Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 14
14 MIDVKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 Menning jy^r Hafiö Sterk og áhrifamikil kvikmynd sem er hvort tveggja fjölskyldudrama og lýs- ing á lífinu í fiskiplássi. Litla lirfan IJóta Hugljúft ævintýri meö teiknuöum persónum úr dýraríkinu. Menningarverðlaun DV 2003 - Tilnefningar í kvikmyndum Fjölbreytnin sjaldan verið meiri "Ég held ég geti sagt meöfullri vissu að aldrei hafa jafnmargar íslenskar kvikmyndir verió sýndar í kvikmynda- húsum og ífyrra, Efaö er gáð þá var einhver íslensk kvikmynd í sýningu nánast allt áriö og stundum fleiri en ein. Þetta er góðs viti og segir okkur að mikil gróska er í íslenskri kvikmynda- gerð um þessar mundir," segir Hilmar Karlsson, formaður menningarverö- launanefndar DV í kvikmyndum. „Það sem er einkennandi fyrir þennan fjólda kvikmynda er að fjölbreytnin var mikil og ungir og upprennandi kvikmyndagerðarmenn voru í sviðsljósinu jafnt og þeir sem reyndari eru. Fjöl- breytnin lýsti sér í að jöfnum höndum var verið að sýna leiknar kvikmyndir, heimildarmyndir og stuttmyndir. Ekki má gleyma sjónvarpinu sem stóð betur á verðinum en oft áður. Þar á bæ mættu þeir þó hlúa enn betur að íslenskri kvik- myndagerð." Eins og eðlilegt er eru gæðin misjöfn, en sjald- an taldi Hilmar að kvikmyndanefndin hefði haft úr jafnmiklu af góðu efni að moöa. „Kvikmynd- irnar fimm sem tilnefndar eru eiga það sameig- inlegt að leikstjórar þeirra eru af annarri og þriðju kynslóð íslenskra kvikmyndagerðar- manna þegar miðað er við svokallað „kvik- myndavor"," segir Hilmar og bætir því við að til- nefningarnar sýni vel fjölbreytnina á síðasta ári. Tvær leiknar kvikmyndir eru tilnefndar, tvær heimildarkvikmyndir og ein teiknimynd." Með Hilmari Karlssyni sátu í nefndinni Sif Gunnarsdóttir og Christof Wehmeier. Hafiö Eftir hina ágætu 101 Reykjavík á Baltasar Kor- mákur sterka innkomu meö Hafinu. Myndin, sem gerð er eftir vinsælu leikriti, er skynsamlega færð fram um nokkur ár og húmorinn aukinn. Baltasar Kormákur og Ólafur Hauk- ur Símonarson, höfundur leikritsins, ná vei saman. Útkoman er sterk og áhrifamikil kvikmynd sem er hvort tveggja fjölskyldudrama og lýsing á lífinu í fiskiplássi þar sem lífið er háð þeim skilyrðum að útgerðin verði þar áfram. Sagan gerist aö vetri til sem gerir þorpið einangr- aðra en ella og passar veturinn vel inn í kalt andrúmsloftið sem umlyk- ur persónurnar, Kvikmyndataka, tónlist, klipping og hljóð er eins og Hlemmur Veröld útigangsmanna kemst vel til skila í áhrifamikilli kvikmynd Ólafs Sveinssonar. annað í háum gæðaflokki. Þá er Hafið kvikmynd sem gefur leikurum gott færi á að tjá tilfinning- ar og Baltasar hefur valið vel. Hver einasti leik- ari gefur mikið af sér. Hlemmur Það eru sýnishorn af fólki sem sækir Hlemm sem Ólafur Sveinsson er að fjalla um í heimild- armynd sinni, Hlemmur. Hann tekur fyrir nokkra einstaklinga sem hefur verið útskúfað úr samfélaginu og aðra sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða - fólk sem á það sameiginlegt að stór hluti af veröld þess er Hlemmur. Sumir eiga afturkvæmt í samfélagið, aðrir ekki. Þessi veröld útigangsmanna kemst vel til skila í áhrifamikilli kvikmynd Ólafs. Það þarf mikla þolinmæði til að gera kvikmynd eins og Hlemmur og Ólafur lagði á sig að kynnast viðfangsefni sínu vel áður en hann hóf tókur og fyrir vikið er þetta ein áhrifa- mesta íslenska heimildarmynd sem gerð hefur verið. I skóm drekans í skóm drekans er hin umtalaða mynd Hrannar og Árna Sveins- barna um fegurðarsamkeppnina Ungfrú ísland.is. Umtöluð var hún vegna sýningarbanns