Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2003, Qupperneq 11
11 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2003 PV______________________________________________________________________________________ Útlönd íraksdeilan: Bush segist nú styðja nýja ályktun í Öryggisráðinu Powell að baki Bush Bush segir tímann aö renna út. Bush Bandarikjaforseti varaði Saddam Hussein íraksforseta við því í gær að tíminn til afvopnunar væri að renna út og að ef hann vildi komast hjá stríði yrði hann að vinna hratt. Þetta kom fram í ræðu Bush í gær þar sem hann sagði með Colin Powell utanrikisráðherra sér við hlið: „leiknum er lokið“ og hvatti um leið hikandi bandamenn til þess að sameinast í baráttunni við aða afvopna íraka. Það vakti athygli að Bush sagð- ist nú styðja nýja ályktun Öryggis- ráðsins svo framarlega sem hún gerði ráð fyrir skilyrðislausri af- vopnun eins og sú fyrri síðan i nóvember. En hann gerði það líka ljóst að ef Öryggisráðið tæki ekki til sinna ráða myndu Bandaríkjamenn með auknum stuðningi grípa til hvaða að- gerða sem væru nauösynlegar til þess að afvopna Saddam Hussein. Bush notaði einnig tækifærið til þess að senda Saddam tóninn og sak- aði hann um að hafa leyft her sínum Colln Powell utanríkisráðherra. Varað við hryðju- verkaárásum Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna varaði í gær við „aukinni hættu" á hryðjuverkaárás þar sem efna- eða sýklavopn yrðu notuð. Kemur þessi viðvörun aðeins degi eftir að Powell utanríkisráðherra sakaði íraka um að vera með slík vopn í sínum fórum á fundi Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. Viðvöruninni, sem var beint til „heimsbyggðarinnar allrar", sagði að bandarískum ríkisborgurum stafaði enn hætta af samtökum sem tengdust al-Qaeda hryðjuverkasam- tökum Osama bin Ladens sem bar ábyrgö á árásunum 11. september 2001., Ekki var gefin ástæða fyrir því að ráðuneytið ákvað að gefa út viðvörun nú en síðast gerðist það þann 20. nóvember þegar hljóð- snælda með skOaboðum frá bin Laden komst í hendur yfirvöldum. að nota efnavopn. „Einmitt þau vopn sem harðstjórinn segir heimsbyggð- inni að hann eigi ekki í vopnabúrum sínum,“ sagði Bush og tók einnig undir ásakanir Powells frá því á fundi Öryggisráðsins um að írakar veiti hryðjuverkamönnum tengdum al-Qa- eda-samtökunum skjól og leyfi þeim að starfa óáreittum innan íraks. Að mati stjómmálaskýrenda þykir ræða Bush sýna að þolinmæði Bandaríkjamanna sé á þrotum og að ekkert annað en stríð bíði hinu megin við homið verði Saddam ekki strax við kröfum Öryggisráðsins um frekari samvinnu við vopnaeftirlitið. Það sanni stóraukinn herafli á Persaflóasvæðinu en að sögn bandarískra embættismanna eru meira en 200 þúsund bandarískir hermenn nú komnir á svæðið eða á leiðinni þangað auk 40 þúsund breskra hermanna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem dyggOega hefur stutt hernaðarstefnu Bandaríkja- manna, virðist eitthvað vera farinn að linast í trúnni eftir stöðuga gagnrýni heima fyrir en hann sagðist í sjón- varpsviðtali í gær hafa trú á því að ný ályktun í Öryggisráðinu myndi breyta miklu um almenningsálitið. Hann sagðist þó ekki hafa skipt um skoðun varðandi nauðsyn þess að afvopna Saddam Hussein. „Ég er viss um að meö nýrri ályktun fengi ég aukinn stuðning þjóðarinnar og þingsins," sagði Blair. Það þykir einnig renna stoðum undir það að stríð gegn írökum sé á næsta leiti, með eða án stuðnings Öryggisráðsins, að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra er nú farinn tO Ítalíu og Þýskalands þar sem hann mun reyna að afla fyrirhuguðum hernaðaraðgerum stuðnings en Þjóð- verjar hafa hingað tO verið á móti þeim en þóttu hafa linast í afstöðu sinni á fundi Öryggisráðsins á mið- vikudaginn. í gær tilkynnti háttsettur íraskur embættismaður að þarlendur vísinda- maður, sem unnið hefði að framleiðslu efnavopna, hefði boðist tO þess að ræða við vopnaeftirlitsmenn og þykir það sanna aukinn samstarfsvOja Iraka. Þá samþykkti tyrkneska þingið í gær að leyfa Bandaríkjamönnum end- urbætur á tyrkneskum herstöðvum tO undirbúnings væntanlegs