Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða tyrir myndbirtingar af þeim. Salómonsdómur Jón Kristjánsson, settur umhverfisráð- herra, hefur kveðið upp salómonsdóm í langvinnri deilu umhverfisverndarsinna og virkjunarsinna um Norðlingaöldu- veitu. Athygli hefur vakið hvað Jón gaf sér langan frest til að kveða upp úrskurð sinn en segja má að heilbrigðisráðherrann hafi verið að reyna að finna lækningu fyr- ir það mein sem deilan um Þjórsárver hefur verið í samfé- laginu um árabil. Með úrskurðinum er lækningin ekki fundin en í hennar stað er settur plástur á sárið. Verkefni Jóns var flókið og erfitt og óhemjuviðkvæmt. Og úrskurður hans mun ekki kveða niður deilur um Þjórs- árverin miklu sunnan Hofsjökuls. Úrskurður Jóns er í senn sigur og ósigur beggja deilenda; jafnt virkjunarsinnar sem verndarsinnar geta bæði glaðst og grátið yfir niðurstöð- unni. Jón velur að stíga í vænginn við báðar fylkingar og færa umræðuna inn á annað svið: hversu nærri má fara að mörkum friðlandsins, hversu mikið má þrengja að stækk- unarmöguleikum þess. Jón hafði vandmeðfarið vald í hendi sér. Vissulega gafst honum upplagt og að mörgu leyti kærkomið tækifæri til að bjóða háværum og vaxandi hópi vemdarsinna sáttahönd ríkisins. Hann gat sem fulltrúi virkjanasinnaðra stjórn- valda mildað ásjónu þeirra gagnvart náttúrusinnum og sagt sem svo að fyrst ríkisstjórnin hlustaði i engu á aðfmnslur vemdarsinna um náttúruspjöll á Austurlandi væri rétt- mætt og sanngjamt að hlífa Þjórsárverum og nágrenni. Jón kaus að gera þetta ekki. Þvi má segja að stjórnvöld haldi áfram á leið sinni í virkjanamálum, hiki að vísu eilitið en fari samt sína bein- ustu leið. Þau halda áfram að ögra náttúruvemdarfólki; eru að visu orðin efins í öræfabrölti sínu en þó ekki nóg til þess að náttúran njóti vafans. Varnarsigur, segja margir sem töldu rétt að hlífa öllum Þjórsárverum, óbilgirni segja þeir hinir sem vonuðu í hjarta sínu að stjórnvöld hættu við verkið eins og það lagði sig. Og þá er Landsvirkjun eftir sem þarf að reikna dæmið upp á nýtt. Úrskurður Jóns er dómur efablandins manns. Hann hef- ur valið að fara fjallabaksleið i tilraun sinni til að geðjast öllum málsaðilum. Það er ekki verið að taka af skarið. Hér í leiðurum blaðsins hefur oft verið minnt á þá efalausu staðreynd að Þjórsárver eiga ekki sinn lika í náttúm jarð- arinnar. Þau eru með öðrum orðum einstakt náttúruundur. Eðlilegt er að hlífa slíkum undrum. í virkjanamálum þarf að velja og hafna. Ríkisstjórnin heldur áfram að velja og velja - og hafnar engu alveg. Sigur Ijóðsins Mikið óskaplega er mikilvægt að taka undir þau orð Ingibjargar Haraldsdóttur ljóðskálds að „svartagallsraus“ sé það eitt að segja ljóðið vera i dauðateygjunum. Klisjan um erfiðleika ljóðsins er orðin óhemjuleiðinleg enda er það vel þekkt að ljóðaupplestrar hafa líklega aldrei verið betur sóttir en á siðustu árum og útgáfa á ljóðum hefur sjaldan verið glæsilegri. Og ljóðið fer langtum víðar en margur heldur; það er hvarvetna að finna i vitund og veruleika fólks. Hárrétt var það hjá Ingibjörgu þegar hún tók við verð- skulduðum bókmenntaverðlaunum sinum á Bessastöðum á fimmtudag að liknar- og lækningarmáttur ljóðsins er vel þekktur. Ljóðið ratar nefnilega þráfaldlega til sinna. Um leið og blaðið færir Ingibjörgu árnaðaróskir á þessum tíma- mótum á skáldferli sínum minnir það á svar Stefáns Harð- ar Grímssonar skálds við spurningunni hvað er ljóð? „Það veit ekki nokkur maður, en við þekkjum það þegar við sjá- um það.