Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Blaðsíða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir últra nútímaleg og huggulega gamaldags SOVÉSK ÁRÓÐURSPLAKÖT & ÍSLENSKIR ERFÐAGRIPIR * -Ksenia og Jón Olafsson Húsa og híbýla er komiö! Birgir Isleifur Gunnarsson. Breytingar á bindiskyldu bankanna „Seölabankinn hyggst á næstunni kynna lánastofn- unum breytingar á reglum um bindiskyldu og veröa þær áfangi í því að samræma starfsumhverfi hérlendra lána- stofnana starfsum- hverfi sambærilegra stofnana í flestum löndum Evrópu." Þetta sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðla- bankans, af tilefni útgáfu árs- fjórðungsrits bankans, Peninga- mála, á mánudaginn. Birgir sagði breytingar koma til í tveimur áfóngum. „í fyrri áfanga verða bindihlutfóll lækkuð nokkuð og í síðari áfanga verða reglur Seðla- bankans um bindigrunn og bindi- hlutfall færðar til samræmis við reglur sem Seðlabanki Evrópu hefur sett lánastofnunum sem starfa í aðildarlöndum Efnahags- og myntbandalags Evrópu. Fyrir- hugað er að fyrri áfanga verði hrundið í framkvæmd á næstu vikum en síðari áfanganum ekki síðar en um næstu áramót. Áfang- arnir munu væntanlega hvor um sig leiða til áþekkrar lækkunar bindiskyldu í heild.“ -VB Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri atvinnuþróunarfélags Eyjafjaröar Nú er þaö heimamanna aö nýta sér þetta tækifæri til efiingar atvinnuiífs og feröaþjónustu. Eftir rúmar tveggja ára viðræð- ur milli hagsmunaaðila á Norður- landi, með stuðningi atvinnuþró- unarfélags Eyjafjarðar, við Græn- landsflug er nú ljóst að flugfélagið mun hefla reglubundið flug til Ak- ureyrar eftir að stjórn flugfélags- ins fól starfsmönnum sínum, eftir stjómarfund 6. febrúar, að ganga frá samningum svo hægt verði að hefja flug þann 28. apríl næstkom- andi. Um er að ræða áætlunarflug allt árið tvisvar í viku, hádegis- flug á mánudögum og fimmtudög- um. Flogið verður á Boeing 757-200 vél með 168 sæta uppsetningu sem er mjög rúmgott fyrirkomulag. Grænlandsflug er í eigu danska ríkisins, heimastjórnar Græn- lands og SAS. Upphaf þessarar hugmyndar má rekja aftur til ársins 2000 og var hugmyndin þá að vélar sem flygju til Grænlands myndu millilenda á Akureyri. Eftir töluverðar um- ræður og hagkvæmnisútreikninga komust menn að því að um raun- hæfan kost væri ekki að ræða og því var viðræðum slitið. Á Vest-Norden ferðakaupstefn- unni á Akureyri, í september 2002, var málið opnað að nýju og niður- staðan sú að eftir tæpa 3 mánuði hefst reglubundið millilandaflug frá Akureyrarflugvelli. Flugið er mikið gleðiefni fyrir þá sem starfa að ferðaþjónustu á Norðurlandi enda má gera ráð fyrir auknum ferðamannastraumi til svæðisins á ársvísu. Að sögn Hólmars Svanssonar, framkvæmdastjóra hjá Atvinnu- þróunarfélagi Eyjafjarðar, er mik- ið lagt undir og treyst verður á heimamenn af Norður- og Austur- landi aö nýta sér þennan kost. „Ef þessi tilraun um beint áætl- unarflug til Akureyrar misheppn- ast er mitt mat að þetta verði ekki reynt aftur næstu tiu árin í það minnsta," segir Hólmar og bendir á að án öflugs stuðnings heima- manna við verkefnið hefði ekkert orðið úr því. „Þetta staðfestir bara það sem við höfum oft sagt að atvinnu- þróunarfélag er verkfæri í hönd- um heimamanna sem hafa frum- kvæði og þrautseigju. Það hefur verið sönn ánægja fyrir okkur að vinna með öllum þessum aðilum að gera þetta mögulegt." Ekkert hefur verið gefið uppi varðandi endanlegt verð en að sögn Hólmars er stefnt að því að bjóða upp á samkeppnishæft verð og er gert ráð fyrir að verðskrá liggi fyrir í byrjun mars. æd Fullt af eldhúsborðum Saumaðu SKINNPÚÐA qö iiútímolégi? heimili. . ómisSöndi leiðervísir Grænlandsflug til Akureyrar: Flogið tvisvar í viku allt árið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.