitt en stjómar um-
svifum á bak við tjöldin.
í Helgarblaði DV 17. febrúar 2001
var fjallað um aðferðir Pauls Welch
þegar blaðamanni var boðið til
„kynningarfundar" hjá honum. í
þeirri umfjöllum kemur fram að
námskeið Pauls voru mjög dýr, rétt
eins og hjá Alden. Mikið var þá
reynt til að fá blaðamann á eitt slíkt
og honum bent á að fá sér bara lán
ef hann hefði ekki efni á námskeið-
inu. Borgunin fór alltaf fram í
reiðufé, dollurum, eins og hjá
Alden. Margir af „nemendum“
Welch voru þá komnir í milljóna-
skuldir, rétt eins og þeir sem hafa
verið hjá Alden eru staddir nú, en
hann hefur hvatt sitt fólk til sí-
felldra lántaka.
Sömu grundvallarþættir
í umfiöllun DV um aðferðir
Pauls Welch á sínum tíma sagði
m.a. „Notast er við umbun og refs-
ingu. Reynt er að ná tökum á tíma
fólks, félagslegu umhverfi og félags-
legum stuðningi. Mælt er með fé-
lagslegri einangrum. Reynt er að
koma í veg fyrir samskipti við vini
og fiölskyldu og þá sem ekki styðja
kennisetningar hópsins. Hlúð er að
því að einstaklingurinn verði háður
hópnum, m.a. fiárhagslega ... Mikið
er lagt í sölumar til að fá maka til
að taka þátt í námskeiðum og Welch
hikar ekki við að mæla með hjóna-
skilnuðum ef svo ber undir. Allt er
gert til að láta fólk verða háð lausn-
um Welch ... Einstaklingurinn er
fenginn til að búa til nýja útgáfu af
ævisögu sinni þar sem orsakasam-
hengi er breytt.“
DV hefur fiallaö um tilteknar
„sjálfshjálparaðferðir" í vikunni,
þar sem grundvallaratriðin em ná-
kvæmlega þau sömu. Þar var þó
ekki verið að fialla um Paul Welch
heldur John Alden. Sami grautur í
nýrri skál.
Sömu refsingar
Refsingar hafa verið af sama toga
hjá báðum þessum mönnum, John
Alden og Paul Welch. I DV 2001 seg-
ir um það atriði: „Sálfræðilegar
ógnir eru ávallt til staðar eða notað-
ar markvisst ... Það fólk sem hefur
gagnrýnt aðferðir Welch og yfirgef-
ið hópinn er útskúfað og sniðgengið
af lærisveinunum. Einnig munu
Welch og lærisveinar hans hafa tek-
ið þátt í miklum rógburði ... þ.e.
reynt hefur verið að eyðileggja
mannorð og velsæmiskennd þeirra
sem hafa gagnrýnt og sagt skilið við
... Paul Welch.“
Viömælendur DV sem hafa verið
í „meðferð" hjá John Alden hafa all-
ir nefnt illt umtal eftir að þeir yfir-
gáfu hópinn. Jafnframt að þeim hafi
John Alden
Aöferöir þær sem hann hefur beitt
eru svipaöar þeim sem Paul Welch
notaöi á sínum tíma.
verið ógnað með því að eitthvað illt
myndi henda þá ef þeir færu út, slys
eða aðrar ófarir.
Mismunandi val
Það sem greinir aðferðir þeirra
Johns Aldens og Pauls Welch einkum
að er mismunandi val þeirra á fólki á
„námskeiðin." Sem fyrr sagði starfaði
Paul meira fyrir opnum tjöldum, var
með stóra hópa á námskeiðum sem
hann fór ekki dult með. Allir voru vel-
komnir. Þvi sóttu „námskeiðin" með-
al annarra einstaklingar sem voru
ekki nægilega sterkir fyrir andlega.
Að minnsta kosti þrír lentu inni á
geðdeOd eftir að hafa verið í „með-
ferð“ hjá honum. Margir töldu sig
hins vegar hafa haft mikið gagn af
verunni hjá honum og sumir fullyrtu
að hann hefði veitt þeim dýrmæta
hjálp. Það skal tekið fram að ekki er
Jóhann Loftsson sálfræðingur
Hefur aöstoöaö fólk sem lent hefur í
John Alden meö einu eða ööru móti.
Andrés Ragnarsson sálfræðingur
Hefur einnig komiö til aöstoöar fólki
sem hefur fariö illa út úr
„sjálfshjálparmeöferöinni. “
verið að kasta rýrð á það fólk sem leit-
aði til Paul Welch, síður en svo.
Þar kom að kærur á hendur Paul
Welch tóku að berast til þar til bærra
aðila. Heilbrigðisráðuneytið og Út-
lendingaeftirlitið tóku mál hans til at-
hugunar. Landlæknir kallaði hann á
teppið og lofaði hann að hætta allri
starfsemi hér á landi.
John Alden virðist hafa valið fólk i
sinn hóp eftir ákveðinni formúlu. í
seinni tið hefur skipað hóp hans fólk
sem hefur verið vel sett efnahagslega
og staðið vel í lífinu. Flestir úr þeim
hópi standa nú eftir, mikilvægri
reynslu ríkari, góðri að sumu leyti en
einnig afar slæmri.
Þessi reynsla hefur berlega sýnt að
það tekur fólk mörg ár að jafna sig og
koma félagslegum tengslum og
efnahagslegri stöðu i sama horf og var
áður en haldið var af stað í
„sjálfshjálparmeðferðina" löngu og
ströngu. -JSS
Athvarf Aldens
John Atden hefur veriö viöloöandi hestamennsku ásamt hópi fólks. Hluti hópsins hefur fest kaup á þessu hesthúsi í
Söriaskeiöi í Hafnarfiiröi. Þar heldur hann hesta sína yfir vetrartímann.