Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 27 Ólafur meiddur á öxl Óvíst er hvort Ólafur Stefánsson, lands- liðsmaður í handknattleik, getur leikið með liði sínu Magdeburg á sunnudag þeg- ar liðið mætir Wetzlar í þýsku 1. deildinni. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, sagði í samtali við þýska blaðið Volkstimme að Ólafur hefði kvartað undan eymslum I öxl og ekki væri ljóst hvort hann yrði góður fyrir leikinn gegn Róbert Sighvatssyni og Sigurði Bjamasyni og fé- lögum þeirra i Wetzlar á sunnudaginn í fyrsta leik liðsins eftir HM. -ósk Óánægður með völlinn Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, er mjög óánægöur með Hampden Park, völlinn sem skoska liðið mun spila gegn írum í kvöld og gegn íslendingum 29. mars. „Völlurinn er i mjög lélegu ásig- komulagi og ég ætla rétt að að vona að hann verði orðinn góður fyrir leikinn gegn íslendingum í lok mars. Við þurfum völlinn í topp- standi þá en ég er hræddur um að það verði erfitt miðað við ástandið á honum núna,“ sagði Vogts við fjöl- miðla í gær. -ósk KORFUBOLTI J P C3 B A ( ? Úrsllt í nótt: Orlando-New Jersey.......92-83 MsGrady 32 (8 frák.), Armstrong 20, Miller 11 - Kidd 19 (8 frák., 8 stoös.), Martin 17, Jefferson 15. Indiana-Cleveland .......107-96 O’Neal 28 (8 frák.), Miller 25, Tinsley 17 (8 stoðs.) - Jones 25 (7 frák.), Davis 23 (8 stoðs.), Ilgauskas 18 (12 frák.). Miami-New Orleans.........69-78 Jones 26 (7 frák.), Ailen 14, BuUer 11 - Mashbum 15 (14 frák.), Magloire 15 (7 frák.), Wesley 11. Atlanta-Golden State . . . 113-116 Glover 28 (7 frák.), Robinson 25, Dickau 16, Rahim 16 (10 frák.) - Arenas 37, Richardson 24, Dunleavy 16. Minnesota-DaUas..........100-98 Gamett 26 (12 frák., 7 stoð.), Szczerbiak 21, Nesterovic 15 (9 frák.) - Nowitzki 34 (7 frák.), Finley 21, Nash 14 (8 stoðs.). Chicago-Detroit ..........79-89 Rose 27, MarshaU 12 (12 frák.), Craw- ford 11 (5 stoðs.) - BiHups 20, Okur 17, HamUton 15 (6 frák.). Houston-Utah............101-103 Francis 28, Ming 25 (10 frák.), Morris 12 (10 frák.) - Malone 33 (9 stoðs.), Harp- ring 24, Stockton 18 (9 frák., 11 stoðs.) Phoenix-LA CUppers .... 106-107 Marbury 33, Marion 22 (7 stoðs.), John- son 21 - Brand 29 (11 frák.), Richardson 20 (6 frák.), MUler 19 (9 stoðs.). Sacramento-Washington . . 99-80 Stojakovic 20 (10 frák.) Christie 16 (12 frák.), Divac 13 - Hughes 19, Jordan 12, Haywood 10. Portland-San Antonio ... 111-116 WaUace 25, Pippen 19, Anderson 16 - Duncan 36 (15 frák., 7 stoðs.), Parker 22 (8 stoðs.), Rose 21 (15 frák.). Seattle-Boston ..........76-82 Payton 23 (11 stoðs.), Mason 17 (8 frák.), Lewis 15 - Walker 17 (12 frák.), McCarty 14, Pierce 14. LA Lakers-Denver ........121-93 Bryant 42, O’Neal 20 (8 frák.), Walker 14 - Howard 18, Yarbrough 18, Whitn- ey 14 (5 stoðs.), HUario 12. Einn leikur fór fram í Essodeild kvenna í gærkvöld: Erfið fæðing - hjá Gróttu/KR sem lagði Fylki/ÍR með Qórum mörkum „Það er alltaf erfitt að spila gegn þessum liðum sem við eigum að vinna,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Gróttu/KR, eftir leikinn. „Það þarf karakter til að klára slíka leiki og mér fannst við koma vel stemmdar til leiks en í seinni hálfleik náðum við ekki sama vam- arleik og gegn Fram um daginn til að mynda. Liðið virkaði þreytt eftir Fram-leikinn en ég er ánægður með að stelpumar skyldu hafa haldið haus,“ sagði Aðalsteinn. Það var fátt sem benti til annars á upphafsmínútum leiksins en þetta yrði leikur kattarins að músinni því Gróttu/KR-stúlkur komu geysilega vel stemmdar til leiks og þá sérstak- lega Þórdís Brynjólfsdóttir. í stöðunni 1-1 tók hún sig til og skoraði fimm mörk í röð og breytti stöðunni