Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 29 Helena tekur við landsliðinu Helena Ólafsdóttir hefur veriö ráðin þjálfari A-landsliðs kvenna í stað Jör- undar Áka Sveinssonar sem hætti störf- um vegna anna. Helena þjálfaði Val í Símadeild kvenna á síðasta tímabili og var það frumraun hennar af þjálfun i meistara- flokki. Hún þjálfaði yngri flokka KR í mörg ár þar á undan. Helena átti farsælan feril sem leik- maður. Hún byrjaði hjá Víkingi, skipti yfir í KR árið 1986 og lék með liðinu til 2001 að undanskildu árinu 1992 þegar hún lék með ÍA. Helena spilaði 193 leiki í efstu deild kvenna og skoraði 154 mörk í þeim. -ósk keppni í hverju orði Þrír nýliðar í landsliðshópi Jörundar Áka Jörundur Áki Sveinsson, fráfar- andi landsliðsþjálfari kvenna, hef- ur valið 16 manna landsliðshóp íyrir vináttuleikinn gegn Banda- ríkjunum 16. febrúar næstkom- andi en leikurinn fer fram í Charleston í Suður-Karólínu. Jörundur Áki stjórnar landslið- inu í síðasta sinn í leiknum á sunnudaginn en Helena Ólafsdótt- ir, nýráðinn þjálfari landsliðsins, mun fara með liðinu út og nota tækifærið til að kynnast innviðum landsliðsins. Þrír nýliðar, þær Iris Andrésdóttir og Málfríður Ema Sigurðardóttir úr Val og Hólmfríö- ur Magnúsdóttir úr KR eru í hópn- um en hann heldur utan á morg- un. Hópurinn er skipaður eftirtöld- um leikmönnum: Markverð- ir: Þóra B. Helgadóttir (KR) og Mar- ía Björk Ágústsdóttir (Stjörnunni). Aðrir leik- menn: Eva Sóley Guð- björnsdóttir (Breiðabliki), Erla Hendriksdóttir (FV Kaup- mannahöfn), Olga Færseth (ÍBV), Rakel Logadóttir (ÍBV), Ásthildur Helgadóttir (KR), Elín Jóna Þor- steinsdóttir (KR), Hólm- fríður Magn- úsdóttir (KR), Hrefna Huld Jóhannes- dóttir (KR), Auður Skúla- dóttir (Stjörn- unni), Elfa Málfríöur Erla Björk Er- Sigurðardóttir. lingsdóttir (Stjömunni), Dóra Stef- ánsdóttir (Val), íris Andrésdóttir (Val), Laufey Jóhannsdóttir (Val), Málfríður Erla Sigurðardóttir (Val) og Rósa Júlía Steinþórsdóttir (Val). -ósk Hólmfríður Magn- úsdóttir. David Beckham sat fyrir svörum á blaöamannafundi í gær vegna landsleiks Englendinga og Ástrala sem fram fer á Upton Park, heimavelli West Ham, í kvöld. Reuters Rooney - verður yngsti landsliðsmaður Englands frá upphafi Sven Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga, ætlar að halda fast í þá stefnu sína, að láta tvö mis- munandi lið skipta hálfleikjum í vináttulandsleikjum á milli sín, þeg- ar Englendingar mæta Áströlum á Upton Park, heimavelli West Ham, í kvöld. Eriksson hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir þetta fyrirkomulag sitt og meðal annars reitt landsliðs- þjálfara Ástrala, Frank Farina, til reiði. „Ég stend fast á þvi að liðið sem hleypur út í seinni hálfleik fyrir hönd enska landsliðsins verður ungt og allt annað en það lið sem klárar fyrri hálfleikinn," sagði Eriksson. David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvað honum fyndist um þetta fyrirkomulag hjá Ériksson og var ekki annað að sjá svörum hans en hann væri sáttur þótt hann viðurkenndi að þetta væri kannski ekki besti undirbúningur- inn fyrir komandi leiki í und- ankeppni EM. Rétt ákvöröun „Þetta er ekki besti undirbúning- urinn en á þessum árstíma spila fé- lagsliðin mjög marga leiki, það er mjög mikið álag og menn hafa ein- faldlega ekki kraft til að spila heila landsleiki. Ég held að þetta sé rétt ákvörðun hjá þjálfaranum og aðstoð- armönnum hans. Þetta gefur lika ungum leikmönnum sem eru að koma inn í hópinn í fyrsta sinn tækifæri til að sýna sig,“ sagði Beck- ham en bætti síðan við að það væri ekki kvöð að spila fyrir landsliðið. „Það halda allir að það sé kvöð fyrir leikmenn að spfla vináttu- landsleiki en það er ekki rétt. Leik- mennirnir í enska liðinu vOja spOa í hverjum einasta leik, það eru aflir leikir stórleikir fyrir mér og öðrum leikmönnum liðsins og ég mun ekki sýna neina léttúð í undirbúningnum fyrir hann,“ sagði Beckham. Er tilbúinn í slaginn Sven Göran Eriksson sagði við enska fjölmiðla í gær að hinn 17 ára gamli Wayne Rooney myndi spOa seinni hálfleikinn og verða þar með yngsti leikmaðurinn í sögunni tO að klæðast ensku landsliðstreyjunni. „Ég er ekki í vafa um að Rooney er tObúinn í slaginn. Hann hefur sýnt það i vetur að hann hefur mOda hæfíleika og það hefur ekki hvarflað aö mér eina sekúndu að ég hafi gert mistök með því að velja hann í hóp- inn. Við stOlum upp ungu liði í seinni hálfleik hvemig sem staðan verður í hálfleik og hann á eftir að passa vel inn í það lið. Það er auðvit- að erfitt að vera sautján ára gamaU í enska landsliðinu og kannski eðli- legt að hann sé taugaóstyrkur en ég hef talað við hann og hef engar áhyggjur af honum," sagði Eriksson. Mun nýta tækifærið David Beckham tók í sama streng og Eriksson varðandi Rooney. „Hann er mjög ungur og þaö hef- ur farið lítið fyrir honum þegar hann hefur verið með hópnum inni á hóteli en hann hefur faOið vel inn,“ sagði Beckham sem hefur haft það verkefni að taka ungu drengina undir sinn verndarvæng. „Ég er klár á því að hann mun nýta tækifærið sem hann fær á morgun (í dag) líkt og hann hefur gert í aOan vetur með Everton. Það er aUtaf gaman að sjá unga leik- menn koma fram á sjónarsviðið og miðað við þá ungu leikmenn sem eru að koma upp núna þurfum við ekki að hafa áhyggjur af framtíð- inni. Þeir eru mjög jarðbundnir og eiga eftir að ná langt,“ sagði Beck- ham í gær. -ósk Byrjunarlið Skota klárt Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, tilkynnti í gær byrjunar- liöið fyrir leikinn gegn írum í kvöld. Tveir leikmenn, Steve Pressley og NeU McCann, eru þó meiddir og því er óvíst hvort þeir verða með í kvöld. Byrjunarlið Skota er nokkuð breytt frá því í leUcnum gegn Skotlandi í október á síöasta ári og sex leikmenn eru í byrjunarliðinu í kyöld sem byrjuðu leikinn gegn íslending- um. Meðal þeirra sem koma inn í byrjunarliðið er Don Hutchison, leikmaður West Ham, en hann var meiddur á hné þegar ísland mætti Skotum. Byijunarlið Skota er skipað eftirtöldum leikmönnum: NeO SuUivan (Tottenham), Graham Alexander (Preston), Gary Naysmith (Everton), Steven Pressley (Hearts), Russell Ander- son (Aberdeen), Christian DaUly (West Ham), Paul Lambert (Celt- ic), Barry Ferguson (Glasgow Rangers), Stephen Thompson (Glasgow Rangers), Don Hutchi- son (West Ham) og