Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 16
16 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Orð eru ódýr íslenskir stjórnmálamenn sem spila gjarnan á almenningsálitið - eru sjón- hverfingamenn lýðræðisins - hafa of lengi komist upp með að láta sleggju- dóma falla, fara fram með dylgjum og hálfkveðnum vísum, án þess að þurfa að standa skil orða sinna. Ekki er viö slíka stjórnmálamenn að sakast. Þeir eru aðeins að nýta sér möguleikana á hinu pólitíska sviði. Almenningur situr aðgerðalaus hjá í hrifningu sinni og aðdáun á lýðskrumaranum og fjölmiðlar taka undir með því að flytja gagnrýnislausar fréttir. Aldrei verða hinar hálfkveðnu vísur jafn háværar og rétt fyr- ir kosningar þegar skrumið tröllríður allri pólitískri umræðu. Stjórnmálamenn eru farnir að reikna með því að þeir komist upp með dylgjurnar. Og það sem meira er, margir hafa lært að ein besta leiðin til að öðlast lýöhylli er að nýta sér skrumið og setja upp leiktjöld hálfsannleika og aðdróttana. Meistarar pólitískra sjónhverfinga verða vinsælir og aufúsugestir fjölmiðlanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylk- ingarinnar, féli því miður í gryfju skrumarans í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar síðastliðinn sunnudag. Með furðulegum og ábyrgðarlausum hætti ryðst hún fram á völl landsmála. „Það má leiða að því rök að afskiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækjum landsins sé ein aðalmeinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs. Þannig má segja að það sé orðstír fyrirtækja jafn- skaðlegt að lenda undir verndarvæng Davíðs Oddssonar eins og það er að verða að skotspæni hans,“ sagði forsætisráðherraefn- ið og hélt áfram og tók dæmi um Baug, Norðurljós og Kaupþing: „Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrir- tækjum á málefnalegum og faglegum forsendum eða flokkspóli- tískum? Ertu í liði forsætisráðherrans eða ekki - þarna er efinn og hann verður ekki upprættur nema hinum pólitísku afskipt- um linni og hinar almennu gegnsæju leikreglur lýðræðisins taki við.“ Ingibjörg Sólrún er nægilega skynsöm til þess að fullyrða ekkert en dylgjur og aðdróttanir skila jafngóðum árangri að hennar mati. Með því að varpa fram spurningum gefur forsæt- isráðherraefnið í skyn að embættum Ríkislögreglustjóra og Rík- isskattsstjóra sé beitt í flokkspólitískum tilgangi til að klekkja á fyrirtækjum sem eru ráðamönnum ekki „þóknanleg". Með ræðu sinni á flokksstjórnarfundinum hefur Ingibjörg Sólrún sett tón fyrir komandi kosningabaráttu. Þar munu mál- efnin ekki ráða ferðinni heldur afskræming veruleikans. Kannski kunna kjósendur og fjölmiðlar slíku vel og íslensk stjórnmál munu hægt en örugglega færast nær nýrri lágkúru þar sem lítilsigldir stjórnmálamenn ráöa ferðinni. Alvarlegar deilur Frakkar, Þjóðverjar og Belgar eru á góðri leið með að eyðileggja NATO - varnarbandalag vestrænna ríkja. Með því að beita neitunarvaldi og koma í veg fyrir að varnir Tyrklands verði efldar, vegna hugsanlegra átaka við írak, hafa þessar þjóðir rekið fleyg í heillaríkt samstarf lýðræð- isþjóða í yfir 50 ár. Deilan innan Nato er alvarlegasta deila sem upp hefur komið innan bandalagsins. Trúverðugleiki þess hefur beðið hnekki en ekkert er mikilvægara en trúverðugleiki í vamarsamstarfi þjóða. Stefna Þjóðverja og Frakka í íraksdeilunni hefur gefið Saddam Hussein vonir um að hann komist upp með að hafa samþykktir Sameinuðu þjóðanna að engu - geti haldið áfram að gefa alþjóðlegum vopnaeftirlitsmönnum langt nef. Með öllum ráðum ætla þessar Evrópuþjóðir að koma í veg fyrir að valdi verði beitt til að knýja forhertan einræðisherra til að afvopnast. Og í viðleitni sinni virðast Þjóðverjar, Frakkar og Belgar tilbún- ir að fórna Nato. Óli Björn Kárason ________________________________________MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 DV Heildarlausn á tilboðsverði? 