i 6-1 þegar rúmar tíu mín- útur voru liðnar af leiknum. Eina skiptið sem gestimir sáust brosa á þessum upphafsmínútum var þegar stóll tímavarðar gaf sig og féll hann í gólfið með miklum látum. Hann stóð þó blessunarlega upp aftur og kláraði sitt verk með prýði. Gestirnir virtust þó vakna við fall tímavarðarins og byrjuðu loks að spfia handbolta. Fyrir vikið náðu heimamenn ekki að bæta við foryst- una og munaði fimm mörkum á lið- unum í leikhléi. Gunnar Magnússon, þjálfari Fylk- is/ÍR, las augljóslega hressilega yfir hausamótunum á sínu liði í leikhléi því þær komu geysilega grimmar í síðari hálfleikinn og náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Hekla Daöadóttir sem hafði látið fara lítið fyrir sér í fyrri hálfleik reif félaga sína áfram og raðaði inn góðum mörkum. Heimamenn sáu í hvað stefndi, stigu á bensínið á ný og hleyptu gestunum aldrei nær sér en sem nemur þessum þrem mörkum. Fór svo aö lokum að þær sigruðu nokk- uð öruggiega með fjórum mörkum en þær þurftu svo sannarlega að hafa fyrir þessum sigri. Þórdís Brynjólfsdóttir var þeirra best að þessu sinni. Sprettur hennar í fyrri hálfleik lagði grunninn að sigrin- um. Eva Hlöðversdóttir var einnig drjúg á línunni og skoraði nokkur mikiivæg mörk þegar mest á reyndi. Frammistaða liðsins var þó engan veginn sannfærandi og þá var vamarleikurinn í síðari hálfleik sérstaklega slakur. Tinna Jökulsdóttir og Hekla Daðadóttir drógu vagninn fyrir gest- ina og ef Hekla hefði spilað eins vel í fyrri hálfleik og hún gerði í þeim seinni hefði allt getað gerst. Vöm gestanna var ágæt lengstum en sóknarleikurinn var á stórum köflum frekar vandræðalegur og hann þurfa þær að laga ef þær ætla að næla í fleiri stig í vetur. -HBG Gunnar Magnússon, þjálf- ari Fylkis/ÍR, gat lítið annaö gert en klóra sér f kollinum þegar hann horfði upp á sínar stúlkur tapa fyrir Gróttu/KR í Essodeild kvenna í gær. DV-mynd Sigurður Jökull Staöan IBV Stjarnan Haukar Valur Víkingur Grótta/KR FH KA/Þór 1563-3403 36 2 460-381 32 4 544-454 31 7 433-419 25 7 439-390 23 10 452-458 21 8 463-431 20 18 423-519 6 mtl Fylkir/IR 21 3 0 18 396-548 6 Fram 20 1 0 19 380-550 2 Næstu leikir: tBV-FH ..........12. febr., kl. 19.30 FH-ÍBV ............14. febr., kl. 18 Valur-Grótta/KR ... 14. febr., kl. 18 Fram-Víkingur......14. febr., kl. 20 Fylkir/ÍR-KA/Þór . 15. febr., kl. 16.30 Grótta/KR-Fylkir/IR 27-23 1-0, 1-1, 6-1, 7-2, 8-4, 11-5, (15-10), 15-11, 16-13, 19-15, 20-17, 22-19, 24-20, (27-23). Grótta/KR: Mörk/víti (skot/víti): Þórdís Brynjólfsdóttir 7/1 (13/2), Aiga Stepanie 4/2 (5/2) Eva Björk Hlöðversdóttir 4 (5), Eva Margrét Kristinsdótt- ir 4 (10), Anna Úrsula Guömundsdóttir 3 (3), Ragna K. Siguröardóttir 2 (4), Kristín Þóröar- dóttir 2 (2), Kristín B. Gústafsdóttir 1 (2), Hulda Sif Ásmundsdóttir (2), Gerður Einars- dóttir (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Þórdís 2, Anna Úrsula, Ragna Karen) Vitanýting: Skoraö úr 3 af 4. Fiskuð viti: Þórdís, Anna Úrsula, Eva Björk, Eva Margrét. Varin skot/víti (skot á sig): Hildur Gísla- dóttir 7 (26, hélt 6, 27%), Berglind HaQiöadótt- ir 0 (4, hélt 0, 0%). Brottvísanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson (3). Gœöi leiks (1-10): 4. Áhorfendur: 70. Ðest á Þórdís Brynjólfsdóttir, Grótta/KR Z Fvlkir/ÍR: Mörk/viti (skot/viti): Tinna Jökulsdóttir 7 (8), Hekla Daöadóttir 6 (10), Sigurbima Guö- jónsdóttir 4 (12), Valgerður Ámadóttir 3 (3), Andrea Olsen 1 (2), Lára Hannesdóttir 1 (2), Hrönn Kristinsdóttir 1 (6), Bjaraey Sonja Ólafsdóttir (1) Mörk úr hraöaupphlaupunu 2 (Tinna 2) Vitanýting: Skoraö úr 0 af 0. Fiskuó viti: 0. Varin skot/viti (skot á sig): Erna María Ei- ríksdóttir 10 (32, hélt 