Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 48
52 HgIqcirhlaö I>V LAUGARDAGUR I. FEBRÚAR 2003 Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson '3- Kraftmikill lúxusjeppi Kostir: Kraftmikill, leöurinnrétting, búnaöur Gallar: Eyðsla, ónókvœmur í stýri Við höfum áður fjaUað nýlega um Jeep Grand Cherokee, þá svokallaða Laredo-útgáfu með ítalskri VM-dísiivél. Ræsir, sem er með umboð Chrysler á ís- landi, hefur nú hafið innflutning á Jeep- og Chrysler- bifreiðum og meðal frumsýningargesta á sýningunni um helgina er þessi Overland-útgáfa með „High Out- put“ V8 vél. DV-bílar höfðu hann til reynsluaksturs í góða veðrinu í desember. Vel búin innréttíng Það er óhætt að segja að Overland sé sérlega vel bú- inn bíll að upplagi og getur keppt við hvaða lúxusjeppa sem er. Meðal staðalbúnaðar má nefna sóllúgu, leður- klædd og upphituð rafdrifln sæti með minni, fjarstýrö hljómtæki með 10 diska hleðslu, hitastýrða miðstöð, sex öryggispúða, regnnema, skriðstiili og aksturstölvu. Leðurinnréttingin í Overland kallast Premium og er sérlega mjúk og þægileg. Ekkert í innréttingu og stað- setningu stjómtækja kemur á óvart, nema kannski staðsetning aksturstölvu sem er á óþægilegum staö uppi við baksýnis- spegilinn. Pláss er gott í flesta staði, fyrir utan höfuð- rými í framsætum, en þar tekur sól- lúgan sitt pláss. Öflug en eyðslufrek Vélin í Limited- og Overland-gerðunum er 4,7 lítra V8 vél sem í Limited er 223 hestöfl en stekkur upp í 258 hestöfl í „High Output“-gerð- inni í Overland. Sú vél skilar miklu afli til hjólanna og upp- takið í henni er sér- lega gott, ekki síst végna þess að hún byijar að toga um leið og komið er viö gjöfina. Með HO-vélinni kemur bíll- inn með öflugri flmm þrepa sjálfskiptingu sem kemur aflinu vel til skila. Uppgefin eyðsla vélarinnar er 16,5 lítrar sem er auðvitað frekar mikið. Samkvæmt aksturs- tölvu var meðaleyðslan 25 lítrar á hundraðið og þvi var nálin ansi fljót að hrapa niður á núllið. Grand Cherokee verður einnig boðinn með 2,7 lítra dísilvélinni frá Mercedes sem margir kannast við úr M-jeppanum. Sú vél er í senn öflug, spameytin og hljóðlát. Cherokee-bíl- amir sem hingað koma em framleiddir í verksmiðju Chrysler í Austurríki, eins og bílamir með VM-vélun- um. Léttur í stýri Þegar við höíðum Laredo-útgáfuna til reynsluaksturs í haust töluðum við um hversu stýrið í þeim bfl hefði verið þungt. Það var ekki raunin í Overland-bUnum og má eiginlega frekar segja að það hafi verið ónákvæmt vegna léttleika síns. Bíllinn átti það tfl að leita í hjólfór án nokkurrar viðvörunar. Eins og í flestum ameriskum bflum er svokölluð vökvastýrisvél í Grand Cherokee í stað hefðbundins tannstangarstýris. Hún er ekki stfll- anleg en munurinn gæti legiö i mismunandi smíðatíma bflanna. Laredo-bfllinn var framleiddur árið 2001 en Overland-billinn i október í fyrra. Eins getur mismun- andi dæla fylgt mismunandi vélum. Overland er þægi- legur á fjöðrun, ekki eins mjúkur og ódýrari útgáfum- ar, leggst ekki eins mikið í beygjumar en er samt ekki óþægilega stífur. Fjöðrunin er einnig þægileg á grófum og holóttum malarvegum. Nokkuð samkeppnishæfur í verði Hvað verðið áhrærir er það í efri mörkum en Over- land kostar 6.300.000 kr. Með 2,7 lítra dísilvélinni verð- ur Limited-útgáfan hins vegar ágætlega samkeppnis- hæf og er ekki langt frá sínum helstu keppinautum i verði. Limited 2,7 kostar 5.650.000 kr. en Land Cruiser 90 VX kostar 5.290.000 kr. og GLS-útgáfa Mitsubishi Pajero 5.250.000 kr. -NG © Farangur.srýrai er með ágætum og það er líka vel aðgengilegt. O Innréttingin er klædd svörtu leðri og bíllinn er vel búinn staðalbúnaði. 0 Afturlilerinn er tvískiptur þannig að opna niá glugga með rafstýringu. © „High Output" vélin er í hressara lagi enda skilar hún 250 hestöfluni. Eyðslan verður liins vegar uintalsverð nieð henni. ij JEEP GRAND CHEROKEE OVERLAND < Vél: 4,7 lítra, V8 bensínvél Rúmtak: 4701 rúmsentimetrar Þjöppun: 9,7:1 I Gírkassi: 5 þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Öxull á qormum . Fjöðrun aftan: Öxull á qormum Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD Dekkjastærð: 235/65 R17 YTRI TÖLUR: Lenqd/breidd/hæð: 4613/1836/1786 mm Fljólahaf/veqhæð: 2691/220 mm Beyqjuradíus: 12 metrar j INNRI TÖLUR: i Farþeqar m. ökumanni: 5 i Fjöldi höfuðpúða/öryqqispúða: 5/6 ] Faranqursrými: 1110-2059 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 16,5 lítrar Eldsneytisqeymir: 78 lítrar i Ábyrqð/rvðvörn: 3/7 ár Grunnverð Laredo: 4.89Ó.000 kr. | Verð Overland: 6.300.000 kr. Umboð: Ræsir hf. s Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður og speglar, aðfellanlegir speglar, 6 öryggispúðar, 10 diska geislapilari með stilling- um I stýri, skriðstillir í stýri, álfelgur, þokuljós, fjarstýrð samlæsing, rafdrifin og upphituð sæti með minni, akst- urstölva, tvöföld loftkæling, armpúði með geymsluhólfi, j Premium-leðurinnrétting, hlífðarpönnusett, rafdrifin sól- lúqa, regnnemi. SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 258/5200 i Snúninqsvæqi/sn.: 425 Nm/3500 Hröðun 0-100 km: 8,3 sek. ] -- -íý,'.' v I Hámarkshraði: 207 km/klst. : Eiqin þynqd: 1922 kq Heildarþynqd: 2495 kq j >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.