Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR I. FEBRÚAR 2003 Helgorblaö H>V 19 5. t-': • ’ . N ~■?. ■ i'w i „Prinsessan mín, Theódóra, varð sex ára í olttóber og litla dúllan, Arnór Blær, verður fjögurra ára í febrúar - við eigum sama afmœlisdag, ég fékk hann í afmælis- gjöf. Og það var æðisleg afmælisgjöf," segir Kolbrún Björnsdóttir, annar umsjónarmanna Djúpu laugarinn- ar á Skjá einum. DV-rayndir Sigurður Jökull Gríman felld Flestir þátttakendur í Djúpu lauginni eru milli tvi- tugs og þrítugs. Hefur viðhorf fólks til sambanda breyst fyrst svo margir elta ástina í beinni útsend- ingu? Hefur þráin eftir ást og samböndum breyst? „Ég held að fólk sé sjálfstæðara í dag en áður og finnist það ekki endilega þurfa að eiga „betri helm- ing“. Fólki líður betur einu núna en fyrir nokkrum árum. Fæstir af þeim sem koma í þáttinn okkar eru í leit að ást. Auðvitað er það frábært ef fólk finnur ást- ina í þættinum en hann gengur fyrst og fremst út á það aö kynnast nýju fólki. Það eru fáir ástsjúkir í hópi þátttakenda." Er þetta kannski bara ný leið til að bjóða fólki upp í dans? „Já. Og þetta gerir mikið fyrir fólk. Mánuðum eftir að fólk kemur fram i þáttunum og jafnvel árum er það enn stöðvað á skemmtistöðum og spurt hvort það hafi ekki verið í Djúpu lauginni. Þetta er því góð kynning á einstaklingum. Fólk setur alltaf upp grímu á skemmtistöðum. Það þorir ekki að tala við hvern sem er. Þótt maður sjái strák eða stelpu við barinn þá veit maður ekkert hvernig manneskja viðkomandi er því fólk er iðulega búið að villa á sér heimildir varðandi útlit og karakter. Þegar fólk hefur verið í Djúpu laug- inni, og þetta á sérstaklega við um þá sem svara spurningunum, eru komnar fram mikilvægar upplýs- ingar um það: við vitum hvernig það brosir og hlær, um áhugamálin og þess háttar. Þegar þetta fólk kemur inn á skemmtistaðina kemur fólk til þess og ræðir við það því mörgum finnst þeir þekkja það. Gríman hefur verið felld og þá er grundvöllur fyrir samræðum. Það er ömurlegt hvað íslenskir skemmtistaðir eru mikill óraunveruleiki. Þar eru flestir að leika ein- hvern annan og mjög fáir eru þeir sjálfir. Þess vegna held ég að það sé mjög óraunhæft að ætla að finna makann sinn á djamminu!" Gott að kúra á kvöldin Áttu þér einhver áhugamál fyrir utan vinnuna? „Börnin mín. Ég er mikið á heimilinu þegar ég get. Ég bý ekki á bleiku skýi: ég þvæ þvott, þríf klósett, elda mat, skipti á rúmunum og vaska upp. Og nýlega er ég byrjuð í hestamennskunni. Ég hef lengi ætlað að flnna mér hreyfingu. Ég er enn frekar léleg á línu- skautunum en lofa sjálfri mér því á hverju vori að verða rosalega góð. Og ég lofa því aftur í vor. En ann- ars er ég mjög heimakær og fer fátt. Mér þykir ofboðs- lega gott að kúra á kvöldin með kærastanum.“ Áttu hest? „Nei, ég fer með vinkonu minni á bak. Hún lánar mér hest, hnakk og galla. Reiðfótin eru á óskalistanum fyrir afmælið mitt.“ Og hesturinn líka? „Já, hestur og hnakkur. Svona litlar gjafir!“ Þú þyrftir að fermast aftur. „Já, ég þyrfti þess. Annars á ég þrítugsafmæli á næsta ári sem gæti verið góð afsökun fyrir dýrari gjöf.“ Alltaf einhver sem þelddr mig Heldurðu að Djúpa laugin verði ævistarfið? „Nei, ég lít frekar á Djúpu laugina sem tilbreytingu eða byrjun á einhverju öðru.“ Hvernig er að vera þekkt á íslandi? „Það er mjög skrýtið. Ég hef lesið viðtöl við þekkt fólk á íslandi sem segist ekki taka eftir því að á það sé horft í búðum. Mér finnst það fyndið! Þetta fólk hlýt- ur annaðhvort að vera blint og heyrnarlaust eða þá að það skammast sín fyrir að viðurkenna það. Mér finnst frábært þegar fólk kemur til mín og spyr mig út í þátt- inn. Ég er samt ekki að segja að ég sé neitt merkilegri en Gunna við hliðina á mér, langt frá því.“ En það er fylgst með þér? „Já, það er næstum sama hvert ég fer, það er alltaf einhver sem þekkir mig. Það er líka óhjákvæmilegt þar sem þátturinn hefur svo gifurlegt áhorf. En það er allt í lagi. Maður verður bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér; það má ekki taka sjálfan sig of alvarlega. Þá færi maður fljótt yfir um.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.