Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 J>V Fréttir Mál manns sem varð öryrki af völdum asbestmengunar eftir 40 ár starf í Áburðarverksmiðjunni: Stuttar fréttir Dánarbúi dæmdar 1,2 milljónir í skaðabætur - fordæmi fyrir fólk, haldið asbestmengun Áburðarverksmiðjan í Gufunesi hefur verið dæmd til að greiða dán- arbúi manns sem varð öryrki af völdum asbestmengunar í verk- smiðjunni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Hann Íést í fyrra, 76 ára, en hafði síðustu misserin sem hann lifði farið fram á 11,5 milljón- ir í bætur vegna tjóns sem hann varð fyrir á 40 ára starfsferli í Áburðarverksmiðjunni. „Þetta er stefnumarkandi dómur á sínu sviði, enda í fyrsta skipti hér á landi sem vinnuveitandi er dæmd- ur til að greiða starfsmanni skaða- bætur vegna tjóns sem rakið er til asbestmengunar," sagði Kristján B. Thorlacius, lögmaður mannsins, við DV. „Ég tel mjög líklegt að dómur- inn muni hafa fordæmisgildi fyrir þá sem orðið hafa fyrir asbestmeng- un við vinnu sína á undanfómum árum eða áratugum, enda asbest víða verið notað hér á landi.“ Kristján segir að ekki sé víst að fólk átti sig alltaf á að það hafi orð- ið fyrir asbestmengun og hafi ein- kenni vegna hennar. „Umbjóðandi minn var t.d. í 20 ár talinn vera með mæði og önnur einkenni vegna hjartasjúkdóms en reyndist svo vera með asbest í lungurn." Frá árinu 1982 haföi maöurinn verið meðhöndlaður sem hjartasjúk- lingur. Það var ekki fyrr en hann fór til lungnasérfræðings árið 1999, læknis sem nýkominn var frá Bandaríkjunum, sem hann greindist með réttan sjúkdóm, það er lungna- sjúkdóm sem stafaði af asbestmeng- un úr Áburðarverksmiðjunni. Ef að hefði... 1 dóminum kemur í raun fram að hefði maðurinn ekki látist á meðan mál hans var rekið fyrir dómi hefði útreikningur bóta verið grundvall- aður á varanlegri örorku. Því verði hún ekki grundvölluð á útreikning- um tryggingafræðinga sem lágu fyr- ir í dómsmálinu. Héraðsdómur segir að ráða megi að maðurinn hafi orðið fyrir mikl- um þjáningum af völdum sjúkdóms síns eftir árið 1992. Sjúkdómurinn hafi á ýmsan hátt raskað högum hans eftir að hann komst á eftir- laun. Hann hafi þurft að nota súr- efni heima og á ferðalögum. Hann hafi mæðst mjög á göngu og átt erfitt með aö ganga upp stiga. „Fallast má á að öndunarerfið- leikar stefnanda vegna asbestsjúk- dóma hafi valdið honum verulegum miska síðustu 10 æviár hans,“ sagði dómurinn sem byggði niðurstöð- una, að dæma Áburðarverksmiðj- una til að greiða dánarbúi manns- ins 1,2 milljónir, á miskaþætti. -Ótt Afkoma Bakkavarar Group hf.: Ríflega 2,1 millj- arður í hagnað Hagnaður Bakkavarar Group fyr- ir skatta á árinu 2002 var rúmlegar 2,1 milljarður króna. Þetta er 296% aukning hagnaðar milli ára, en hagnaður félagsins fyrir skatta árið 2001 var 533 milljónir króna. Er þetta langbesta afkoma félagsins frá upphafi. Rekstrartekjur félagsins jukust um 200%, eða úr 6.114 milljónum króna í 18.286 milljónir króna. Þá jókst veltufé frá 616 milljónum króna árið 2001 í 2.089 milljónir króna árið 2002, eða um 239%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) var 3.120 millj- ónir króna og jókst um 233% milli ára. -HKr. London í mars #1 Fótboltafár! Knattspyrnuvellir Englands iða af lífi í mars. Lág fargjöld lceland Express gera þér kleift að skreppa og standa með þínum mönnum. Kannaðu stöðuna, á Poðstólum verða m.a. leikir Tottenham-Liverpool, Arsenal-Roma og Chelsea-Man.City. Þú gætir einnig hoppað upp í lestina og séð Man. Utd. taka á móti Leedsl www.soccernet.com www.ticketmaster.co.uk íra ■ 1 h báðar leiðir með flugvallarsköttum DVA1YND GVA Skálað í kínversku hrísgrjónavíni á þorrablóti pottfélaga Steingrímur Hermannsson, fyrrum forsætisráöherra, skenkir hér af kínversku hrísgrjónavíni á þorrablóti nokkurra fétaga í heita pottinum viö Laugardals- laug. Þorrablótiö er oröinn fastur liöur í lífi þeirra félaga. Sömu sögu er aö segja af hrísgrjónavíninu góöa. Upphafiö má rekja til þess tíma er Steingrím- ur var forsætisráöherra. í heimsókn til Kína fékk hann gefins einn kassa af þarlendu hrísgrjónavíni. Tók hann síöan upp þann siö aö skenkja af birgöun- um á þorrablótum félaganna. Eftir aö brigöirnar þraut hefur Steingrímur