Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 12
12 ____________________________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 Skoðun X>-\ir Þingmenn eða ekki þingmenn? Þingmenn skulu eingöngu bundnir störfum sem snerta töggjafarvaidiö, segir Stjórnarskráin. Spurning dagsins Hefurðu farið í leikhús í vetur? Sandra Ósk Karlsdóttir nemi: Nei, en ég er á leiö á Versió-sýninguna. María Araseli Quintana nemi: Nei, en ég ætla aö sjá sýninguna hjá Verslunarskólanum. Tinna Jökulsdóttir nemi: Nei, en ég er á leiö á Versló-sýninguna. Arnór Fannar Theódórsson nemi: Nei, en mig langar í leikhús. Sigurjón Árni Pálsson nemi: Nei, mér finnst ekki gaman í leikhúsi. Siguröur Ásgrímsson nemi: Nei, og mig langar ekki aö fara. Tryggvi Bjarnason skrifar:_________________________ Skýrt er tekið fram í Stjórnar- skrá Lýðveldisins íslands að þing- menn megi ekki vera bundnir öðru en þviÝ sem við kemur lög- gjafarvaldinu og ekki neinum at- vinnurekstri, framkvæmdastjórn eða verkalýðsforystu utan við þingheim. Þetta virðist vera kom- ið í algjöra vitleysu. Og hvemig er ætlast til að almúginnÝ fari eftir lögum þegar ráðherrar og þing- menn (framkvæmdavaldið) og lög- gjafarvaldiðfara ekki eftir þeim lögum? Flokkar og stjórmmálasamtök hafa alltaf tekið þaö skýrt fram svo lengi sem maður man að ekki eigi að blanda saman þingkosn- ingum og sveitarstjórnarkosning- um, það Ýtvennt sé ólíkt. En ann- að hefur komið upp á daginn núna. Flokksforysta hefur bæði áhrif (afskipti) á þing- og sveitar- stjórnarkosningar. Nýjasta dæmið er í Reykjavík, sérstaklega úr Framsóknarflokknum, þar sem formaður þess flokks hefur bein afskipti af R-listanum. Landsmálapólitíkus á ekki að skipta sér af ákvarðanatöku ein- stakra sveitarfélaga, það er fólkið í sveitarfélaginu sem er búið að taka ákvörðun í kosningunum það hver á að stjórna viðkomandi sveitarfélagi. Til þess er lýðræðið sem við búum við. Vilji t.d. Fram- sóknarflokkurinn fara að stjórna eftir Sovétkerfinu gamla, þá hann um það. Það er þá ákvörðun kjós- enda hvort svo skuli vera, það kemur í ljós. En það verða að vera skil á milli landspólitíkur og sveit- arstjórnar. Það er nú krafa okkar að þeir (þau) sem eru við bæði borð sjái sóma sinn í að vera ann- að hvort þingmaður eða sveitar- stjórnarmaður. Og hugleiðing um næstu kosn- Ragnhiidur Þórarinsdóttir skrifar: Ég var að lesa I dálkunum Bréf til blaðsins í Morgunblaðinu í síð- ustu viku, þar sem Guðmúndur Bergsson óskar eftir því að eldri borgarar í Reykjavík fái að dreifa greiðslu fasteignagjalda á níu mán- uði. Ég styð tillögu hans að því leytinu að auðvitað er lengri greiðsludreifing betri en sú sem nú er, en mun betra þætti mér þó ef Reykjavíkurborg færi að fordæmi Kópavogs og Garðabæjar og veitti öllum eldri borgurum og öryrkjum afslátt af fasteignagjöldunum. Þar er afslátturinn hátt í 40 þús- und krónur, óháð því hvaða tekjur eldri borgarar og öryrkjar eru „Landsmálapólitíkus á ekki að skipta sér af ákvarðana- töku einstakra sveitarfé- laga, það er fólkið í sveitar- félaginu sem er búið að taka ákvörðun í kosningum um það hver á að stjóma viðkomandi sveitarfélagi. “ ingar: Skyldi það verða ofan á að enginn ráðherra Framsóknar- flokksins nái kjöri inn á þing? Kannski landbúnaðarráðherrann sleppi. Það myndi verða svar kjós- enda við svikum Framsóknar- flokksins. Þó sérstaklega gagnvart eldri borgurum. Eða hver man ekki eftir bjarsýnisverðlaununum til eldri borgaraÝ og öðrum loforð- um sem