Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 H A N D B O cacD 0 p®Bfö®®aDi/ I>V „Við erum að tala um slag um sæti í undanúrslitum, við töpuðum hon- um og auðvitað er ég sár. Því miður tókst þetta ekki en úr því sem komið er þýðir ekkert annað en að stefna að fimmta sætinu. Ég get ekki svarað því svona strax eftir leik hvað fór úr- skeiðis í vamarleiknum. Vörnin var ekki nógu hreyfanleg á miðjunni og of sein að negla þá. Þeir fengu fríu Við stefnum á fimmta sætið - segir Guöjón Valur Sigurösson skotin sín og þeir eru hvað hættuleg- astir í því,“ sagði Guðjón Valur Sig- urðsson eftir leikinn. „Við förum í hvem einasta leik til að vinna og úr þessu stefnum við á fimmta sætið. Mér er alveg sama hverjir andstæðingamir verða, við stefnum að því að vinna og það er eins gott að það takist,“ sagði Guðjón Valur. -JKS Stefán og Gunnar ofariega í einkunnagjöf Stefán Amaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu i gær viður- eign Þjóðverja og Júgóslava í milliriðli heimsmeistaramótsins í handknattleik en viðureign þjóðanna fór fram í Paova de Vazrim. Liðin gerðu jafnetfli, 31-31, og tryggðu þessi úrslit Þjóðverjum sæti í undanúrslit- um keppninnar í Lissabon um helgina. Stefán Amaldsson sagöi í sam- tali við DV að þeim félögum heföi gengið vel dómgæslan í leiknum en þetta hafi ekki verið neinn smáræðisleikur að dæma. „Okkur hefur gengið vel í keppninni og við liggjum ofar- lega í einkunnum en fyrir þenn- an leik vomm við í þriðja sæti eftir frammistöðumati sem unn- ið er eftir. Við gerðum okkur áætlun fyrir mótið og hún hefur staðist í meginatriðum," sagði Stefán Amaldsson. Hann sagðist ekki vita framhald þeirra í keppninni en það ræöst nokkuð af því hvað íslenska liðið kemst í mótinu. Eftir leikina í gærkvöld settist dómaranefndin niður og eftir fund hennar var dómarapörum fækkað um fjögur og átta pör eft- ir sem dæma í Lissabon um helg- ina. Ákvörðun nefndarinnar lá ekki fyrir fyrr en í nótt og er ekki vitað hvort Stefán og Við- ar dæma um helgina eða hvort þeir hafa verið í hópnum sem fækkað var í. -JKS Sár vonbrigði - þegar íslenska liöiö missti af sæti í undanúrslitum með tapi gegn Spánverjum íslendingar voru vom ekki langt frá því að tryggja sér sæti í undan- úrslitum á heimsmeistaramóti í handknattleik í fyrsta skipti þegar þeir töpuðu fyrir Spánverjum, 32-31, í hreinum úrslitaleik um það hvor þjóðin kæmist í leik um verð- launasæti í mótinu. íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leik- inn og voru Spánverjum alltaf skrefinu á undan og fór að vonum mikil orka í að vinna upp 2-4 marka forskot. Það tókst að vísu í nokkur skipti en Spánverjar voru alltaf með yfirhöndina. Eins og vit- að var fyrir leikinn þurfti íslenska liöiö á stórleik að halda til að eiga möguleika gegn þessu fimasterka liði Spánverja. Það gekk ekki eftir því liðið var stóran hluta leiksins ekki leika eins og það getur best og þegar litið er yfir leikinn i heild var með ólíkindum hvað liðinu tókst þó a hanga í Spánverjunum. Markmið Islendinga er ekki runnið út í sandinn því það var að tryggja liðinu sæti á Ólympíuleik- unum í Aþenu á næsta ári. Samt sem áður er afar sárt að horfa upp á sæti um verðlaun renna sér úr greipum. Það var eins og herslu- muninn vantaði að komast fram úr Spánverjunum en liðið stóðst ekki álagið og því fór sem fór. Nú fara í hönd tveir leikir um helgina í Lissabon sem skera úr um hvort markmið liðsins næst. íslendingar leika við Rússa á laugardag og eft- ir þann leik kemur í ljós um hvaða sæti liðið leikur í keppni sem er um 5.