Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 22
22
Helgarblað DV LAUGARDAGUR I. FEBRÚAR 2003
... kíkt í snyrtibudduna
*
Edda Björq Eyjólfsdóttir leikkona i/ill
snyrtivörur sem hægt er að nota á marga
vegu, eru fljótleqar ínotkun og kosta
ekki mikið. Um þessar mundir leikur
Edda í tveimur verkum íBorqarleikhús-
inu og kennir hjá Stúdentaleikhúsinu en
mun bráðlega leggja allt til hliðar þar
sem hún á von á barni ílok mars.
Frískleg útivera í kinnamar
„Þetta er Mac kinnalitur sem heitir Well
Dressed Satin og er til að fá rósalit í kinnarnar.
Ég kann mjög vel við þessar Mac-vörur en þær fást
ekki á íslandi. Ég er alltaf að bíða eftir þeim en
hef nálgast þær bæði í Ameriku og Evrópu.
Sambærilegur litur sem fæst hér heima væri
Barely Rose frá Face. Það er mjög sniðugt krem
sem ég hef haft í langan tíma og ber á varirnar, kinnarnar,
augun og þá fær maður svona frísklega útiveru í kinnarnar.“
Tvcggja hæða púður
„Ég var að fá þetta púður sem er mjög mikil
uppgötvun fyrir mig af því loksins fann ég alveg
frábæran lit. Það er frá La Prairie og heitir Baige
Dore. Það er með spegli og sér hæð fyrir púðann.
Ég nota ekki meik, en mér finnst gott að geta látið
á mig svona fast púður því það er fljótlegra. Hafa allt
ftjótlegt, það er stefnan. La Prairie er þó heldur dýrt en
það er besta púður sem ég hef prófað.“
Malt frá Mac eða Nepal frá Narsh
Þetta er mattur augnskuggi sem heitir Malt og er frá Mac.
Hann myndar náttúrulega skyggingu og er hægt að nota
hversdagslega. Það er einhver galdur í því að mála sig og
vera náttúrulegur. Ég fann annan sambærilegan lit
hérna heima frá Narsh sem heitir Nepal en
hann er aðeins meira sanseraður."
Margnota augnskuggi
„Ég er með annan Mac augnskugga sem er
miklu uppáhaldi hjá mér. Hann heitir Nylon og er
mjög sanseraður. Hann getur í raun farið hvar
sem er. Mér finnst það einmitt skemmtilegt að
finna vörur sem hægt er að nota á marga staði,
varir, kinnar, augu. Það er sparnaður í því.“
Rúsínulitað gloss
„Svo er ég með eitt gloss sem er rús-
ínulitað og heitir Raisin, nr. 23 frá
Lancöme, Juicy Tupes. Ef maður set-
ur það á sig dreifist glossið mjög vel og
varirnar verða með sínum eðlilega lit. Annars er hægt að
stjórna því með því að láta minna eða meira af glossinu á sig. Það dreif-
ist líka af sjálfu sér og maður þarf ekki að hafa fyrir neinu, ekki neinn
varablýant eöa neitt. Annars er AD „rassabossakremið" mjög gott af því
maður er alltaf með varaþurrk núna. Varablýantur og AD krem og þá
er maður tilbúinn."
Fyrir þærsem hafa gefist upp á að svitna ílíkamsræktinni eftir jólin
er nú komin ný leið íbaráttunni við aukakílóin sem krefst lítillar
sem engrar fyrirhafnar. Þetta hljómar kannski ótrúleqa en á
gardar.com og femin.is er hægt að panta geisladiskinn „Losnað við
kílóin“ en með þvíað hlusta reglulega á að vera hægt að ná kjör-
þynqdinni fyrir fullt og allt.
