Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 22
■> 22______
Tilvera
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003
DV
Á mörkum
málverksins
Listasafn íslands opnar á morgun
þrjár sýningar sem aúar skírskota
með ólíkum hætti til stöðu málverks-
ins og ólíkra hugmynda um listhug-
=> takið. Ragna Róbertsdóttir færir
lausan efnivið náttúrunnar inn í stif-
an ramma málverksins með því að
kasta efninu á vegg þar sem það er
ekki alveg landslag, hvorki alveg hlut-
ur né veggur. Mike Bidlo er þekktur
fyrir verk sín þar sem hann málar eft-
ir frægustu málverkum 20. aldarinnar
í nýju samhengi, þar sem hefðbundn-
um forsendum listsköpunar er snúið á
haus. Claude Rutault afneitar mál-
verkinu sem eftirlíkingu og flytur þess
í stað verkið út úr rammanum og vek-
ur spumingar um hlutverk og tak-
markanir málverksins.
Lýsir
Islensk myndlistarsaga er stundum
r sögð hafa byrjað um aldamótin 1900,
þegar Þórarinn B. Þorláksson hélt
sína fyrstu málverkasýningu í Reykja-
vík, en ef betur er að gætt er íslensk
myndlistarsaga jafngömul þjóðinni -
myndlýsingar í miðaldahandritum eru
einn hluti af þeim arfi sem sýnir fram
á þetta en myndlýsingamar em
einmitt viðfangsefni sýningarstjórans,
Ásrúnar Kristjánsdóttur, á sýning-
unni Lýsir sem opnuð verður á laug-
, ardag í Listasa&i Reykjavíkur - Hafn-
■ arhúsi. Á sýningunni getur að líta
' myndir Jóns Bjarnasonar og ýmissa
annarra myndskreyta og skiptast
verkin í nokkra efnisflokka sem gerð
I er grein fyrir í sýningarsölunum.
Pólsk list í
Borgamesi
Á morgun, kl. 15,
opnar Hubert
Dobrzaniecki mál-
verkasýningu í Lista-
safhi Borgamess. Þar
sýnir listamaðurinn
olíumálverk og graflk
frá árunum 1999-2002.
Hubert Dobrzaniecki fæddist árið 1967
í PóOandi. Hubert er ljóðskáld, rithöf-
undur, listmálari og látbragðsleikari
og segist hann hafa komið til íslands
til að skemmta fólki með látbragðsleik
eftir að hann lauk námi í Látbragðs-
og listaakademíunni í Pemambuco.
then.... hluti 5
Á morgun verður opnuð samsýn-
ingin then ... hluti 5, í Listasafni ASÍ,
Ásmundarsal, Freyjugötu 41, then ...
hluti 5 er alþjóðleg samsýning sex
listamanna en þeir em Birgir Snæ-
bjöm Birgisson, Miles Henderson
Smith, Andrew Child, Gísli Berg-
mann, Tom Merry og Stefan Botten-
berg, en sami hópur er einnig með
sýningu á Kjarvalsstöðum um þessar
mundir.
-b
Landslagsmálverk
Á morgun, kl.
16.00, opnar
Ingimar
Waage sýn-
ingu á mál-
verkum í
Gallerí
Skugga,
Hverfisgötu
39. Viðfangs-
efni Ingimars
er landslagsmálverkið og sú hefð sem
ríkir á því sviði. Hann sækir efhivið
sinn í fjallaferðir um öræfi og hálendi
íslands. Birtan er honum sérlega hug-
leikin og teflir hann saman hinni
tæm og léttu birtu og þunga og form-
styrk fjallanna. Ingimar skoðar hið ís-
lenska landslag og setur það í sam-
hengi við rómantískt landslagsmál-
verk í Evrópu á fyrri hluta 19. aldar
og við upphaf 20. aldarinnar á íslandi.
