Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003
TIV
Fréttir
Skattrannsóknarstjóri um staðhæfingar lögmanns
Jóns Ólafssonar:
Stuttar fréttir
Staðhæfingar um óeðlilega
málsmeðferð ekki réttar
Skúli Eggert Þórðarson skatt-
rannsóknarstjóri segist ekkert vilja
segja um framvindu rannsóknar á
fjárreiðum Jóns Ólafssonar og
tengdra félaga. Hann vísar á bug
staðhæfingum Ragnars Aðalsteins-
sonar, lögfræðings Jóns, um að
rannsóknin sé skýlaust brot á öllum
reglum um hlutlægni. Kemur þetta
m.a. fram í andmælabréfi Ragnars í
Morgunblaðinu í gær vegna meintra
skattsvika Jóns Ólafssonar.
„Staðhæfingar Ragnars um óeðli-
lega málsmeðferð eru ekki réttar. Ég
bendi á það sem Sigurður G. Guð-
jónsson, forstjóri Norðurljósa, hefur
sagt um að hann gæfi starfsmönn-
um skattrannsóknarstjóra tíu í ein-
kunn fyrir gott samstarf og tilhliðr-
un við viðkomandi gjaldanda til
þess að fara hljóðlega með.“
Skattrannsóknarstjóri vísar þar
til viðtals við Sigurð G. Guðjónsson
Skúli Eggert Ragnar
Þórðarson. Aðalstelnsson.
í Fijálsri verslun í sumar um hús-
leit í fyrirtækjum. Þar segir í fram-
haldi af tali um húsleit á vegum
Samkeppnisstofnunar:
..Annaö var uppi á teningnum
þegar starfsmenn skattrannsóknar-
stjóra komu í híbýli Norðurljósa í
vetur. Sigurður segir að þeir hafi
unnið mjög faglega rannsóknir. Þar
hafi ekki verið neinn yfirgangur,
ekkert truflandi á ferðinni. „Við
fluttum t.d. gögnin héðan af Lyng-
Skattamál Jóns Ólafssonar:
Ekki talið fram
• 2.484 milljónir í söluhagnað
• 204 milljónir fyrir ráðgjafastörf
• 7,4 mllljónir króna í blfrelðahlunnlndi
• 7,3 milljónir í ýmis hlunnindi
• 500 milljónir vantaldar eignlr
hálsi til embættis skattrannsóknar-
stjóra þannig að það var ekki hópur
manna að bera út gögn í kassavís.
Við unnum málið í góðu samstarfi
við skattrannsóknarstjóra og hans
menn. Þeir myndu fá tíu í einkunn
frá mér því það hefur allt staðist sem
þar hefur farið á milli og aldrei ver-
ið nein vandræði."
Starfsmenn skattrannsóknarstjóra
eiga enn eftir að yfirfara ýmis gögn í
málinu, svo sem andmæli verjenda
Jóns við skýrslum sem birt voru í
Morgunblaðinu í gærmorgun. Sam-
kvæmt heimildum DV hafði þeim
ekki veriö komið til Ríkisskattstjóra.
Þó ákvörðun liggi enn ekki fyrir
varðandi það hvort málið verði sent
Ríkislögreglustjóra til meðferðar sem
sakamál þá virðist umfang meintra
skattsvika benda ótvírætt til að af
því verði á næstu vikum. -HKr.
-Sjá nánar á bls. 18-19
Málverkafölsunarmálið:
Frávísunarkröfu
var synjaö
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari
synjaði í gær frávísunarkröfu lög-
manns þeirra Péturs Þórs Gunnars-
sonar og Jóns Freydals Þorsteinsson-
ar, sem ákærðir eru fyrir margmillj-
óna fjársvik og skjalafals gagnvart
viðskipavinum Gallerís Borgar hf.,
auk þess að hafa selt fjölmörg fólsuð
málverk allt frá árinu 1993. Mál þetta
hefúr verið í rannsókn í ríkislög-
reglustjóraembættinu undanfarin ár
og hefúr miklum fjármunum verið
eytt í rannsóknina. Ef fallist hefði
veriö á frávísunarkröfu ákærðu hefði
að því er talið er allt að 80 milljón
króna rannsókn farið í súginn. Aðal-
meðferð málverkafólsunarmálsins
svokallaöa hefst L apríl. -vig
Þorrablótin:
Pungarnir
vinsælastir
„Það er rífandi gangur í þorra-
blótunum og pungarnir eru lang-
vinsælastir," segir Jóhannes Stef-
ánsson, veitingamaður í Múla-
kaffi, „ satt best að segja er
hörgull á pungum."
