Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 Fréttir DV Þjónustutekjur íslandsbanka, Landsbanka og Búnaðarbanka: Hafa aukist um 277% á síðustu 10 árum Þjónustutekjur bankanna hafa stóraukist á síðasta áratug. Bank- arnir veita viðskiptamönnum sín- um ýmsa þjónustu og hafa af því góðar tekjur. Undir þjónustutekjur falla liðir eins og ráðgjöf til einkstaklinga og fyrirtækja, eigna- stýring og fyrirtækjaþjónusta. Bank- amir hafa einnig undir þessum lið t.d. tekjur af verðbréfaviðskiptum og ráðgjöf, greiðslumiðlun, útlánum og ábyrgðum og erlendum viðskipt- um. Þjónustutekjur íslandsbanka, Landsbanka og Búnaðarbanka námu samtals 11,9 milljörðum króna á árinu 2002. Þjónustutekjur íslandsbanka námu 4,3 milljörðum króna en höfðu lækkað um 182 millj- ónir króna milli ára. Þjónustutekjur Landsbanka námu tæpum 4,1 millj- aröi króna og höfðu aukist um 13% milli ára og munar þar mestu um tekjur vegna verðbréfaviðskipta, greiðslukorta og erlendra viðskipta, og Búnaðarbanka 3,5 milljörðum króna og höfðu aukist um 799 millj- ónir frá árinu 2001, eða um 29% Á síðasta ári nam hagnaður bank- anna þriggja alls 9,4 milljörðum Hagnaöur/tap bankanna eftir skatta króna fyrir skatta, var 2,7 milljarðar króna hjá Búnaðarbanka, 2,5 millj- arðar króna hjá Landsbanka og 4,2 milljarðar króna hjá íslandsbanka. Hagnaöur bankanna eftir skatta nam 7,7 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur bankanna námu 23,9 milljörðum króna. Þjónustutekur 4,6 milljarðar króna árið 1997 Fyrir fimm árum, eða árið 1997, námu þjónustutekjur bankanna samtals 4,6 milljörðum króna. Þjón- ustutekjur íslandsbanka námu þá 1,6 milljörðum króna og höfðu auk- ist lítillega milli ára, Landsbanka 1,9 milljörðum króna og höfðu einnig lítillega hækkað milli ára og Búnaðarbanka liðlega 1,1 milljarði króna og höfðu einnig aukist lítil- lega milli ára. Þjónustutekjur bank- anna hafa aukist 2,5-falt á siðustu 5 árum, eða um 258%. Árið 1997 nam hagnaður íslands- banka 1.046 milljónum króna, Landsbanka 326 milljónum króna og Búnaðarbanka 137 milljónum króna eða alls um liðlega 1,5 milljörðum króna. Rekstrartap á árinu 1992 Fyrir 10 árum, eða árið 1992, námu þjónustutekjur íslandsbanka 1,4 miiljörðum króna, Landsbanka 1,9 milljörðum króna og liðlega ein- um milljarði króna hjá Búnaðar- banka, eða alls 4,3 milljörðum króna. Rekstur bankanna gekk hins veg- ar illa þetta ár. íslandsbanki var árið 1992 rekinn meö 176 milljóna króna tapi eftir skatta en 255,7 millj- óna króna tapi fyrir skatta, Lands- banki með 2,7 milljarða króna tapi en 65,8 milljóna króna hagnaði fyrir Þjónustutekjur bankanna skatta og Búnaðarbanki með 31,5 milljóna króna tapi en 2,6 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. Tap bankanna þetta ár nam því alls um 2,9 milljörðum króna árið 1992. Þjónustutekjur íslandsbanka, Landsbanka og Búnaðarbanka juk- ust aðeins um 6% milli áranna 1992 og 1997, en á 10 ára bili, frá árinu 1992 til 2002, jukust þjónustutekjum- ar um 277%! Á sama tíma hefur hag- ur bankanna farið hægt og sígandi batnandi. T.d. er afkoma Búnaðar- banka á árinu 2002 ein sú besta í sögu bankans og ein mesta arðsemi viðskiptabanka á íslandi. -GG Læknar á