Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 20
20 H e Igct rb lct3 X>‘Vr LAUGARDAGU R 15. FEBRÚAR 2003 „ísland er magnaðasta land í heimi hvað varðar mótsagnir. Það er til dæinis mjög gott að sofa í ísköldu lierbergi til að finna hitann undir sænginni. Andstæðurnar hérna eru magnaðar og þá er ég ekki að tala um gamla eldinn og ísinn heldur allar öfgarnar okkar. Öllu ægir sanian þannig að íslenska þjóðarsálin er kannski líkust vel útilátnum þorrabakka. Ég get alveg ímyndað mér að á þessum geðdeyfðarlyfjunuin verði allt í soft-fókus: Æ fleiri íslendingar meika einfaldlega ekki að búa á ís- landi,“ segir Haraldur Jónsson. Það er ekkert sorglggra en lampabuðir Haraldur Jónsson er myndlistarmaður, rithöfundur oq nú síðast ki/ikmqndaleikari. Fyrir skömmu opnaði hann ígalleríi8 sýn- inqu sem qæti haft yfirskriftina Myrkfælni en gerir það ekki. íi/iðtali við Helqarblað DVræðir Haraldur um upplýsinqahylinn, myrkrið inni ímanneskjunni oq hlutverkið í Nóa albínóa Hvemig fæddist þessi sýning? „Ég hef mikið hugsað um myrkrið og líkamlegar til- fmningar í verkum mínum: myrkur og ljós, þögn og ein- angrun. Kannski mætti kalla þetta sállíkamiega list. Ég tók fyrstu myndina í Austurríki um páskana 2000. Ein mynd varð að tveimur og svo koll af kolli. Þannig varð þessi sería til; sería um ofgnótt og flæði en það hefur ver- ið mér mjög hugleikið í verkum mínum; þetta streymi, þessi síbylja. Við erum í raun gegnsósa af upplýsingum: við erum filter sem líður í gegnum lífið eða þá að lífið líð- ur í gegnum filterinn.“ Þú ert fæddur 1961 og frá því þú varst táningur hefur síbyljan aukist stig af stigi. „Já, umhverfið hefúr gjörbreyst síðan þá. Þá var bara eitt kaffihús, Kaflfi Mokka. Svo kom Nýja kökuhúsið og það var algjör bylting. Eftir því sem tíminn líöur kemur alltaf betur og betur í ljós hvað þessi hylur af upplýsing- um er djúpur inni í manni. Maður heldur stundum að upplýsingamar sogist niður og skolist í gegn en þær verða oftar en ekki bara hluti af blóðrásinni, hluti af hugsuninni. Maður er blindfullur af þessu. í stað þess að einbeita sér að einu í einu svissar maður síðan á milli áreita: maður les, horfir og hlustar, stundum allt á sama tíma. Það er auðvitað skrýtið að skilgreina verkin sín með orðum, ekki ósvipað og vera skurðlæknirinn og sjúklingurinn í senn. En mér finnst verkin á þessari sýn- ingu einkennast af vissu raunsæi: ég tek á ofgnóttinni og offramboðinu sem í þessu tilfelli birtist í lömpum og endalausri melankólíu. Ég held að það sé ekkert sorg- legra en lampabúðir. Þangað leitar fólk til að lýsa veröld- ina upp til að það sjái sjálft sig og aðra og svo það rati á milli herbergja. Það er eitthvað rosalega sorglegt við þetta.“ En allar þessar myndir af ljósabúðum, hefurðu ekki verið litinn homauga af búðareigendum? „Ég tek myndimar ekki inni í búðunum heldur inn um gluggann; frá sjónarhomi litlu stúlkunnar með eld- spýtumar." Sjónarhom litlu stúlkunnar með eldspýtumar Birta myndanna sem hanga á veggjum gallerísins eiga síðan andstæður sínar í skúlptúrunum sem em á gólfmu og nefhast Svarthol fyrir heimili. „Þegar ég byrjaöi að vinna í myndunum komu svart- holin eiginlega sjálfkrafa inn í myndina, þá fæddust þau. Mér finnst líka mikilvægt að hafa umhverfi um myndim- ar og langaði að koma svona uppsöfnuðu myrkri á fram- færi, einu fyrir bam og tveimur fyrir fullorðna.“ Þú vinnur mikiö með líkamlegt áreiti. Þú hefúr reynt að framkalla svima hjá fólki, vakið hjá því myrkfælni og ofgnóttin og síbyljan veldur því að manni verður stund- um ómótt. Af hverju leitar þetta svona á þig? „Þetta er einfaldlega mín upplifun af samtímanum og ég vil endilega deila þessari reynslu með sem flestum. Þetta leitar ekki á mig sem einhver hugmynd eða tilfinn- ing heldur er þetta ástand. Þessi sýning er líka frekar ró- leg þannig.“ Þú hefur dvalið mikið erlendis. Er einhver munur á sí- byljunni milli landa? „Kannski helst áferðin á henni, mismunandi gróft yfir- borðið eftir því hvar maður er. Minnst er síbyljan senni- lega í Finnlandi, ríki hinnar fullkomnu melankóliu.