Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003
Fréttir
DV
Krafa um að starfslokasamningar hérlendis séu „gagnsæir“:
Fréttir vikunnar
Forstjóri General Electric
fékk „litla“ 13 milljarða
- auk þotu og þyrlu - Starfslokasamningar vekja athygli víðar en hérlendis
Á síðustu misserum hafa þekktir for-
stjórar í atvinnulífmu hætt störfum á
„góðum" aldri, þ.e. um eða fyrir sex-
tugsaldur, bæði af sjálfsdáðum eða eru
boðnir starfslokasamningar. Þetta er þó
í samræmi við það sem almennt er
þekkt í nágrannalöndunum. Margir sem
hætta í sínu fastastarfi, sem mætt hefur
kannski á þeim í áratugi, eru ekki að
hverfa af vettvangi atvinnulífsins held-
ur snúa sér að öðru. Þar má nefha Hörð
Sigurgestsson hjá Eimskip, sem enn er i
starfi, t.d. sem stjómarformaður Flug-
leiða, Þórarin V. Þórarinsson hjá Sím-
anum, Friðrik Pálsson hjá SH, sem er
stjómarformaður StF, Geir Magnússon
hjá Olíufélaginu og Keri, Ólaf Thors hjá
Sjóvá/Almennum, sem er stjómarfor-
maður tjárfestingafélagsins Strauma,
Axel Gislason hjá VÍS, sem áfram
starfar sem framkvæmdastjóri And-
vöku og Samvinnutrygginga gt., og Val-
ur Valsson hjá íslandsbanka.
Ari Edwald, forstjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segist ekki átta sig á því
hvort það sé einhver þróun hérlendis í
þá átt að starfslokasamningar séu gerð-
ir við forstjóra og hvort forstjórar hætti
orðið almennt störfum fyrr en áður tíðk-
aðist. Engin athugun hafi verið gerð á
þvi af hálfu SA.
„Þessir forstjórar em kannski í þeim
hópi sem hefur hugað með mikilli fyrir-
hyggju að sínum lífeyrisréttindum og
því sé ekki um að ræða neina sérstaka
starfslokasamninga heldur hafl þeir
möguleika á því að hætta. Ég held að
það verði almennari regla þegar fram í
sækir að menn sitji ekki í forstjórastól-
um fram til 65 ára aldurs, jafnvel leng-
ur, og eru þá yfirleitt ekki sestir í helg-
an stein en hafa meiri tíma til að sinna
hugðarefnum sem ekki gafst mikill tími
til áður.
Það á eftir að færast í vöxt að menn
bijóti upp sinn starfsferil vegna þess að
menn em famir að sýna almennari fyr-
irhyggju í sínum lífeyrismálum. Þróun-
in verður einnig i þá átt að ekki þurfi
sérstaklega að taka á þeim þætti af hálfu
fyrirtækjanna heldur muni þeir sjá mn
sína lífeyrismöguleika á grundvelli
þeirra möguleika sem bjóðast á markað-
inum. Viðskiptalífið er líka að breytast
þannig að þar er meira kallað eftir
reynslumiklum mönnum í sérstök verk-
efni, s.s. stjómarsetur og tímabundin
verkefni. Þvi muni margir þeir sem láti
af störfum sem framkvæmdastjórar
stórra fyrirtækja enn um sinn hafa tölu-
verð umsvif," segir Ari Edwald forstjóri
Samtaka atvinnulífsins.
VÍS sagt greiða 250 milljónir
króna
Umræðan um stórkostlega starfsloka-
Starfslokasamningar og tryggingakjör
Þingmenn velta því fyrir sér hvort verömyndun á tryggingum VlS sé eðliieg og hvort tryggingafélagiö og dótturfyrirtæki
þess hafi efni á liölega 200 milljóna króna starfslokasamningi fráfarandi forstjóra félagsins.
samninga í þjóðfélaginu hefur verið
nokkuð þrálát, enda eðlilegt að venjuleg-
um launamanni ofbjóði að t.d. fyrrver-
andi forstjóri Byggðastofnunar skuli fá
við starfslok eftir stutta veru í forstjóra-
sætinu 4 ára laun. Er það verjandi í op-
inberri stofnun?
Á miðvikudag var utandagskrámm-
ræða um starfslokasamninga á Alþingi.
Málshefjandi, Lúðvík Bergvinsson,
sagði þá m.a. að það væri einkennilegt
að heyra að samingar um starfslok Ax-
els Gíslasonar, forstjóra VÍS, sé trúnað-
armál sem komi ekki öðrum við. Hér sé
þó um að ræða 250 milljóna króna
skuldbindingu. Það sé því eðlilegt að
velta því fyrir sér hvort verðmyndun á
tryggingum félagsins sé eðlileg og hvort
tryggingafélagið og dótturfyrirtæki þess
hafi efni á þessu.
