Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 40
Helgorhlctö DV LAUGARDAGUR i. FEBRÚAR 2003
Horfin fóm-
arlömb og
ófundinn
morðingi
Hvort myrtar voru tvær eða fjórar mann-
eskjur íog við hjólhýsi úti ísveit i Okla-
homa rétt um þúsaldarmótin er enn ráð-
gáta. Þóttjátning liggi fgrir, þarsem mik-
ilvirkur fjöldamorðingi segist hafa tekið
fólkið af lífi, er hún ótrúverðug og enginn
veit hver var að verki né hvar tvær stúlkur
sem voru á staðnum eru niðurkomnar, lífs
eða liðnar. Meðal grunaðra er lögreglan á
staðnum og jafnvel stúlkurnar tvær sem
hvergi finnast. En allt er þetta íóvissu
Það var í síðustu viku desembermánaðar 1999 sem stórt
hjólhýsi, bústaður heiiiar fjölskyldu, brann í dreifbýli
Oklohoma. Tvær manneslgur fundust í rústhmi, miðaldra
hjón, en dóttir þeirra og vinkona hennar sem þama voru
líka, að því er ætlað er, fundust hvergi.
Hjónin hétu Kathy og Danny Freeman. Ashley dóttir
þeirra og vinkona hennar Laurie Bible eru horfnar og fmn-
ast hvergi. íjöldamorðingi i dauðadeild í Texas vill gjamar
játa á sig morðin á þeim öllum íjórum þótt ólíklegt þyki að
hann hafi verið þar nærri, en ekki með öllu útilokað. En
hann er búinn að myrða svo marga, fullur og dópaður, að það
munar lítið um þótt hann játi á sig nokkur dráp til viðbótar.
Sá heitir Tommy Sells og bendir felst til þess að honum hafi
tekist að myrða allt að 50 manns á tuttugu ára timabili.
Kenningin um að lögeglumeiáí hafi verið að verki byggist
á því að sonur Freeman-hjónanna var skotinn til bana af
lögeglunni fyrr á árinu þegar hann var tekinn á stolnum bíl.
Lögreglan heldur því fram að um skotbardaga hafi verið að
ræða en illa hefur tekist að sanna að strákurinn hafi verið
með byssu og því hafi lögreglan drepið hann að ástæðulausu,
en foreldramir heimtuðu rannsókn á atvikinu.
Grunsemdimar um
að horfhu stúlkumar
hafi myrt hjónin og
stungið af fæst illa stað-
ist en ekki er útilokað að
svo sé. Eitt er þó víst,
sem er að vettvangs-
rannsókn á morðstaðum
var hörmulega illa gerð
og lögreglunni til van-
sæmdar.
Þrátt fýrir alls konar
illspár og kvíða rétt fyr-
ir þúsaldarmótin var
morðaldan í BNA
stöðug, sem er að 5,7 af
hveijum 100,000 íbúum
em myrtir árlega.
En táningurinn As-
hley Freeman hafði litl-
ar áhyggur af þessum
hagtölum. Hún átti 16
ára afmæli 29. janúar
1999. Fyrir afinælisdag-
inn kom jafhaldra henn-
ar og besta vinkona,
Laurie Bible, í heimsókn
og ætlaði að gista. Þær
ætluðu svo að halda
myndarlega upp á tíma-
mótin næsta dag. Móðir
hennar, Lorena, kvaddi
dóttur sína kl.18.30 og
þótti ekkert eðlilegra en
að vmkonumar fengju
að vera saman um nótt-
ina heima hjá Ashley.
Freeinan-fjölskyldan, sem nú er myrt eða horfin.
Standandi er sonurinn Sliane sem lögeglan skaut
til bana. Hjónin Danny og Kathy voru skotin og
brennd af óþckktum morðingja og dóttirin As-
liley er horfin af yfirborði jarðar og enginn veit
hvar hún eða lík hennar er niðurkomið.
Vinkonurnar Ashley og Laurie sem livergi finnast og er lcitað um gjörvöll Bandaríkin, lífs eða liðinna.
Morð og ílo eilija
Klukkan sex næsta morgun varð maður á leið til vinnu var
við að húsvagn stóð í ljósum logum. Þegar slökkviliðið kom
að var hann alelda og varð ekkert við ráðið.
