Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Fjórir Pólverjar hafa setið í haldi á þriðja mánuð - einn talinn hættulegur: Eftirlýstur vegna nauðg- unar og vopnaburðar - er einnig með sakaferil í Bandaríkjunum - óvissa um brottvísun og framsal Fjórir Pólverjar hafa setið í gæsluvarðhaldi allar götur síðan í byrjun desember en þeir hafa nú verið ákærðir fyrir tvö innbrot. Ekki sitja þeir inni vegna þess að almannahagsmunir krefjist þess eða að lögregla þurfl á slíku að halda meðan hún rannsakar af- brot þeirra heldur þar sem talið er að þeir muni stinga af úr landi og komast hjá refsingu. Á hinn bóg- inn er ljóst að þeir eru að öllum líkindum löngu búnir að taka út refsingu sína þar sem sakamenn á íslandi sem fremja tvö innbrot fást tæplega dæmdir í meira en tveggja mánaða fangelsi - a.m.k. ekki óskilorðsbundið. En sökum þess að héraðsdómari getur ekki tekið mál þeirra fyrir fyrr en í næstu viku verða fjórmenningam- ir í það minnsta að sitja inni þang- að til. Þá verður ákæra á hendur þeim þingfest. Ef mennimir neita sök - það er að hafa brotist inn í sölustaðinn Vegamót á Snæfells- nesi og gististaöinn Böðvarsholt í sömu sveit, auk þess aö hafa tekið tvo bíla traustataki - þá er ljóst að lögreglan fer fram á að þeir sitji inni enn um sinn, það er þangað til aðalmeðferð með vitnaleiðslum og málflutningi lýkur. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa stolið verð- mætum upp á meira en eina millj- ón króna í Böðvarsholti en minna á Vegamótum. Meira samstarf nauðsynlegt Einn af Pólverjunum, tæplega fimmtugur maður, er eftirlýstur af Interpol. Það er í tengslum við brot þar sem um vopnaburð, nauðgun og líkamsrárás er að ræða; mjög alvarlega háttsemi sem átti sér stað í heimalandinu, Póllandi. Þessi maöur er einnig með sakaferil í Bandaríkjunum. Hinir þrír Pólverjarnir eru 22ja, 25 og 38 ára karlmenn en einn þeirra hefur brotið af sér í Dan- mörku. Óttar Sveinsson blaöamaður Georg Lárusson, forstjóri Út- lendingaeftirlitsins, sagði við DV að búast mætti við að ef mennirn- ir fjórir yrðu dæmdir fyrir alvar- legar sakir yrði þeim vísað úr landi. Hins vegar hefði embætti hans ekki verið gert kunnugt um málið, a.m.k. ekki enn þá. Lögreglustjóraembættið í Reykjavík, sem annast ákæruvald í máli Pólverjanna, hefur enga af- stöðu tekið til þess enn þá hvem- ig málum verður háttað eða hvaða kröfur verða settar fram vegna hinna ákærðu. Georg sagði að í raun þyrfti að vera meira sam- starf milli Útlendingaeftirlitsins og ákæruvaldsins þegar um mál sem þessi væri að ræða. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu hafa Pólverjar, svo dæmi sé tekið, ekki farið fram á það enn þá að framan- greindur maður, sem er eftirlýst- ur, verði framseldur. Því er ljóst að réttaróvissa ríkir um það hvað um hann verður. -Ótt Fyrsta. almenna vetnisáfyllingarstöð heimsins veröur opnuö hjá Shell-bensínstööinni viö Vesturlandsveg á sumardaginn fyrsta. Framkvæmdir viö stööina eru nú í fullum gangi. ísland í forystuhlutverki í notkun nýs orkugjafa: Fyrsta almenna vetnis- áfyllingarstöð heimsins - verður opnuö í Reykjavík á sumardaginn fyrsta Kárahn j úkavirk j un: Fékk 3,5 millj- arða aukaverk sem bónus Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að heimila forstjóra fyrirtækisins að undirrita og af- henda ítalska verktakafyrirtæk- inu Impregilo veitingabréf fyrir gerð Kárahnjúkastíflu og aðveitu- ganga Kárahnjúkavirkjunar. Samningar um verkin verða und- irritaðir í kjölfarið af undirritun orkusölusamnings Landsvirkjun- ar og Alcoa í mars. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu er kom út í morgun. Samningurinn við Impregilo er í samræmi við tilboð verktakans í framkvæmdirnar. í heild er samningsupphæðin, svipuð til- boði Impregilo, að teknu tilliti til breytinga, aukaverka og aðlögun- ar ýmissa atriða, bæði til hækk- unar og lækkunar. Heildarupp- hæð samningsins er 38 milljarðar án virðisaukaskatts. Landsvirkj- un tekur frávikstilboðum sem fela í sér að notaðar verða þrjár gangaborvélar í stað tveggja og að gerð verða víðari göng fyrir framhjárennsli Jöklu á stíflustæð- inu á framkvæmdatíma. Samið hefur verið um að Impregilo vinni sem aukaverk heilboraðan hluta veituganga fyr- ir Jökulsá í Fljótsdal yfir í að- veitugöngin, samtals tæplega 10 km af um 14 km veitugöngum. Samningsupphæðin er rúmir 3,5 milljaröar króna. Að sögn Þor- steins Hilmarssonar, upplýsinga- fulltrúa Landsvirkjunar, var það mat þeirra að þetta verk þyrfti ekki að fara í útboð þótt það hefði ekki verið í upphaflega út- boðspakkanum. Samiö hefði verið á grundvelli fyrra tilboðs ítal- anna en þá kom fram að ekki treystu margir sér til að bjóða í þessi borunarverk. -VB Á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, verður opnuð í Reykjavík fyrsta vetnisáfyÚingarstöð heims fyrir al- menn ökutæki. Vinna við gerð stöðvarinnar er í fullum gangi á lóð Skeljungs við Vesturlandsveg. Stöð- in er hluti af samstarfsverkefni ís- lenskrar NýOrku ehf., DaimlerChrysler og fleiri erlendra aðila um vetnissamfélag á íslandi. Verður hún með búnaði frá Norsk Hydro til að kljúfa vetni úr vatni með rafgreiningu. íslensk stjómvöld ákváðu 1998 að taka þátt í þessu verkefni og að sögn Jóns Björn Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra íslenskrar NýOrku (New Energy Ltd), hefur mjög verið horft til framsýni íslendinga í þess- um málum víða um heim. í tengslum við opnun vetnis- stöðvarinnar verður haldin ráð- stefna um notkun og dreifikerfi vetnis. Verður hún undir fyrirsögn- inni: „Að gera vetni aðgengilegt fyrir almenning." Þá mun við opn- un stöðvarinnar verða tekin í notk- un fyrsta vetnisknúna bifreiðin hér á landi. Verður þar um að ræða Mercedes-Benz sendibifreiö af Sprinter-gerð. Jón Bjöm segist von- ast til að þrír vetnisknúnir strætis- vagnar komi síðan til landsins síð- sumars og verði þá líklega teknir í notkun 1. september. Mikill kraftur hefur verið í þró- un efnahverfla sem nota vetni sem eldsneyti í stað hefðbundinna bens- ín- og dísilvéla. Evrópubúar og Jap- anar hafa verið þar í forystu og nú hafa Bandaríkjamenn blandað sér í þann hóp í kjölfar nýlegra yfirlýs- inga bandarískra stjórnvalda. Bandaríkjamenn koma þó inn á talsvert öðrum forsendum en aðrar þjóðir þar sem þeir horfa fyrst og fremst til þess að koma í veg fyrir að verða stöðugt háðari aðkeyptu olíueldsneyti. Aðrar þjóðir hafa hins vegar fram undir þetta litið á vetnið sem ákjósanlegan kost til að minnka mengun frá ökutækjum í borgum. Jón Björn segir að verkefnið nú byggist á að sanna að vetni geti gengið í almennri notkun. „Sam- tímis erum við að vinna að samfé- lags- og efnahagsrannsóknum. Við erum að skoða hvemig þjóðfélagið muni taka vetni sem orkugjafa, hvaða áhrif þetta muni hafa efna- hagslega á land og þjóð. Einnig erum við að skoða möguleika á út- flutning og fleira." Eldsneytisframleiðsluríkið - Er líklegt að ísland verði elds- neytisútflytjandi? „Við teljum raunhæfa möguleika í framtíðinni á að flytja út vetni. Við gætum t.d. skaffað vetni á