Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Page 48
52
HgIqcirhlaö I>V LAUGARDAGUR I. FEBRÚAR 2003
Reynsluakstur
Njáll
Gunnlaugsson
'3-
Kraftmikill
lúxusjeppi
Kostir: Kraftmikill, leöurinnrétting, búnaöur
Gallar: Eyðsla, ónókvœmur í stýri
Við höfum áður fjaUað nýlega um Jeep Grand
Cherokee, þá svokallaða Laredo-útgáfu með ítalskri
VM-dísiivél. Ræsir, sem er með umboð Chrysler á ís-
landi, hefur nú hafið innflutning á Jeep- og Chrysler-
bifreiðum og meðal frumsýningargesta á sýningunni
um helgina er þessi Overland-útgáfa með „High Out-
put“ V8 vél. DV-bílar höfðu hann til reynsluaksturs í
góða veðrinu í desember.
Vel búin innréttíng
Það er óhætt að segja að Overland sé sérlega vel bú-
inn bíll að upplagi og getur keppt við hvaða lúxusjeppa
sem er. Meðal staðalbúnaðar má nefna sóllúgu, leður-
klædd og upphituð rafdrifln sæti með minni, fjarstýrö
hljómtæki með 10 diska hleðslu, hitastýrða miðstöð,
sex öryggispúða, regnnema, skriðstiili og aksturstölvu.
Leðurinnréttingin í Overland kallast Premium og er
sérlega mjúk og þægileg. Ekkert í innréttingu og stað-
setningu stjómtækja kemur á óvart, nema kannski
staðsetning aksturstölvu sem er á óþægilegum staö
uppi við baksýnis-
spegilinn. Pláss er
gott í flesta staði,
fyrir utan höfuð-
rými í framsætum,
en þar tekur sól-
lúgan sitt pláss.
Öflug en
eyðslufrek
Vélin í Limited- og
Overland-gerðunum
er 4,7 lítra V8 vél
sem í Limited er 223
hestöfl en stekkur
upp í 258 hestöfl í
„High Output“-gerð-
inni í Overland. Sú
vél skilar miklu afli
til hjólanna og upp-
takið í henni er sér-
lega gott, ekki síst
végna þess að hún
byijar að toga um
leið og komið er viö gjöfina. Með HO-vélinni kemur bíll-
inn með öflugri flmm þrepa sjálfskiptingu sem kemur
aflinu vel til skila. Uppgefin eyðsla vélarinnar er 16,5
lítrar sem er auðvitað frekar mikið. Samkvæmt aksturs-
tölvu var meðaleyðslan 25 lítrar á hundraðið og þvi var
nálin ansi fljót að hrapa niður á núllið. Grand Cherokee
verður einnig boðinn með 2,7 lítra dísilvélinni frá
Mercedes sem margir kannast við úr M-jeppanum. Sú
vél er í senn öflug, spameytin og hljóðlát. Cherokee-bíl-
amir sem hingað koma em framleiddir í verksmiðju
Chrysler í Austurríki, eins og bílamir með VM-vélun-
um.
Léttur í stýri
Þegar við höíðum Laredo-útgáfuna til reynsluaksturs
í haust töluðum við um hversu stýrið í þeim bfl hefði
verið þungt. Það var ekki raunin í Overland-bUnum og
má eiginlega frekar segja að það hafi verið ónákvæmt
vegna léttleika síns. Bíllinn átti það tfl að leita í hjólfór
án nokkurrar viðvörunar. Eins og í flestum ameriskum
bflum er svokölluð vökvastýrisvél í Grand Cherokee í
stað hefðbundins tannstangarstýris. Hún er ekki stfll-
anleg en munurinn gæti legiö i mismunandi smíðatíma
bflanna. Laredo-bfllinn var framleiddur árið 2001 en
Overland-billinn i október í fyrra. Eins getur mismun-
andi dæla fylgt mismunandi vélum. Overland er þægi-
legur á fjöðrun, ekki eins mjúkur og ódýrari útgáfum-
ar, leggst ekki eins mikið í beygjumar en er samt ekki
óþægilega stífur. Fjöðrunin er einnig þægileg á grófum
og holóttum malarvegum.
Nokkuð samkeppnishæfur í verði
Hvað verðið áhrærir er það í efri mörkum en Over-
land kostar 6.300.000 kr. Með 2,7 lítra dísilvélinni verð-
ur Limited-útgáfan hins vegar ágætlega samkeppnis-
hæf og er ekki langt frá sínum helstu keppinautum i
verði. Limited 2,7 kostar 5.650.000 kr. en Land Cruiser
90 VX kostar 5.290.000 kr. og GLS-útgáfa Mitsubishi
Pajero 5.250.000 kr. -NG
© Farangur.srýrai er með ágætum og það er líka
vel aðgengilegt.
O Innréttingin er klædd svörtu leðri og bíllinn
er vel búinn staðalbúnaði.
0 Afturlilerinn er tvískiptur þannig að opna niá
glugga með rafstýringu.
© „High Output" vélin er í hressara lagi enda
skilar hún 250 hestöfluni. Eyðslan verður liins
vegar uintalsverð nieð henni.
ij JEEP GRAND CHEROKEE OVERLAND
< Vél: 4,7 lítra, V8 bensínvél
Rúmtak: 4701 rúmsentimetrar
Þjöppun: 9,7:1
I Gírkassi: 5 þrepa sjálfskiptur
UNDIRVAGN:
Fjöðrun framan: Öxull á qormum
. Fjöðrun aftan: Öxull á qormum
Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD
Dekkjastærð: 235/65 R17
YTRI TÖLUR:
Lenqd/breidd/hæð: 4613/1836/1786 mm
Fljólahaf/veqhæð: 2691/220 mm
Beyqjuradíus: 12 metrar j
INNRI TÖLUR:
i Farþeqar m. ökumanni: 5
i Fjöldi höfuðpúða/öryqqispúða: 5/6
] Faranqursrými: 1110-2059 lítrar
HAGKVÆMNI:
Eyðsla á 100 km: 16,5 lítrar
Eldsneytisqeymir: 78 lítrar
i Ábyrqð/rvðvörn: 3/7 ár
Grunnverð Laredo: 4.89Ó.000 kr.
| Verð Overland: 6.300.000 kr.
Umboð: Ræsir hf.
s Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður og speglar, aðfellanlegir speglar, 6 öryggispúðar, 10 diska geislapilari með stilling- um I stýri, skriðstillir í stýri, álfelgur, þokuljós, fjarstýrð samlæsing, rafdrifin og upphituð sæti með minni, akst- urstölva, tvöföld loftkæling, armpúði með geymsluhólfi, j Premium-leðurinnrétting, hlífðarpönnusett, rafdrifin sól- lúqa, regnnemi.
SAMANBURÐARTÖLUR:
Hestöfl/sn.: 258/5200
i Snúninqsvæqi/sn.: 425 Nm/3500
Hröðun 0-100 km: 8,3 sek.
] -- -íý,'.' v I Hámarkshraði: 207 km/klst.
: Eiqin þynqd: 1922 kq
Heildarþynqd: 2495 kq j
>