Jóhannes segist ekki hafa tekið
saman hvað hann er búin að
selja marga bakka, enda tvær
helgar eftir. „Salan er svipuð og í
fyrra og engan bilbug á því að
finna. Mér finnst líka eins og
yngra fólk sé í bullandi sókn
hvað varðar át á þorramat."
Að sögn Jóhannesar er hann að
selja á milli fimmtán hundruð og
tvö þúsund þorrabakka á dag
þegar mest er. „Það er mest að
gera fyrstu þrjár helgamar, síðan
dregur smám saman úr.“ -Kip
ÍG TEL FRAM Á ]
JAN MAYEN! J
Nýlr menn og formaður í bankaráði Landsbankans.
Nýtt bankaráö Landsbanka íslands hf. var kjöriö á aöalfundi þess í gær. Ráöiö skipa:
Björgólfur Guömundsson, sem var kjörinn formaöur, Einar Benediktsson, Andri Sveinsson, Þorgeir Baldursson og
Kjartan Gunnarsson. Kjartan er sá eini í fráfarandi bankaráöi sem heldur sæti sínu. Hér sést Kjartan næla merki
Landsbankans í jakka Björgólfs Guömundssonar, fulltrúa hóps nýrra eigenda 33% hlutar í bankanum, en hann veröur
jafnframt formaöur bankaráös.
Maður sem afplánaði dóm árið 1999 kveðst hafa orðið fyrir slysi:
Fangi krefur Fangelsis-
málastofnun um bætur
- fanginn sagður hafa tekið þátt í knattspyrnuleik eftir meint slys
Fyrrum fangi á Litla-Hrauni,
maður sem hefur setið sjö sinn-
um í fangelsi á lífsleiðinni, hef-
ur stefnt Fangelsismálastofnun
og ríkinu fyrir héraðsdóm þar
sem hann krefst á þriðju millj-
ónar króna í skaðabætur fyrir
slys sem hann kveðst hafa orð-
ið fyrir er hann afplánaði sinn
síðasta dóm. Fangelsismála-
stofnun mótmælir rökum
mannsins, sem fór síðast út í
frelsið árið 2000, ekki síst á
þeim forsendum að eftir að
meint slys átti sér stað tók
fanginn þátt I knattspymukapp-
leik á svæði Litla-Hrauns - þá hafi
á engan hátt borið á því að hann
hefði nýlega orðið fyrir varanleg-
um bakmeiðslum eins og hann
hefur reyndar sýnt fram á sjálfur.
Er það gert með mati læknis sem
staðfestir að hann hafi hlotið 10
prósent varanlega örorku. Málið
Fangelslsmálastofnun.
mun því að miklu leyti snúast um
hvort það var hið meinta slys á
Litla-Hrauni sem leiddi til ör-
orkunnar eða eitthvað annað.
í ágúst árið 1999 var maðurinn
að afplána dóm og var falið aö
taka slípivél og skera af steypu-
styrktarbita sem stóðu út úr vegg.
Fór hann upp í stiga sem stillt var
upp í halla á þaki. Ekki vildi
betur til en svo að fanginn féll
á bakið og niður. Fangelsis-
málastofnun heldur því fram
að maðurinn hafi ekki kennt
sér meins eftir umrædda
vinnu.
Lögmaður fangans fyrrver-
andi krefst þess í málsókninni
að ríkið greiði umbjóðanda
hans bætur á grundvelli van-
búnaðar á vinnustaðnum.