Megrun og máttur
hugans
Geisladiskurinn byggist á samvirkni tónlistar og
slökunaræfinga ásamt sérstakri leiðsögn. Markmiðið
er að breyta viðhorfi hlustandans með þvi að endur-
mennta undirmeðvitundina þannig að hann tileinki
sér þann lifsstil sem verið er aö vinna með. Á bak við
gerð og útgáfu „Losnað við kilóin" standa
þau Garðar Garðarsson og Signý Haf-
steinsdóttir. Garðar fór til
Bandaríkjanna árið 1988 og
læröi aðferðafræði sem
byggist á dáleiðslu,
sálfræði, málvísind-
um og tölvukerfis-
fræði. Signý tók
saman allt efnið se:
Garðar hafði skr
niður í gegnum ái
kom því yfir á geisla
diska.
Breyting að
innan
Garðar segir að
geisladiskamir bygg-
ist allir á sömu aðferð.
„Það er slökunin til að
auka aðgang að undir-
meðvitundinni, síöan
eru ákveðnar staðhæf-
ingar og myndlíkingar
sem tengjast því tiltekna markmiði sem viðkomandi er
að vinna með og svo vöknun. Þvi oftar sem hlustað er
færist viðkomandi nær markmiði sínu.“
Signý og Garðar viðurkenna að það geti hljómað
ótrúlega að grennast við að hlusta á geisladisk en
Signý segir fljótt: „í rauninni er þetta samt ekkert svo
ótrúlegt því að það er hugurinn sem stýrir þessu hvort
sem er. Hlustunin kemur svo fólki til að framkvæma
hlutina." Garðar segir suma eiga erfiðara með að ná
árangri en aðra og þurfa hjálp til að vinna bug á þeim
sálrænu og hugrænu fyrirstöðum sem hindra þá í að
ná markmiðum sínum. „Það vita allir að það þarf að
borða minna og hreyfa sig meira, en af hverju nær
fólk þá ekki árangri? Það eru viðhorfin sem stoppa
það. Meö því að hlusta reglulega á diskinn tileinkar
fólk sér jákvæðari viðhorf þannig að breytingin kem-
ur innan frá og svo út í samræmi við árangurinn sem
það vill ná,“ segir Garðar. Hann heldur áfram og út-
skýrir: „Viðhorfin hjá okkur eru eins og stýrikerfl í
tölvum, þau stýra hegðuninni og hugsuninni og hvern-
ig fólk bregst við. Með því að breyta viðhorfununum
breytum við hegðuninni."
Eldíi slíyndilausn
Signý leggur áherslu á að hlustunin sé ekki einhver
skyndilausn. „Fólk getur ekki búist við einhverj-
um skyndilausnum eins og að losna
við tíu kíló á einum mánuði. í þessu
breytir fólk lífsstílnum þanhig að
það losnar við tiu kíló á nokkrum
mánuðum og þá heldur það
því.“ Garðar segir að mark-
miðið sé að ná kjörþyngd og
vera þar.
Signý og Garðar bjóða upp
á fleira en hjálp við megrun.
Alls hafa komið út átta
geisladiskar sem ýmist
hjálpa fólki að ná betri
svefn og kyrrð, öðlast meira
sjálfstraust, auka ánægju sína, fá
meiri einbeitingu og svo eru geisla-
diskar sem hjálpa fólki að hætta að
reykja og minnka verki. Margir
diskanna eru gerðir vegna óska viðskipta-
vina eins og auðlegðardiskurinn sem er
vinsælastur um þessar mundir enda sá
nýjasti. Einbeitingardiskurinn hefur hlotið
góðar viðtökur hjá karlmönnum auk þess
að hafa eitt sinn hjálpað ofvirkum einstak-
lingi að ná betri einbeitingu og ró. Næsta skref hjá
þeim Garðari og Signýju er að gefa út geisladiskana í
Svíþjóð og Þýskalandi. -hab
Signý og Garðar reka útgáfufyrirtækið Hugbrot sent
gefið hefur út fjöldann allan af sjálfshjálparbókum og
geisladiskum.
Hjá Hugbroti er hægt að fá geisladiska sem
hjálpa þér að hætta að reykja, efla
sjálfstraust og einbeitingu, að óglevmdum
megrunargeisladisknum.