10 milljörðum fyrir aðild að ESB þegar ávinningurinn er ekki fyrir hendi?“ * Birgir Tjörvi \ Pótursson Kjallari___________ í ályktun stjórnar Heims- sýnar á dögunum var vakin athygli á nokkrum mikil- vægum atriðum í tengslum við það talnaflóð sem dunið hefur yfir að undanförnu um framlög íslands til ESB ef til aðildar kæmi. Þannig vakti stjórn félagsins at- hygli á aö óumdeilt væri að fjárfram- lög frá íslenskum skattgreiðendum til ESB yrðu 8-9 milljarðar króna á ári. í ályktuninni segir síðan m.a.: „Þótt vænta mætti að styrkir kæmu frá ESB til landbúnaðar og byggðamála á íslandi yrðu þau framlög ekki til að minnka útgjöld ríkissjóðs enda meg- inregla ESB að viðkomandi ríki leggi jafnhá framlög á móti styrkjum ESB.“ Hærri skattar? í ályktuninni segir enn fremur: „Það er ekki trúverðugt að ganga út frá því sem gefnu að framlög aðildar- ríkja ESB muni ekki hækka eftir 2006 þegar öllum er ljóst að sambandið stendur frammi fyrir miklum fjár- hagsvanda sem meðal annars lýsir sér í því að forystumenn ESB leyfa sér að krefja íslendinga um 38 sinn- um hærri framlög vegna EES-samn- ingsins en samið hafði verið um til að halda óbreyttum markaðsaðgangi sem við höfum haft í viðskiptum við ný aðildarríki um langt skeið. Varla gripi ESB til slíkra örþrifaráða ef fjármál þess stæðu traustum fótum. Þeir sem sækja það af kappi að ís- lendingar gangi í ESB verða að játa að aðild að sambandinu yrði veruleg byrði á íslenskum skattgreiðendum hvernig sem menn reikna það dæmi.“ í framhaldi af þessu er rétt að spyrja stuðningsmenn aðildar: Hvað- an á að taka þessa peninga? Verða skattar hækkaðir tú að mæta hinum nýju útgjöldum? Eða verða útgjöld ríkisins skorin niður? Hvar á þá að hækka skatta eða skera niður útgjöld ríkisins? Frá Einari Oddi til Miltons Stuðningsmenn aðildar hafa slegið fram lítt rökstuddum fullyrðingum um óbeinan ávinning af aðild sem vegi upp á móti beinu tapi. Mest áber- andi eru fuilyrðingar um ávinning af upptöku evru. Enn hefur enginn tek- ið undir þessar fullyrðingar þannig að sannfærandi sé. Samtök iðnaðar- ins reiknuðu út að óbeinn ávinningur íslendinga af aðild að ESB yrði um 40 milljarðar króna. „Það er nú eitthvað það vitlausasta sem hefur verið prentað á íslensku," hafði Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður um málið að segja í Silfri Egils. Milton Friedman, nóbelsverðlaunahafl í hagfræði, varaði ís- lendinga við því að taka upp evru í við- tali við Morgunblaðið í desember. Hann sagði að íslendingar gerðu mistök ef þeir fómuðu sveigjanleika í stjórn efnahags- og peningamála og bætti m.a. við: „Ég vona að ég hafi á röngu að standa [með evruna, innsk. greinarhöfund- ar]. Þar sem evran hefur þegar verið tek- in upp væri farsælast að það gengi vel. Ég er hins vegar svart- sýnn á að svo verði.