Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 31
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 31 I>V Sport Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., fékk heldur kaldar kveðjur þegar hann mætti á Anfield Road i Liver- pool til þess að fylgjast með viðureign heimamanna og Arsenal fyrr í vik- unni. Þegar stuðningsmenn Liver- pool báru kennsl á Ferguson, er hann gekk I átt að inngangi vallarins, gerðu þeir aðsúg að honum, hreyttu í hann fúkyrðum og stjökuðu' við hon- rnn. Ferguson gerði ekki mikið úr málinu en sjónarvottar sögðu að hann hefði glott viö tönn er stuðn- ingsmenn Rauða hersins réðust að honum. Meira af Ferguson Það þótti kald- hæðnislegt að stuðningsmenn Man. Utd. skyldu velja Jaap Stam i draumalið þeirra leikmanna sem hafa leikið undir hans stjóm hjá fé- laginu. Eins og mörgum er í fersku minni ákvað Ferguson að losa sig við Hollendinginn vegna ummæla í ævi- sögu Stams sem féllu Skotanum ekki í geð. Það kom mörgum á óvart aö Stam skyldi hafa verið tekinn fram yfir Steve Bruce í aöra miðvarðar- stöðuna, en Gary Pallister var valinn í hina. Aðrir sem voru í liöinu voru Gary Neville sem hægri bakvörður. Mikael Silvester var frekar óvænt í stöðu vinstri bakvarðar sem Denis Irwin átti í mörg ár. David Beckham, Ryan Giggs, Roy Keane og Paul Scholes voru miðjumennimir og Ruud Van Nistelrooy og Eric Cant- ona sóknarmenn. Margir söknuðu þess aö sjá Bryan Robson ekki í þessu liði en Ferguson hefur oftar en ekki talað um Robson sem einn besta leik- mann sem hann hafi stjómað. Terry Venables, stjóri Leeds, var ekki par sáttur við þá ákvörðun stjórnar Leeds að selja Jonathan Woodgate í gær og um leið og kaupin gengu í gegn fóm af stað sögusagnir um að Venables hygðist segja starfi sínu lausu. Peter Ridsdale, stjómar- formaður Leeds, hitti Terry Venables á fundi í gær, eftir að kaupin höfðu gengið í gegn, og sagði að honum loknum að Venables væri fjarri því aö vera sáttur við stöðuna en hann hefði þó sagt að hann myndi halda starfinu áfram. Hversu lengi i viðbót sagði Ridsdale erfitt að segja en margir hafa túlkað þau orð á þann veg að Venables hverfi á brott fyrr frekar en síðar. Slóvakiski landsliðsmaóurinn Vratislav Gresko hefur verið lánaður frá Parma til Blackbum út þessa leik- tíð. „Vratislav var hjá okkur í dag og það er búið að ganga frá öllum papp- írum. Það er mikil tilhlökkun hjá honum að hitta hina strákana í hópn- um. Þetta er öflugur leikmaður og við gerum miklar væntingar til hans,“ sagði John Williams, stjórnarmaður hjá Blackbum. Gresko gekk til liðs við Parma fyrir þessa leiktíð en hefur engan veginn staðið imdir vænting- um og Iltiö fengið að spila. Gresko getur leikið bæði í vöm og á miðju og hefur áður veriö á mála hjá Inter Mil- an og Bayer Leverkusen. -HBG Woodgate til Newcastle Stjórn Leeds United ákvaö í gær að taka 9 milljón punda til- boði Newcastle í Jonathan Woodgate. Stjómin fundaði allan gærdaginn um málið og að lok- um ákvað hún að taka tilboðinu þar sem henni fannst það skyn- samlegt. „Við höfum tekið þessa ákvörðun með langtímahags- muni Leeds United í huga,“ sagði Peter Ridsdale, stjómarfor- maður Leeds, en fréttimar féllu í grýttan jarðveg hjá stuðnings- mönnum félagsins sem sáu á eft- ir Robbie Fowler til Man. City fyrr í vikunni. Samkvæmt frétt- um frá Bretlandi þarf Leeds að standa skil á 10 milljón punda skuld fyrir mars og þar sem þeir fengu aðeins 3 milljónir punda fyrir Fowler við undirskrift og ekki tókst að selja Seth Johnson til Middlesbrough var stjóm Leeds sá einn kostur nauðugur að selja Woodgate. Hann er sjötta stjaman sem yfirgefur fé- lagið frá því i ágúst síðastliðnum en hinir eru Rio Ferdinand, Robbie Keane, Olivier Dacourt, Lee Bowyer og Robbie Fowler. -HBG Arnar laus frá Dundee Utd - er samningslaus og verður væntanlega án félags fram á vor Knattspymumaðurinn Arnar Gunnlaugsson er laus allra mála hjá skoska knattspymufélaginu