-8. sæti. Vömin náði sér alls ekki á strik í fyrri hálfleik og fyrir aftan hana náði Guðmundur Hrafnkelsson ekki að verja eitt einasta skot og var skipt út af eftir 13 mínútna leik. Roland Eradze fór i mikið stuð og óx ásmegin eftir því sem á leik- inn leið. Sóknarleikurinn gekk vel og þar fór Ólafur Stefánsson fyrir sínu liði og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum liðsins. Eins og aðr- ir leikir gegn sterkum liðum var leikurinn mjög hraður og var eins og vörnin hjá íslenska liðinu næði ekki taktinum um miðbik hans. Fyrir þennan leka tókst aldrei að loka í fyrri háifleiknum. Ofan á þetta allt saman voru leikmenn af- ar mistækir og missti Patrekur Jó- hannesson boltann þrívegis og fór Ula að ráði sínu í einu upplögðu tækifæri. Svona mistök telja þegar upp er staðið og fleiri voru að gera mistök og það kom í veg fyrir að íslenska liðinu tækist að ná yfir- höndinni í leiknum. í síðari hálfleik náði liðið að leika betri vöm og mikil spenna hélst í leiknum og eins og áður vantaði einhvem neista til að ná yfirhöndinni. Róbert Sighvatsson skoraði af línunni og jafnaði leik- inn, 25-25, og í kjölfarið misstu Spánverjar mann út af i tvær mín- útur. Það var á þessum tímapunkti sem Islendingum var færður sigur upp í hendurnar. Liðið fékk mögu- leika einum fleiri að komast yfir og slá Spánverja út af laginu en þeir brotna þegar minnsta mótlæti kem- ur upp. Þess í stað einum fleiri tókst liðinu ekki að skora mark heldur skora Spánverjar tvö mörk. Liðið var mjög mistækt á þessum kafla og Spánverjar komust fjórum mörkum yfir, 30-26. íslendingar klóruðu aðeins í bakkann undir lokin en það var um seinan og Spánverjar fognuðu þvi vel og inni- lega sætinu í undanúrslitum keppninnar. Það kom bersýnilega ljós í þess- um leik að íslenska liðið má alls ekki við því að missa Ólaf Stefáns- son út í sókninni eins og gerðist i þessum leik. Það hvílir mikil ábyrgð á honum í sókninni og kraftar hans virtust úti á köflum. Hann skoraði 14. mark íslendinga og komst ekki síðan aftur á blað fyrr en í 27. markinu þegar hann skoraði úr vítakasti. Það væri í lagi að Ólafur dytti út ef aðrir kæmu inn í staðinn en því miður gerðist það ekki í þessum leik. Dagur Sig- urðsson náði ekki að fylgja eftir stórleik sínum gegn Pólverjum dag- inn áður og munar heldur betur um það. Þegar öllu er á botninn hvolft mætti íslenska liðið ofjörlum sínum en vamarleikurinn sem allt snýst um var ekki að virka sem skyldi. Ýmsir aðrir þættir urðu þess einnig valdandi hvernig fór. Nokkrir lykil- menn eru ekki að skila sínu, eins og Dagur og Patrekur, og Sigfús Sig- urðsson sýndi ekki heldur almenni- lega hvaö í honum býr. Sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki sé kominn tími til að Roland Eradze fái að byrja i ís- lenska markinu. Guðmundur Hrafnkelsson hefur ekki náð sér á strik í síðustu tveimur leikjum og hefur Rolcmd komið inn og varið af prýði. Roland á að fá tækifærið en hann er með frammistöðu sinni besti kostur fyrir liðið. Það er að mörgu leyti fyrir markvörslu Rol- ands sem íslenska liðið náði að komast inn í leikinn að nýju í síð- ari hálfleik. Úr því sem komið er þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði. Nú er sæti á ólympíuleikum í boði og það vinnst ekki átakalaust um helgina. Móherjarnir eru mjög sterk- ir og þeir stefna að sama markmiði. Það verður öruggiega ekki létt verk að rifa sig upp en nú reynir á mann- skapinn að gera það og tryggja liðinu sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári. Það býr orka og styrkur í þessu liði og hann verður að knýja fram með öllum hætti í leikjunum tveim- ur um helgina. ALLTUMHMÍ HANDBOL TA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.