Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Qupperneq 24
24 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar KJartansson FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 95 ára Páll Sveinsson, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Páll býður fjölskyldu, vinum og vanda- mönnum að líta inn í Lönguhlíð 3 kl. 15-18 á afmælisd. og þiggja kaffi. Hann afþakkar blóm og gjafir en bendir þeim á sem vilja gleðja hann að láta Blindrafélagiö njóta þess á reikningsnr. islandsbanka 515-26-400160. 80 ára Hulda Ingvarsdóttir, Skipasundi 87, Reykjavík. Þórleif Guöjónsdóttir, Gauksrima 16, Selfossi. 70 ára Alfa Guðmundsdóttir, Safamýri 54, Reykjavík. Elísabet Brynjólfsdóttir, Austurbrún 29, Reykjavík. Friörik Antonsson, Höfða, Hofsósi. Rósinkranz Kristjánsson, Grýtubakka 26, Reykjavík. Þuríöur Jónsdóttir, Kársnesbraut 135, Kópavogi. 60 ára Borghild Hansen, Hjallalundi 13e, Akureyri. Kristín Magnússon, Þverholti 30, Reykjavík. Ólöf Siguröardóttir, Efstasundi 45, Reykjavík. Sólveig Jóhannesdóttir, Furugrund 66, Kópavogi. 50 ára Anna Sigurðardóttlr, Hálsaseli 35, Reykjavik. BJarki Þór Skjaldarson, Smárahlíð 2d, Akureyri. Friöleifur Kristjánsson, Digranesvegi 60, Kópavogi. Guömundur Karl Snæbjörnsson, Krossalind 12, Kópavogi. Hafdís Marvinsdóttlr, Heiðarvegi 12, Selfossi. Jóna Elín Benediktsdóttir, Mosabaröi 13, Hafnarfiröi. Margrét BJörk Ólafsdóttir, Seljalandi 9, ísafiröi. Stefanía Anna Garöarsdóttir, Mýrarbraut 29, Blönduósi. Stefán Þóröarson, Hátúni lOa, Reykjavík. Ævar Guömundsson, Melgeröi 28, Kópavogi. 40 ára Axel Hallkell Jóhannesson, Bergstaðastræti 54, Reykjavík. Björn Berg Gunnarsson, Skessugili 15, Akureyri. Einar Geirtryggur Skúlason, Fífuseli 35, Reykjavík. Gunnhildur Grímsdóttir, Miðvangi 141, Hafnarfiröi. Hallgrimur Jökull Jónasson, Bárðarási 17, Hellissandi. Hanna María Ólafsdóttir, Urðarstíg 10, Hafnarfirði. Lllja Þorvaldsdóttir, Glóru 2, Selfossi. Andlát Jón Otti Gíslason lögreglumaður, Rauðageröi 22, lést sunnud. 26.1. Einar Sigurjónsson, fyrrum vegaverkstjóri, Grænumörk 6, Selfossi, lést aö kvöldi þriðjud. 28.1. Gunnþórunn Þorsteinsdóttir, Gauksstööum, Garöi, er látin. Páll M. Guömundsson, Engjahlíð 1, Hafnarfirði, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, föstud. 17.1. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey. Gunnar Hestnes andaðist á Hrafnistu í Reykjavík þriðjud. 28.1. Jarðarfarir Slgríöur Rósa Meyvantsdóttlr, Grensás- ' vegi 60, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstud. 31.1. kl. 10.30. Þórhildur Gunnþórsdóttir verður jarö- sungin frá Fossvogskirkju föstud. 31. 1. kl. 15.00. Hlldur Kristín Jakobsdóttir, Borgarsíðu 12, Akureyri, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju föstud. 31.1. og hefst at- höfnin kl. 13.30. Guömundur Elnar Júlíusson matreiðslu- meistari, Goðheimum 22, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Langholtskirkju föstud. 31.1. kl. 15.00. Jarðarför Jófríöar Margrétar Guðmunds- dóttur, Hrauntungu 40, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju, föstud. 31.1. > kl. 13.30. Séra Björn Sigurbjörnsson, Dambakken 47, 3460 Birkerad, verður jarösunginn frá Christianskirken í Lyngby, Kaup- mannahöfn, laugard. 1.2. Minningar- athöfn um hann veröur í Hallgrímskirkju föstud. 7.2. kl. 15.00. Útför Guömundar Kristjáns Sigurössonar fer fram frá Hafnarkirkju laugard. 