Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 19
19 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003_______________________ DV ________________________________________________________________ Menning Flýgur upp og út úr myndinni til hœgri í gær hlaut Ingibjörg Haraldsdóttir íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Hvar sem ég verð. Kom það engum aðdáanda hennar á óvart og þó eru þeir margir því bækur hennar hafa dreifst víða um íslenskt samfélag og ratað til stærri og margvíslegri hópa fólks en algengt er með nútímaljóð. Einnig voru gagnrýnendur hjartanlega sammála um verðleika ljóðanna. Draumanna minnist ég með trega Það sem hefur einkennt ljóð Ingibjargar frá fyrstu tíð er hve einlæg þau eru og hvað hún er í raun og veru opinská við lesendur sína um ævi sina og persónulegar tilfmningar. í ljóðum henn- ar fylgjum við ákveðnum einstaklingi - konu - nánast frá þvi hún fæðist í kjallaraíbúð við Snorrabraut í Reykjavík „einn októberdag fyrir löngu“ í fyrstu bókinni, Þangað vil ég fljúga (1974), og þar til hún, tvískilin, tveggja barna móðir sem horfst hefur í augu við dauðann situr við niðandi vötn tungunnar og veltir fyrir sér gjöf skáldskaparins í lokahluta nýju verðlauna- bókarinnar. Bókmenntir „En ég vona að hún sé ekki bara ég,“ segir Ingibjörg í viðtali um þessa konu í ljóðum sín- um, og raunin hefur orðið sú að einmitt með því að koma eins nálægt sjálfri sér og hún gerir á einlægan og þó ævinlega orðvaran hátt hefur hún orðað líf og hugsanir sinnar kynslóðar kvenna betur en nokkur annar. Þetta var fyrsta kynslóð kvenna sem taldi víst að hún væri bor- in til að sigra, verða gerandi og gera allt sem hana langaði til. En reyndin varð ekki sú, og þá er spurningin hvers er að sakna - eins og segir í „Nostalgíu" I Nú eru aðrir tímar (1989): „Ég sakna ekki þess sem var / ég trúi ekki á fegurð / fortíðarinnar / en draumanna / minnist ég með trega..." Mikilvirkur þýöandi Ingibjörg lærði kvikmyndagerð í Moskvu eftir stúdentspróf og dvaldi þar í sex ár eins og viða sést á ljóðum hennar. í fyrstu bókinni er þó Kúba nálægari því þar orti hún flest ljóð henn- ar. Þangað fluttist Ingibjörg frá Moskvu og bjó þar einnig í sex ár áður en hún kom alkomin heim. Ingibjörg hef- ur ekki nýtt sér menntunina sem hún fékk í kvikmyndagerð - nema ef myndvísi ljóða hennar á þeirri skólun eitthvað að þakka - en tungumálakunnáttan hefur orðið henni drjúg; hún er afkastamikill þýðandi úr rússnesku á íslensku og hefur einnig þýtt talsvert úr spænsku. Hún hlaut einmitt Menningarverðlaun DV í bók- menntum árið 1988 fyrir þýðingu sína á Fávitanum eftir Dostójev- skí. Ingibjörg skipuleggur hverja bók þannig að hún segi ákveðna sögu eða reki rás atvika. Fyrsta bókin hefst á bernskuljóðum sem gefa knappar, lifandi myndir af stelpulífi í borg og sumardvöl í sveit. Ljóð frá Kúbu taka við af bemskuljóðunum, og það kemur klassískur tónn inn i þau með heimþránni sem þau eru mettuð af og sem var svo algengt yrkisefni 19. aldar skálda. Hvað eftir annað dreymir hana að hún sé komin heim og hún syngur af gleði, en þegar hún vakn- ar er hún „skoplega ein / og svo langt i burtu“. í upphafl næstu bókar, Orðspor daganna (1983), er svo komið að ljóðmælanda líður eins og strandaglópi á þessari framandi, suðrænu sól- skinseyju, og hún fer heim. En heimkoman verð- ur henni vonbrigði, og í rauninni heldur hún áfram að vera útlendingur í ljóðum þessarar bókar. íhugul en ögrandi í Nú eru aðrir tímar (1989) fullkomnar Ingi- björg aðferð sína við að orða hugsanir kvenna af sinni kynslóð og lífssýn þeirra í ljóðum, muninn á hinu sæla innhverfa lífi og því úthverfa í ein- manalegu úthverfinu, tilbreytingarleysið og stöðnunina, óttann við ofbeldið en líka við ást- ina og hverfulleikann. Síðustu ljóðin í bókinni daðra við dauðann, og í næstu bók, Höfði kon- unnar (1995), er stundum eins og ljóðmælandi sé í raun og veru dáinn og búi í borg sem sefur „djúpt undir mjöllinni hvítu": „þar stendur tím- inn kyrr / þar lifir aðeins það / sem löngu er dáið“. Hápunktur bókarinnar er ljóðaflokkurinn Höfuð konunnar sem hefst á markvissri og kíminni vísun í upphafsljóðlínuna í fyrstu bók Sigfúsar Daðasonar: Höfuó konunnar er ekki þungt Höfuö konunnar er mjallhvítur dúnmjúkur hnoöri Höfuö konunnar siglir á skœrbláum sunnudagshimni og hlœr „Þetta höfuð hans Sigfúsar sem var svo þungt . . . mér fannst