Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 Skoðun DV msmm Hvaða drauma áttu í brjóst- inu á hrollköldum vetrardegi? Jóhannes Orn Jóhannesson eiginmaöur: Bara helst að skríöa undir sæng. Birna Hrönn Sigurjónsdóttir húsmóðir: Heima að kúra undir sæng og horfa á vídeó með börnunum: Kristín Oskarsdóttir húsmóöir: Mig dreymir um sól og blíðu. En við getum ekki kvartað á svona góðum vetri. Guölaug Jónsdóttir öryrki: Að það vori sem fyrst - og sam- kvæmt gangi tilverunnar hiýtur að verða svo. Davíð Agústsson nemi: Mig dreymir um aö njóta lífsins - er það ekki það sem atiir vilja? Helga Gunnarsdóttir bókari: Láta mér líða vel með því að hafa huggulegt heima hjá mér, fætur uppi á sófaborði og rauðvín í giasi. Milljón króna launin Magnús Sigurðsson skrifar: Það mun nú senn renna upp fyrir mörgum að ekki er allt fengið með því að hafa sem hæst launin við starfs- lok. Það sýnir sig að þeir sem hafa haft hæstu launin, auk þess sem lífeyrissjóður við- komandi bíður þeirra með ríflegar eftirlaunagreiðslur, eins og lögin gera ráð fyrir, nægir engan veginn. Nei, mennirnir með hæstu launin geta ekki hætt störfum nema við þá sé gerður svo ríflegur „starfslokasamningur“ að landslýð blöskrar sú upphæð sem þeir hafa með sér í farteskinu er þeir yfirgefa vinnustaðinn. Fyrirtæki sem þurfa að sjá á eftir forstjóra sínum með þessum hætti eru raunveru- lega að tapa á þessum for- stjóra, og það ekki lítiö. Það var hárrétt sem Pétur Blöndal alþm. sagði í út- varpsþætti síðdegis á Rás 2 sl. miðvikudag, er hann sagð- ist ekki skilja hvemig eitt fyrirtæki væri tilneytt að borga ein- hvern út úr starfi. En gerðist það, hlytu þau viðskipti að vera uppi á borðinu hjá fyrirtækinu eins og hver önnur viðskipti, og kæmu fram í ársreikningum þess. Það er ekki nýtt að forstjóri sé „greiddur út“ úr fyrirtæki hér á landi, en það er aðeins á síðustu timum að fyrirtæki játar þessi „við- skipti“ án þess að geta þess hvað um er að ræða, gefa upp allar stað- reyndir í málinu. Það ætlaði ekki að reynast auðvelt að draga upplýsing- ar þessar út úr Landssímanum sál- uga, varðandi starfslokasamninga þar á bæ. Það er nú upplýst - að mestu - en varð slíkt hneyksli og niðurlæging fyrir viðkomandi, að óvíst er að um heilt grói í bráð. „Brottfararskattur" viö útganginn. - Óvissa og álag hugsanlegir fylgifiskar. „Það kostar ávallt klof að ríða röftum, en það eru áhöld um að nokkur for- stjóri, stjórnarformaður eða verðbréfadrengur hérlendis hafi nógu sterk bein til að grípa gullið með milljón og meira i mánaðarlaun. “ Brottför forstjóra VÍS er í umræð- unni nú. Óvíst er hvort ímynd fyrr- verandi fyrirtækis hans verður fyr- ir hnjaski eða hvernig hún getur sloppið án þess að öllum spilunum um 200 milljón króna „brottfarar- skattinn" verði raðað í aðgengileg- an stokk og síðan verði fjölmiðlum leyft að draga úr stokknum almenn- ingi til sýnis. Trompspilin ekki und- anskilin. Það kostar ávallt klof að ríða röft- um, en það eru áhöld um að nokkur forstjóri, stjórnarformaður eða verð- bréfadrengur hérlendis hafi nógu sterk bein til að gripa gullið með milljón og meira í mánaðarlaun. - Og mikilli óvissu háð hvort nokkur þeirra þoli álagið, að viðbættum starfslokasamningi upp á margfalt fleiri milljónir en þeir eru borgunar- menn fyrir ef í harðbakkann slær með tilheyrandi eftirmálum. Lögreglan og mótmælendur Hafiiði Helgason skrifar: Ég vil byrja á að þakka fyrir tima- bæran pistil sem ég las í lesenda- bréfi i DV mánud. 