Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Side 9
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 DV Fréttir 9 DV-MYND HAFDÍS ERLA BOGADÓTTIR Heldur um stjórnvölinn Sherry Curl er af bandarískum uppruna en starfar við Héraðsskóga. Hún mun stýra nýjum og betri gagnagrunni fyrir íslenska skógrækt. Ísland getur gefiö öðrum þjóðum mikil- vægar upplýsingar Nýverið fengu Héraðsskógar á Egils- stöðum 11,5 milljóna króna fjárveitingu til þróunar gagnagrunns fyrir íslenska skógrækt. Sá gagnagrunnur sem notað- ur hefur verið undanfarin 10 ár var hannaður af Gunnlaugi Eyjólfssyni en þar sem umfang skógræktar á íslandi hefur stóraukist og áherslur breyst er sá grunnur orðinn ófuilnægjandi. Er það nú í höndum Sherry Curl, upplýsinga- fulltrúa hjá Héraðskógum í samstarfi við Tölvusmiðjuna á Egilsstöðum, að vinna að áframhaldandi þróun hans. Ávinningur af þessum gagnagrunni er margþættur. Má þar nefna betra að- gengi fyrir skógareigendur sem munu hafa greiðan aðgang að upplýsingum varðandi framkvæmdir og áætlanir sín- ar á Intemetinu, auk aðgengilegra upp- lýsinga fyrir sérfræðinga. Einnig auð- veldar gagnagrunnurinn alla skráningu koltvísýringsbókhalds vegna Kyoto-bók- unar. Til gamans má geta þess að sá gagna- grunnur sem fyrir er hefur að geyma allt það ferli sem liggur á bak við hverja gróðursetningu, heiti plantnanna og uppruna, hvað var gert, hvenær, í hvaða átt reitir hailast, dýpt jarðvegs, auk þess sem hægt er að fylgjast með hvemig vistkerfið var áður en gróðursetning fór fram og framvindu skógavistkerfisins. Kringumstæður til skógræktar á Is- landi em gjörólíkar því sem gerist er- lendis. Ættu því upplýsingamar ekki einungis að nýtast skógrækt hérlendis heldur telur Sherry að þær ættu einnig að nýtast vel erlendum vísindamönnum þar sem erlendis er fyrst og fremst um meðferð núverandi auðlindar að ræða en á íslandi er verið að skapa nýja auð- lind. Telur Sherry að hvað vísindi snerti geti Isiand gefið umheiminum mjög mik- ið á þessu sviði. I dag em Héraðsskógar eini aðilinn innan skógræktargeirans á Islandi sem hefur einhverja gagnavinnslu í gangi með þessum hætti og gefur því reynslan þeim kost á gerð öflugs hugbúnaðar sem ætti að nýtast skógrækt á landsvisu. Landsbundin skógræktarverkefni em nú orðin sex og innan Héraðsskóga era nú 107 jarðir þar sem ræktun nytjaskóga er hafin. Héraðsskógar era ráðgjafar þeirra skógarbænda og er það fyrst og fremst starf fyrirtækisins, auk þess að gæta hagsmuna þeirra. Þrátt fyrir að sá viður sem nú fellur til vegna grisjunar þess skógar sem menn hafa ræktað upp úr skógræktar- átaki síðustu áratugi sé aðeins 25-30 ára gamall er nú þegar farið að nýta hann urnfram listmunagerð, svo sem til gluggagerðar, í parket og innvið ýmiss konar, en trén teljast fullræktuð til nytja eftir um.það bil 60 ár. -HEB Hvers vegna vakli landsliðsþjálfarinn SHARP upptökuvél? Guðmundur Þ. Guðm þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik: Ég valdi SHARP VL-NZ50 vélina fyrir HM í handbolta fyrst og fremst vegna þess hversu lipur vélin er, fer vel í hendi og er meðfærilea. Myndgæðin eru mikit og hljóðupptaka skýr. Vélin er traust og örugg og hefur reynst okkur miög veí. Ég mæli sannarlega meö SHARP VL-NZ50 myndatökuvélinni. SHARP VL-NZ50 stafræn upptökuvél • 300 x statrænn aðdráttur • 10 x aðdráttur i linsu (optical) • Stafrænn inngangur og útgangur ( leyfir þér að klippa myndina í tölvunni og færa aftur yfir á spóluna) • Digital Image Stabilizer (Hristivörn) • Lithium rafhlaða og hleðslutæki fýlgir með • 3" TFT LCD skjár • Þynga; 465 g . Nintendo GAMECUBE á HM islenska landsliðið í handknattleik fékk senda Nintendo GameCube leikjatölvu til Portúqal frá Braeðrunum Ormsson til skemmta sér við í frístundum milli leikja. VISA-EUR0 LÉTTGREIÐSLUR í ÞRJÁ MÁNUÐI HJÁ BRÆÐRUNUM ORMSSON BRÆÐURNIR ©ORMSSON www.ormsson.is | LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 I ............................... ............................................................................................................................ I DffiEMU Veghæö 17,5 cm SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 51 OO. www.suzukibilar.is Verð aðeins 1.580.000 SUZUKIIGNIS: Aflmikil og sparneytin 16 ventla vél, meöaleyðsla aðeins 6.9 L á hundraöiö. Meðal staöalbúnaðar er: Fjórhjóladrif, ABS hemlar, álfelgur, upphituö framsæti, þakbogar og rafdrifnar rúöur. Langódýrasti 4-hjóladrifni fólksbíllinn Veghæö eins og á jepplingi Sparneytinn og lipur í umferöinni Fæst sjálfskiptur $ SUZUKI 4x4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.