Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Side 14
14 Menning Hafiö Lltla lirfan Ijóta Sterk og áhrifamikil kvikmynd sem er hvort tveggja fjölskyldudrama og lýs- Hugljúft ævintýri meö teiknuöum persónum úr dýraríkinu. ing á lífinu í fiskiplássi. Menningarverðlaun DV 2003 - Tilnefningar í kvikmyndum Fjölbreytnin sjaldan verið meiri “Ég held ég geti sagt meö fullri vissu aö aldrei hafa jafnmargor íslenskar kvikmyndir veriö sýndar í kvikmynda- húsum og í fyrra, Ef aö er gáö þá var einhver íslensk kvikmynd í sýningu nánast allt áriö og stundum fleiri en ein. Þetta er góðs viti og segir okkur aö mikil gróska er í íslenskri kvikmynda- gerö um þessar mundir, “ segir Hilmar Karlsson, formaöur menningarverö- launanefndar DV í kvikmyndum. „Það sem er einkennandi fyrir þennan fjölda kvikmynda er að fjölbreytnin var mikil og ungir og upprennandi kvikmyndageröarmenn voru í sviðsljósinu jafnt og þeir sem reyndari eru. Fjöl- breytnin lýsti sér í að jöfnum höndum var verið að sýna leiknar kvikmyndir, heimildarmyndir og stuttmyndir. Ekki má gleyma sjónvarpinu sem stóð betur á verðinum en oft áður. Þar á bæ mættu þeir þó hlúa enn betur að íslenskri kvik- myndagerð." Eins og eðlilegt er eru gæðin misjöfn, en sjald- an taldi Hilmar að kvikmyndanefndin hefði haft úr jafnmiklu af góðu efni að moða. „Kvikmynd- irnar fimm seip tilnefndar eru eiga það sameig- iniegt að leikstjórar þeirra eru af annarri og þriðju kynslóð íslenskra kvikmyndagerðar- manna þegar miðað er viö svokallað „kvik- myndavor“,“ segir Hilmar og bætir því við að til- nefningarnar sýni vel fjölbreytnina á síðasta ári. Tvær leiknar kvikmyndir eru tilnefndar, tvær heimildarkvikmyndir og ein teiknimynd." Með Hilmari Karlssyni sátu í nefndinni Sif Gunnarsdóttir og Christof Wehmeier. Hafið Eftir hina ágætu 101 Reykjavík á Baltasar Kor- mákur sterka innkomu með Hafinu. Myndin, sem gerð er eftir vinsælu leikriti, er skynsamlega færð fram um nokkur ár og húmorinn aukinn. Baltasar Kormákur og Ólafur Hauk- ur Símonarson, höfundur leikritsins, ná vel saman. Útkoman er sterk og áhrifamikil kvikmynd sem er hvort tveggja fjölskyldudrama og lýsing á lífinu í fiskiplássi þar sem lífið er háð þeim skilyrðum aö útgerðin verði þar áfram. Sagan gerist að vetri til sem gerir þorpið einangr- aðra en ella og passar veturinn vel inn í kalt andrúmsloftið sem umlyk- ur persónurnar, Kvikmyndataka, tónlist, klipping og hljóð er eins og ‘y HLEMMUR Hlemmur Veröld útigangsmanna kemst vel til skila í áhrifamikilli kvikmynd Ólafs Sveinssonar. annað í háum gæðaflokki. Þá er Hafið kvikmynd sem gefur leikurum gott færi á að tjá tilfinning- ar og Baltasar hefur valið vel. Hver einasti leik- ari gefur mikið af sér. Hlemmur Það eru sýnishorn af fólki sem sækir Hlemm sem Ólafur Sveinsson er að fialla um í heimild- armynd sinni, Hlemmur. Hann tekur fyrir nokkra einstaklinga sem hefur verið útskúfað úr samfélaginu og aðra sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða - fólk sem á það sameiginlegt að stór hluti af veröld þess er Hlemmur. Sumir eiga afturkvæmt í samfélagið, aðrir ekki. Þessi veröld útigangsmanna kemst vel til skila í áhrifamikilli kvikmynd Ólafs. Það þarf mikla þolinmæði tU aö gera kvikmynd eins og Hlemmur og Ólafur lagði á sig að kynnast viðfangsefni sínu vel áður en hann hóf tökur og fyrir vikið er þetta ein áhrifa- mesta íslenska heimUdarmynd sem gerð hefur verið. í skóm drekans í skóm drekans er hin umtalaða mynd Hrannar og Árna Sveins- barna um fegurðarsamkeppnina Ungfrú ísland.is. Umtöluð var hún vegna sýningarbanns sem að- standendur keppninnar lögðu á hana