Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 Sport -c>. Mesta bæting: Lárus Jónsson í Hamri DV-Sport gerði úttekt á leik- mönnum Intersportdeildarinnar í byrjun nóvembermánaðar og það er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa bætt sig mest frá því í nóvember. Lárus Jónsson úr Hamri er sá leikmaður sem bætti sig mest en hér komu aðeins til greina leikmenn sem skoruðu 10 stig eða meira að meðaltali í fyrsta hluta mótsins. Þeir bættu sig mest: 1. Lárus Jónsson, Hamri...+3,8 2. Bjarki Gústafsson, Val .+3.5 3. Kristinn Friðrikss., Tindastóli +2,5 4. Svavar Birgisson, Hamri.... +1,7 5. Páll Kristinsson, Njarövík . . . +0,6 6. Helgi J. Guðfinnss., Grindav. +0,5 Hlynur kominn a Það er ljóst að Hlynur Bærings- son er að leggja lóð sitt á vogarskál- arnar hjá nýliðum Snæfells í vetur en hann er sá leikmaður i deildinni sem gerir mest fyrir sitt félag sam- kvæmt framlagsformúlu NBA-deild- arinnar. Hlynur hefur verið iðinn við stigaskorun ásamt því að taka mikið af fráköstum en sterkir ís- lenskir leikmenn í hans stöðu vaxa ekki á trjánum. Hann hefur þó ekki hitt vel og má bæta skotnýtingu sína til muna en leikmaður i hans stöðu á að skjóta betur en 40%. Framherjar skipa þrjú efstu sæt- in á listanum og næstir á eftir Hlyni koma Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík og Svavar Birgisson hjá Hamri. Páll Axel skipaði efsta sætið í úttekt DV í nóvember en Páll Axel hefur leikið mjög vel í vet- ur en er í liði sem hefur yfir að ráða meiri breidd og því hvílir ekki eins mikið á hans herðum hjá Grindavík og hjá Hlyni í Stykkis- hólmi. Styrkur Svavars er meiri á sókn- arhelmingi liðsins og hefur Svavar verið drjúgur við að skora í vetur. Blikinn Pálmi Sigurgeirsson er efsti bakvörðurinn í framlagi til sins liðs en Pálmi lék sína fyrstu landsleiki í lok síðasta árs. Hann hefur átt misjafna leiki eftir áramót en það efast enginn lengur um hæfi- leika piltsins. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur komið sterkur inn hjá Grindavík að undanfómu, er farinn að spila eins og hann getur best. Fáir leikmenn gera eins miklar kröfur tO sjálfs síns og Helgi og er hugsanlegt að frammistaða hans að undanförnu sé upphafið að einhverju meira. Magni Hafsteinsson úr KR fellur niður um nokkur sæti frá listanum í nóvember. Engum blöðum er um það að fletta að Magni er einn af bestu vamarmönnum deildarinnar og vamarleikur er sá þáttur leiks- ins sem ekki kemur fram í hefð- bundinni tölfræði körfuboltans. Hann hefur samt sem áður ekki náð stöðugleika í sókn og getur gert mun betur i þeirri deildinni. Hann sýnir á köflum að hann er með all- an pakkann en dettur svo þess á milli í algjöra meðalmennsku. Páll Kristinsson úr Njarðvík er kominn inn á topp tíu listann en Páll er eins og Magni mjög góður varnarmaður sem getur dekkað menn i nánast öllum stöðum. Hann á við sama vandamál að glíma með sóknarleikinn þar sem stöðugleik- inn er hans helsti óvinur. Bæði hann og Magni þurfa að bæta þetta hjá sér til að verða frábærir alhliða leikmenn. Félagi Páls I Njarðvíkurliðinu, Friðrik Stefánsson, kemur á eftir Páli í áttunda sæti. Friðrik spilar undantekningalaust mjög vel með íslenska landsliðinu og á heima í atvinnumennsku í Evrópu. Deildin hér heima virðist ekki henta hon- um eins vel en hann er að margra mati besti íslenski miðherjinn í dag. Eiríkur Önundarson og Hafþór Gunnarsson eru síðastir inn á list- ann yfir tíu efstu en Eiríkur hefur verið meðal bestu leikmanna deild- arinnar í mörg tímabil. Hafþór er leikmaður sem er að reyna skapa sér nafn í deildinni og er leikmaður sem ekki má vanmeta. -Ben Topplistar íslenskra leikmanna í Intersport- deildinni: 1. Hlynur Bæringsson, Snæfelli . 23,8 2. Páll Axel Vilbergsson, Grindav. 