“ Tugmilljarðaávinningur? í nýrri skoðanakönnun Viðskipta- blaðsins á viðhorfum 199 fram- kvæmdastjóra íslenskra fyrirtækja kom í ljós að meirihluti þeirra er andvígur aðild. í frétt Viðskiptablaðs- ins um könnunina var haft eftir Guð- jóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrir- tækja, að ESB-aðild væri ekki skil- yrði fyrir því að íslensk fjármálafyr- irtæki gætu haldið áfram að dafna. „Hvort við göngum i ESB eða ekki er atriði sem íslensk fjármálafyrirtæki eru almennt ekki að velta fyrir sér.' Innganga í Evrópusambandið snertir íslenska banka lítið þar sem við erum þátttakendur í öllu regluverki og þeim breytingum sem eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði Evrópu," sagði Guðjón og bætti síðar við: „SBV hefur síðustu misseri verið að skoða hvaða hugsanleg áhrif evran gæti haft á fjármálamarkaðinn, en ekki er ætlunin að móta neina stefnu í mál- inu á næstunni, enda málið ekki á dagskrá stjórnvalda." Ætla má að Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu í athugun sinni séð tugmiilj- arða króna ávinning af upptöku evru ef hann væri fyrir hendi. 10 milljarðar fyrir aðild? Af hverju eiga skattgreiðendur að tapa 10 milljörðum fyrir aðild að ESB þegar ávinningurinn er ekki fyrir hendi? í stað þess að taka 10 milijarða í gegnum skattkerfíð til að borga fyr- ir aðild er hægt aö sleppa því. Leyfa peningunum að vera áfram í vösum skattgreiðenda. í stað þess að draga úr þjónustu hins opinbera við skatt- greiðendur til að geta sent 10 millj- arða tO Brússel er líka að hægt að draga ekki úr henni. Ef ríkissjóður á hinn bóginn safnar 10 milljörðum með hækkun skatta eða niðurskurði ríkisútgjalda er hægt að nota þá í margt farsælla en aðgöngumiöa að ESB. T.d. í að borga skuldir ríkisins. Aðild er ekki eftirsóknarverð Aðalatriðið er að íslendingar hafa ekkert við aðild að ESB að gera. Hún er ekki eftirsóknarverð hvort sem hún kostar 5 eða 10 milijarða króna í beinhörðum peningum. íslendingar hafa betri aðgang að áhrifum á sam- félag sitt en víðast þekkist og saman- burður við aðrar þjóðir í efnahags- málum kemur vel út fyrir ísland. Virtustu fjármálastofnanir heims setja okkur í hæsta flokk þjóða hvað snertir lánshæfi. Lífskjör og kaup- máttur á íslandi setja ísland einnig í hæsta flokk. Þetta lýsir sér m.a. í háu verðlagi, eins og gengur meðal ríkra þjóða. Samt er verðlag almennt lægra hér en í Danmörku og Svíþjóð sem þó eru aðilar að ESB. Það segir að minnsta kosti evrópska hagstofan, Eurostat, um verðlag í Evrópuríkj- um. Hæst er verðlag í Noregi og Sviss. Þá í Danmörku og Svíþjóð og síðan í Bretlandi og á íslandi. Hér hafa verið nefndar sex af ríkustu þjóðum Evr- ópu. Með því að benda á þetta er ég ekki að segja að framangreindar þjóð- ir glími ekki við vandamál, langt frá því. Evrópusambandsaðild er bara ekki lausn á þeim vandamálum. Og það er kjarni málsins. Stundum fær maður á tilfinninguna að sölumenn Evrópusambandsaðildar séu eins og sölumenn bumbubana og fótanudd- tækja, með fullri virðingu fyrir hvor- um tveggja. Fólk sem hefur sett svo- leiðis hluti niður í kompu eða út í bíl- skúr veit að í þeim felst engin heild- arlausn. Jafnvel þótt hlutirnir séu á tilboðsverði. Sandkom sandkorn@dv.is Misjafh húmor Ekki eru allir viðhlæjendur vinir - það sannaðist í umræðum á Alþingi í vikunni. Það bar til að Halldór Ásgrímsson svaraði spurningu Kolbrúnar Halldórsdóttur um tiltekið mál á þá leið að ekki væri tímabært að fjalla um það núna því að úrlausn þess yrði í verkahring næstu ríkisstjómar. Kolbrún henti svarið á lofti og þakkaði Halidóri innilega fyrir að staðfesta að það yrði skipt um rík- isstjórn eftir næstu kosningar! Stjómarandstæðingar í þingsal