7,31%), Ásdís Benedikst- dóttir 1 (6, hélt 0, 0%). Brottvísanir: 6 mínútur. Undanúrslit í kvöld Undanúrslitm í SS-bikar karla í handknattleik fara fram í kvöld. HKtekur á móti Fram í Digranesi og Afturelding sækir Valsmenn heim á Hlíðarenda. Báðir leikimir hefjast kl. 19.30. HK og Fram hafa mæst tvíveg- is í vetur. í fyrri leiknum í Digranesi bar Fram sigur úr být- um, 29-28, en í seinni leiknum í Fram-heimilinu skildu liðin jöfn, 22-22. HK er í fjórða sæti deildar- innar með 26 stig en Fram í því sjöunda með 23 stig. Valur og Afturelding hafa mæst einu sinni í vetur. Það var í Mosfellsbæ og fóru Valsmenn með sigur af hólmi, 24-23, í æsispennandi leik. Valsmenn tróna á toppi deildarinnar með 31 stig en Afturelding er í tólfta sæti með tíu stig. -ósk Jóhann og Orri áfram í Þór Ak. - munu styrkja liðið Allt bendir til þess að framherj- amir Orri Freyr Óskarsson og Jó- hann Þórhallsson muni spila með Þórsurum í 1. deildinni í knatt- spymu á komandi sumri. Orri Freyr fór út til norska liðs- ins Tromso síðla síðasta sumar en varð fyrir því áfalli að annað lung- að féll saman og kom hann heim í kjölfarið. Orri sagði í samtali við DV-Sport í gær að hann væri allur að koma til og hefði spilað tvo leiki með Þór í Powerade-mótinu. „Ég er reyndar enn skráður hjá Tromso og á eftir að komast að sam- gífurlega í 1. deildinni komulagi við félagið um starfslok. Ég hef hins vegar ekki trú á þvi að það taki langan tima. Ég mun spila með Þór í 1. deildinni á næsta tíma- bili og vonandi gengur það vel, sagði Orri Freyr. Jóhann Þórhallsson, sem skoraði tiu mörk í Símadeildinni síðasta sumar, mun einnig leika með Þórs- urum. Hann fór til Danmerkur síð- asta haust en kom heim um áramót- in og sagði Jónas Baldursson, þjálf- ari Þórs, að Jóhann væri samnings- bundinn félaginu og myndi spila með því í sumar. -ósk í hópi tólf þjóða - sem ekki spila landsleik í kvöld íslenska landsliðið í knatt- spymu er í hópi tólf Evrópuþjóða sem ekki spila vináttuiandsleik í kvöld en dagurinn í dag, 12. febrú- ar, er alþjóðlegur leikjadagur og því hefðu allir atvinnumenn ís- lenska liðsins verið lausir í leik- inn. Aðeins tvö lið, Þýskaland og Skotland, af þeim fimm sem skipa fimmta riðil í undankeppni EM verða í eldlínunni í kvöld en ís- lendingar, Litháar og Færeyingar sitja heima með hendur í skauti. Skotar mæta Irum í Glasgow en Þjóðverjar sækja Spánverja heim. Undirbúningur þessara liða fyrir leikina í undankeppni EM 29. mars er því eilítið betri en íslend- inga og Litháa sem einnig spiia þann dag, íslendingar við Skota og Litháar við Þjóðverja, en Færey- ingar geta svo sem verið rólegir því aö þeir spila ekki fyrr en 7. júní. Einungis tvær þjóðir, Júgóslav- ía og Austurríki, af þessum tólf eru fyrir ofan íslendinga á heims- listanum en í þessum góða hópi er að einnig að finna stórþjóðirnar Lúxemburg, Hvíta-Rússland, Lett- land, San Marínó, Liechtenstein, Andorra og Aserbaídsjan auk Fær- eyinga og Litháa. -ósk/ÓÓJ Endanlegt hjá Keane Roy Keane hefur ákveðið að hætta að spila með írska landsliðinu fyrir fullt og allt en írskir knattspyrnu- áhugamenn voru vongóðir um að nýráðnum landsliðsþjálfara, Brian Kerr, myndi takast að fá hann aftur í liðið. Keane sagði við fjölmiðla í gær að ástæðan fyrir ákvörðun hans væri eingöngu sú að hann vildi einbeita sér að því að spila með Manchester United í nokkur ár í viðbót. „Ég hitti Brian Kerr og get sagt aö írska landsliðið er I góðum höndum. Ég hef hins vegar ráðfært mig við lækna og fleiri og þeir segja að ég muni ekki þola það álag sem fylgir því að spila með landsliði og félagsliði. Því ákvað ég að hætta.“ -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.