21,7 3. Svavar Birgisson, Hamri .....20,0 4. Pálmi Sigurgeirsson, Breiöab. 19,3 5. Helgi Jónas Guðfmnss., Grindav. 18,9 6. Magni Hafsteinsson, KR.......17,8 7. Páil Kristinsson, Njarövik .17,4. 8. Friðrik Stefánsson, Njarðvík ... 17,1 9. Eiríkur Önundarson, ÍR.......16,7 10. Hafþór Ingi Gunnarss., Skaliagr. 14,2 11. Sigurður Þorvaldsson, ÍR ...13,4 12. Lárus Jónsson, Hamri........13,2 13. Gunnar Einarsson, Keflavík . 13,1 14. ísak Einarsson, Breiðabliki . 12,7 15. Pétur Már Sigurðsson, Skailagr. 12,4 16. Sævar Ingi Haraldss., Haukum 12,2 17. Skarphéðinn Ingason, KR .. 12,1 18. Svavar Pálsson, Hamri........12,0 19. Sverrir Þór Sverrisson, Keflav. . 11,9 20. Teitur Örlygsson, Njarðvik .... 11,6 Bestir af bakvöröum 1. Pálmi Sigurgeirsson, Breiðabl. 19,3 2. Helgi Jónas Guðfmnss., Grindav. 18,9 3. Eiríkur Önundarson, IR.......16,7 4. Hafþór Ingi Gunnarss., Skallagr. 14,2 5. Lárus Jónsson, Hamri.........13,2 6. Gunnar Einarsson, Keflavik . 13,1 7. ísak Einarsson, Breiðabliki . . 12,7 8. Pétur Már Sigurðsson, Skallagr. 12,4 9. Sævar Ingi Haraldss., Haukum . 12,2 10. Sverrir Þór Sverrisson, Keflav. . 11,9 11. Teitur örlygsson, Njarðvík .... 11,6 12. Guðjón Skúlason, Keflavík .... 10,6 13. Helgi Guðmundsson, Snæfefli.. 10,6 14. Magnús Þór Gunnarss., Keflav. 10,1 15. Bjarki Gústafsson, Val .....10,1 Bestir af framherjum og miðherjum 1. Hlynur Bæringsson, Snæfelli . 23,8 2. Páll Axel Vilbergsson, Grindav. 21,7 3. Svavar Birgisson, Hamri ....20,0 4. Magni Hafsteinssort, KR....17,8 5. Páfl Kristinsson, Njarðvík .17,4 6. Friðrik Stefánsson, Njarðvík ... 17,1 7. Sigurður Þorvaidsson, ÍR...13,4 8. Skarphéðinn Ingason, KR ... 12,1 9. Svavar Pálsson, Hamri ......12,0 10. Valur Ingimundarson, Ska. . 10,9 Mesta niðursveifla: Friðrik Stefánsson í Njarðvík DV-Sport gerði úttekt á leik- mönnum Intersportdeildarinnar í byrjun nóvembermánaðar og síðan þá hafa nokkrir leikmenn misst dampinn og hrapað niður listann. Miðherji íslenska landsliðsins og Njarðvíkur, Friðrik Stefáns- son, fer þar „fremstur“ en hann hefur átt mjög erfitt uppdráttar eftir jól. Þeir lækkuöu sig mest: 1. Friðrik Stefánsson, Njarðvík . -6,9 2. Marel Guðlaugsson, Haukum . -6,7 3. Magni Hafsteinsson, KR .... -6,2 4. Óðinn Ásgeirsson, KR...-5,7 5. Gunnar Einarsson, Keflavik . -5,3 6. Falur Harðarson, Keflavík ... -5,2 7. Páll Axel Vilbergss., Grindav. -4,5 DV-Sport fylg- ir jöfnu NBA- deildarinnar DV-Sport byggir framlagsfor- múlu sína á „EíIiciency“-for- múlu NBA-deildarinnar sem var kynnt til leiks í vetur. Stig leik- manna eru reiknuð út frá föl- fræði þeirra í leikjunum. Jafnan er þannig: (Stig + fráköst + stoðsending- ar + stolnir boltar + varin skot) + (skot reynd - hitt úr skotum) + (víti tekin - hitt úr vítum) + tap- aðir boltar) / leikir. -ÓÓJ Hlynur Elías Bæringsson: Er að hækka meðalskor sitt 6. tímabilið í röð Hlynur Elías Bæringsson getur orðið fyrsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildar karla til þess að hækka meðalskor sitt í deildinni sex tímabil í röð ef hann skorar meira en 19,18 stig að meðaltali í vetur. Metið á hann í dag ásamt Val Ingimundarsyni. Hlynur hefur skorað 19,7 stig að meðaltali í þeim 14 leikjum sem hann hefur spilað til þessa og þarf að skora 108 stig í síðustu sex leikjunum eða 18 stig að meöaltali í leik. -ÓÓJ Stigaskor Hlyns í úrvalsdeild 1997- 98 Skallagrímur (16 leikir) 1,1 1998- 99 Skallagrímur (21) .8,0 1999- 2000 Skallagrimur (22) . . . 15,6 2000- 01 Skallagrímur (11) .... 19,0 2001- 02 Skallagrímur (22) .... 19,2 2002- 03 Snæfell (14)......19,7 Alls hefur Hlynur skorað 1438 stig í 106 úrvalsdeildarleikjum eða 13,6 að meðaltali í leik. - meðal íslensku leikmannanna í framlagsformúlu NBA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.