stríðs. JZj£7 i Leitarmenn í Texas. Blautviðri hægir á leitinni Leit stendur enn yfir víða um Bandarikin að braki úr geimfarinu Columbia sem fórst um síðustu helgi. Enn er leitað að búnaði sem gæti varpað ljósi á hvað það var sem varð tO þess að svo fór sem fór. Rigning gerði leitarmönnum erfitt fyrir i vesturhluta Texas en í smábænum Bronson voru saman komnir hundruð hermanna og lög- reglumanna tO að leita að háleyni- legum búnaði sem talið er að hafi faOið þar tO jarðar. Eftir þvi sem dagblað í Houston heldur fram er þar tækið sem um ræðir talbúnaður sem á að geyma samtöl geimfaranna sín á mOli og við stjórnstöðina á jörðu niðri. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lofað öUum þeim sem skOa bráki úr flauginni sem þeir kunnu hafa fundið og tekið í eigin vörslu frið- helgi og mun það hafa borið góðan árangur. Þó mun það „tOboð" ganga aftur í kvöld og fer því hver að vera síðastur því refsingin er þung. Tveir voru handteknir á mið- vikudag og þeir kærðir fyrir að stela braki úr flauginni og gætu þeir þurft að borga sekt upp á 20 mOljónir og dúsa í fangelsi í 10 ár. Flugvélar saknað í Kólumbíu Óttast er um líf vinnumála- og heObrigðisráðherra Kólumbíu auk fjögurra annarra sem voru um borð í flugvél sem nú er saknað. Hún hvarf þegar hún flaug yfir Andes-fjöOin og er óttast að Ola hafi farið. Ráðherrann, Juan Luis Londono, var með tveimur aðstoðarmönnum, lífverði og flugmanni í tveggja hreyfla vél og voru þeir á leið tO suðvesturhluta landsins, tO borgar- innar Popayan frá Girardot sem er í miðju landsins, 120 km sunnan höfuðborgarinnar Bogota. Aðeins 15 mínútum eftir flugtak var flug- umferðarstjórn búin að missa sjón- ar af vélinni. Leit var hætt í gærkvöldi þegar dimma tók en var svo haldið áfram í morgun. Svæðið sem vélin er tal- in hafa farist á er krökkt af vinstrisinnuðum uppreisnarmönn- um sem hafa verið í stríði við yfir- völd í landinu í fjóra áratugi. Londono er 41 árs og var skipaður ráðherra í ágúst síðastliðnum. . SAMSETT MYND / REUTERS Heilög María I Ástralíu? Kaþólikkar í Ástralíu flykkjast nú til Coogee-strandarinnar í einu úthverfa Sydney í Ástralíu þar sem þeim viröist sem heilög María hafi birst mönnum, eins og sést á myndinni til vinstri. Efasemdarmenn vilja þó halda því fram aö ímyndin af Maríu sé aöeins sjónarspil, samspil sólarljóss og skugga á giröingu, eins og myndin til hægri viröist sýna. Mikið um sjálfsvígstilraunir í Guantanamo-fangabúðunum Að sögn talsmanns bandaríska vamarmálaráðuneytisins í Pentagon hafa fjórir fangar í bandarísku Gu- antanamo-fangabúðunum á Kúbu reynt sjálfsvíg á undanfömum þrem- ur vOium. Þar með eru alvarlegar sjálfsvígstO- raunir í búðunum orðnar fjórtán á einu ári en þar eru vistaðir meira en sex hundruð grunaðir liðsmenn talí- bana og al-Qaeda sem handteknir voru í stríðinu í Afganistan. Alvarlegasta sjálfsvígstilraunin var gerð þann 16. janúar; þá reyndi fangi að hengja sig í klefa sinum en var „bjargað“ á siðustu stundu af fanga- vörðum. Hann dvelur enn í sjúkra- skýli fangelsins og er líðan hans slæm eftir atvikum. Kúbu-fanganna er vandlega gætt. „Yfirvöld í heimalandi hans voru strax látin vita um alvarlegt ástand hans,“ sagði Barbara Burfeind, tals- maður bandaríska vamarmálaráðu- neytisins, en bætti við að hinir þrír sem síðan hafa reynt sjálfsmorð hafi náð góðum bata og séu þegar komnir aftur í klefa sína. Fangamir í Guantanamo eru af bandarískum stjórnvöldum skO- greindir sem „ólöglegir bardaga- menn“ en ekki stríðsfangar, sem þýð- ir að þeir njóta ekki réttinda sam- kvæmt alþjóðlega Genfar-sáttmálan- um og fá því enga lögfræðiaðstoð eða að hafa samskipta við ættingja. Fjölda málaferla sem ætlunin hefur verið að reka tO þess að bæta réttar- stöðu fanganna hefur verið visað frá í bandaríska réttarkerfinu og einnig hefur kröfum ýmissa mannúðarsam- taka, eins og Amnesty Intemational, um að láta fangana annað hvort lausa eða ákæra þá fyrir glæp heldur ekki verið sinnt. ,1 borni !.augavegar og Klapparstigs Síðasti dagur útsölunnar er laugardagur! 2 °70% afsláttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.