Suðurnesjum: Ráðningarvið- ræður í gangi Viðræður standa nú yfir milli Heil- brigðisstofnunar Suðumesja og lækna um ráðningu þeirra síðar- nefndu að stofnuninni, að sögn Sig- ríðar Snæbjömsdóttur framkvæmda- stjóra. Erfitt ástand varð við heilsu- gæsluna í kjölfar uppsagnar allra heilsugæslulækna sem störfuðu þar. Starfsemin er nú í viðunandi horfi, að sögn Sigríðar. Um síðustu mánaðamót var ráðinn nýr heilsugæslulæknir í Grindavík. Þá hefur verið ráðinn krabbameins- læknir við sjúkrahúsið og heilsugæsl- una á Suðumesjum. Loks hefur verið ráðinn í hlutastarf sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum. Næringarráð- gjafi hefur verið ráðinn í hlutastarf, svo og einn hjúkrunarfræðingur til ráðgjafar- og verkefnastarfa. Þrír heilsugæslulæknar starfa við heilbrigðisstofnunina í dag. Sigríður sagði að hklega yrðu þeir læknar sem ráðnir yrðu til viðbótar fremur á sviðum sérfræðinga. Hins vegar væri gleðilegt ef fleiri heilsugæslulæknar sæktu um starf hjá stofnuninni. „Það hefúr raunar aldrei verið hægt að segja að það ríkti neyðar- ástand við stofnunina," sagði Sigríð- ur. „Við veitum skjóta afgreiðslu miðað við t.d. Reykjavík þar sem bið- tími getur orðið margir dagar eða jafnvel vikur. Við sinnum öllum sam- dægurs þótt fólk geti þuft að bíða í einhverjar klukkustundir. Starfið gengur vel miðað við aðstæður.“ -JSS DVA1YND MS Sviptlvindasamt Talsvert hefur boriö á því að tengivagnar hafi fokiö á hliöina í vindsperringnum sem gengiö hefuryfir landiö á síöustu dægrum. Fram á þennan bíl ók tíöindamaöur blaðsins í Öxnadalnum í gærdag en þar rauk vindur á tíðum yfír 25 metra á sekúndu i verstu hviöunum. Enginn slasaðist í þessu óhappi. Keikó tilbúinn á síldveiðar - 31 árs líffræðingur úr Borgarfirði gætir Keikós í Taknesfirði í Noregi Keikó unir sér hið besta hjá Norðmönnum og er þessa dagana að búa sig undir að fara á síld undan strönd Mæris. Keikó er þar undir umsjón þeirra Colins Bairds og Þorbjargar Valdísar Kristjáns- dóttur, 31 árs líffræðings úr Borg- arfirði. Hún starfaði í Húsdýra- garðinum í Reykjavík en hóf störf í mars í fyrra með Keikó. „Hér bíðum við og leggjum af stað strax og fréttir berast af háhyrningum í síldartorfunum,“ sagði Baird í gærdag, en þá var Þorbjörg í fríi og hafði brugðið sér úr einsemd- inni í Taknesfirði í Halsa. þar sem hvalurinn unir sér vel og er í góðu formi. Baird segir að Þorbjörg Valdís nái sérlega góðu sambandi við Keikó og starf hennar sé mik- ilvægt Við strönd Mæris hefur fyrsta síldin þegar fundist og eftir eina til tvær vikur verður vertíðin komin á fullan skrið að sögn Af- tenposten í gær. Síldinni fylgja heilu hóparnir af háhymingum. Þorbjörg og Keikó Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir líf- fræöingur, annar tveggja gæslu- manna Keikós og kannski sá síöasti. Reynt verður að koma Keikó í kynni við þessa ættingja sína. Ætlun Free Willy-verkefnisins var einmitt að gera þennan tamda hval aftur að villtum háhyrningi. Norðmenn telja að ganga vorsíld- arinnar skapi bestu möguleikana á að Keikó samlagist villtri nátt- úru á ný. „Keikó kom okkur á óvart í fyrra þegar hann dvaldi með öðr- um háhyrningum í margar vikur áður en hann kom hingað