Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 20
20
Helqarblaá 1Z>V LAUGARDAGUR l. FEBRÚAR 2003
Lífið fyrir utan gluggann
á húsinu mínu
Kristlaug María Sigurðardóttir er um þess-
ar mundir, ásamt félögum sínum íIsMedia,
að kynna ki/ikmgndina Didda og dauði
kötturinn sem gerð er eftir samnefndri
bók sem kom út fgrir síðustu jól. Krist-
laug, eða Kikka eins og hún er gjarnan
kölluð, skrifar handritið og er aðalfram-
leiðandi mgndarinnar. Leikstjóri er Helgi
Sverrisson en Kristján Kristjánsson og
Sævar Guðmundsson sjá um klippingu og
Ludvig Kári Forberg semur tónlist.
Þess má geta að Kikka og Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson eru höfundar Söngleiksins
Avaxtakarfan sem naut mikilla vinsælda
þegar hann var sgndur ííslensku Óperunni
árið 1998.
Kristlaug er menntuð sem leikskólakennari en er
heimavinnandi og býr i Keflavík. En hvernig stendur
á því að húsmóðir í Keflavík skrifar söngleiki, bækur
og kvikmyndahandrit, fyrir utan þaö að framleiða bíó-
myndir?
„Húsmóðurhlutverkið er greinilega auðveldara
núna en i gamla daga,“ segir Kikka og hlær, „mamma
ól upp sex börn án þess svo mikið sem hafa séð þvotta-
vél en í dag eru heimilin vélknúin, eða þeim stungið í
samband, og þá hafa húsmæðurnar meiri tíma til að
sinna sjálfum sér og sínum áhugamálum. Eftir því sem
börnin hafa stækkað hef ég fengið meiri tíma fyrir
sjálfa mig og í fyrra ákvað ég að skrifa bók um lífið
fyrir utan gluggann á húsinu mínu frekar en að leita
mér að vinnu. Bókarskrifin leiddu síðan af sér kvik-
myndahandrit og loks bíómynd sem verður frumsýnd
á fimmtudaginn."
Er að þróa sjónvarpsþáttaröð
Þegar Kikka er beðin að útskýra þetta nánar brosir
hún út I annað. „Já, allt i lagi, án alls gríns þá hef ég
verið að skrifa í mörg ár. Fyrir Ávaxtakörfuna skrif-
aði ég nokkur útvarpshandrit og eitt sjónvarpshandrit
en eftir að ég lauk við Ávaxtakörfuna einbeitti ég mér
að því að þróa og skrifa framhaldsþætti fyrir sjónvarp,
bæði handritin og viðskiptahugmyndir til að fara með
á sjónvarpsstöðvar og kynna þeim sem vinna i þeim
bransa. Á íslandi eru framleiðendur sannfærðir um að
það sé ekki hægt að framleiða sjónvarpsþáttaraðir
vegna smæðar markaðarins en það er auövitað alger
firra. Ég hefði til dæmis gaman af því að vita hvað
RÚV og Stöð 2 eyða miklu í íþróttaviðburði af öllum
stærðum og gerðum. Það væri sjálfsagt hægt að taka
nokkur prósent af þeim kostnaði og framleiða tvær
sjónvarpsþáttaraðir, eina fyrir börn og aðra fyrir full-
orðna, og ég er viss um að það gæfi meiri tekjur fyrir
stöðvamar en þýska knattspyrnan í beinni."
Að sögn Kikku er Didda og dauði kötturinn í raun
hliðarafurð af þessari vinnu. „Ég sé fyrir mér að Didda
væri kjörin persóna í sjónvarpsþáttaröð og þegar búið
er að frumsýna myndina og ég ætla að finna fólk sem er
á sama máli og fara að vinna að því af fullum krafti."
Gott að búa í Keflavík
„Mér finnst, satt best að segja, hálffurðulegt og stór-
undarlegt þegar fólk spyr mig, hvað eftir annað, hvers
vegna ég búi i Keflavík, eins og það sé eitthvað annars
flokks að búa þar en fyrsta flokks að búa í Reykjavík.
Keflavík er einfaldlega yndislegur staður og hér er gott
að vera meö börn og hunda. Það er stutt í alla þjónustu
og ég eyði ekki tveimur til þremur klukkutímum á dag
í bíl að þeysast á milli staða. Kostirnir við að búa
hérna eru miklir fyrir fjölskyldufólk, góðir leikskólar
og góðir skólar og heilmikið tómstundastarf fyrir fólk
á öllum aldri. Ég sendi því þessar skringilegu spurn-
ingar um búsetu mína aftur til föðurhúsanna og vona
að ég þurfi aldrei að heyra þær oftar.“
Kikka segist vilja veg Keflavíkur sem mestan og aö
hún hafi í hyggju ásamt fleiri að koma á fót einhvers
konar verksmiðju sem einbeitir sér að framleiðslu
barnaefnis í formi bóka, leikrita, sjónvarpsþátta og
bíómynda.
Húsmóðir ■ Kcflavík, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður
Kristlaug María Sigurðardóttir er þessa dagana að kynna kvikmyndina Didda og dauði kötturinn sem gerð er
eftir samnefndri bók sem kom út fyrir síðustu jól.
„Bókin og myndin um Diddu og dauða kött-
inn er fyrsta skrefið í þá átt. Ég veit að það eru
fleiri en ég sem hafa áhuga á nákvæmlega
þessu og það er orðið löngu tímabært að ís-
lendingar sýni einhverja viðleitni í því að
byggja upp barnamenningu sem stendur undir
nafni eins og nágrannaþjóðirnar hafa gert. ís-
lensk börn vilja sjá íslenskt efni í sjónvarpi og
bíóhúsum og það er okkar, fullorðna fólksins,
að sjá til þess að þau fái tækifæri til að spegla
sig í eigin samfélagi og menningu."
Kostar niikið að gera bíómynd
Þegar Kikka er spurð um fjárhagslega hlið
þess að búa til bíómynd lyftir hún sér upp í
stólnum, fær rauðan lit í kinnarnar og verður
æst í máli.
„Þó að myndin sé tekin stafrænt og verði
varpað á tjaldið er ekki þar með sagt að hún
kosti ekki neitt. Leikarar, leikmynd, matur og
annað kostar það sama og í myndum sem
kosta hundrað milljónir, en við erum reyndar
með færra fólk á bak viö myndavélina. Didda
og dauði kötturinn var fjármögnuö með styrkj-
um frá Reykjanesbæ, Barnamenningarsjóði og
ýmsum fyrirtækjum sem við leituðum tii. Við
höfum ekki enn fengið svar frá Kvikmynda-
sjóði, nú Kvikmyndamiöstöð íslands, því þar
er allt í óvissu og beðið eftir reglugerð með
nýjum lögum um Kvikmyndamiðstöð og auð-
vitað er líka beðið eftir því hver fær stöðu for-
stöðumanns. Það væri auðvitað gaman ef ís-
lenski sjóðurinn gerði eins og sjóðirnir í ná-
grannalöndum okkar og legði áherslu á að
styrkja barnaefni,“ sagöi þessi önnum kafna
húsmóðir í Keflavík að lokum. -Kip
Röntgenaugnn
Kristín Ósk Gísladóttir leikur Diddu sem sér gegnum liolt og
hæðir eftir að hún datt ofan í lýsistunnu.
Setið fyrir bankaræningja
Ómar Ólafsson og Kjartan Guðjónsson leika rannsóknarlögreglu-
menn, Kjartan er einnig pabbi Diddu í myndinni.