Dundee Utd en hann gerði starfslokasamn- ing við félagið síðastliðinn fostudag. „Þetta var orðið hálftilgangslaust þannig að það var best fyrir alla að- ila að ég fengi mig lausan frá félag- inu,“ sagði Arnar í samtali við DV- Sport í gær. Þrátt fyrir að vera samningslaus er ekki vist að hann geti gengið til liðs við hvaða félag sem er fyrir helgi. „Samkvæmt nýju FIFA-reglunum held ég að ég komist ekkert að hjá neinu öðru félagi nema í Skotlandi. Það má víst ekki skipta á milli knattspymusambanda oftar en etnu sinni á tímabili. Þar sem ég skipti frá enska sambandinu yfir í það skoska í ágúst þá eru mér allar dyr utan Skotlands lokaðar,“ sagði Am- ar, en hann ætlar ekki að taka þessu þegjandi. „Mér finnst það hálffáránlegt að verið sé að meina mönnum að sækja um vinnu þannig að ég er að láta athuga málið frekar fyrir mig,“ sagði Arnar, en hann æfir þessa dagana einn og segir að ef ekkert komi út úr málinu sé hann á leið heim því hann geti þá ekkert gert í sínum málum fyrr en næsta sumar. Hann segist ætla að æfa með ein- hverju íslensku félagi á meðan en þegar markaðurinn opnast á ný næsta sumar verður stefnt að þvi að komast utan á nýjan leik. „Ég hef mikinn áhuga á því að komast aftur til Englands en ég get ekki gert það aftur fyrr en í maí. Ég stefni að því að komast til Englands þegar næsta undirbúningstímabil hefst og reyna mig hjá einhverjum félögum," sagði Amar og bætti við að ekki væri líklegt að hann léki hér á landi næsta sumar og hann hefði ekki heldur áhuga á að kom- ast að hjá öðru skosku félagi. Arnar ætlar að vera áfram úti í Skotlandi á meðan verið er að kanna hvort þessar reglur standast. Hann telur að samningslausir leik- menn geti fengið undanþágu frá þessari reglu en ekki hefur verið látið láta reyna á það. Arnar gekk til liðs við Dundee fyrir þetta tímabil en fékk aðeins að taka þátt í 7 leikjum hjá félaginu og tókst ekki að skora. -HBG Framtíö Stefáns Gíslasonar að skýrast: Annaðhvort i Keflavík eða FH Það er nú orðið ljóst að knatt- spymumaðurinn Stefán Gíslason kemur til með að spila í búningi FH eða Keflavíkur næsta sumar. Stefán æfði með Keflvíkingum fyrst eftir að hann kom heim frá Austurríki. Hann hefur síðan verið að þreifa fyrir sér undanfarið og til að mynda mætt á tvær æfmgar hjá Fylkismönnum, þar sem bróðir hans Valur Fannar leikur, og í vik- unni fór hann svo á æfingu hjá FH-ingum. FH-ingmn leist vel á Stefán og hafa þeir ákveðið að bjóða honum samning og samkvæmt heimildum DV-Sport þá mun Stefán ræða við þá í dag. Sama er upp á teningnum hjá Keflvíkingum sem vilja ólmir fá Stefán til liðs við sig en mikill metn- aður er hjá Keflvíkingum að komast aftur upp I efstu deild strax næsta sumar. Stefán hyggst einnig hitta Keflvíkinga í dag og í samtali við DV-Sport sagðist Stefán ekki hafa gert upp hug sinn. Báðir möguleik- ar væru spennandi og það myndi væntanlega ekki ráðast fyrr en um helgina hvort hann gengi til liðs við FH-inga eða Keflvíkinga. Sama hvort liðið verður ofan á þá hefur Stefán i hyggju að gera aðeins eins árs samning þar sem metnaður hans stefnir til útlanda á nýjan leik en hann hefur leikið með Arsenal, Strömsgodset og Grazer AK, sem vildi fá Hauk Inga Guðnason til liðs við sig, sem atvinnumaður. -HBG Haukur fer ekki utan Landsliðsmaðurinn Haukur Ingi Guðnason mun ekki ganga til liðs við austurríska félagið Grazer AK fyrir sumarið þar sem því tókst ekki að losna við júgóslavneskan leikmann félags- ins til Úkraínu sem var forsenda kaupanna á Hauki Inga. Haukur sagði i samtali við DV-Sport i gær að málið væri engu að síður ekki dautt og að væntanlega yrði þráðurinn tekinn upp að nýju næsta sumar. Það er því lítið annað i spilunum hjá Hauki Inga en að leika hér heima næsta sumar en það verður þó ekki með Keflvíkingum í 1. deildinni. Fjölmörg SímadeOdarfélög hafa sýnt honum áhuga og Keflvík- ingar munu ekki leggja stein í götu Hauks Inga þótt þeir komi