þar tU komist var að mála- miðlun. Þetta er heiUandi mynd um unga konu sem ætlar að af- hjúpa fyrirbærið fegurðarsam- keppni og sýna, að þótt keppnin kaUi sig punktur is og þykist róa á önnur og vitsmunalegri mið en venjuleg fegurðarsamkeppni, þá sé dómnefnd enn að mæla út ung- ar konur á sundbolum og reyna að I skóm drekans Persónuieg kvikmynd um feguröarsamkeppni. leggja mat á það hver sé sætust. Hrönn leggur af staö með myndavél á öxl og sígarettu í munnvik- inu, fuU hugsjóna, en verður smám saman hel- tekin af keppninni. í skóm drekans er ekki heim- Udarmynd um fegurðarsamkeppni heldur per- sónuleg mynd um upplifun einnar konu af slíkri keppni. Litla lirfan Ijóta Litia lirfan ljóta er faUegt ævintýri, búið tU á tölvuteikniboröi af mikUli list. Þar segir frá lít- Uli lirfu í litium garði, baráttu hennar fyrir tU- veru sinni og nokkrum lífverum sem hún kynn- ist áður en hún feUir haminn. Myndin er ein- staklega hugljúf og þær persónur úr dýraríkinu sem kynntar eru tU leiks eru vel heppnaðar og eiga auðvelt með að fanga hugi yngstu áhorfend- anna sem myndin er ætiuð. Gunnar Karlsson, leUcstjóri myndarinnar, fer leiðir sem ekki hafa veriö famar i íslenskri kvikmyndagerð áður og sendir frá sér vel gerða teiknimynd þar sem heppnast vel að nýta sér þá tækni sem tölvur ráða yfir. Maður eins og ég Leiksfiórinn Róbert Douglas sem sýndi okkur íslendinga í spéspegli í myndinni íslenska draumnum bankar aftur á dyr íslensks samfé- lags og við komum tU dyranna eins og við erum klædd. Róbert er öUu dramatískari hér en í fyrstu mynd sinni, persónusköpun er dýpri og flóknari og þótt húmorinn sé vissulega til staðar ber hann myndina ekki uppi. Aðalpersónan, Júl- íus, er tragikómísk persóna, einstaklega óþrosk- aður í mannlegum samskiptum. Þegar hann verður hrifinn af kínverskri stúlku kann hann ekki að þróa sambandið heldur fer eftir amerísk- um sápuóperuklisjum sem leiða ekki tU neins nema skipbrots. En Róbert skUur ekki við sögu- hetjuna á botninum heldur leyfir okkur að gleðj- ast með Júlíusi þegar hann byrjar að leggja rækt við eigin innri mann og leitar að verðmætum annars staðar en í skyndUausnum neysluþjóðfé- lagsins. Maöur eins og ég Djúp persónusköpun og flókin. Myndbönd og gjörningar - í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi 12. febrúar til 9. mars Dagana 12. febrúar - 9. mars fer fram fjölbreytt myndbanda- og gjöminga- dagskrá í Listasafni Reykja- víkur - Hafnarhúsi. Dag- skráin verður opnuð form- lega í kvöld kl. 20. Henni er skipt niður í þrjú tímabil og hefst fyrsti hluti, Loud & Clear / Hátt og skýrt, í fyrramálið þegar safnið verður opnað. Myndböndin renna látlaust meöan safnið er opið, kl. 10-17 aUa daga, og stendur þessi hluti til 24. febrú- ar. Loud & Clear samanstendur af níu DVD- verkum en þrír aðilar standa að hverju verki um sig, myndlistarmaður, tónlistarmaður og auglýs- ingahönnuður. Tveir ís- lenskir tónlistarmenn taka þátt í þessum hluta, Guðni Franzson, sem vinnur með myndlistarmanninum Aernout Mik og auglýs- ingastofunni Wieden & Kennedy, og Haukur Tóm- asson sem vinnur með Jung von Matt og Yayoi Annar hluti dagskrárinnar hefst 28. febrú- ar kl. 21 og ber yfirskriftina Ákveðin ókyrrð / Certain Turbulence. Þetta eru gjömingar sem nemendur í Listaháskóla íslands vinna í samstarfi við erlendra kennara og eru hluti af dagskrá Vetrarhátíðar dagana 28.2. - 2.3. Brian Catling, Julian Maynard Smith og Willem de Ridder taka þátt í gjörningunum sem verða aðeins framdir á kvöldin, kl. 21-23. Þriðji hluti stendur frá 4,- 9. mars og heit- ir Flash. Þá renna látlaust alla daga DVD- verk