samt haldiö uppteknum hætti og útvegaö sérstaklega hrísgrjónavíniö frá Kína til aö brjóta ekki þessa merkilegu hefö. Sjóntækjafræðingar í áralangri baráttu við kerfið: Fá ekki viðurkenn- ingu á sínu fagi - ætla samt að hefja sjónmælingar á mánudag Félag íslenskra sjóntækjafræð- inga mun á mánudag styðja félags- menn sína í að hefja sjónmælingar á stofum sínum þrátt fyrir að hafa ekki fengið viðurkenningu með lög- um á að þeim sé það heimilt. Sjón- tækjafræðingar hafa árum saman barist fyrir þessum rétti sínum sem viöurkenndur er í flestum Evrópu- ríkjum utan íslands. Hérlendis hef- ur einungis menntuðum augnlækn- um veriö heimilt að stunda slikar mælingar. Dögg Pálsdóttir hrl. er lögfræð- ingur Sjóntækjafélagsins og hefur hún gert samantekt á stöðu þessara mála í sögulegu samhengi sem birt er á nýjum vef félagsins, optiker.is. Þá hefur Dögg skoðað réttarstöðu sjóntækjafræðinga gagnvart ávísun á sjónhjálpartæki. Setning laga um sjóntækjafræðtnga nr. 17/1984 tókst ekki fyrr en í þriðju tilraun. Tvívegis dagaði uppi frumvörp til laga um gleraugnafræðinga og sjón- fræðinga 1976 og 1977. í bæði skipt- in fengu frumvörpin ekki brautar- gengi, væntanlega vegna ákvæða þeirra um að sjónfræðingar gætu starfað eftir eigin sjónlagsmæling- um á sjúklingi, með ákveðnum tak- mörkunum þó. Segir Dögg að svo virðist sem augnlæknar hafi beitt sér gegn þessum ákvæðum og að það hafi stöðvað frumvörpin í bæði skiptin. Kristinn Kristinsson, stjórnar- maður í Félagi íslenskra sjóntækja- fræðinga, segir að þar á bæ séu menn orðnir langþreyttir á sinnu- leysi yfirvalda gagnvart umleitun sjóntækjafræðinga. Ekki verði beð- iö lengur og því muni sjóntækja- fræðingar hefja mælingar á mánu- dag hvað sem löggjöf líöur. -HKr. Magnús Þór leiðir listann í sjö efstu sætun- um á lista Frjáls- lynda flokksins I Suðurkjördæmi fyrir komandi al- þingiskosningar eru: Magnús Þór Haf- steinsson, fiski- fræðingur, búfræðingur og frétta- maður, Akranesi; Grétar Mar Jóns- son skipstjóri, Sandgerði; Amdís Ásta Gestsdóttir leikskólakennari, Selfossi; Hanna Birna Jóhannsdótt- ir stuðningsfulltrúi, Vestmannaeyj- um; Stefán Brandur Jónsson raf- virkjameistari, Höfn í Hornafírði; Kristin María Birgisdóttir nemi, Grindavík, og Benóný Jónsson líf- fræðingur, Hvolsvelli. Vaðlaheiöargöng Bæjarráð Akureyrar hefur sam- þykkt að bærinn tæki þátt í stofn- un undirbúningsfélags vegna fyrir- hugaðra Vaðlaheiðarganga. Óskað er eftir að bæjarráð taki afstöðu til stofnunar undirbúningsfélags með aðild allra sveitarfélaga á svæðinu og nokkurra lykilfyrirtækja.Umboð bæjarstjóra felur í sér heimild til að skrá Akureyrarbæ fyrir hlutafé í félaginu. Árekstrahrina í háiku Um 30 árekstrar urðu í Reykja- vík í gær en engin alvarleg slys á fólki. Starfsmenn Reykjavíkurborg- ar voru að saltbera i allan gærdag en vegna þess að hitastig sveiflað- ist stundum niður fyrir frostmark- ið myndaðist stöðugt ný svell- himna á götunum. Gera má ráð fyrir að í einhverjum tilvikum hafi bifreiðar verið á sumardekkjum. Nokkrir árekstrar urðu einnig á Akureyri í gærdag og gærkvöld af sömu ástæðu. Undrandi ráðherra Iðnaðarráðherra, Valgerður Sverris- dóttir, segir að það veki upp spuming- ar af hverju Lands- virkjun hafl ekki komið auga á möguleikann á því aö ráðast í fram- kvæmdir við Norðlingaölduveitu án þess að skerða friðlandið. Iðnað- arráðherra segir tillögu setts um- hverfisráðherra, Jóns Kristjánsson- ar, afar mikilvæga út frá umhverf- issjónarmiðum. Framleiðsluauking Gúmmívinnslan á Akureyri jók framleiðslu sína á stálbobbingum um 40% á síðasta ári og það sem af er þessu ári hefur salan tvöfaldast. Metár hjá Tanga Á síðasta ári tók Tangi á Vopna- flrði á móti meiri uppsjávarafla en nokkum tíma áður eða samtals 83.915 tonnum. Þar af fóru 6.600 tonn af síld og loðnu tO frystingar. Kraftlyftingamót íslandsmeistaramót Kraftlyft- ingasambands íslands verður hald- ið í dag í sýningarsal B&L á Grjót- hálsi. Gert er ráð fyrir miklum átökum og spennu á þessu fyrsta kraftlyftingamóti ársins, en að sögn mótshaldara stefnir Magnús Ver að nýju íslandsmeti, eða 260 kg. Mótið stendur frá kl. 14 til 16 og er öllum opið. -GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.