20. jan. sl., „Hvað starfa mótmælendur?" Ég er honum fyllilega sammála. Á miðjum degi kemur fjöldi manns saman til að mótmæla og púa niðri í Ráðhúsi! Þetta fólk kann svo ekki lágmarks- kurteisi og sýnir enga virðingu gagnvart ráðamönnum borgar eða ríkis. Þetta var allt afar lágkúrulegt og niðurlægjandi framkoma mót- mælenda og þeim til háborinnar skammar. Auðvitað átti lögreglan að grípa þarna inn og rýma Ráðhúsið, en „En hverju voru svo mót- mœlendur að mótmœla ? Vilja þeir kannski fá meira atvinnuleysi? Ég óska fóki fyrir austan til hamingju með virkjanaframkvœmdir. Þær eru löngu tímabœrar. “ hún gerði ekki, því miður, og sekta mótmælendur. Það hefði alls staðar verið gert nema hér á landi. Ætli hér sé ekki um að ræða listamenn á launum frá ríkinu - eins og raunar er viðurkennt af einum greinarhöf- unda, Unu Margréti Jónsdóttur í DV 24. þ.m., þar sem hún gagnrýnir fyrrnefnd lesendabréf. Ég vann við virkjunarstörf á sin- um tíma og einnig starfaði ég hjá ísal, þar sem færri komast að en vilja. Hvað veldur því? Þar eru ágæt laun og góður aðbúnaður fyrir starfsfólk. En hverju voru svo mótmælendur að mótmæla? Vilja kannski fá meira atvinnuleysi? Ég óska fóki fyrir austan til hamingju með virkjana- framkvæmdir. Þær eru löngu tíma- bærar. Ég spyr enn og aftur: Hvers vegna rýmdi lögreglan ekki palla Ráðhússins er mótmælendur sýndu dómaskap? Má ég róla? Böm þessa lands fengu síöbúna jólagjöf þann 27. desember síðastliðinn. Gefandinn var Evrópu- sambandið en Siv Friðleifsdóttir umhverfísráð- herra var í hlutverki jólasveinsins. Gjöfin var reglugerð um öryggirleikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Og róló verður aldrei sam- ur efth. Reyndar verður ekki betur séð en að reglu- gerðin gildi ekki bara um stóra róló heldur líka um rólur og rennibrauth sem fólk setur upp í garðinum heima hjá sér. Hún gildir sem sagt meðal annars um leiksvæði við fjöleignahús. Þeir einu sem mega útbúa sandkassa eða aðra aðstöðu fyrh börn að leika sér á, án þess að eiga lögregluna yfir höfði sér, vhðast því vera einbýl- ishúsaeigendur. Gætið aö græjunum Garri og aðrh ibúar fjölbýlishúsa ættu því að gæta að græjunum sem settar hafa verið upp úti í garði - og raunar umhverfinu öllu um kring. Það verður til dæmis að vera góð lýsing á leik- svæðinu. Garri hafði ekki hugleitt það og fremur talið það óþarfa lúxus að flóðlýsa hjá sér garð- inn. En kannski grannamir séu reiðubúnir að taka þátt í kostnaðinum. Það verður þá bara að sleppa gervihnattamóttakaranum. Það er líka alveg bannað að búa þannig um hnúta að „börn geti hlaupið beint út af leiksvæði þar sem umferð er,“ svo vitnað sé orðrétt í jóla- gjöfina. Nú skal þvi útbúið hlið á garðinn. Gott og vel. Allt fyrh öryggið. Bömin gætu jú ella hlaupið rakleitt út á götu. En leyfist Garra þá að spyrja hvort hann megi senda börnin sín gangandi í skólann? Eða senda þau út í búð efth mjólk? Mega börnin yfirhöfuð vera til? Fullt starf Um sandskipti í sandkassanum skal Garri fara að reglum Umhverfisstofnunar. Og sama stofnun á til lista sem Garri þarf að verða sér úti um - lista yfir hættulegan gróður sem ekki má sjást á leiksvæðum fyrir börn. Yfirborðsefni á leiksvæðum á að velja með til- liti til falls. Það þýðh væntanlega að ekki megi vera hættulegt að detta á þau. Nú vill svo til að klöpp ein allmikil gægist upp úr grasinu í garð- inum