„Spumingin sem vaknar er sú hvaða
áhrif það muni hafa á trú almennings
og fjárfesta á þeim verðbréfamarkaði
sem hér hefur verið að myndast ef
stjóm félags, sem skráð er í Kauphöll ís-
lands, kemst upp með það að gera starfs-
lokasamning upp á tugi eða hundmð
milljóna króna án þess að þurfa að gera
Kauphöll íslands grein fyrir gemingn-
um,“ sagði Lúðvík Bergvinsson.
Lúðvík benti á frægan starfsloka-
samning sem gerður hafi verið við fram-
kvæmdastjóra General Electric i Banda-
ríkjunum, Jack Wells, sem hafði unnið
mjög gott starf fyrir fyrirtækið. í samn-
ingi hans var m.a. ákvæði um matar-
Geir A.
Guðsteinsson
blaöamaður
Fréttaljós
innkaup, þvotta, fatahreinsun, blóm,
miða á íþróttaviðburði, þjóna á heimil-
ið, áskriftir að blöðum og tímaritum,
fjögur heimili með gervihnattamóttöku,
greiðslu veitingahúsareikninga, þotu,
þyrlu, Qölda glæsibíla til viðbótar þeim
16,9 milljónum dollara eftirlauna, eða
13,2 milljörðum íslenskra króna, sem
honum voru ætlaðar.
Við lestur á slíkum samningi blikna
að vísu þeir samningar sem gerðir hafa
verið við íslenska forstjóra.
Lúðvík benti á að í Bandaríkjunum
væri umræðan um það hvort starfsloka-
samningar væru sanngjamir og hvort
viðkomandi hefði unnið fyrir hlunnind-
unum og hvort hluthafamir séu sáttir
við hann eða ekki. Þar er fjárfestum og
hluthöfum þegar Ijós sá kostnaður sem
fyrirtækin hafa af starfslokasamningn-
um. Einnig hvort samningurinn hefur
áhrif á það verð sem greitt er fyrir
hlutabréf í viðkomandi fyrirtæki. Hér-
lendis komast fyrirtæki í flestum tilfell-
um upp með það að greina ekki frá þess-
um samningum og telur Lúðvík það ein-
sýnt að slíkt grafi undan trausti á mark-
aðnum sem geti haft mjög alvarlegar af-
ieiðingar fyrir efnahagslíflð. Sú varð
raunin í Bandaríkjunum þegar upp
komst um svik Enron og fleiri stórfyrir-
tækja.
Kauphöllin vill „gagnsærri“
upplýsingar
Viðskiptaráðherra, Valgerður Sverr-
isdóttir, sagði af þessu tilefni það eðli-
lega kröfu að upplýsingar um fyrirtæki
sem væm á verðbréfamarkaði væra
„gagnsæjar" og það ítarlegar að fjárfest-
ir gæti tekið upplýsta ákvörðun um fjár-
festingu í viðkomandi fyrirtæki. Við-
skiptaráðherra upplýsti að Kauphöll ís-
lands væri að vinna að nýjum reglum
um upplýsingar um kjör æðstu stjóm-
enda í félögum og samkvæmt þeim verð-
ur skylda að greina frá ráðningarsamn-
ingum við æðstu stjómendur. Þá verður
einnig skylda að greina frá óvenjulegum
samningum við æðstu stjómendur
skráðra félaga. Því megi álita að eftir
mitt þetta ár verði skylt að greina frá
starfslokasamningum æðstu stjómenda
íslenskra fyrirtækja á verðbréfamark-
aði. Lög um ársreikninga, hlutafélög og
kauphallir fela m.a. í sér upplýsinga-
skyldu um starfslokasamninga á hlut-
hafafundi eða í ársreikningi en ekki að
þeir séu lagðir fram um leið og þeir era
gerðir. Skráð félög eiga því ekki að fela
þessa þætti fýrir eigendum sínum eða
almenningi sem á viðskipti við fyrir-
tækin.
Útför í starfslokasamningi
Utsalan í fullum gangi!!!
Sjón er sögu ríkari. Verið velkomin.
Sigurstjarnan
í bláu húsi við Fákafen, sími 588 4545.
Full búð af spennandi vörum
Ektapelsará 75pús.
Ekta mokkajakkar á 15þús.