Kasparov/Deep Junior - 3. umferð:
Kasparov tapaði
Þriðja skákin af sex líður Gary
Kasparov sennilega seint úr minni.
Hann tefldi skemmtilega og fómaði peði
fyrir sókn á skemmtilegan hátt í ein-
kennilegri stöðu. Á ögurstundu, þegar
hann gat fengið jafntefli með þráskák,
brást honum bogalistin og lék slæmum
hróksleik og mátti gefast upp 5 leikjum
síðar. Það er víst stutt á milli máts og
Umsjón
Sævar Bjamason
gráts! Nú hefur tölvuforritið Deep Juni-
or völdin, Kasparov er í sárum og sjálfs-
álitið hefur beðið alvarlega hnekki. En
tölvan? Ekki hefur hún miklar áhyggjur
og gæti þess vegna verið í skrifstofu-
vinnu og að búa til línurit og fyrirlestra
mflli skáka. Og hún hefur ekki hug-
mynd um að hún á að tefla við sterkasta
skákmann heims á sunnudaginn, Tölv-
ur hugsa nefnilega ekki ef einhver heid-
ur það. Gott að þurfa aldrei að hafa
áhyggjur en tefla samt jafn vel og
Kasparov og gott betur. Það gekk mikið
á á Netinu I gærkvöld, fylgst var með
skákinni beint á mörgum stöðum og í
sjónvarpi í Bandaríkjunum. Skákút-
varpsstöðvar eru einnig komnar á Netið
og aðalskýrandinn þar er stórmeistar-
inn John Fedorowitch frá Bronx sem
talar eins og kvikmyndastjaman Sylv-
ester Stallone, enda úr sama hverfi.
Skrýtið, Rocky gamli „að skýra skák“ í
ellinni fyrir lýðnum!?
Hvítt: Gary Kasparov (2847) Svart:
Deep Junior
Slavnesk vöm. Maður gegn vél. New
York USA (3), 30.1. 2003
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6
5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 b6 Hér bregðm
Deep Junior frá 1. skákinni þar sem 6.
Erfltt hjá Kasparov
Eftirgóöa byrjun lenti Kasparov í
vandræöum.
Bd6 var leikið. Þá kom 7. g4! Og Kaspi
vann glæsilega. 7. cxd5 exd5 8. Bd3
Be7 Hér hugsaði Kasparov sig um lengi
og ákveður að fara út í þessar skrýtnu
flækjur. 9. Bd2 0-0 10. g4!? Rxg4 Ekki
fékk þessi leikur háa einkunn, þótti of
djarfur. En það er ágætt að tefla djarft
til sigurs! 11. Hgl RdfB 12. h3 Rh6 13.
e4! dxe4 14. Bxh6 exd3 15. Hxg7+ Kh8
16. Dxd3.
Það vantar bara að hvítur væri bú-
inn að langhróka þá væri hann með
unnið! En svartur nær að létta á
stöðu sinni. Efl! 16. - Hg8 17. Hxg8+
Rxg8 18. Bf4 f6 19. 0-0-0 Bd6 20.
De3 Bxf4 21. Dxf4 Bxh3 Ávallt að
grípa peð ef tækifæri gefst! 22. Hgl
Db8 23. De3 Dd6 24. Rh4 Be6 25.
Hhl Hd8 26. Rg6+ Kg7 27. Rf4 Bf5
28. Rce2 Re7 29. Rg3 Kh8 30. Rxf5
Rxf5 31. De4 Dd7
Hér á undan vom nokkrir snilld-
arleikir en við fórum hratt yfir sögu.
Sókn hvits er að renna út í sandinn
og hér getur hvítur fengið jafhtefli
með 32. Rg6+ Kg7 (ekki 32. Kg8 33.
Dxf5!) 33.RÍ4 og svartur á ekkert
betra en 33. Kh8 og þá þráteflir hvít-
ur með 34. Rg6+. En Kasparov, sem
ætlaði að útfæra þessa hugmynd bet-
m-, leikur illa af sér! 32. Hh5?? Rxd4!