hjá Garra. Ætli það þurfi að sprengjana? Reyndar eiga að vera „viðeigandi skil á milli mismunandi yfirborðsefna" þannig að svo vhðist sem útbúa þurfi einhvers konar trélista úr Ikea þar sem klöppin og grasið koma saman. Það er ljóst að Garra er ekki til setunnar boð- ið. Gátlistinn er lengri en hægt er að telja upp hér og í nógu að snúast. Ætli það verði ekki fyrsta verk að fara á Netið og reyna að finna staðal ÍST-EN-1270 um körfuboltaspjöld: „Funct- ional and safety requirements, test methods." Cjuri Sementsverksmiðjan hf. - með yfir 80% markaðsaðiid. Sementið frá ríkinu Halldór Ólafsson skrifar: Ég minnist skrifa um Sements- verksmiðjuna hf. sem er að fullu og öllu í ríkiseign og markaðsráðandi stöðu hennar. Þingmenn Norðvest- urkjördæmisins reyndu að bera blak af verksmiðju þessari bæði á Al- þingi og í greinaskrifum, en sann- leikurinn er sá að samkeppni í sölu á sementi eru verulegar hömlur sett- ar vegna yfirburðaaðstöðu Sements- verksmiðju ríkisins. Ég sem hús- byggjandi myndi t.d. aldrei kaupa sement frá ríkisfyrhtækinu á meðan ég get fengið erlent sement af bestu gerð. Við höfum fengið smjörþefinn hér á landi í steypuskemmdum hús- um. Ég tel að ríkið ætti að selja Sementsverksmiðjuna og greiða fyr- ir óheftum viðskiptum á sementi. Núverandi ástand er afleitt. Fasteignasalar varhugaverðir? Einar Guðmundsson skrifar: Eftir að fréttir birtust um fjársvikamál fasteignasölunnar Holts í Kópavogi fyrir nokkrum vik- um hefur grunur beinst að fleiri fasteignasölum. Og nú koma fram fréttir um kærur á hendur tveimur fasteignasölum til viðbótar við þá sem var í sviðsljósinu nýlega. Og allar snúast kærurnar um fjárdrátt og óreiðu á uppgjörum. Þegar hér er komið sögu hljóta samtök fast- eignasala að gefa upp nöfn ákærðu svo að menn geti sneitt hjá þeim að svo stöddu. Engin rök hníga að því að halda svona nokkru leyndu. Álagning á veitingum Friðrik Friðriksson hringdi: Það hefur lengi verið viss hegða almennings að notfæra sér veit- ingahús hér eins og víða gerist er- lendis vegna óhóf- legs verðlags á miðlungs- eða behi veitingastöð- um. Sérstaklega eru vínföng, bæði öl og léttvín, seld með óhóflegri álagningu. Auðvitað er maturinn þaö einnig, en þar er þó vitað að matreiðslumenn hafa farið höndum um og lagt fram mismikla natni ásamt kunnáttu við eldun og útlit rétta. En að kaupa hálfa eða heila flösku af léttvíni fyrh þetta allt upp í 2000 kr. (hálfa flösku eða tæpar 4000 (heila flösku) nær engri átt þeg- ar vitað er að vínið, keypt í ÁTVR, er á meira en helmingi lægra verði og oft miklu meha en það. Sama er með bjórinn og vín í glösum (á kannski 500-600 kr.!!). Heilsueftirlit Þðrhildur skrifar: Það var venja hér fyrir svo sem 20 árum og fyrr aö fyrirtæki sendu allt starfsfólk sitt í læknisskoðun hjá svokölluðum trúnaðarlæknum fyrirtækjanna. Þetta var mjög traustvekjandi og sparaði fyrirtækj- um ótalin útgjöld vegna þess að með þessu móti gat það vitað um ástand starfsfólks síns mun betur en nú tíðkast. Auk þess var þetta sjálfsögð ráðstöfun og stundum hreinlega fyr- irbyggjandi, t.d. í matvælaiðnaði og mörgum þjónustustofnunum. Fróð- legt væri að heyra hvers vegna þetta lagðist svona gjörsamlega af. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíö 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. I notaleg- heitunum. - En hnútur í maga vegna verðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.