“ Kannski létt róinantískt Einhvem tíma þegar þú sýndir í Nýlistasafninu var það hluti af sýningunni að þú tókst hitann af húsinu, þú reyndir að kalla fram svima með blóðmyndum í i8 þegar þú varst með sýningu hér síðast og nú berðu myrkrið inn í húsið, öfugt við Bakkabræður sem reyndu að að bera sólarljósið inn. En alveg eins og þú reynir að hafa áhrif á skynjun og líðan áhorfandans hlýtur umhverfið að hafa mikil áhrif á þig. „Já. Ég er einmitt að vinna í húsnæði Myndhöggvara- félagsins núna og þar er mjög kalt og það virkar mjög örvandi. En það era margar leiðir til að kalla fram lík- amleg viðbrögð hjá áhorfendum. í blóðmyndunum í i8 var eins og horft væri inn í æð. Eldrauðum slædsmynd- um var varpaö eftir endilöngu galleríinu og áhorfandinn roðnaði þegar geislinn snerti andlitið. Þaö er alveg spuming hvort þetta er ekki létt rómantískt. Einhver tengdi þá sýningu reyndar við David Lynch. Er hann rómantíker? Rómantíkeramir vora vissulega mikið fyrir alls kyns tegundir af myrkri og dularfullar kenndir." Á sama tíma og við höfum orðið ofurseld síbyljunni og birtunni hefur myrkrið orðið fjarverandi í lífi okkar. „Það er mjög merkilegt að það er hvergi hægt að sjá al- myrkvann lengur héma innan borgarmarkanna. Það er sama þótt maður loki sig inni á klósetti, þaö smýgur alltaf eitthvert Ijós meðfram dyrakörmunum. Mér finnst mikilvægt að myndlist veiti manni afgerandi upplifun, lífsreynslu; hún á að gefa manni möguleika á að horfast í augu við eitthvað sem skiptir máli. Það kom þýsk stelpa á sýninguna um daginn og hún kíkti ofan i eitt svart- holið. Allt í einu sagði hún grafalvarleg að þegar maöur horfir lengi í auga myrkursins tekur myrkrið að horfa á móti manni. Ég held hún hafi verið að vitna í Nietzsche eða einhvem frænda hans. Það má einmitt segja að hug- myndin á bak við svartholin hafi meðal annars verið að myrkrið inni í manni og myrkrið fýrir utan mættust. Það er nokkuð Ijóst að myrkrið hefúr alltaf fylgt okk- ur íslendingum eins og skugginn. Myrkrið og þögnin. Torfbæimir vora dimmir og drukku í sig hljóð; þaö er eins og að koma inn í hátækni-hljóðver aö koma inn í torfbæi og það tengist líka svartholunum." Dempuð lýsing á augnh\ítu Nú segja fréttir okkur að alla vega fimmtungur ís- lensku þjóðarinnar sé á geðdeyfðarlyfjum þannig að myrkrið er ekki síður mikið inni í fólki en utan þess. „Já, hún verður alltaf dempaðri lýsingin á augnhvít- unni. Mér þótti stórmerkilegt að lesa um geðdeyfðarlyfja- notkun íslendinga. Þá hugsaöi ég með mér hvort ég lifði í rómantískri blekkingu og botnlausri afneitun. ísland er magnaðasta land í heimi hvað varðar mótsagnir. Það er til dæmis mjög gott að sofa í ísköldu herbergi til að finna hitann undir sænginni. Andstæðumar héma era magn- aðar og þá er ég ekki að tala um gamla eldinn og ísinn heldur allar öfgamar okkar. Öllu ægir saman þannig að íslenska þjóðarsálin er kannski líkust vel útilátnum þorrabakka. Ég get alveg ímyndað mér að á þessum geð- deyfðarlyfjum verði allt í soft-fókus: Æ fleiri íslendingar meika einfaldlega ekki að búa á íslandi. Innblástur minn fyrir þessa sýningu er þetta ástand. ísland. Langstærsti hluti allra ljósa á íslandi era útlend og birta hefur verið meginviðfangsefni mjög margra íslenskra myndlistar- manna, allt frá Þórami B. Þorlákssyni til Georgs Guðna og Húberts Nóa. En það er hægt að lesa tilveruna í mörg- um lögum og þannig vinn ég: því meira og margbrotnara sem viðfangsefhið er því skemmtilegra verður það. Myndlistarsögulega séð fjallar þessi sýning meðal annars um birtuna, ekki þessa muskulegu birtu mannlauss fjallalandslags þar sem maður skynjar löngunina til að veröa að engu heldur birtuna sem við búum viö á heim- ilum okkar og við getum gengið að sem vísri alls staðar í heiminum." Hin innflutta birta? „Já, hin innflutta gula birta í stað heiðblárrar birtu fiallanna." Berlín, Cannes og óskariim Þú er myndlistarmaður og rithöfúndur og nú síöast fréttist af þér í hlutverki í kvikmynd Dags Kára, Nóa albínóa. „Já, þar á ég mínar fimmtán mínútur. Hún er víst búin að taka inn ein sex verðlaun á sömu vikunni og ætli hún rúlli ekki fleiri hátíðum upp á næstunni. Ég býst við því að næst sé þaö Berlín, Cannes, og óskarinn." Er þetta eitthvað sem þig hafði dreymt um? „Þetta er meira svona vinargreiöi. Maöur gerir allt fyr- ir vini sína. í gamla daga langaði mig stundum að leika í bíómynd en svo hætti ég að hugsa um þaö og einbeitti mér að öðrum verkefnum. Og einn morguninn fékk ég allt í einu símtalið sem margir leikarar hafa talað um. Þetta er reyndar lítið hlutverk en samt er í því ákveðinn hvarfþunktur í verkinu." Þannig að það er í mörg hom að líta? „Já, ég get alveg viöurkennt það.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.