En starfslokasamningar vekja athygli
víðar en hérlendis, eins og áðumefndur
ofursamningur við forstjóra General El-
ectric ber með sér. Dick Cheney, vara-
forseti Bandaríkjanna, gerði starfsloka-
samning við oiíufyrirtækið Halliburton
Co. skömmu áður en Bush tilkynnti að
hann mundi verða hans varaforsetaefni,
Starfslokasamningurinn hljóðaði upp á
1,6 milljarða íslenskra króna. Fráfar-
andi forseti Keníu, Daniel arap Moi,
sem gegnt hefur forsetaembættinu í ald-
aröórðung, verður ekki á flæðiskeri
staddur. Hann fær 80% af núverandi
launum, sex bila, þar af tvær límósínur,
og sjö einkabílstjóra, 34 skrifstofumenn
og 9 öryggisverði, 12 herbergja lúxusset-
ur, fullt af húsgögnum, þrjá kokka og
tvo þjóna eða „hreingemingalið",
Jþróttasal, fullan af tækjum, sundlaug,
sánabað og tennisvöll. TU viðbótar
þessu er læknisaðstoð fyrir Moi og hans
fjölskyldu og aUur ferðakostnaður inn-
anlands sem utan. Þegar hann geispar
svo golunni í fyUingu tímans fer útfórin
fram á kostnað rUíisins með mUcUli við-
höfn. Aðeins fyrsta mánuðinn kostar
þessi „starfslokasamningur" Nígeríufor-
seta skattgreiðendur litla 70 mUljarða
króna.
Ljóð og Þingvellir
Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut ís-
lensku bókmenntaverðlaunin í
flokki fagurbókmennta fyrir ljóða-
bókina Hvar sem ég verð. í þakkar-
ræðu sinni hafnaði Ingibjörg því
að ljóðið væri á undanhaldi. I
flokki fræðirita og rita almenns
efnis vann bókin ÞingvaUavatn -
Undaheimur í mótun en ritstjórar
þess eru Pétur M. Jónasson og PáU
Hersteinsson. Bókin var aldarfjórð-
ung í vinnslu og og leggja um 50
fræðimenn tU efni í hana.
Eining í Framsókn
Framboðslistar
Framsóknar-
flokksins í báð-
um kjördæmum
Reykjavíkur
voru ákveðnir á
þriðjudaginn og
ríkti eining um
skipan listanna
eftir að Guðjón
Ólafur Jónsson
gaf eftir annað
sætið. HaUdór Ásgrímsson leiðir
listann í Reykjavíkurkjördæmi-
norður, í öðru sæti er Ámi Magn-
ússon og í því þriðja er Guðjón
Ólafur Jónsson. Jónína Bjartmarz
skipar fyrsta sætið í Reykjavíkur-
kjördæmi-suður, í öðru sæti er
Björn Ingi Hrafnsson og í þriöja er
Svala Rúna Siguröardóttir.
Halldór
Ásgrímsson.
Matarkarfan lækkar
Matarkarfa DV hefur lækkað um
9% að meðaltali frá því í janúar í
fyrra. Verðkönnun DV var gerð
samtímis í níu verslunum og var
verð eUefu vörutegunda kannað.
Bónus var með lægsta verðið en
mesta lækkunin mUli ára var í
Nettó. Sama karfa hækkaði um
17% miUi áranna 2001 og 2002.
Hótað vegna stóriðjubaráttu
Öflugasta tals-
manni stjóriðju-
framkvæmda á
Austurlandi,
Smára Geirssyni,
hefur ítrekað
verið hótað af
umhverfísvemd-
arsinnum og
ekki síst í
Reykjavík. Hon-
um hafa borist hringingar sem
hann telur hafa verið skipulagðar.
Smári Geirsson.
Náttúru ekki raskað
Jón Kristjánsson, settur um-
hverflsráðherra, hefur úrskurðað í
eUefu kærum sem borist hafa
vegna Norðlingaölduveitu. Ráð-
herra sagðist hafa fengið verkfræð-
ing tU að kanna tæknUegar út-
færslur og niðurstaða þeirra leiði í
ljós að mögulegt sé að minnka
Norðlingaöldulón þannig að það
nái ekki inn á friðlandið og raski
hvorki náttúru né grunnvatnsstöðu
i Þjórsárverum.
Þingvellir á heimsminjaskrá
ÞingveUir voru tUnefndir á
heimsminjaskrá UNESCO í vik-
unni. Staðimir 730 á heimsminja-
skránni em taldir sameiginleg arf-
leið mannkyns og eru aUir einstak-
ir. Niðurstöðu er að vænta sumarið
2004. -dh