NeO McCann (Glasgow Rangers). -ósk Brynjar Björn vill nýjan samning - vonast til að hann verði klár fyrir vorið Landsliðsmaðurinn Brynjar Bjöm Gunnarsson hefur lýst yflr áhuga sinum á að framlengja samning sinn við Stoke en núgOd- andi samningur hans við félagið rennur út í lok yfirstandandi keppnistímabUs. Líöur vel í Stoke Brynjar Björn sagði í samtali við DV-Sport að hann væri tUbúinn tO að skrifa undir nýjan samning við Stoke og vonaðist tU að það yrði gert áður en tímabUinu lyki. „Ef allt gengur upp og við höldum okkur uppi þá vO ég vera hjá Stoke. Fjöl- skyldan hefur komiö sér vel fyrir og ég er ánægður hjá félaginu. Ég sé ekkert því tO fyrirstöðu að fram- lengja samning minn við Stoke," sagði Brynjar Bjöm en hann hef- ur spilað vel að undanfómu, skor- að nokkur mikUvæg mörk og sýnt fram á að hann er lykilmaður í þessu Stoke-liði sem berst fyrir lífi sínu í 1. deUdinni. Viljum halda honum Gunnar Þór Gíslason, stjómar- formaður Stoke, sagðist vera mjög ánægður með að heyra að Brynjar vOdi vera áfram hjá fé- laginu. „Við höfum ekkert tal- að við hann um nýjan samning í töluverðan tíma og hvenær það verður fær hann að vita fyrstur manna. Það er hins vegar gleðOegt að heyra að hann viiji vera áfram hjá Stoke, Við viij- um halda honum en hvort það gengur verður aö koma í ljós,“ sagði Gunnar Þór Gíslason. -ósk Brynjar Björn Gunnarsson Mikill áhugi á bikarleiknum gegn Chelsea: Uppselt hjá Stoke - allir miðarnir seldust í forsölu Það munu færri komast að en vOja á bikarleik Stoke og Chelsea sem fram fer á Brittania-leik- vanginum næstkomandi sunnudag. AUir miðar á leikinn sem Stoke hafði tO um- ráða, um 23 þúsund mið- ar, seldust upp i forsölu og er það í fyrsta sinn sem Gunnar það gerist að sögn Ric- Gíslason. hards Potts, sem er yfirmaður miða- sölunnar hjá félaginu. „Það er ótrúlegur áhugi fyrir leiknum, jafnvel þótt hann sé sýnd- ur beint í sjónvarpinu. AUir miðar eru farnir og við getum ekkert gert fyrir þá sem hafa ekki tryggt sér miða nú þegar. Ársmiðahafar gengu fyrir og siðan komu þeir sem gátu sýnt miða frá öðrum leik á þessu tímabUi. Ég held því að við höfum valið mjög sanngjama leið við út- hlutim miðanna," sagði Potts. 35 milljónir fyrir sjónvarpsrétt Eins og DV-Sport greindi frá bú- ast forráðamenn Stoke við að fá um 400 þúsund pund eða liðlega 52 mUljónir íslenskra króna í hreinan gróða af leiknum, þar af 275 þúsund pund eða rúmar 35 mUljónir fyrir sjónvarpsréttinn. Gunnar Þór Gíslason, stjómarformaöur Stoke, sagði í samtali við DV-Sport í gær að það væri mjög Þór gleðUegt að aUir þeir miðar sem í boði hefðu verið fyrir stuðningsmenn Stoke væru farnir út. Geröist hratt „Ég get ekki sagt aö það komi mér á óvart að það sé uppselt en ég átti kannski ekki von á því að það myndi gerast svona hratt. Chelsea fær fimm þúsund miða og ég á von á því að það selji þá aUa. Það verð- ur því væntanlega fuUur vöUur á Brittania-leikvanginum á sunnu- daginn. Stemningm og eftirvænting- in er mikU í Stoke fyrir leiknum og það verður hátíð í bænum þennan dag,“ sagði Gunnar Þór Gíslason við DV-Sport í gær. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.