1.2. kl. 14.00. Fimmtug Herdís Þórðardóttir starfrækir útgerð og fiskverkun á Akranesi Herdís H. Þórðardóttir, er rekur útgerð og fiskverkun á Akranesi, Bjarkargrund 8, Akranesi, er fimm- tug í dag. Starfsferill Herdís fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi 1970 og sjúkraliðaprófi 1972. Herdís starfaði á Borgarspítalan- um, við Sjúkrahús Akraness og við Sjúkrahús Akureyrar. Hún hefur starfað við útgerð og fiskverkun á Akranesi frá 1988, ásamt eigin- manni sínum. Herdis var varabæjarfulltrúi á Akranesi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1990-94, hefur setið í hafnarstjórn á Akranesi frá 1990, var formaður hafnarstjómar 1994-98 og sat i hafn- arstjórn Grundartangahafnar 1994-98 og 2000-2002. Hún var for- maður sjálfstæðisfélagsins Báru i átta ár og átti sæti í stjóm Land- sambands sjálfstæðiskvenna í fjög- ur ár. Fjölskyida Herdís giftist 1.12.1973 Jóhannesi Sigurði Ólafssyni, f. 18.9. 1948, út- gerðarmanni. Hann er sonur Ólafs Ólafssonar og Lilju Haildórsdóttur á Akranesi. Böm Herdísar og Jóhannesar Sig- urðar em Þórður Már, f. 8.7. 1973, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfé- lagsins Straums, en kona hans er Nanna Björg Lúðvíksdóttir, f. 4.2. 1973, og era böm þeirra Kristófer Orri, f. 13.10.1997, og Herdís Lilja, f. 15.10. 2001; Lára, f. 12.12. 1974, hár- greiðslumeistari en dóttir hennar og Skarphéðins Magnússonar er Svanhildur, f. 22.4. 1998; Ingunn Þóra, f. 16.5. 1981, líkamsræktar- þjálfari; Guðjón, f. 18.7. 1985, nemi. Systkin Herdísar eru Inga Jóna Þórðardóttir, f. 24.9. 1951, viðskipta- fræðingur; Guðjón Þórðarson, f. 14.9. 1955, knattspymuþjálfari. Foreldrar Herdísar eru Þórður Guðjónsson, f. 10.10. 1923, útgerðar- maður og skipstjóri á Akranesi, og Marselía Guðjónsdóttir, f. 11.2. 1924, húsmóðir. Ætt Þórður er sonur Guðjóns, útvegs- bónda á Ökrum á Akranesi, bróður Ragnheiðar, móður knattspymu- kappanna Þórðar Jónssonar og Rík- harðs Jónssonar, fóður Ragnheiöar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ og fyrrv. sunddrottningar, móður Ríkharðs Daðasonar knattspymumanns. Guð- jón var sonur Þórðar, sjómanns á Vegamótum á Akranesi Þórðarson- ar. Móðir Þórðar var Ingiríður, syst- ir Áma, fiskmatsmanns á Akranesi, foður Ingvars og Guðjóns, bifreiða- stjóra á Akranesi. Ingiríður var dóttir Bergþórs, formanns og vefara á Bergþórshvoli á Akranesi Áma- sonar, b. í Stóra-Lambhaga Berg- þórssonar. Móðir Ingiríðar var Ingiríður, systir Bjama, útvegs- bónda á Neðsta-Sýruparti, foður Ástvalds, skipstjóra á Akranesi. Ingiríður var dóttir Jóhannesar, b. á Staðarhöfða Bjarnasonar, b. í Háuhjáleigu Sigurðssonar. Móðir Jóhannesar var Arndís Árnadóttur, systir Kristínar, langömmu Sigríð- ar, móður Gunnars Finnbogasonar skólastjóra og ömmu Bolla Héðins- sonar hagfræðings. Marselía er dóttir Guðjóns, b. á Hreppsendaá i Ólafsfirði Jónssonar, útvegsb. á Ytri-Gunnólfsá í Ólafs- firði Þorsteinssonar, skyldur Há- karla-Jörundi. Móðir Guðjóns var Hólmfríður Bjamadóttir. Móðir Marselíu var Herdís, systir Ástu, móður Regínu, konu Eggerts Gíslasonar skipstjóra. Herdís var dóttir Sigurjóns, b. á Hamri í Stíflu í Skagafirði Ólafssonar, b. á Deplum í Stíflu Guðmundssonar. Móðir Her- dísar var Soffía Reginbaldsdóttir, b. í Nefstaðakoti í Stíflu Jónssonar. Móðir Soffíu var Sigríður Þorkels- dóttir, b. á