gáfu ánægju sína með hnyttni Kolbrúnar ljóslega til kynna en ekki sáust svipbrigöi á einum einasta stjórnarliöa - nema Kristni H. Gunnarssyni; hann hló ... Hállgrímur kveður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir réðst harkalega á Dav- íð Oddsson í ræðu á flokksstjómarfundi Samfylking- arinnar á dögunum eins og tíundað hefur verið í fjöl- miðlum. Hallgrímur Helgason rithöfundur kastaði fram þessari vísu af því tilefni: Ingibjörg Sólrún sœkir á, sendir Dabba tóninn. Lítiö kóngur kætist þá; „kemur enn einn dóninn." Skoðanakönnun Fréttablaðsins daginn eftir sýndi 45% fylgi við Samfylkinguna og margir telja þing- framboð Ingibjargar Sólrúnar eiga mestan þátt í því. Um það orti Hallgrímur enn: Vinstriglösin fœr hún fyllt og flinkust er aö blanda. Pilsnerfylgió gott og gilt geröi hún aö landa. 17 + _____MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 Fréttir Lagaprófessor um dóm Hæstaréttar yfir Árna Johnsen: Þyngd i dóminn of mikið Dómur Hæstaréttar í máli Árna Johnsens er illa rökstuddur hvað varðar refsinguna að mati þeirra Eiríks Tómassonar, forseta laga- deildar Háskóla íslands, og Jón- atans Þórmundssonar, prófessors við deildina. Lagadeild efhdi ásamt Orator, fé- lagi laganema, til fræðafundar um dóminn í Lögbergi í gær. Ekkert var fullyrt um hvort dómurinn væri of þungur eða of vægur, en Jónatan sagði þó að fyrri dómur héraðsdóms hefði verið „í þyngri kantinum" að sínu mati og dómur Hæstaréttar þvi „nokkuð strang- ur“; miðað við þann takmarkaða rökstuðning sem lesa mætti út úr dómi Hæstaréttar teldi hann að dómur héraðsdóms hefði verið þyngdur of mikið. Óeðlileg hækkun úr héraði Jónatan sagði í upphafi mikil- vægt að hafa í huga að ákvörðun um refsingu væri hvorki „rétt“ né „röng“ og engin leið að sanna neitt í þeim efnum. Þá lagði hann áhersiu á að Hæstiréttur hefði ver- ið einhuga í málinu sem kynni að vera til marks um að hann teldi sig ekki vera að feta út á nýjar brautir með dóminum eða senda einhver tiltekin skilaboð með honum. Loks þyrfti að hafa í huga að málið ætti sér vart hliðstæðu á íslandi og því afar erfitt að bera saman refsing- una við refsingu í öðrum málum. Hæstiréttur þyngdi dóm héraðs- dóms yfir Árna um níu mánuði - úr fimmtán mánuðum í tvö ár. Dómarnir tveir eru hins vegar ekki fyrir sömu brot því að Hæstiréttur sakfelldi fyrir brot í 22 ákæruliðum en héraðsdómur fyrir brot í 18 lið- um. Við þetta óx augðunarbrot Árna að umfangi úr 3,2 miiljónum króna í héraði í 4,6 milljónir króna í Hæstarétti. Jónatan sagði að ekki væri ann- að að sjá af dómi Hæstaréttar en að ákæruliðirnir fjórir sem bættust við og viðbótarfjárhæðin -1,4 millj- ónir króna - væri ástæðan fyrir því að refsing Árna var þyngd um níu mánuði. „Ef svo er, sem mér sýnist, er ég ósáttur við þá niður- stöðu,“ sagði Jónatan. Ástæðan fyrir þessu er aö sögn Jónatans sú meginregla laga um meðferð opinberra mála, að Hæsti- réttur eigi ekki að breyta ákvörðun héraðsdóms um refsingu nema að hún hafí verið í verulegu ósam- ræmi við brot ákærða. „Þetta atriði felur að mínum dómi í sér aðhald um tiltekið jafnræði og samhengi í refsimati einstakra dómstóla," sagði Jónatan. „Til þess að hróflað verði við niðurstöðu héraðsdóms þarf ósam- ræmið að vera verulegt á annan hvom veginn. Og þar sem það er aðalregla ákvæðisins að Hæstirétt- ur breyti ekki refsiákvörðun hér- aðsdóms nema sérstaklega standi á Lagaprófessorinn Jónatan Þórmundsson segir dóm Hæstaréttar