Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 19
19 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 DV Tilvera lí f iö 1 Bandarikin gegn írak - lögmæti. markmift og afleiQinfiar Elías DaviSsson, tónskáld og fræðimaóur á sviði mannréttinda og þjóöaréttar, efnir til opinbers fýririesturs um striðið gegn írak kl. 17. Fyrirlesturinn verður haldinn! Lögbergi, við Háskóla islands, i stofu 101. Með erindi sínu, sem nefnist .Árásarstrið Bandaríkjanna gegn irak, lögmæti, markmið og afieiðingar", mun Elías leitast við að svara spurningum eins og: Hvaða afleiðingar hefur ólögmætt striö i írak? Getur strið stuðlað að réttlæti, friði og stöðugleika í Austuriöndum nær? Að loknum fyrirlestri verða fijálsar umræður. Aögangur er öllum opinn. Fundarstjóri er Þorbjöm Broddason, prófessor við Háskóla íslands •Fyrirlestrar • Málstofa um ráðherraábvrgft I tengslum við kennslu á námskeiðinu sflórnskipunarrétti og ágripi þjóðaréttar í lagadeild Háskóla íslands verður haldin málstofa um þörf á endurskoðun reglna um ráðherraábyrgð i dag milli kl. 12.15 og 13.30. Málshefjendur veröa Róbert R. Spanó, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og lektor við lagadeild HÍ, og Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður. Fundarsíóri er Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ. Á málstofunni verður fjallað um hvort þörf er á að breyta núgildandi reglum um refsiábyrgð ráðherra á pólib'skum embættisbrotum sem kveðið er á um i lögum um ráðherraábyrgð 4/1963 og lögum um landsdóm nr. 3/1963, en aldrei hefur reynt á ákvæði þessara laga. Málstofan verður haldin í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar HÍ. Að loknum erindum málshefjenda veröa fyrirspurnir og umræður. Málstofan er opin öllum sem áhuga hafa á efninu. ■ Stafakaria stafir og aðrir Kl. 20.30 heldur Félag islenskra fræða rannsóknarkvöld í Sögufélagshúsinu, Flschersundl 3. Þá ffytur Davíð Eriingsson, dósent í íslensku við Háskóla íslands, erindi sem nefnist .Stafakaria stafir og aðrir". Fundurinn er öllum opinn. Athugum á skýringum orðabóka á orðinu stafkarl i islensku og hinum Norðuriandamálunum leiði til öðruvísi skilnings en þess sem blasir við. Sá skilningur leiðir síðan á vit annarra hugmynda þar sem stafur, stafshugmyndin gegnir hlutverki uppistöðu og skiptir máli um tilvistina. •Tónleikar ■ Mviklr múnacHa^ar í Salnnm Kl. 20 verða Myrkir músíkdagar: Fjölóma raftónlelkar í Salnum. Rutt verður raftónlist eftir Kjartan Ólafsson, Hilmar Þóröarson, Rikharö H. Friðriksson, Þorkel Sig- urbjörnsson o.fl. Tónleikamir eru á vegum Tónskálda- félags íslands. •Fyrir börn ■Foreldrar og böm í Selfosskirkiu Það er foreldrasamvera í Selfossklrkju kl. 11. Lárétt: 1 listi, 4 bás, 7 storkar, 8 óánægja, 10 kona, 12 blossa, 13 beitu, 14 geö, 15 spil, 16 skjóti, 18 fljót, 21 aðdróttun, 22 band, 23 landræma. Lóðrétt: 1 sekt, 2 pípur, 3 skoðanamun, 4 hremmir, 5 gruni, 6 skref, 9 gremja, 11 löður, 16 viljugur, 17 spil, 19 óími, 20 umboðssvæði. Lausn neöst á síðunnl. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Hvítur á leik! Vasilios Kotronias og Nigel Short urðu efstir á Gíbraltarmót- inu með 7,5/10. Mótið var þokka- lega skipað og líflegt og vekur væntanlega Gíbraltarbúa til ein- hverrar skákvakningar, vonandi. Nigel Short náði efsta sætinu með þessum sigri í síðustu um- ferð. Simen Agdestem frá Noregi og Pia Cramling frá Svíþjóð voru meðal keppenda en hafa oft stað- ið sig betur. En það eru greini- lega engin takmörk fyrir hvar er hægt að tefla! Hvítt: Nigel Short (2690). Svart: Sarunas Sulskis (2567). Spánski leikurinn (!). Catalan Bay Gibraltar (10), 6.2. 2003. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a3 g6 13. d5 Rb8 14. Rfl Rbd7 15. Ba2 Hc8 16. R3h2 Rh5 17. Rg4 Rf4 18. Df3 h5 19. Rgh2 Rc5 20. b4 Rcd3 21. Hdl Rxcl 22. Haxcl c5 23. dxc6 Bxc6 24. Re3 Hc7 25. Rhfl Da8 26. Rd5 Bxd5 27. Bxd5 Rxd5 28. Hxd5 Hec8 29. Hc2 Dc6 30. Rd2 Dd7 31. Dd3 f5 32. a4 bxa4 33. Ha5 Bh6 34. Hxa6 Bxd2 (Stöðumyndin) 35. Hxd6! fxe4 36. Dxd2 Df5 37. c4 e3 38. fxe3 Kh7 39. c5 a3 40. Ha2 Ha7 41. Hd3 Hca8 42. c6 De4 43. b5 Kh6 44. b6 HÍ7 45. b7 HafB 46. Hb3 1-0. Lausn á krossgátu ■}UIB OZ ‘!QO 61 ‘BSO ii ‘snj 91 ‘Qnejj n ‘inuun 6 ‘laj 9 ‘uo s ‘jiuiEspuEq p ‘gutuiaJhB g ‘joj z ‘5tos 1 :u?JQ9fl iuiij fz ‘3B}S ZZ ‘Qiaus iz ‘BQÓui 8i ‘19U 91 ‘biu SI ‘dB5js H ‘ibuis 81 ‘Pia 81 ‘IJiu oi ‘JJnx 8 ‘JBjSo l ‘Jioq p ‘bjtis i ujpjn DV-MYND HARI Horft út á sjó Þaö hefur ekki viöraö vel fyrir útivist undanfarna daga á höfuöborgarsvæöinu, veriö vindasamt, rigning eöa slydda. Einn og einn sést þó á gangi á göngustígum borgarinnar. Svo var um þessa konu sem hvílir sig viö sjáv- arsíöuna. Dagfari_________________________________________________________ í frumskógi sjálfshjálpar Landlæknisembættið og Útlend- ingaeftirlitið eru þessa dagana að grennslast fyrir um Bandaríkja- mann sem haldið hefur sjálfs- hjálparnámskeið hér á landi. Námskeiðin hafa leikið fjölda fólks grátt, andlega og fjárhags- lega, og orðið þess valdandi að a.m.k. 20-25 manns hafa þurft aö leita sér aðstoðar. Við mennimir eru merkilegar skepnur. Eftir því sem velmegun eykst verður líf okkar flóknara og á margvíslegan hátt erfiðara. Forfeður okkar bjuggu við skil- yrði sem við eigum líklega aldrei eftir að skilja til hlítar, svo erfið voru þau. Lífsbaráttan var ótrú- lega miskunnarlaus, meðalaldur undir hálfri mannsævi nútímans og barnadauði skelfilega mikill. Forfeður okkar börðust frá vöggu til grafar við hungurvofuna, kuld- ann og myrkrið. Við stöndum hins vegar frammi fyrir allt öðrum vanda, s.s. ofáti, lystarstoli, ofdrykkju, reykingum, eitumeyslu, hreyfing- arleysi, kvíða, streitu, þunglyndi, óráðsíu, samskiptaörðugleikum, einelti og ofbeldi. Enginn skyldi gera lítið úr þessum neikvæðu þáttum nútímans. En eðlismunur á nútíö og fortíð felst í því að við getum, ólíkt forfeðrum okkar, gert heilmargt í málunum með viljastyrk, tillitssemi og svolítilli skynsemi. Nú flæða yfir okkur endalausar auglýsingar um allsherjarlausnir í formi sjálfshjálpamámskeiða, líkamsræktarprógramma og megranarkúra. En auðvitað er ekki til nein ein endanleg lausn fyrir okkur öll. Hver og einn verður að finna sína leið til betra lífs. Það er hins vegar til nóg af tiltölulega einfóldum lausnum fyrir okkur öll. Því er um að gera aö hefjast handa og taka fyrir eitt í einu. Myndasögur ií Fínt, en ég verð dálítlð þreyttur á að hann sé alltaf að monta eig af synl sínuml Hvemig var golfið með Bjarna? I i £ i 1 I I dag sagði hann að Stefán væri öruggur með að ná sér í góða gráðu í Háskólanuml

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.