33. Rg6+ Kg8 34. Re7+ Kf8
Kasparov yfirsást að svartm’ hótar
Rb3+ með máti. 35. Rd5 Dg7! 36.
Dxd4 Hxd5! 0-1 Eftir 37. Hxd5 cxd5
38. Dxd5 Dg5+ vinnur svartur auð-
veldlega. Og drottningarendatafl með
2 peðum undir er vonlaust gegn
tölvuforriti sem leikur aldrei af sér
peðum!
Rómantísk og falleg tónlist
Szymon Kuran fiöluleikari og Júlíana Indriöadóttir píanóleikari. Szymon segir aö þaö sé langt síöan hann hélt einleiks-
tónleika síöast og aö honum þyki gaman aö fá tækifæri til aö kynna pólska tónlist fyrir íslenskum áheyrendum.
Szymon Kuran í Salnum í Kópavogi:
Tónlistin byggir brýr
Pólski fiðluleikarinn Szymon Kuran
verður með einleikstónleika í Salnum í
Kópavogi sunnudaginn 2. febrúar,
klukkan 20.00. Tónleikamir, sem eru á
vegum Tíbrár, eru fyrstu einleikstón-
leikar hans í langan tíma og nefnast
Tónlistin byggir brýr, en Szymon hef-
ur leikið með Sinfóníuhljómsveit Is-
lands í mörg ár.
Szymon segir að það sé langt síðan
hann hélt einleikstónleika síðast og að
sér hafi þótt kominn timi til. „Mig
langaði bara að halda tónleika og ég
ætla að leika tónlist eftir þrjú pólskt
tónskáld, tvo gamla meistara og einn
minni spámann eða sjálfan mig. Sá
fyrsti heitir Henryk Wieniawski og
fæddist fyrir um það bil tvö hundruð
árum. Hann er afskaplega rómantískt
og fallegt tónskáld og var á sínum tíma
líkt við sjálfan Paganiny, en hann var
mikill sjúklingur. Hitt tónskáldið var
uppi í kringum næstsíðustu aldamót
og heitir Karol Szymonski. Hann fædd-
ist í Úkrainu, bjó í Póllandi en lést í
Sviss. Ég ætla einnig að leika tvö verk
eftir sjálfan mig. Annað er tuttugu ára
gamallt en hitt er samið í fyrra við lít-
ið og fallegt ljóð eftir dóttur mína.“ Að
sögn Szymons hafði ljóðið svo mikfl
áhrif á hann að hann hafði orðið að
semja við það tónlist.
Júlíana Indriðadóttir píanóleikari
spilar undir með Szymon í eldri verk-
unum en að sögn Szymons spilar hann
einn eldra verkið eftir sjálfan sig en
notar hljóðritað efni, strengi, upplestur
og kók, þegar hann leikur verkið við
Ijóð dóttur sinnar.
Szymon segir að sér þyki mjög gam-
an að fá tækifæri til að kynna íslend-
ingum pólska tónlist. „Ég er sjálfur
Pólverji og mér þykir stórkostlegt að fá
að kynna íslenskum áheyrendum þessi
frábæru gömlu pólsku tónskáld." -Kip
Pinero ★★ ííSSSs
#)
Sjálfskaparvíti
Það eru ekki marg-
ir sem kannast við
nafnið Miguel Pinero.
