Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 I>V 9 Fréttir „Ég er ekki barnaníöingur. “ Jackson greiöir himinháar skaöabætur til aö komast hjá málsókn. Michael Jackson mætir á tónleika sem haldnir voru honum tii heiöurs í New York 2001. Á þessum tíma er Elizabeth Tayior besta vinkona hans . Michael Jackson: POPPSINS Michael Jackson skoðar apa í dýragarðinum í Berlín. Poppstjaman Michael Jackson hef- ur veriö í sviðljósinu frá því hann var fimm ára. Almenningur viröist hafa óendanlegan áhuga á Jackson og uppátækjum hans. Hljómplatan Thriller, sem hann sendi frá sér árið 1982, er ein söluhæsta plata allra tíma og fyrir hana hlaut Jackson átta Grammy-verölaun en hann hefur alls hlotið þrettán. Fyrir skömmu var sýnd heimildar- mynd þar sem breski fréttamaöurinn Martin Bashir fylgist með lifi Jacksons í átta mánuði. Myndin hef- ur vakið feikilega athygli og umtal en talið er að tuttugu og sjö miiljónir manna hafi horft á hana í Bandaríkj- unum og íslenska ríkissjónvarpiö ætlar að endursýna hana laugardag- inn 15. febrúar. Þrátt fyrir að fólk skiptist í fylking- ar, með eða á móti hinum sjálfskap- aða konungi poppsins, trúðu fæstir sínum eigin augum þegar þeir fylgd- ust með lífsstil Jacksons og heyrðu svör hans við spumingum Bashirs. Fuilyrðing Jacksons þess efiiis að hann leyfi ungum drengjum að sofa í rúminu sínu hefúr vakið reiði víða um heim. Jackson segir reiði fólks stafa af skilningsleysi; hann leyfi drengjunum að gista hjá sér vegna þess að þeir séu vinir hans og að það sé ekkert kynferðislegt á milli þeirra. í viðtalinu lýsir hann einnig því of- beldi sem faðir hans beitti hann í æsku, m.a. meö því að berja hann áfram með belti í orðsins fyllstu merkingu. Michael Jackson hefur hagnast gríðarlega á ferlinum og eru eignir hans metnar á rúma biiljón dollara. Hann hefur komið sér upp drauma- veröld, með sirkusi og dýragarði, sem hann nefnir Neverland og býr þar umkringdur öllu því sem böm gætu hugsað sér að eiga. Hjólin fara að snúast Michael Jackson fæddist í Indiana- fylki í Bandaríkjunum 29. ágúst 1958, sjöundu af níu bömum. Ungur að árum varð hann frægur sem aðal- söngvari Jackson 5, á níunda ára- tugnum sló hann í gegn svo um mun- aði og varð einn vinsælasti söngvari heims. í lok síðustu aldar dalaði frægð hans sem tónlistarmanns en þess í stað varð hann frægur sem viðrini eða „frík“. Michael litli var fimm ára þegar hann fór að syngja með bræðrum sín- um í The Jackson 5 en sönghópurinn varð mjög vinsæll árið 1970 og átti nokkur lög í efsta sæti bandaríska R&B listans. Michael varð snemma stjama hópsins, ekki síst fyrir ungan aldur, og árið 1971 var andlit hans í fyrsta sinn á forsíðu tónlistartima- ritsins Rolling Stone. Michael var þrettán ára þegar hann gaf út fyrstu skífuna undir eig- Michael Jackson vitnar í máii sem hann höföaöi á hendur útgefanda sínum sem hann telur hafa brotiö á sér samning. in nafni. Platan, sem nefnist Ben, seldist vel og Michael hlaut tvenn Billboard-verðlaun, sem besti karl- söngvarinn og besti sólósöngvarinn. Áriö 1979 sendi Michael Jackson frá sér plötuna Off The Wall. Platan naut strax mikilla vinsælda og Jackson varð einn fárra tónlista- manna til að eiga fjögur lög af sömu plötu inni á top tíu listanum í Banda- ríkjunum. Platan seldist í sjö milljón- um eintaka og Michael fékk sin fyrstu Grammy-verðlaun og fjölda annarra verðlauna fyrir Off The Wall. Æðið fer af stað Brjálæðið í kringum Michael Jackson fór ekki alminnilega af stað fyrr en í lok ársins 1983 þegar hann sendi frá sér plötuna Thriller, en hún skaust eins og raketta upp alla vin- sældalista. Sjö lög af Thriller fóra inn á topp tíu í Bandaríkjunum og þar af þijú í fyrsta sæti. Thriller var alls þijátíu og sjö vikur í fyrsta sæti og seldist í fimmtíu og einni milljón ein- taka og er enn að seljast. Myndbandið við Thriller olli bylt- ingu í gerð tónlistarmyndbanda og braut þá hefð MTV að sýna ekki myndbönd með svörtum tónlistar- mönnum. Jackson hlaut þrettán Bill- board-verðlaun, átta