stærstan hluta bílaflota Danmerkur og keyrt nokkurra milljóna manna samfélag héðan frá íslandi. Við höfum reiknað út hvað við þurfum mikla raforku til að knýja alla bíla og öll skip á íslandi með vetni. Það er svona svipað og ein Kárahnjúkavirkjun og orka fyrir eitt álver. Það er aðeins brot af okk- ar möguleikum tfi raforkufram- leiðslu. Öll orkufyrirtækin hérlend- is eru þátttakendur í þessu verk- efni og eru á fullu að kortleggja hvaða áhrif þetta gæti haft á raf- orkukerfiö og uppbyggingu þess. Þetta vetnisverkefni snýst því um miklu meiri hagsmuni en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Hér er bæði um efnahagslegt mál að ræða og einnig hvað varðar það að íslendingar verði sjálfum sér nægir í orkumálum. Þama gæti því orðið um gríðarlegan gjaldeyrisspamað að ræða,“ segir Jón Bjöm Skúla- son. -HKr. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. SUS: Fordæmir mál- flutning Ingi- bjargar Sólrúnar Stjóm Sambands ungra sjálf- stæðismanna fordæmir málflutn- ing Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur á flokksstjómarfundi Samfylk- ingarinnar sl. sunnudag. í ályktun sem SUS hefur sent frá sér segir að borgarfulltrúinn hafi látið að því liggja að forsætisráðherra hefði staðið fyrir rannsóknum lög- reglu og skattyfirvalda hjá tiltekn- um fyrirtækjum og einstaklingum. „Þessar aðdróttanir em með öllu órökstuddar og beinast ekki aðeins að forsætisráðherra heldur einnig starfsheiðri lögreglumanna og starfsfólks embættis Skattrann- sóknarstjóra. Árlega sæta tugir ís- lenskra fyrirtækja rannsókn af hálfu yfirvalda, svo sem skattyfir- valda, lögreglu eða Samkeppnis- stofnunar og gefur ekki tilefni til ásakana um valdníðslu. Er með miklum ólíkindum að stjómmála- maður sem vill láta taka sig alvar- lega skuli byggja málflutning sinn á tilhæfulausum dylgjum og rætn- um kjaftasögum sem eru fyrst og siðast sprottnar úr hennar eigin herbúðum." Krefjast ungir sjálfstæðismenn þess að Ingibjörg rökstyðji mál sitt eða biðjist ella afsökunar. -HKr. Jóhanna B. Magnúsdóttlr. VG í Suðvesturkjördæmi: Jóhanna B. Magnúsdóttir í fyrsta sæti Á fundi kjördæmisráðs Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs í Suðvesturkjördæmi, sem haldinn var í Kópavogi í gær, var kynnt tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins. Þar er í 1. sæti Jóhanna B. Magnúsdóttir umhverfisfræðing- ur, í 2. sæti Þórey Edda Elísdóttir verkfræðinemi, í 3. sæti Ólafur Þór Gunnarsson læknir, í 4. sæti Sigmar Þormar félagsfræðingur, í 5. sæti Jón Páll Hallgrímsson ráð- gjafi, í 6. sæti Oddný Friðriks- dóttir hagfræðinemi, í 7. sæti Anna Ólafsdóttir Björnsson sagn- fræðingur og í 10. sæti Jens Andrésson vélfræðingur. í síð- ustu tveim sætum listans eru Arnþór Helgason, framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalagsins, og Kristín Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri VG. -HKr. Hannestapaði Hannes Hlífar Stefánsson tap- aði annarri skákinni gegn Sergei Movsesian sem tefld var í gær. Hannes er því 2-0 undir. Hannes hafði hvítt og eins og í fyrstu skákinni var tefld sikileysk vöm. Skákin var flókin en Hannes lék ónákvæmt í 17. leik og fékk verra pg mátti gefast upp eftir 34 leiki. í dag mun Helgi Áss Grétarsson jafnframt reyna við íslandsmótið í blindskák og hefst það kl. 16.30 eða hálftíma fyrr en sjálf skák Olís-einvígisins. í gær tefldu einnig Bragi Þorfinnsson og Am- ar E. Gunnarsson gegn tölvufor- ritinu Tiger 15 og töpuðu. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.