til með að krefjast greiðslu fyrir hann þar sem hann er samnings- bundinn félaginu út þetta sumar. Samkvæmt heimíldum DV- Sports hafa Fylkismenn og Grindvíkingar mikinn áhuga á Hauki Inga. -HBG Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur sker upp herör gegn neyslu fikniefna: Allir leikmenn 13 ára og eldri lyfjaprófaðir - ætlunin að kveða niður sögusagnir um vímuefnanotkun iðkenda Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og aðalstjórn Ung- mennafélags Njarðvikur hafa ákveðið að framkvæma lyíjapróf á öllum körfuknattleiksmönnum, 13 ára og eldri, bæði í karla- og kvennaflokki. Um er að ræða rúm- lega eitt hundrað sýni sem tekin verða á næstu vikum og mun kostn- aðurinn nema á bilinu 50-60 þúsund kr. Prufurnar eru gerðar til að finna hvort viðkomandi hafi neytt kanna- bisefna, auk þess sem inn á milli verður einnig leitað sterkari efna, s.s. amfetamíns og skyldra efna. Um er að ræða þvagprufur. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur bar þetta mál undir formann Körfuknattleikssambands íslands sem hefur lagt blessun sína yfir að- gerðina. Sögusagnir Hafsteinn Hilmarsson, formaður KörfuknattleiksdeOdar Njarðvíkur, segir ástæðuna fyrir þessari ákvörð- un vera sögusagnir og umræða um vímuefnanotkun íþróttamanna sem sé orðin æði hávær. „Þar sem við vOjum ekki að starfsemi okkar sé bendluð við tikniefni eða annað slíkt vOdum við fara út í að fram- kvæma prófanir sem þessar og ef aOir reynast hreinir getum við blás- ið á þessar ásakanir, að minnsta kosti hvað okkar fólk varðar. Ef ekki þá tökum við á þeim málum. Þeim aðilum sem hugsanlega, en vonandi ekki, mælast myndum við reyna að hjálpa í þeim vanda,“ sagði Hafsteinn í samtali við DV- Sport. „Veikari" efni Hann segir að þessar sögusagnir hafl ekki beinst sérstaklega að iðk- endum i körfuknattleik hjá Njarð- vík. Þær beinast að iðkendum bæði í Keflavík og Njarðvík. „Við erum að þessu í forvarnarskyni, auk þess að opna dálítið fyrir umræðu um þessi málefni." Hafsteinn segir að fyrst og fremst sé verið að tala um svoköOuð veik- ari efni í þessu sambandi. Gert er ráð fyrir að aOir iðkendur, 13 ára og eldri, verði prófaðir í það minnsta einu sinni, en auk þess verða tekin fleiri próf af handahófi og án frekari viðvarana. Eins og áður sagði er talsverður kostnaður þessu fylgjandi en Haf- steinn segir að stjórn Ungmennafé- lagsins hafi faOist á að taka þátt í kostnaðinum. Hann segir að stjórn- in hafi verið mjög ánægð með þetta frumkvæði körfuknatOeiksdeildar- innar. Jákvæð viðbrögð Stjórn deildarinnar sendi bréf til allra foreldra barna, yngri en 18 ára, þar sem þetta var tOkynnt, og í bréfinu voru foreldrar beðnir um að hafa samband viö þjálfara viðkom- andi flokks ef þeir hefðu eitthvað við þessa aðgerð að athuga og segir Hafsteinn að einu viðbrögðin sem hafi borist hafi verið jákvæð. Hvað leikmenn meistaraflokks fé- lagsins varðar þá var fundað með þeim sérstaklega þar sem þeim var gerð grein fyrir því að þetta yrði framkvæmt án frekari viðvarana og segir Hafsteinn að leikmenn hafi ekki gert neinar athugasemdir. Ekki áhyggjufullur Varðandi niðurstöður segir Haf- steinn að hann hafi ekki neinar áhyggjur. „Ef eitthvað mæhst í ein- hverjum einstaklingi þá tökum við á því. Það er ljóst að ef einhver mælist jákvæður þá leikur hann ekki með félaginu fyrr en búið er að finna úrræði handa honum eða hann hefur sannað að hann sé frír af þessum efnum. Ástæðan fyrir því að við fórum út í þessar aðgerðir eru að við viljum ekki að þessi efni finnist innan okkar raða og einnig er erfitt að sitja undir sögusögnum sem þessum. Það er líka gott ef ein- hver er að neyta þessara efna að geta stuðlað að því að viðkomandi hætti því,“ segir Hafsteinn Hilmars- son að lokum. Eftir því sem að DV-Sport kemst næst hefur lyfjapróf með þessum hætti ekki verið gert áður hér á landi hjá íþróttafélagi. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.