Það verður að fara til
New York, og þá
helst meðal Púertó-
ríkana, til að fá ein-
hver viðbrögð. Pinero
var krimmi sem upp-
götvaði ritunarhæfi-
leika sína í fangelsi. Þar fór hann með
ijóð - las upp eigin verk, samfóngum
sínum til mikillar ánægju, þar sem
hann talaði þeirra mál. Þegar hann
kom út úr fangelsinu skrifaði hann
leikritið Short Eyes sem hlaut verð-
laun og var kvikmyndað. Pinero skrif-
aði fleiri leikrit og lék í sjónvarpsþátt-
um. Þótti hann um tíma vera einn
helsti bóhem-listamaðurinn í New
York. Það eru þó ekki þessi atriði í lífi
hans sem kvikmyndin Pinero fjallar
um heldur eru það ljóðin hans, en
Pinero var talandi ljóðskáld og álíta
margir að hann hafi verið fyrirrennari
rappara. Pinero var einnig haldinn
sjálfseyðingarhvöt sem síðar varð hon-
um að fjörtjóni. Peningar skiptu hann
engu máli og honum leið best innan
um fyrrverandi fangelsisfélaga.
Benjamin Bratt leikur Pinero af
miklum krafti og hefur aldrei gert bet-
ur. Leikur hans er hápunktur myndar-
innar. Sjálf persónan er ekki spenn-
andi og þegar Pinero lést 1988 var hann
útbrunnið hrak. Leikstjórinn Leon
Ichaso fer fram og aftur í tíma á rugl-
ingslegan hátt og nær aldrei festu í
myndina svo hún verður eins og líf
Pineros var, rugi, með hæðum og lægð-
um. Mörg góð atriði eru í myndinni en
þau njóta sín ekki með klippiaðferð
leikstjórans.
-HK
Útgefandi: Skífan. Gefin út á myndbandi. leik-
stjóri: Leon lchaso. Bandarikin, 2001. Lengd:
106 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Leikar-
ar: Benjamin Bratt, Giancarlo Esposito, Talisha
Soto, Mandy Patinkin.
Dahmer ★
Morðingi
morðingjanna
Það eru fleiri sem
kannast við Jefífey
Dahmer heldur en
Miguel Pinero. Ein-
hverjir fá meira að
segja hroll. Dahmer
er einn þekktasti
Söldamorðingi
Bandaríkjanna. Hann
var dæmdur til ævi-
langrar fangelsisvistar 1992 og drepinn
af samfanga sínum tveimur árum síð-
ar. Dahmer hafði myrt og verið dæmd-
ur fyrir kynferðisglæpi gegn bömum
þegar hann hóf aðalstarf sitt að tæla
unga menn heim til sín, dæla í þá eit-
urlyfjum og nota þá sem tilraunadýr til
að svala eigin losta og drepa þá síðan á
óhugnanlegan hátt.
Kvikmyndin Dahmer er jafn ógeð-
felld og sú persóna sem um er fjallað. I
henni er aðallega verið að reyna að fá
einhvem skilning á morðingjanum
með því að vísa til heimilisaðstæðna
og það að hann hafi verið bældur. Það
er strax ljóst að Dahmer er ungur orð-
inn að óhugnanlegri og geðveikri per-
sónu ög engar aðstæður afsaka það.
Löngum tíma er eytt i að sýna fyrsta
morðið og inn á milli er klippt yfir í
síðasta fómarlambið. Það má segja að
þama nái leikstjórinn að sýna okkur
hversu geðbilaður Dahmer var. Þetta
em langdregin atriði og ailtof nákvæm.
Myndin hefði fengið allt annað yfir-
bragð ef aðeins hefði verið sýnt frá
rannsókninni á öllum þessum morðum.
Jeremy Renner, sem gerður er eins
líkur fyrirmyndinni og hægt er, leikur
á lágum nótum og er leikur hans ágæt-
ur þó stundum vanti að ógnin sjáist í
gegnum sakleysislegt yfirbragð.
-HK
DAHMtR
Útgefandi: Myndform. Gefin út á mynd-
bandi. Leikstjóri: David Jacobson. Banda-
ríkin 2002. Lengd: 90 mín. Bönnuð börnum
innan 16 ára. Leikarar: Jeremy Renner,
Bruce Davison og Artel Kayáru.
t