Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 17
DV-myndir Sigurður Jökull
LAUGARDAGUR l. FEBRÚAR 2003
H e Iga rb laö DV
7
„Mér er ekki
lengur illa við
sjónvarpsmynda-
vélarnar. Mér er
þó enn illa við
þessar venjulegu
myndavélar sem
ná andartakinu.“
Mér þótti
athyglin erfið
Kolbrún Björnsdóttir stjórnar i/ið annan mann einum
vinsælasta sjónvarpsþætti á íslandi, Djúpu lauqinni á
Skjá einum. Kolbrún seqir íviðtali við Helqarblað DV
frá feimnu stúlkunni úr Árbænum, börnunum sínum
tveimur oq óraunveruleika íslenskra skemmtistaða.
■ Sjá næstu opnu
Hver ertu?
„Ég fæddist á Siglufirði árið 1974 og bjó þar fyrstu
tvö ár ævi minnar. Svo fluttum við austur á Neskaup-
staö og bjuggum þar í tvö ár. Síðan hef ég búið í Ár-
bænum.
Ég er ósköp venjuleg stelpa, var í Árbæjarskóla og
fór í Versló. Ég var óskaplega feimin og bæld mann-
eskja - langaði helst að ganga með poka á hausnum
fyrsta árið mitt í Versló. Ég lét samt mana mig út í
félagslífið þar og síðasta árið mitt var ég svo komin í
stjórn nemendafélagsins. Ég get samt ekki annað en
hlegið þegar ég skoða myndimar frá þessu tímabili -
með perlueyrnalokka og með tösku i stíl við skóna!
Nú er ég í gallabuxum; orðin venjuleg tveggja barna
heimilisleg móðir sem býr í blokk í Árbænum.
Stundum er gert ráð fyrir því að leiöin úr Verzlun-
arskólanum liggi í viðskiptafræði eöa lögfræði; það
hefur ekki höfðað til þín?
„Nei, eiginlega fór ég í Versló af því að mamma var
þar, auk þess sem námið er mjög almennur og góður
grundvöllur. Þar era margar námsgreinar sem ætti
að skylda alla skóla til að kenna: lögfræði, verslunar-
réttur og auglýsingasálfræði sem nýtist mér vel í dag
- og enska, mikil enska. Ég sé ekki eftir einni mínútu
I Versló, það var frábær tími.