Húnsstöðum Hinriksson- ar, b. á Auðnum í Ólafsfirði Gísla- sonar. Herdís tekur á móti gestum í Oddfellow-húsinu, Kirkjubraut 54, Akranesi, í kvöld, fóstudaginn 31.1. frá kl. 19.00. Bjarni Heiðar Johansen rekstrarstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi Bjami Heiðar Johan- sen, Fljótstungu, Hvít- ársíðu, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni í Borgamesi, er sextugur í dag. Starfsferill Bjami fæddist á Búð- um í Fáskrúðsfirði og ólst þar upp og í Nes- kaupstað. Hann flutti síðan með foreldrum sínum til Hafnarfjarð- ar. Bjarni lauk búfræðingsprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1961, prófi frá Iþróttaháskólanum í Oller- up á Fjóni í Danmörku 1964, stund- aði nám við Gjövik Ingeniörhög- skole í Noregi frá 1976 og lauk það- an prófi í byggingatæknifræði 1979. Bjami starfaði hjá Ræktunarsam- bandi Borgarfjarðardala 1961-63. Hann stofnaði Þungavinnuvélar Borgarfiarðar, ásamt tveimur Borg- nesingum, 1964, og starfaði þar við jarðýtustjórn til 1970. Þá réðst hann til Vegagerðar ríkisins í Borgamesi þar sem hann starfaði fyrst á skrifstofu og síðan við mælingar til 1976. Að loknu tækni- fræðinámi var hann umdæmistæknifræð- ingur hjá Vegagerð- inni í Borgamesi til 1985 og síðan bæjar- tæknifræðingur hjá Borgamesbæ til 1989. Þá lá leiðin aftur til Noregs þar sem Bjami starfaði sem tækni- fræðingur hjá norsku vegagerðinni í tvö ár. Þegar heim var komið hóf hann aftur störf hjá Vegagerðinni i Borgamesi þar sem hann gegndi stöðu deildarsfióra vinnuflokka til 1995 en þá tók hann við stöðu rekstrarsfióra í Mýra- og Borgar- fiarðarsýslu sem hann gegnir nú. Bjami hefur starfað í Ungmenna- félaginu Skallagrimi, Björgunar- sveitinni Brák, Rauða kross deild Borgarfiarðar, er félagi í Frímúrara- stúkunni Akri, Rotary-klúbbi Borg- amess og Hinu virðulega íslenska Wayfarer-vinafélagi. Fjölskylda Bjami kvæntist 25.11. 1967 Krist- ínu Þorbjörgu Halldórsdóttur, f. 9.3. 1950, rekstrarfræðingi og svæðis- leiðsögumanni. Hún er dóttir Hall- dórs Bjamasonar, f. 20.2.1922 á Upp- sölum í Blönduhlíð, og Guðrúnar Bergþórsdóttur, f. 9.2. 1922 í Fljóts- tungu í Hvítársíðu. Þau skildu. Böm Bjarna og Kristinar em Anna Björk, f. 7.10. 1967, búsett í Ósló en maður hennar er Tómas A. Holton og eiga þau Tómas Heiðar og Bergþóm; Guðrún Harpa, f. 12.6. 1969, búsett i Reykjavík en maður hennar er Erlendur Pálsson og eiga þau Kristínu Maríu og Bjama Magnús; Ragnheiður Lilja, f. 15.2. 1974, búsett á Akureyri, en maður hennar er Axel Aðalgeirsson og eiga þau Aðalgeir og Katrínu; Halldór Heiðar, f. 17.3. 1983, nemi i Reykja- vík. Alsystkin Bjama era Jóhann R., f. 30.3. 1947, bóndi og vélamaður á Skeggjastöðum í Miðfirði; Henry B., 18.6. 1948, d. 9.7. 1950; Jenny, f. 16.9. 1949, meinatæknir í Borgamesi en maður hennar er Bergsveinn Sim- onarson kjötiðnaðarmaður; Henry B., f. 15.6. 1951, rafeindatæknifræð- ingur í Reykjavik, kvæntur Unni Baldvinsdóttur, ljósmóðir og hjúkr- unarfræðingur; Ragnar B., f. 9.6. 1953, ferðaþjónustubóndi á Hörgs- landi, kvæntur Luzviminda T. Olay- var Hálfsystkin Bjama era Karl Geir Arason, f. 9.5. 1959, búsettur í Reykjavík; Hólmfríður Helga Jósefs- dóttir, f. 9.9.1960, skrifstofumaður á Álftanesi en maður hennar er Vem- harður Skarphéðinsson, húsasmíða- meistari. Foreldrar Bjama: Harding Johan- sen, f. 15.9. 