eiginlega kominn tími til að storka því aðeins," segir hún í viðtali. Höfuð konunnar hend- ist á fleygiferð um veröldina, týnir áttum, dettur, er geymt milli fóta um hríð, hengt út á snúru á hárinu en dansar svo á Klambratúni „undir blind- fullu tungli" við undirleik „kjagandi / kroppandi / garg- andi / tónsmíða haustsins". Nýja bókin, Hvar sem ég verð, er verðugt framhald eldri bókanna. Þetta er íhugul ljóðabók. Konan sem talar þar er ekki lengur á valdi ástriðna né minnimáttarkenndar sem toguðu yngri konuna stund- um á milli sín. Þetta er kona sem hefur fundið sinn stað í veröldinni - þó að hún geti enn fundið til og saknað. Áhrifamikil eru minninga- Ijóðin, bæði úr hennar eigin lífi og þegar hún setur sig í spor ömmu sinnar í Bolungar- vík. Eins og pólska nóbelsskáldið Wislawa Szym- borska yrkir Ingibjörg göldrótt kattakvæði, og gefur lesendum sínum - kannski sérstaklega konum - orð sem losa þá úr viðjum veruleikans og sleppa þeim jafnvel algerlega lausum: Konan í speglinum vindur upp á sig snýr baki í mig þenur herðablööin blakar þeim hœgt hefst á loft flýgur upp og til hœgri úr úr myndinni ofurhœgt þaö síöasta sem ég sé er skórinn á vinstri fœti Silja Aðalsteinsdóttir BORGARLEIKHUSIÐ Leikfeiag Reykjavíkur STÓRA SVIÐ SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI rtir Sálina og Karl Agúst Úlfsson f I k kvöld kl. 20 Lau. 1/2 kl. 20. UPPSELT Fi. 6/2 kl. 20 Fö. 7/2 kl. 20 Lau. 8/2 kl. 20 Fö. 14/2 kl. 20 Lau. 15/2 kl. 19, ath. breyttan sýn.tíma Lau. 22/2 kl. 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su. 2/2 kl. 20 Su. 9/2 kl. 20 Su. 16/2 kl. 20 Fi. 20/2 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR HONKl UÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles ogAnthony Drewe Gamansöng/eikurfyrir allajjölskylduna. Su. 2/2 kl. 14 Su. 9/2 kl. 14 Su. 16/2 kl. 14 FÁAR SÝNINGAR EFTIR NYJA SVIÐ MAÐURINN SEM HELT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélene Estienne Frumsýning lau 1/2 kl. 20 UPPSELT Su. 2/2 kl. 20 UPPSELT Fö. 7/2 kl. 20 Lau. 8/2 kl. 20 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR Frekar erótískt leiktrit íprem þáttum e. Gabor Rassov í kvöld kl. 20 Fi. 6/2 kl. 20 AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING KVETCH eftir Steven Berkojf 1 SAMSTARFI VIÐ Á SENUNNI Su. 9/2 kl. 20 Su. 16/2 kl. 20 Fö. 21/2 kl. 20 ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su. 16/2 kl. 20 Fö. 21/2 kl. 20 LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakesþeare í SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT I kvöld kl. 20 UPPSELT Lau 1/2 kl. 20 AUKASÝNING Fi 6/2 kl. 20 UPPSELT Fö 14/2 kl. 20 TÍBRÁ: Tónlistin byggir brýr Fiðlusnillingurinn Szymon Kuran og Júlíana Rún Indriðadóttir, píanó, flytja virtúósaverk eftir Wieniawski og eitt af frægustu fiðluverkum Szymanowski (flutt í fyrsta sinn í heild á Islandi) auk verka eftir flytjandann sjálfán, Szymon Kuran. Miðasala hafin. Verð kr. 1.500/1.200. Óður til Etlyjar - Endurfluttir vegna fjölda áskorana - Nokkur sæti laus Guðrún Gunnarsdóttir syngur vinsælustu lög Ellyjar Vilhjálms ásamt valinkunnum tónlistarmönnum úr fremstu röð, Eyþóri Gunnarssyni, Borgardætrum, Sigurði Flosasyni, Eyjólfi Kristjánssyni, Stefani Hilmarssyni o.fl. Miðasala hafin. Verð kr. 2.000. Hin smyrjondi jómfrú Naerondi leiksýning fyrir iíkoma og sól. Sýnt í Iðnó: Síðdegissýningar Lau. 2. febr. Id. 15 Sun. 9. febr. kl. 15 Sun. 16. febr. kl. 15 Sun. 23. febr. Id. 15 Kvöldsýningar Lau. 1. febr. kl. 20 Sun. 2. febr. kl. 20 Sun. 9. febr. kl. 20 Sun. 16. febr. kl. 20 Sun. 23. febr. kl. 20 "Erótískur dans rœkjubrauðsneiðar og lifrakœfubrauðsneðar var sérlega eftirminnilegur og svo ekki sé minnsl á litlu rœkjunna sem sveiflaði sérfimlega upp og niður tilfmningaskalann. " HF, DV SKJALLBANDALAGIÐ KYNNIR M if1 IM ' & MÐNO Fös. 31. jan. kl. 21, örfá sæti laus. Fös. 7. febr. kl. 21, nokkur sæti laus Lau. 8. febr. kl. 21 Fös. 14. febr. kl. 21 Lau. 22. febr. kl. 21 Fös. 28. febr. kl. 21 Miðasalan í Iðnó er opin frá 10-16 alla virka daga, 14-17 um helgar og frá kl. 19 sýningardaga. Pantanir í s. 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. ' ’ ' é* fm90Jf99.9 eftir Sálina hans Jóhs míns og Karl Ágúst Úlfsson Miðasala 568 8000 BORGARLEIKHUSIÐ Leiktelag Revkjavíkur • íslenski dansfiokkurinn SaíiH hdhs Jóns mms

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.