yfir Árna Johnsen illa rökstuddan. Dómur héraösdóms sé þyngdur meira en eölilegt geti talist miöaö viö þau rök sem Hæstiréttur setur fram. Verjandinn Björgvin Þorsteinsson, verjandi Árna, segir aö Hæstiréttur hafi ekki minnst einu oröi á ýmsar röksemdir sem beitt var í málsvörninni. Fræðafundur Hvert sæti var skipaö í stofu 101 í Lögbergi í gær á fræöafundi lagadeildar og Orators. Laganemar voru fjölmennir en einnig voru þarna verjandi Árna Johnsens, fulltrúar fjölmiöla, embættis Ríkislögreglustjóra og fleiri. mátti ætlast til þess í máli Árna Johnsens að breytingin væri rök- studd með vísan til þessa ákvæð- is,“ sagði Jónatan og bætti við: „Ég tel þetta frávik [9 mánaða fangelsi til viðbótar] verulega um- fram það sem felst í ákæruliðunum fjórum. Lélegur rökstuöningur Jónatan sagði að það væri öllum ljóst sem skoðað hefðu dóma í sakamálum, að talsvert skorti á að dómendur rökstyddu ákvarðanir sínar um refsingar nægjanlega. „Það skortir oft á tilgreiningu laga- ákvæða og umfjöllun um atriði sem aðilar máls hafa borið fyrir sig. Virðast gerðar minni kröfur til refsiákvörðunar i dómsmálum en úrlausnum stjórnvalda í stjórn- sýslumálum," sagði Jónatan og taldi þetta jafnframt einkenna dóm Hæstaréttar yfir Áma Johnsen. Þessu samsinnir Eiríkur Tómas- son, forseti lagadeildar. „Ég get tekið undir það með kollega mín- um að ég hefði viljað sjá refsi- ákvörðunina ítarlegar rökstudda en gert var,“ segir Eiríkur. „En þetta hefur verið lenska í dómum í sakamálum, að rökstuðningurinn er tiltölulega ítarlegur að því er varðar sakfellinguna, en þegar kemur að ákvörðun refsingar er rökstuðningurinn oft fátæklegur og byggt á ótilteknu mati dómstóla. Ég tel að það væri æskilegt að breyta þessu.“ Sú spurning vaknar hvort hér sé ekki um meiri háttar galla á ís- lensku réttarkerfi að ræða. Eiríkur segir að hafa verði í huga að dóm- stólar hafi vitanlega mörg atriði tU hliðsjónar þegar refsing sé ákveð- in, meðal annars refsingar í sam- bærUegum málum. „En í þessu máli, sem er mjög sérstakt, þá hefði ég vUjaö sjá ítarlegri rökstuðning fyrir refsiákvörðuninni." Ekki brugöist við rökum Björgvin Þorsteinsson, verjandi Árna, segir að Hæstiréttur hafi ekki minnst einu orði á ýmsar rök- semdir sem beitt var í málsvöm Árna. TU dæmis hafi hann haldið því fram að heimild laga til að þyngja refsingu fyrir brot sem framin eru í opinberu starfi stand- ist ekki jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar. „Á þetta minnist Hæstiréttur ekki einu orði,“ segir Björgvin. Jónatan Þórmundsson nefndi Qeiri atriði í sinni ræðu. Hæstirétt- ur hefði til dæmis ekkert fjallað um þau rök verjanda Árna að óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál- ið og versnandi heilsufar Árna ætti að koma til refsUækkunar. í' forsendum Hæstaréttar er að- eins nefnt eitt „ólögmælt" atriði sem virða má til málsbóta: sú stað- reynd að Árni „lét af störfum sem alþingismaður vegna málsins“. Jónatan vakti athygli á þessu orða- lagi Hæstaréttar; það gefi tU kynna að Árni hafi látið af starfi að eigin frumkvæði og samkvæmt því sé hæpið að líta á það sem málsbætur! Jónatan sagði eðlUegt að dóm- stólar brygðust í niðurstöðu sinni við málefnalegum kröfum og rök- semdum sem verjendur hefðu lagt mikla áherslu á - og spurði: „Til hvers er annars verið að heimUa verjanda að gera grein fyrir kröf- um sínum með málflutningi og færa rök fyrir honum?“ -ÓTG +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.