sem að- standendur keppninnar lögðu á hana þar til komist var að mála- miðlun. Þetta er heillandi mynd umunga konu sem ætlar að af- hjúþa fyrirbærið fegurðarsam- keppni og sýna, að þótt keppnin kalli sig punktur is og þykist róa á önnur og vitsmunalegri mið en venjuleg fegurðarsamkeppni, þá sé dómnefnd enn að mæla út ung- ar konur á sundbolum og reyna að leggja mat á það hver sé sætust. Hrönn leggur af stað með myndavél á öxl og sígarettu í munnvik- inu, full hugsjóna, en verður smám saman hel- tekin af keppninni. í skóm drekans er ekki heim- ildarmynd um fegurðarsamkeppni heldur per- sónuleg mynd um upplifun einnar konu af slíkri keppni. Litla lirfan Ijóta Litla lirfan ljóta er fallegt ævintýri, búið til á tölvuteikniborði af mikilli list. Þar segir frá lít- illi lirfu í litlum garði, baráttu hennar fyrir til- veru sinni og nokkrum lífverum sem hún kynn- ist áður en hún fellir haminn. Myndin er ein- staklega hugljúf og þær persónur úr dýraríkinu sem kynntar eru til leiks eru vel heppnaðar og eiga auðvelt með að fanga hugi yngstu áhorfend- anna sem myndin er ætluð. Gunnar Karlsson, leikstjóri myndarinnar, fer leiðir sem ekki hafa verið farnar í íslenskri kvikmyndagerð áður og sendir frá sér vel gerða teiknimynd þar ^em heppnast vel að nýta sér þá tækni sem tölvur ráða yfir. Maður eins og ég Leikstjórinn Róbert Douglas sem sýndi okkur íslendinga í spéspegli í myndinni íslenska draumnum bankar aftur á dyr íslensks samfé- lags og við komum til dyranna eins og við erum klædd. Róbert er öllu dramatískari hér en í fyrstu mynd sinni, persónusköpun er dýpri og flóknari og þótt húmorinn sé vissulega til staðar ber hann myndina ekki uppi. Aðalpersónan, Júl- íus, er tragikómísk persóna, einstaklega óþrosk- aður í mannlegum samskiptum. Þegar hann verður hrifinn af kínverskri stúlku kann hann ekki að þróa sambandið heldur fer eftir amerísk- um sápuóperuklisjum sem leiða ekki til neins nema skipbrots. En Róbert skilur ekki við sögu- hetjuna á botninum heldur leyfir okkur að gleðj- ast með Júlíusi þegar hann byrjar að leggja rækt við eigin innri mann og leitar að verðmætum annars staðar en í skyndilausnum neysluþjóðfé- lagsins. skóm drekans Persónuleg kvikmynd um fegurðarsamkeppni. Maöur elns og ég Djúp persónusköpun og flókin. Myndbönd og gjörningar - í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi 12. febrúar til 9. mars Dagana 12. febrúar - 9. mars fer fram fjölbreytt myndbanda- og gjórninga- dagskrá í Listasafni Reykja- víkur - Hafnarhúsi. Dag- skráin verður opnuð form- lega í kvöld kl. 20. Henni er skipt niður í þrjú tímabil og hefst fyrsti hluti, Loud & Clear / Hátt og skýrt, í fyrramálið þegar safnið verður opnað. Myndböndin renna látlaust meðan safnið er opið, kl. 10-17 alla daga, og stendur þessi hluti til 24. febrú- ar. Loud & Clear samanstendur af níu DVD- verkum en þrír aðilar standa að hverju verki Guðnl Franzson. um sig, myndlistarmaður, tónlistarmaöur og auglýs- ingahönnuður. Tveir ís- lenskir tónlistarmenn taka þátt í þessum hluta, Guðni Franzson, sem vinnur með myndlistarmanninum Aernout Mik og auglýs- ingastofunni Wieden & Kennedy, og Haukur Tóm- asson sem vinnur með Jung von Matt og Yayoi Kusama. Annar hluti dagskrárinnar hefst 28. febrú- ar kl. 21 og ber yfirskriftina Ákveðin ókyrrð / Certain Turbulence. Þetta eru gjörningar sem nemendur í Listaháskóla íslands vinna í Haukur Tómasson. samstarfi við erlendra kennara og eru hluti af dagskrá Vetrarhátíðar dagana 28.2. - 2.3. Brian Catling, Julian Maynard Smith og Willem de Ridder taka þátt í gjörningunum sem verða aðeins framdir á kvóldin, kl. 