Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR I. FEBRÚAR 2003
HelQarblaö I>V
53
Harley
Davidson
100 ára
Eitt af stóru afmælunum í ár,
ásamt 100 ára afmæli Ford, er eflaust
100 ára afmæli Harley-Davidson, en
afmæli þeirra eru að nokkru leyti
samtvinnuð. Búast má við stærsta
partíi ársins í Wisconsin-fylki og höf-
uðborginni Mflwaukee, en þar hafa
höfúðstöðvar fyrirtækisins verið frá
byrjun. Meðal hljómsveita sem spila
munu fyrir áhorfendur á leið hóp-
keyrslu Harley-Davidson-mótorhjóla
um Bandaríkin til Milwaukee eru
bönd eins og Metalica og Aerosmith.
Munu fjórar hópkeyrslur frá hverju
homi landsins sameinast í Wisconsin-
fylki 20. ágúst og verða hátíðahöld
daglega þar tfl afmælisveislan fer
fram 31. ágúst í Milwaukee.
24 afmælishjól til landsins
í tflefni af afmælinu bjóðast sér-
stakar afmælisútgáfur hjólanna, jneð
meiri aukabúnaði og krómi. Hjólin
hafa verið sprautuð í tvílit, sem er
mun veglegri en gengur og gerist, og
fá hjólin líka sérstakar afmælismerk-
ingar á mælaborð, vél og í sumum tU-
feUum sæti. Harley Davidson á ís-
landi hefur þegar fengið átta hjól af-
greidd sem þegar hafa verið afhent
eigendum sinum. Að sögn Sigtryggs
Kristóferssonar, eiganda Harley Dav-
idson á íslandi, koma aUs 24 slík tU
landsins. „Sumir pöntuðu þau með
aUt að þriggja ára fyrirvara og em að-
eins örfá hjól eftir. Vegna gífúrlegrar
eftirspurnar hefur framleiðsluárið
verið framlengt um tvo mánuði," seg-
ir Sigtryggur. Hjá Harley-umboðinu
er nú eitt hjól tU sýnis og von á fjór-
um tU viðbótar í febrúar. Umboðið
mun í byrjun aprU flytja í nýtt 580 fer-
metra húsnæði að Grensásvegi 16.
-NG
Seat Ibiza bíll
ársins hjá
What Car
SmábUlinn Seat Ibiza var kosinn bUI
ársins 2003 hjá hinu virta bflatímariti
„What Car?“ á dögunum. Valið fer
þannig fram að bfll ársins er valinn í 17
flokkum og fær aðeins sá stigahæsti
þeirra titflinn. Ibiza varð fyrir valinu
vegna lágs tryggingarkostnaðar, spar-
neytni og fjögurra stjömu einkunn hjá
Euro NCAP. BUlinn kostar líka aðeins
rúma mUljón í Bretlandi en er þrátt fyr-
ir það vel búinn og ömggur bfll. Að
sögn Jóns Trausta Ólafssonar, kynning-
arfuUtrúa Heklu, hefur Hekla verið
þjónustuaðUi Seat frá 23. júlí 1986, en
áður hafði Töggur hf. umboð fyrir Seat
á íslandi. „Undanfarin misseri höfum
við átt í viðræðum við Seat en slíkar
viðræður geta verið tímafrekar enda tU
margs að líta. Við erum þó vel undir-
búnir komi tU innflutnings, enda starfa
framleiðendur undir hatti Volkswagen
á líkan hátt, sbr. Audi, Volkswagen og
Skoda. Góður árangur Seat í ýmsum
prófum, meðal annars í NCAP-árekstr-
arprófinu og hjá hinu virta tímariti
What Car? í Bretlandi, sýnir að Seat er
áhugaverður kostur," segir Jón Trausti.
Aðrir sigurvegarar
Meðal sigurvegara i öðrum flokkum
má nefiia Opel Vectra í flokki fjöl-
skyldubUa, Mercedes-Benz E-línu í
flokki lúxusbUa, Hyundai Getz í flokki
ódýrra smábUa, Volvo XC90 í flokki
jeppa og jepplinga, VW bjöUu í flokki
blæjubUa og Mazda 6 í flokki langbaks-
bUa. Renault fékk sérstök verðlaun fyr-
ir öryggi bfla sinna en þrír bUar frá
Renault eru með fimm stjömu ein-
kunn hjá Euro NCAP. Lexus fékk ann-
ars konar öryggisverðlaun en þrír bU-
ar þaðan fengu nýlega fúUt hús stiga í
þjófaprófi What Car? -NG
Eitt af 100 ára afmælistýpuimm er þetta FLSTC Heritage Softail Classic hjól.
Líklega verður stemningin í Milwaukee eitthvað á þessum nótunum.
^ •
Ranger 4x4 frá kr. 36.922 án vsk.
miðað við vsk-útgáfu á mánuði í 36 mánuði.
_
Rekstrarleiga m. v. mánaðarlegar greiðslur i 36 mánuði og er háð
breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra.
Smur- og þjónustuskoðanir eru
innifaldar í leigugreiðslu
Lausnin er í Brimborg
- leigðu nýjan vinnuþjark frá Ford
<Sr
brimborg
Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • Brimborg Akureyri sími 462 2700 • Bílavík Reykjanesbæ sími 421 7800 • brimborg.is
Taktu Ford á
rekstrarleigu
- SÍFvelurFord -------------------------------
„Við hjá SÍF höfum það að markmiði að ná sífellt
betri árangri í rekstri:
Við völdum þess vegna Ford Ranger
4x4 frá Brimborg til marvíslegra starfa.
Við lögðum upp með ákveðin atriði
sem viðmið á þarfir okkar.
Atvinnubílinn þurfti að vera:
• Fjórhjóladrifinn
• Með öfluga dísilvél
• Öruggur í rekstri og með lága bilanatíðni
• Vel hannaður og þægilegur fyrir starfsmenn
Þægileg og örugg þjónusta var auðvitað
skilyrði og Brimborg varð fyrir valinu.
Sigurður Jóhannsson
Aukabúnaður á mynd: Alfelgur og tvilitur
Hafðu strax samband við ráðgjafa okkar og fáðu
nánari upplýsingar um hagstæðu rekstrarleigu
Brimborgar.
Hlutverk okkar hjá Brimborg er að bjóða einstak-
lingum og fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu
fyrir heimsþekkt merki sem skara framúr:
Nú getur Brimborg boðið Ford Ranger 4x4 á
einstakiega hagstæðum rekstrarleigukjörum
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Settu öryggi og þjónustu ofar öllu öðru. Vertu í
hópi með þeim sem vita hvað góð hönnun er
- vertu í Ford hópnum; leigðu nýjan bíl frá Ford
Misstu ekki af tækifærinu. Komdu í Brimborg.