“ Sigmundur Ernir DV Aö borga fyrir að betla Ritstjornarbref Olafur Teitur Guönason blaöamaöur Fjórir milljarðar á ári Þetta er líklega talan sem situr eftir í huga flestra eftir fréttaflutn- ing af skýrslu Deloitte & Touche um kostnað íslands af aðild að Evr- ópusambandinu. Þetta er „greiðslu- jöfnuður þjóðarinnar", eins og það er kallað. Þetta eru greiðslur til ESB, að frádregnum styrkjum og öðrum framlögum ESB til íslend- inga. Fullyrða má að framsetning nið- urstaðna skýrslunnar hafi ruglað margan áhugamanninn í ríminu og er undirritaður síst undanskilinn. Það skal alls ekki fullyrt hér að neitt í skýrslunni sé rangt, enda hefur sá sem hvorki hefur próf- gráðu í hagfræði, þjóðhagsreikn- ingum né endurskoðun tæpast for- sendur til að keppa við Deloitte & Touche í reiknikúnstum. En eitt er víst: Þessir fjórir millj- arðar eru ekki kostnaður íslend- inga af ESB-aðiId. Þeir eru ekki kostnaður heldur tap. „Bjóðum ókeypis bíla!“ Skoðum heiti skýrslunnar: „Mat á kostnaði íslands viö hugsanlega aðild að ESB.“ Og síðan þessi upp- hafsorð hennar: „Að beiðni utan- ríkisráðuneytisins hefur Deloitte & Touche metið kostnað íslands við hugsanlega aðild að Evrópusam- bandinu.“ Þeir sem lesa niðurstöður skýrsl- unnar hljóta því að hafa tilhneig- ingu til að líta á þær sem niður- stöðu um kostnað íslands af aðild að Evrópusambandinu. En þær eru sem sagt ekki um kostnað heldur greiðslujöfnuð. Og sá sem einblínir á greiðslu- jöfnuð getur haldið því fram að flest það sem fólk kaupir sé ókeyp- is. Bílasali gæti þannig auglýst „ókeypis bíla“. Þegar væntanlegur kaupandi spyr hvernig þetta megi vera svarar bílasalinn - og veifar jafnvel þykkri skýrslu virtra spek- inga um mat á kostnaði neytenda við hugsanleg kaup á téðri bifreið - og segir við kaupandann: „Þú greiðir mér tvær milljónir króna og ég læt þig fá bfl sem er tveggja milljóna króna virði. Greiðslujöfn- uður okkar er núll. Það kostar þig þess vegna ekki neitt að eignast þennan bfl.“ Væntanlegur kaupandi myndi líklega klóra sér í kollinum dágóða stund en loks vonandi svara fullum hálsi: „Obb-o-bobb. Það kostar mig víst. Nánar tfltekið tvær milljónir króna! En ég samþykki að bíllinn sé tveggja milljóna virði og þess vegna skal ég fallast á það með þér að ég tapa ekki á kaupunum." Að kaupa styrki Með sama hætti eru milljarðam- ir íjórir ekki kostnaður þótt titill skýrslunnar gefi til kynna að hún sé um kostnað. Kostnaðurinn er um það bil 8,2 milljarðar króna á ári, samkvæmt skýrslunni, og er þá lagður saman kostnaður ríkissjóðs og almennings. í staðinn koma styrkir og framlög og stuðningur frá ESB upp á um 4,2 milljarða. Að- allega eru þetta styrkir tfl landbún- aðar sem er gert ráð fyrir að nemi allt að þremur milljörðum. Það er því verið að kaupa styrki sem nema 4,2 milljörðum fyrir 8,2 milljarða. Það má kalla þetta „Telji menn á annað borð að ríkissjóður megi við því að horfa á eftir um það bil 8 milljörðum króna á ári - sem má vissulega telja líklegt sé rétt haldið á málum og skorið niður á réttum stöðum - vœri þá ekki ráðlegra að berjast fyrir afnámi matarskatts en að hvetja til þess að rikið kaupi 8 milljarða starfs- leyfi til þess að mega betla sér allt að 4 millj- arða í Brussel?“ greiðslujöfnuð en annað og ágætt orð er „tap“. Það hefur þó sennflega verið talið heppflegra að í fjölmiðl- um yrði talað um „neikvæðan greiðslujöfnuð" en að sagt yrði: „ís- lendingar tapa árlega fjórum millj- örðum af aðild að Evrópusamband- inu ...