American Music Awards verðlaun og átta Grammy- verðlaun auk fjölda annarra verð- launa fyrir Thriller. Hann hefur hlot- ið tuttugu og sex platínuplötur fyrir Thriller og salan á Off the Wall rauk upp í kjölfar velgengninnar með Thriller. Árið 1987 gaf Jackson út plötuna Bad. Hún seldist griðarlega vel en náði samt engan veginn sömu vin- sældum og Thriller. Jackson hefur fengið að minnsta kosti átta platínu- plötur fyrir Bad. Fjórum árum eftir Bad sendi Jackson frá sér Dangerous. Platan seldist vel en sala hennar olli enn meiri vonbrigðum en Bad. Jackson hefur hlotið sjö platínuplötur fyrir Dangerous. Leyfið börnunum að koma til mín í maí 1994 gengur Michael Jackson að eiga Lisu Marie Presley, dóttur El- vis Presley, en nokkrum mánuðum áður hafði hann verið sakaður um kynferöislega misnotkun á fjórtán ára gömlum dreng. Eftir skilnaðinn fara fjölmiðlar að velta sér upp úr kynhegðun Jacksons; hann er ýmist sagður vera kynlaus eða sýna ungum drengjum óeðlilega athygli. Hann sendir frá sér plötuna HI- Story Past Present & Future í maí 1995. Sala á plötunni gekk illa á mæli- kvarða Michaels Jacksons en náði þó fimmfaldri platínusölu. í júlí sama ár kemur Michael fram opinberlega með eiginkonu sinni og sver af sér allar sakir um misnotkun á drengj- um. „Ég gæti aldrei gert bami mein, engum, þaö er ekki í eðli mínu, ég er ekki þannig maður. Ég hef aldrei boö- ið bömum upp í rúm til mín en þeim þykir vænt um mig og þau elta mig á röndum. Ef þau langar að gista í rúm- inu minu leyfi ég þeim það.“ Lisa og Michael skildu eftir átján mánaða hjónaband. í apríl 1996 sendir Jackson frá sér fréttatilkynningu þess efnis að vin- kona hans Deborah Rowe sé ófrísk af hans völdum og þau gifta sig skömmu síðar. Deborah elur son 1997 sem fær nafnið Prince Michael Jos- eph Jackson Jr. Rowe viðurkennir að um gervifijóvgun hafi verið að ræða. Hundeltur Blood on the Dance Floor - History in the Mix kemur í verslanir í maí 1997. Sala plötunnar er sú allra léleg- asta af plötum Jacksons til þessa. Um haustið kemur Jacson fram í sjón- varpsviðtali þar sem hann segist hafa verið á flótta alla sína ævi og að dauða Díönu prinsessu hafi haft djúp- stæð áhrif á hann. „Líf mitt er alveg eins og hennar, það er aldrei friður og við erum hundelt af fjölmiðlum." í sama þætti segist Jackson hafa selt fjölmiðlum myndir af syni sínum í þeirri von að þeir hætti að elta bam- ið á röndum. „Peningamir fóra til góðgerðarmála." Life birtir mynd af Jackson Jr. með guðforeldrum sínum, Elizabeth Taylor og Macaulay Culkin. Deborah Rowe tilkynnir að hún sé ófrísk að öðru bami, stúlku, sem eigi að heita Paris Michael Katherine Jackson. Stúlkan fæðist í apríl og í sama mán- uði vinnur Jackson mál gegn manni sem segist hafa undir höndum mynd- band sem sýni Jackson hafa mök við þrettán ára dreng. Jackson skilur við Deborah Rowe í október 1999. Hélt barni út um glugga á fjórðu hæð Michael Jackson sendi síðast frá sér plötu í október 2001. Platan heitir Invincible og kostaði gerð hennar rúmar þijátíu milljónir dollara. Sal- an hefur gengið illa og í febrúar 2002 höfðaöi Jackson mál á hendur Sony- plötufyrirtækinu fyrir að standa ekki við gerða samninga um markaðssetn- ingu Invinceble. Hann reyndi að auka sölu plötunnar með því að koma oftar fram opinberlega. í nóvember síðastliönum mætti Jackson fyrir rétt í Kalifomíu vegna málaferla út af tvennum tónleikum sem hann hafði aflýst á síðustu stundu. Hann fer svo til Þýskalands til að taka viö Bambi-verðlaununum og veldur miklu fjaðrafoki þegar hann heldur bami út um glugga á fjórðu hæð hótelsins þar sem hann gistir. í janúar 2003 er frumsýnd heimild- armynd um Michael Jackson sem veldur miklu umtali. í framhaldi af sýningu hennar margfaldast sala á geisladiskum hans og bamavemdar- yfirvöld í Flórída ætla að skoða tengsl hans við böm. Jackson segir myndina gefa ranga mynd af sér og ætlar sjálfur að láta gera heimildar- mynd um sig sem sýni hann eins og hann er. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.