Fanginn sótti fyrst rétt sinn tO
Fangelsismálastofnunar en var
hafnað alfarið af kröfum hans
um bætur. Var málinu þá vísað til
ríkislögmanns sem einnig hafnaði
bótakröfunni. Skaut hann því
máli sínu til dómsmálaráðuneytis-
ins sem veitti honum gjafsókn.
Málið liggur nú fyrir I héraðsdómi
og hefjast réttarhöld á næstunni.
-Ótt
Forsætisráðherra andmælt
Ingimundur Frið-
riksson seðlabanka-
stjóri andmælir um-
mælum Davíð Odds-
sonar forsætisráð-
herra, sem sagði á
viðskiptaþingi versl-
unarráðs á mið-
vikudag að gengi
krónunnar væri of hátt og að Seðla-
bankinn hefði veriö lengi af stað í
að lækka vexti. Ingimundur segir að
það sé með engu móti hægt að halda
því fram að gengi krónunnar sé í
hróplegu ósamræmi við það sem
hæfi þjóðarbúinu. RÚV greindi frá.
64% vilja atkvæðagreiðslu
Samkvæmt könnun sem Gallup
vann fyrir þingflokk Vinstri grænna
voru 64% svarenda á því að hafa
skyldi þjóðaratkvæðagreiðslu um
Kárahnjúkavirkjun. 30% voru and-
víg og 6% neituðu aö taka afstöðu.
Tæplega 80% svarenda sögðust al-
mennt hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu
um mikilvæg málefni, 15% voru
andvíg og 7% tóku ekki afstöðu.
Neyðarvaktir hætta
Tannlæknafélag íslands hefur
ákveðið að hætta með neyðarvakt á
kvöldin og nóttunni. í fæstum tilvik-
um hafa útköll að næturlagi verið
bráðnauðsynleg, að sögn félagsins,
og einvera sjúklings með tannlækni
ekki alltaf verið hættulaus. Því sé
ekki við hæfi að tannlæknar sinni
vaktinni einir. í staðinn verður
neyðarvakt um helgar á tannlækna-
stofum frá klukkan 11 til 13.
Vilja unglingadómstól
Eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi bama leggur til að
komið verði á fót unglingadómstól
hérlendis. Jafnfraint skuli verða
teknar upp í almenn hegningarlög
ýmsar greinar samnings Sameinuðu
þjóðanna um réttindi bama. mbl.is
greindi frá.
Greifinn fyrirtæki ársins
Eignarhaldsfélagið Greifinn hefir
verið valið fyrirtæki ársins 2002 á
Akureyri. Viðurkenningin er veitt
fyrir þróttmikið starf fyrirtækisins á
liðnu ári. í upphafi var það aðeins
veitingastaður en er nú að auki um-
svifamikið í rekstri hótela og veit-
ingasölu um allt land, auk þess sem
eigendur félagsins hafa um skeið
komið að rekstri Ferðaskrifstofu Ak-
ureyrar.
Skipverji vaktaöur
Lögreglan á Vopnafirði hefúr síð-
an á fimmtudag vaktað flutninga-
skipið Green Snow sem skráð er á
Möltu. Um borð í skipinu, sem kom-
iö er til að sækja 1600 tonn af frystri
loðnu og fer ekki fyrr en í dag, er
skipveiji sem gerst hefur brotlegur
við atvinnu- og innflytjendalög í
Þýskalandi. Hann er því óæskilegur
inn á Schengen-svæðið og má ekki
stíga fæti á íslenska grund. Mbl.is
greindi frá.
Atvinnumálaáhyggjur
Stjóm Stúdentaráðs Háskóla ís-
lands og stjóm Röskvu hvetja stjóm-
völd til þess að huga að atvinnumál-
um námsmanna í kjölfar þess að
ákveðið hefur verið að leggja fé til
atvinnuuppbyggingar. í ályktunum
sínum leggur Stúdentaráð m.a. til að
Nýsköpunarsjóður námsmanna
verði efldur.
Rauði krossinn býður hjálp
Rauði kross ís-
lands sendi í gær frá
sér tilkynningu til
Alþjóöa Rauða
krossins þess efnis
að felagið væri
reiðubúið að senda
hjálparstarfsmenn á vettvang í írak
ef þess verður óskað. -vig