Framsóknarflokkurinn gekk með í hús eldri borgara? Að Fyrrverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún, vildi aldrei styðja almennilega við bakið á eldri borgurum og ítrekað hefur hún fellt tillögur um að allir eldri borgarar fái afslátt af fast- eignagjöldunum. með. Systir mín sem býr í Garða- bæ í sambærilegri íbúð og ég borg- ar nú 9 þúsund króna fasteigna- gjöld af sinni íbúð á meðan ég borga yfir 40 þúsund krónur í Reykjavík. ekki sé nú talað um atvinnu - 15.000 fyrir aldamótin - en viður- kenndi að fjölgun starfa hefði ekki verið nema um 6.000 störf fyrir aldamótin en létu ógert að upp- lýsa, þjóðina um að af þessum 6.000 störfum voru nærri 4.000 störf erlent vinnuafl. Á árunum 1992-1995 töpuðust um 5.300 störf í landinu - bein af- leðing EES-samningsins - en með þeim samningum sögðu kratar að störfum myndi fjölga í landinu. Það fór þó á annan veg, störfin fóru úr landinu, auk þess sem hann opnaði fyrir erlent vinnuafl til landsins. Og enn er erlent vinnuafl i þeim störfum sem töp- uðust og þeim nýju, þökk sé stærsta innflytjandanum, félags- málaráðherranum. Þetta er hagur fyrirtækja en tap fyrir ríkissjóð í öllu tilliti (skattar og miklar fé- lagslegar bætur). Þingmenn, sveit- arstjómarmenn: stokkið nú upp í störfum ykkar! Fyrrverandi borgarstjóri, Ingi- björg Sólrún, vildi aldrei styðja al- mennilega við bakið á eldri borgur- um og ítrekað hefur hún fellt tillög- ur um að allir eldri borgarar fái af- slátt af fasteignagjöldunum. Hún var þó hrakin til baka þegar hún svo ætlaði að loka nokkrum félags- miðstöðvum eldri borgara í haust. Það er nú orðið ljóst, að Samfylk- ingin undir hennar forystu mun ekkert gera fyrir eldri borgara, þrátt fyrir fagurgalann nú þegar styttist í alþingiskosningar. Það er staðreynd að mun betur er hugsað um hag eldri borgara þar sem sjálfstæðismenn eru í for- ystu í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík. Ingibjörg Sólrún og eldri borgarar Fjármálafælni Loksins er komið fram mein sem er í ein- hverjum takti við líðan Garra. Það er sumsé búið að uppgötva nýjan sjúkdóm sem heitir fjármálafælni. Það var og. Sjúkdómar mátaðir Garri hefur verið aö reyna að máta sig við ýmsa nýjustu sjúkdómana sem hafa verið að koma fram með reglulegu millibili á síðustu misserum, en það er nokkurn veginn sama hvernig hann hefur reynt - enginn þessara sjúkdóma hefur hentað likamlegu og andlegu ástandi Garra. Þetta hefur farið svolítið á sinnið á honum, það er eins og hann hafi staö- ið einn. Allir félagar hans, allt í kringum land- ið, geta rætt það sín á milli hvað amar að þeim og jafnvel gengið í félög og komist til metorða í Landssamtökum áhugafólks um vél- indabakflæði, SÁÁ, Gigtarfélaginu, LAUF, SÍBS eða Psoriasis-samtökunum. Af nógu er að taka. Fundinn sjúkdómur En nú getur Garri loksins á heilum sér tek- ið, að svo miklu leyti sem nokkur maður er heill. Hann hefur fundið sjúkdóm sinn sem er UIU í 1*1 I I 14 I! • 1 11 * lltl UMl meira og minna andlegur enda þótt sérfræðingar segi að allt að tólf prósent þeirra sem haldnir eru þessu meini finni fyrir líkamlegum ein- kennum. Garri er með fjár- málafælni. Hann hefur nefnilega alltaf átt í mesta basli með að opna gluggaumslög. Þetta veldur kvíða í lífi Garra, jafnvel svo miklum að hann þorir ekki heim síðustu dag- ana fyrir mánaðamót þegar flest umslögin berast inn um lúguna. Og Garri fyllist angist í hvert sinn sem hann rennir korti sínu í gegnum raufina á móts við gjaldkerana