frá Bifron-stofnuninni í Amsterdam, unnin í samstarfi tónlistarmanna og mynd- listarmanna. Nánari upplýsingar eru á slóðinni: http://www.listasafnreykjavikur.is/Hafnar- hus/syningar/myndbond.shtml. Vert er að geta þess að á mánudögum er frítt inn í Hafn- arhús. Haukur Tómasson. MIÐVIKUDAGUR 12, FEBRÚAR 2003 _________________________DV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Einleikaratríó á Sinfóníutónleikum Bryndís Halla Gylfa- dóttir, Stefán Vovka As- hkenazy og Judith Ing- ólfsson mynda einleik- aratríó á næstu tónleik- um Sinfóníuhljómsveit- arinnar, annað kvöld kl. 19.30, í Þríleikskonsert Beethovens (í C dúr op. 56). Þeir em ekki lán- lausir sem komast til að hlýða á þetta tríó og þá er verkið sem þau leika ekki af verri endanum. Fyrst á tónleikunum er verkið Gangur sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi að beiðni Vla- dimirs Ashkeriazys og var frumflutt af tékk- nesku Fílharmoníunni í Prag i árslok 2001 undir stjóm hans. Það heyrist nú í fyrsta sinn hér- lendis og er líka til- hlökkunarefni. Síðust á tónleikunum er svo sin- fónía nr. 1 eftir Gustav Mahler. Hljómsveitarstjóri annað kvöld er Thomas Kalb (f. 1959), tónlistarstjóri í Heidelberg. Hann er einnig vinsæll gestastjómandi annars staðar í Þýska- landi og víðs vegar í heiminum. Rosalegt uppistand Dagana 13.,14. og 15. febrúar mæta ír- inn David O’Doherty og Nýsjálendingm-- inn Rhys Darby á Sportkaffi og verða með uppistand. Þeir eru báðir atvinnu- grínarar og eftirsóttir á bresku uppi- standssenunni. David er einn mest um talaði uppistandari íra af yngri kynslóð- inni, var tilnefndur til hinna virtu „perrier" nýliðaverðlauna á Edinborgar- hátíðinni árið 2000 og hefur skrifað barnabók sem verið er að gera teikni- mynd eftir. Rhys er einn af þeim heitustu og jafn- framt reyndustu í bransanum á Nýja- Sjálandi. Hann er tíður gestur í vinsæl- um sjónvarpsþætti Nýsjálendinga, Pulp Comedy, þar sem gestir þáttarins eru allt að eitt þúsund, hefur tvisvar farið með uppistandsshow á Edinborgarhátíð- ina, býr nú í London og hefur brjálað að Ágústa Skúladóttir verður fulltrúi íslands og mun kynna gesti og vera með uppistand bæði á ensku og ís- lensku. Hún hóf uppi- standsferilinn á Englandi og komst í undanúrslit í einni af stærstu og virtustu keppnum Breta, „so you think you’re funny“ 1999. Ágústa er einnig leikstjóri og leikstýrði meðal ann- ars Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur sem nú er verið að sýna í Nasa. Mjólkurskógur var fyrstur I DV í fyrradag, mánudag, var sagt í frétt um leiklestra á leikritum Sigurðar Pálssonar, sem hann hefur skrifað fyrir Nemendaleikhúsið, að Undir suðvestur- himni hafi verið fyrsta verkið sem sýnt var í Nemendaleikhúsinu. Menningar- síða fékk athugasemd svohljóðandi frá Viðari Eggertssyni leikara, leikstjóra og leikhússfióra: „Það er ekki alveg rétt að Undir suðvestur- himni hafi verið fyrsta leikritið sem sýnt var í Nemendaleikhúsinu. Á undan var Hjá Mjólkur- skógi eftir Dylan Thom- as í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Síðan kom Undir suðvestur- himni. Nafriið var reyndar öðrum þræði spaugileg afbökun á nafni hins (Under MilkWood) og síðan auðvitað ljóðræn útiegging á staðsetningu Reykjavíkur, en verkið gerðist í Reykjavík þess nú- tíma (1976). Og af hverju þykist ég nú vita þetta? Jú, af því aö ég var í Nemendaleikhús- inu þá og lék í báðum þessum verkum og er enn á lífi og nokkuð em, og það sama má reyndar segja um alla þá sem komu að þessum tveim verkum!" Menningarsíða þakkar fyrir hugul- semina. gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.