1921, í Lofoten í Noregi, d. 6.2. 1992, sjómaður, og Antonía Jóna Bjamadóttir, f. 22.11.1920 á Fá- skrúðsfirði. Þau skildu. Ætt Foreldrar Hardings voru hjónin Johan Edevartsen og Ragíihild Edevartsen, búsett í Gimsöy í Lofot- en í Noregi. Þau eignuðust tíu böm og af þeim er ein systir Hardings á lífi í Noregi. Foreldrar Antoníu vora hjónin Bjami Jónsson stýrimaður og Ragn- heiður Magnúsdóttir frá Eyjólfs- stöðum í Berufirði. Þau eignuðust átta börn og af þeim era fimm á lífi. Bjami er að heiman á afmælisdaginn. Sjötugur Skúli Geirsson bóndi á írafelli í Kjós Skúli Geirsson, bóndi á írafelli í Kjós, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Skúli fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Skúli hefur verið bóndi á Irafelli í Kjós frá 1968. Hin síðari ár hefur hann auk þess starfað í Fóðurafgreiðslu Mjólkurfé- lags Reykjavíkur. Skúli sat í sfióm Búnaðarsam- bands Kjalamesþings í tólf ár og hefur gegnt ýmsum nefndastörfum. Þá hefur hann sungið með Karla- kómum Stefni í Mosfellssveit sl. fimmtán ár. Fjölskylda Skúli kvæntist 6.5. 1967 Hólmfríði Vil- hjálmsdóttur, f. 11.9. 1944, starfsmanni á Sólvangi í Hafnarfirði. Hún er dóttir Vil- lijálms Magnússonar, f. 4.6. 1917, d. 5.5. 2001, og Guðrúnar Þórðar- dóttur, f. 18.8. 1915, d. 11.1. 1998. Böm Skúla og Hólm- fríðar eru Þorbjörg, f. 24.9.1967, gift Sigurði B. Svavarssyni og eru dæt- ur þeirra Dagmar, Hrönn og Iris; Guðrún, f. 17.5. 1970, gift Páli Jó- hannessyni og eru börn þeirra Skúli, Heiðrún Fjóla og Linda Mar- ía. Fóstursynir Skúla og synir Hólm- fríðar era Vilhjálmm* Ámason, f. 24.2. 1963, kvæntur Ylfu Þorsteins- dóttur og era synir þeirra Jökull, Hrólfur og Þorsteinn; Guðmundur Ámason, f. 28.2. 1964, kvæntur Ás- laugu Kjartansdóttur og era böm þeirra Óskar Geir, Eyþór Ingi og Hafdís Birta. Systkin Skúla eru Óttar Geirsson, f. 22.3. 1936, landbúnaðarráðunaut- ur; Sigríður Geirsdóttir, f. 1.7. 1937, fóstra; Geir Sævar Geirsson, f. 20.6. 1944, húsasmíðameistari; Sigurður Jóhann Geirsson, f. 19.2. 1950, raf- virkjameistari. Foreldrar Skúla vora Geir Sig- urðsson, f. 18.5. 1902, d. 14.9. 1982, .bóndi, og Þorbjörg Jóhannsdóttir, f. 9.4. 1910, d. 18.7. 1961, húsfreyja. Skúli og Hólmfríður taka á móti gestum í Slysavamahúsinu, Hjallahrauni 9, Hafnarfirði, laugardaginn 1.2. milli kl. 15.00 og 18.00. Jarðarfarir Hildur Árnadóttir frá Vestur-Sámsstöö- um í Fljótshlíð, til heimilis á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, verður jarðsungin frá Breiða- bólstaðarkirkju í Fljótshlíö laugard. 1.2. kl. 14.00. Óskar Andrésson frá Saurum, Borgar- braut 70, Borgarnesi, veröur jarösung- inn frá Borgarneskirkju laugard. 1.2. kl. 14.00. Guðrún Sveinfríður Jakobsdóttir, Smára- grund 12, Sauðárkróki, veröurjarösung- in frá Sauðárkrókskirkju laugard. 1.2. kl. 13.30. Útför Þórdísar Pálínu Einarsdóttur sem lést á dvalarheimilinu Hulduhiíð, Eski- firði, fer fram frá Eskifjarðarkirkju laug- ard. 1.2. kl. 14.00. Róbert Birklr Vlggósson, Heimahaga 9, Selfossi, verður jarðsunginn frá Reynis- kirkju laugard. 1.2. kl. 14.00. Þórhiidur Björg Kristjánsdóttir, Ketils- braut 5, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugard. 1.2. kl. 14.00. Elín Þórðardóttir, Sæviðarsundi 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hvals- neskirkju laugard. 1.2. kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.