í Sparisjóðnum. Hann býst alltaf við höfnun. Sérfræðingar telja að allt að tuttugu pró- sent karla yfir þrítugt séu haldnir fjármála- fælni eins og Garri. Líkist annarri fælni Að mörgu leyti líkist þessi sjúkdómur öðr- um tegundum fælni á borð við innilokunar- kennd og kóngulóarfælni. Fólk bara brestur í námunda við vanda sinn. Og í tilviki Garra hlaðast skuldimar upp. Nú líður Garra hins vegar miklu betur en áður. Hann veit hvað hrjáir hann og eins hitt, hve margir aðrir em fælnir á fé. Csfivrrl Hatur vex í Þýskalandi Sigurður Ólafsson skrifar: Nú snarkólnar í samstarfi milli stærstu þjóðanna á meginlandi Evr- ópu og Bandaríkj- anna. Ætlar ekki friðurinn í álf- unni að vara lengur en þetta? En alltaf skal óeiningin byrja með einhverju svona fáránlegu orðaskaki milli þjóðanna. Og hver er nú fremstur meðal jafningja í andstöðunni við Bandaríkin? Jú, vamamrmálaráð- herra Þýskalands, Joscha Fischer, sá sami og var í slagtogi með Bader-Meinhof óaldarflokknum sáluga. Nú er Fischer þessi aftur kominn í stuð og sýnir bæði Bandaríkjamönnum og Sschröder kanslara klæmar. Og flokkur kanslarans er bundinn í báða skó - á allt undir Græningjum. Óstundvísir kaupmenn Ólafur Einarsson hringdi: Hér stend ég fyrir framan Hag- kaup í Kringlunni, kl. 10.07 að morgni, og tala í farsímann minn. Ég var kominn upp úr kl. 9 í hús- ið. En viti menn, hér eru búðið ekki opnaðar fyrr en klukkan 10. Ég beið og beið, klukkan varð 10, en ekki sá ég neina búð opnaða stundvíslega. Reyndar verið að opna sumar í þessum töluðum orð- um, og verið að hífa upp hlerana í Hagkaupi. Mér finnst undarlegt að auglýsa opnun einhverrar stærstu verslunar landsins kl. 10 - en ekki hægt að opna fyrr en sjö mínútum síðar (óstundvísi starfsfólks?). Mér finnst þetta ótækt. Óstundvísi er að aukast hér og það er slæmt. í sumum fyrirtækjum er fólki sagt upp fyrir að mæta of seint - en það á líklega ekki við í Kringl- unni. Erlendis þætti það hneyksli að verslun eins og Hagkaup opn- aði ekki á slaginu. Á Hlemmi. - Gjörbreytt ástand til hins betra. Jákvæð breyting Kristinn Sigurðsson skrifar: Við sem notum Strætó daglega tökum eftir mjög jákvæðri breyt- ingu á Hlemmi. Ág*ætir vaktmenn sjá uma óæskilegt fólk sé ekki á flækingi þar. Það er nú viðburður að sjá þetta ólánsfólk þar, sem bet- ur fer. Á aðaljámbrautarstöð Kaupmannahafnar var óreglufólk vandamál, þá var settur upp skáli inni í stöðinni þar sem löggæsla hafði aðsetur og hafði auga með vandanum, og nú er þar ekkert óreglufólk á stjái, líkt og sama ástand þar og nú á Hlemmi. - Fal- legur staður með góðu starfsfólki. Atvinnulausir fjárfesti Sigurður Sigurðarson skrifar: Pétur Blöndal alþm. og sérfræð- ingur í herslu á sultarólum ætti nú þegar að efna til námskeiðs fyrir þær þúsundir landa vorra sem at- vinnulausir eru. Pétur gæti bent námskeiðsþátttakendum á hvar best væri að fjárfesta í bréfum sem gægu góðan arð, því menn hafa jú ekkert að gera við í neyslu allt þetta fé sem þeir fá í atvinnuleysis- bætur. Fundarstjóri gæti verið for- sætisráðherra. Og þar sem búast má við mikilli aðsókn veitti ekki af þremur dyravörðum. Mín tillaga í þau störf eru þeir Þórarinn V. Þórarinsson, Friðrik Pálsson og síðast en ekki síst Axel Gísalson. Dv Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.Is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíð 24,105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Joscha Fischer.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.