“ Og kaupin eru ekki aðeins gerð upp með tapi heldur hefur kaup- andinn ekki einu sinni fullkomna stjóm á því hvað keypt er. Evrópu- sambandið ákveður það. Gulls ígildi? Það hefur ekki farið mjög mikið fyrir umræðu um hvort þetta sem fæst í staðinn frá Evrópusamband- inu - þessi framlög sem reiknuð eru á móti kostnaði af aðild eins og þau séu gulls ígildi - hvort þau séu eitthvað sem er þess virði að kaupa? Það er eins og gert sé ráð fyrir að það sé allt fyrsta flokks vara, eitthvað óskaplega eftirsókn- arvert, eitthvað sem ekki þurfi að efast um að sé þess viröi að kaupa tvöföldu verði. Framlögin eru talin upp í milljörðum og fólk hefur til- hneigingu til að jánka og hugsa mér sér: Jæja, við fáum þá alltént talsvert af peningum í staðinn. Ætli íslenskum stjórnvöldum sé ekki betur treystandi til þess en Evrópusambandinu að velja hvað skuli styrkja og hvað ekki á ís- landi. Þau þurfa ekki einu sinni að ná nema 50% árangri því styrkirn- ir evrópsku eru keyptir tvöfóldu verði eins og fyrr segir. Og hver veit nema þeim gæti jafnvel dottið í hug að draga aðeins úr styrkjum í framtíðinni og nota peningana í annað? Igildi matarskatts Já, hvað skyldi nú ríkissjóður geta gert fyrir þetta fé sem kostar að vera í Evrópusambandinu? Mið- um við þessa 8,2 milljarða og lítum fram hjá þvi til einfoldunar að skýrslan gerir greinarmun á kostn- aði ríkissjóðs annars vegar og al- mennings hins vegar, án þess að greina hann hvað varðar kostnað eftir stækkun ESB. En talan er sist of lág. Tekjur ríkissjóðs af virðisauka- skatti á matvæli voru um 8 millj- arðar króna árið 2001. Ríkissjóður gæti því afnumið virðisaukaskatt á matvæli í staðinn fyrir að láta sama fé renna til ESB. Telji menn á annað borð að ríkis- sjóður megi við því að horfa á eftir um það bfl 8 milljörðum króna á ári - sem má vissulega telja líklegt sé rétt haldið á málum og skorið niður á réttum stöðum - væri þá ekki ráðlegra að berjast fyrir af- námi matarskatts en að hvetja til þess að ríkið kaupi 8 milljarða starfsleyfi til þess að mega betla sér allt að 4 milljarða í Brussel? Áróður í samantekt Deloitte & Touche á helstu niðurstöðum er sérstaklega tekið fram að ekki séu metin ýmis önnur áhrif sem aðild að ESB hefði í fór með sér, en þess hins vegar getið að Samtök iðnaðarins áætli annan óbeinan ávinning um 40 milljarða króna á ári. (Þar af er fjármagnskostnaður, þ.e. vaxta- kostnaður, tæpir 30 milljarðar króna á ári.) „Aðrir hafa vefengt þessar niður- stöður," segir í skýrslunni án þess að frekara mat sé lagt á þetta og les- andinn því skilinn eftir í þeirri trú að þeir sem vefengi Samtök iðnað- arins séu einhverjir furðufuglar úti í bæ sem ekki taki að nefna. Það hefði nú mátt nefna eins og einn. Tfl dæmis Má Guðmundsson, aðalhagfræðing Seðlabankans, sem hefur sagt: „I öðru lagi er mikill vaxtamunur gagnvart útlöndum um þessar mundir ekki rök fyrir aðild að EMU [evrunni]. Stór hluti þessa vaxtamunar tengist tímabundnum aðstæðum í hagkerfmu, auk þess sem hann rennur til innlendra aðila og felur þannig ekki sem slíkur í sér nettótap fyrir þjóðarbúið." Og hvar skyldi Már Guðmunds- son hafa sagt þetta? Jú, í Evrópu- skýrslu Samfylkingarinnar! Það vekur því óneitanlega undrun að formaður þess flokks skuli vitna í tölur Samtaka iðnaðarins og segja þær til marks um þann stórgróða sem verði af ESB-aðild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.