til Nor- egs,“ sagði Baird. „Ég veit ekki hvort ég á að vera bjartsýnn á framhaldið, þetta er spurningin um hvort hann kýs að koma aftur með okkur eða verður áfram með öðrum háhyrningum," sagði Baird í gær. Ef Keikó kýs seinni kostinn verður reynt að fylgjast með honum úr fjarlægð einhvern tíma. En svo kann að fara að þessi frægasti hvalur síðari tíma hverfi sjónum manna og hætti að vera fréttamatur. „Strax og við fáum fregnir frá bátum við norðurströndina um að háhyrningar séu í síldarvöðunum þá fórum við út með Keikósegir Frank Hávik frá Free Willy-sam- tökunum í samtali við Aftenpost- en í gær. Frá Taknesfirði út á haf- svæðið norður af eynni Smöla þar sem síldarmiðin eru gjarnan er aðeins stutt sigling. Eyja þessi er um 80 kílómetra vestur af Þránd- heimi og stutt frá fiskibænum Kristianssundi. -JBP Ný plata væntanleg Björk Guðmunds- dóttir mun langt komin með vinnslu nýrrar breiðskífú sem kvað bera nafn- ið Lake Experience. Útgáfudagur hefur þó ekki verið ákveð- inn en fyrirhugað mun að platan komi út á sumardög- um en þá heldur söngkonan í tón- leikaferðalag um Evrópu. mbl.is greindi frá. Skipuð forstöðumaður Laufey Guðjónsdóttir hefur verið skipuð í embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar íslands. Hún tekur við starfmu í næstu viku en skipunin er til fimm ára. Alls sóttu 17 um starfið en einn dró umsókn sína til baka. Laufey hefur síðustu þrjú árin gegnt starfi dagskrárstjóra hjá RÚV. Laufey hefur BA-gráðu í kvikmyndafræðum og spænsku. Gefur kost á sér Björgólfur Guðmundsson mun ætla að gefa kost á sér í bankaráð Landsbankans fyrir hönd Samsonar eignarhaldsfélags ehf. Aðalfundur bankans fer fram á fóstudag. mbl.is greindi frá. Aöstoð til atvinnulausra Um 46% af útgjöldum Reykjavík- urborgar til íjárhagsaðstoðar á liðnu ári ruimu til fólks sem er atvinnu- laust. Útgjöld vegna þessa mála- flokks jukust um 41% á milli áranna 2001 og 2002. Minna greiðslumark Greiðslumark mjólkur á næsta ári verður að líkindum um 103 til 104 milljónir lítra - en það er um 2,1-2,8% minna en á yfirstandandi ári. Mjólkurkvótinn eða greiðslu- markið nú er um 106 milljónir lítra. Fær þakkir Náttúruunnendur færðu Jóni Krist- jánssyni heilbrigðis- ráðherra mynd af Þjórsárverum sem þakklætisvott fyrir nýlegan úrskurð vegna Norðlinga- ölduveitu. Myndin er eftir Þóru Ellen Þórhallsdóttur en auk þess fékk ráðherra 56 náttúru- lífsþætti eftir Magnús Magnússon kvikmyndagerðarmann. Magnús bað ráðherra að færa Bamaspítala Hringsins þættina. Fáar konur forstöðumenn Engin kona gegnir embætti for- stöðumanns í sjö af fjórtán ráðu- neytum. í hinum sjö eru konur í embættum forstöðumanna í miklum minnihluta. Þetta kemur fram í skýrslu sem nefnd á vegum ríkis- stjómar íslands hefur unnið um jafnrétti kynjanna við opinbera stefhumótun. Vill endurskoða samning Alcan í Straumsvík hefur óskað eftir að skattasamningur fyrirtækis- ins við stjómvöld verði endurskoð- aður. Fyrirtækið fer fram á sömu kjör og Alcoa býðst vegna fyrirhug- aðs álvers í Reyðarfirði. Samkvæmt samningi frá 1995 greiðir Alcan 33% tekjuskatt en í samningum við Alcoa mun kveðið á um 18% tekju- skatt. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.