Lorena móðir Laurie vr komin til vinnu sinnar í McDon-
alds, þar sem hún veitti veitingastaðnum fostöðu, þegar son-
ur hennar hingdi og sagði henni frá brunanum. Hún hringdi
þegar í stað í númer Freeman-hjónanna en enginn svaraði.
Skömmu síðar kom varalögreglustjóri staðarins til hennar
og sagði að fundist hefði eitt lík í fremra svefnherbergi húss-
ins en bætti við að þeir vissu ekki enn hvað ætti eftir að finn-
ast í rústunum.
Þegar Bible-hjónin komu á staðinn var rústin ein efir en
eldurinn var slökktur. Eitt lík var fundið og var staðfest að
það væri Kathy Freeman, sem náði 37 ára aldri. Brunnið lík-
ið var nakið og lá á grúfu. En bruninn var ekki dauðaástæð-
an. Mikill hluti andlitsins og höfuðkúpunnar var illa farinn
því konan hafði verið skotin með haglabyssu af stuttu færi.
Morðinginn hafði greinilega kveikt í eftir morðið og var
eldurinn kveiktur við eldavélina tO að svo hti út að þar hefðu
upptökin verið.
Fyrst í stað var því slegið fóstu að Danny Freeman, 40 ára,
hefði myrt konu sina og stungið af. Jlann var með afbrotafer-
il að baki og var þekktur fyrir fólskulegt bráðræði. En und-
arlegt þótti að allir bílar fjölskyldunnar voru á stæðinu þar
nærri og lykillinn að bíl Kathy var við lík hennar. En fleira
átti eftir að koma í ljós. Bible-hjónin voru tekin til yfir-
heyrslu þar sem dóttir þeirra var horfin. En eftir að þeim var
sleppt fóru þau aftur á brunastaðinn sem eítki var lengur
girtur af.
Lögeglumaður sagði þeim að fréttir hefðu borist um að
Danny Freeman og stúlkumar tvær hefðu sést í hvítum pall-
bfl nærri bústað um tvær mflur í burtu.
Næsta dag fóru þau hjónin aftur að brunarústinni í þeirri
von að frnna þar eitthvað sem gæti bent tfl hvað orðið hefði
af dóttur þeirra.
Eftir aðeins fimm mínútna leit fúndu þau, sér til mikillar
fúrðu, líkið af Danny Freeman. Það var að hluta tfl undir
brunnu teppi og rétt við þann stað þar sem lík konu hans
hafði fundist daginn áður. Hann hafði líka verið skotinn í
hnakkann með haglabyssu og var útlitið eftir því.
Ljóst var að búið var að traðka á líkinu. Lögreglumenn og
aðrir sem komu að líki konunnar og báru það á brott höfðu
gengið á hinu líkinu og voru fótspor á brunnum skrokknum
og fótunum. Svo ótrúlegt sem það var fundu lögeglumenn
ekki líkið sem þeir gengu á og virðist öll rannsókn málsins
hafa verið eftir því.
Lorena fann einnig tösku dóttur sinnar við húsvegginn og
voru 200 dollarar í því, sem útilokaði að um ránmorð hefði
verið að ræða.
Lorena tók nú til sinna ráða. Sem kunnugt er eru fyrstu
tveir sólarhringamir eftir að glæpur er framinn mikilvægast-
ir til að komast að hinu sanna. Nú var búið að eyða miklu af
þeim tíma til einskis. Kenningin um að Danny hefði myrt
konu sína og farið á brott með stúlkunum var fallin og mál-
ið allt komið á byrjunarreit.
Hún hafði samband við Steve Nutter sem vann hjá rann-
sóknarlögreglu Oklohoma-ríkis og tók hann við yfirrannsókn
málsins. Hún benti á hve hraksmánarlega hefði verið staðið
að rannsókninni og var nú tekið tfl höndunum af alvöru.
Ejöldi rannsóknarmanna var settur í málið og var leitað ná-
kvæmlega í brunarústunum. Þar fundust 14 byssur en engin
þeirra var morðvopnið. Fjölskyldan var greinilega fyrir
skyttirí og meira að segja Ashley átti sina eigin byssu sem
hún notaði til kanínuveiða.