21-23. Þriðji hluti stendur frá 4-9. mars og heit- ir Flash. Þá renna látlaust alla daga DVD- verk frá Bifron-stofnuninni í Amsterdam, unnin í samstarfi tónlistarmanna og mynd- listarmanna. Nánari upplýsingar eru á slóðinni: http://www.listasafnreykjavikur.is/Hafnar- hus/syningar/myndbond.shtml. Vert er að geta þess að á mánudógum er frítt inn í Hafn- arhús. Umsjón: Silja Aoalsteinsdóttir silja@dv.is Einleikaratríó á Sinfóníutónleikum Bryndís HaUa Gylfa- dórtir, Stefán Vovka As- hkenazy og Judith Ing- ólfsson mynda einleik- aratríó á næstu tónleik- um Sinfóníuhljómsveit- arinnar, annað kvöld kl. 19.30, í Þríleikskonsert Beethovens (í C dúr op. 56). Þeir eru ekki lán- lausir sem komast til að hlýða á þetta trió og þá er verkið sem þau leika ekki af verri endanum. Fyrst á tónleikunum er verkið Gangur sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi að beiðni Vla- dimirs Ashkeriazys og var frumflutt af tékk- nesku Fílharmoníunni í Prag í árslok 2001 undir stjórn hans. Það heyrist nú í fyrsta sinn hér- lendis og er líka til- hlökkunarefni. Síðust á tónleikunum er svo sin- fónía nr. 1 eftir Gustav Mahler. Hljómsveitarstjóri annað kvöld er Thomas Kalb (f. 1959), tónlistarstjóri í Heidelberg. Hann er einnig vinsæll gestastjórnandi annars staðar í Þýska- landi og víðs vegar í heiminum. Rosalegt uppistand Dagana 13..14. og 15. febrúar mæta ír- inn David O'Doherty og Nýsjálendingur- inn Rhys Darby á Sportkaffi og verða með uppistand. Þeir eru báðir atvinnu- grínarar og eftirsóttir á bresku uppi- standssenunni. David er einn mest um talaði uppistandari íra af yngri kynslóð- inni, var tilnefndur til hinna virtu „perrier" nýliðaverðlauna á Edinborgar- hátíðinni árið 2000 og hefur skrifað barnabók sem verið er að gera teikni- mynd eftir. Rhys er einn af þeim heitustu og jafn- framt reyndustu í bransanum á Nýja- Sjálandi. Hann er tíður gestur í vinsæl- um sjónvarpsþætti Nýsjálendinga, Pulp Comedy, þar sem gestir þáttarins eru allt að eitt þúsund, hefur tvisvar farið með uppistandsshow á Edinborgarhátíð- ina, býr nú í London og hefur brjálað að gera. Ágústa Skúladóttir verður fulltrúi íslands og mun kynna gesti og vera með uppistand bæði á ensku og ís- lensku. Hún hóf uppi- standsferilinn á Englandi og komst í undanúrslit í einni af stærstu og virtustu keppnum Breta, „so you think you're funny" 1999. Ágústa er einnig leiksrjóri og leikstýrði meðal ann- ars Sellófon eftir Bjórk Jakobsdóttur sem nú er verið að sýna í Nasa. Mjólkurskógur var fyrstur I DV í fyrradag, mánudag, var sagt í frétt um leiklestra á leikritum Sigurðar Pálssonar, sem hann hefur skrifað fyrir Nemendaleikhúsið, að Undir suðvestur- himni hafi verið fyrsta verkið sem sýnt var í Nemendaleikhúsinu. Menningar- síða fékk athugasemd svohljóðandi frá Viðari Eggertssyni leikara, leikstjóra og leikhússtjóra: „Það er ekki alveg rétt að Undir suðvestur- himni hafi verið fyrsta leikritið sem sýnt var í Nemendaleikhúsinu. Á undan var Hjá Mjólkur- skógi eftir Dylan Thom- as í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Síðan kom Undir suðvestur- himni. Nafnið var reyndar öðrum þræði spaugileg afbökun á nafni hins (Under MilkWood) og síðan auðvitað ljóðræn útlegging á staðsetningu Reykjavíkur, en verkið gerðist í Reykjavík þess nú- tíma (1976). Og af hverju þykist ég nú vita þetta? Jú, af því að ég var í Nemendaleikhús- inu þá og lék í báðum þessum verkum og er enn á lífi og nokkuð ern, og það sama má reyndar segja um alla þá sem komu að þessum tveim verkum!" Menningarsíða þakkar fyrir hugul- semina. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.