En ekkert fannst sem benti til hvað orðið hafði af stúlkun-
um tveimur né hver hafði myrt hjónin og kveikt í bústað
þeirra.
SífeUt duIarfyUra
Lorena sagði síðar að lögreglurannsóknin hefði verið í
slíkum molum að hún og maður hennar hefðu ákveðið að
þau væru sjálf líklegri til að finna dóttur sína en lögreglan.
Þau fengu vini og kunningja til að aðstoða við leitina og í
fyrstu var farið i gegnum alla rústina og nágrenni í leit að
einhverju sem gefið gæti vísbendingu um hvað orðið hefði af
stúlkunum. Æ fleiri sjálfboðaliðar bættust í hópinn á næstu
dögum og voru allt að 500 manns við leitina þegar mest var.
Það tók tvær vikur að fá yfirvöldin tfl að auglýsa eftir
stúlkunum sem „týndum persónum". Þær voru um síðir sett-
ar sem slíkar á skrá alríkislögreglunnar og er þar með lýst
eftir þeim um öll Bandaríkin.
Erfitt er að fallast á þá tilgátu að stúlkumar hafi myrt
hjónin og kveikt í. Bíll Laurie var á sínum stað. Veski henn-
ar með peningum og nafnskírteini var einnig fundið. Daginn
eftir morðið ætlaði Ashley að láta taka af sér mynd og fara
með hana í ráðhúsið til að fá sitt fyrsta ökuskírteini.
Sá síðasti sam sá þær stöllur er Jeremy Hurst, 17 ára
einkavinur Ashley. Hann segist hafa kvatt þær í hjólhýsinu
kl. 21.30 kvöldið 29. desember. Fyrr um kvöldið höfðu þau far-
ið út að fá sér pitsu en áður en hann yfirgaf selskapið vour
stúlkumar komnar í náttfötin og horfðu þau á sjónvarp og
borðuðu tertu í hýsinu og allir vom glaðir og ánægðir. Pilt-
urinn var hreinsaður af öllum grun um að vera valdur að
ódæðinu.
Heitið var 50 þúsund dollara verðlaunum fyrir upplýsing-
ar sem leitt gætu til þess að hvarf stúlkanna upplýstist og leit-
in að þeim varð víðtækari. Var meðal annars leiltað með fjar-
stýrðum myndavélum í vatnsfylltum námugöngum og í vötn-
um og ám, en án árangurs.
Vandamenn Freeman-fjölskyldunnar hallast að því að
samband sé á mflli dauða hins 18 ára sonar þeirra sem lög-
reglan skaut og morðsins á foreldrum hans og hvarfs stúlkn-
anna. En ekkert hefur sannast í þá átt. Lögeglumenn hfa þó
aldrei verið hreinsaðir fúllkomlega af því að eiga þátt í glæp-
unum.
Vafasöm játning
Einn mikilvirkasti ijöldamorðingi BNA, Tommy Sells, hef-
ur játað á sig morðin en erfitt er að sannreyna framburð
hans. Daginn eftir að húsbfllinn brann í Oklohoma braust
fjöldamorðinginn Tommy Sells inn í hjólhýsi í Del Rio í
Texas og myrti 13 ára stúlku og skar jafiiöldru hennar á háls,
en hún lifði af og gat sagt tfl morðingjans.
Sells játaði á sig um 50 morð og kvaðst ekki muna betur en
að hann hefði gengið frá fólkinu i Oklohoma, en það væri
bæði auðvelt og skemmtflegt aö brjótast inn í hjólhýsi og
stúta íbúum þeirra. Langt er á milli morðstaðanna en ekki
útilokað að fjöldamorðinginn hafi komist þá leið samt og
drýgt alla glæpina. En minni hans er stopult vegna drykkju
og eiturlyfjanotkunar og hann er ekki alveg viss um hvað
hann gerði við lík stúlknanna tveggja sem hvergi finnast.
Málið er því enn óupplýst og verður það væntanlega þar tfl
hægt verður að komast að því hvað varð um ungu vinkon-
umar Laurie og Ashley, lífs eða liðnar.