Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 18
HelQorblaö DV LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003
I 8
Þegar Jón Ólafsson hljómplötuútgefandi, fyrrum rótari vinsælla hljómsveita, var að hasla sér völl í verslunarrekstri árið 1978 var þessi mynd tekin af honum á skrifstofu hans. Þá hefur
hann áreiðanlega dreymt um milljarða en það voru þá aðeins draumar. Á þeim 25 áruin sem síðan eru liðin hefur Jón brotist áfram í íslensku viðskiptalífi af fádæma þrautseigju og hörku.
Það er sagt um hann að hann eignist óvin í hvert sinn sem hann gerir viðskiptasamning en það er líka sagt unt hann að hann geri aldrei viðskiptasamning sem hann hagnast ekki á. Jón
hefur ekki rifað seglin á hraðri siglingu sinni og stundum hefur soðið á keipum. íburðarmikill lífsstíll hans með risahúsum í eftirsóttum hverfum í Reykjavík, London og Cannes hefur
löngum fóðrað orðrórn um vafasöm viðskipti. Sá úrskurður skattrannsóknarstjóra að Jón teljist hafa skotið 3,2 milljörðum undan skatti undanfarin ár staðfestir án efa þann orðróm í
huguiu inargra. Jón og lögfræðingar hans verjast af fullri hörku og segja embættismenn fara offari og allur málatilbúnaður þeirra sé tilhæfulaus.
Tíminn leiðir í ljós hver hefur síðasta orðið.
Jón Ólafsson árið 1972. Hann var stimplaður bæjarviilingur í Keflavík
þar sem hann ólst upp hjá ömmu sinni. Þar fékk hann viðurnefnið
„bæjó“.
Mikil umsvif
Maðurinn sem nú er und-
ir smásjá íslenskra skatta-
yfirvalda að frumkvæði
skattrannsóknarstjóra er Jón Ólafsson
Friðgeirsson, Stigahlíð 82, 105 Reykja-
vík. Rannsókn skattrannsóknarstjóra
nær til tekjuáranna 1996-2001 og beinist
að meintum skattsvikum vegna vantal-
inna tekna upp á 3,2 milijaröa króna. Á
þeim árum var Jón Ólafsson stjómar-
formaður Skífunnar, íslenska útvarpsfé-
lagsins, Fjölmiðlunar hf. og Sýnar hf.,
auk þess sem Jón varð svo stjómarfor-
maður Norðurljósa samskiptafélags hf.
við stofnun þess félags á árinu 1998, en
það félag tók síðan yfir starfsemi Fjöl-
miðlunar hf. á árinu 1999.
Jón segist í yfirlýsingu sinni til fjöl-
miðla ekkert hafa að fela og vonast til að
sögusögnum um stórfelld skattsvik sín
linni eftir að hann heimilaði Morgun-
blaðinu að birta gögn um málið. Hér er
stiklað á stóra í skýrslu skattrannsókn-
arstjóra.
Tildrög rannsóknar
Gmnur vaknaði um að skattframtöl
Jóns umrædd ár væm efnislega röng og
Margþætt
rannsókn
Rannsókn skattrannsóknarstjóra
beindlst aðallega að eftirtöldum
þáttum:
• Greiöslum vegna starfa Jóns
í þágu íslenska útvarpsfélagsins,
Sýnar, Skífunnar og Norður-
Ijósa/Fjölmiölunar á árunum
1998-2001.
• Hlunnindum vegna afnota af
bifreiöum í eigu íslenska útvarps-
félagsins og/eða Noröurljósa.
• Greiöslum Noröurljósa og
tengdra félaga á kostnaöi sem Jón
hefur stofnaö til og var gjaldfærö-
ur í bókhaldi umræddra félaga.
• Greiöslum vegna starfa Jóns
í þágu félagsins Kundkraft í Sví-
þjóö.
• Hlutabréfaviöskiptum Jóns
(hluta slíkra viöskipta).
• Kaupum og sölu fasteigna og
framtalsgerö vegna þeirra.
• Einkafyrirtækjum Jóns, sem
skráö eru erlendis.
• Aögeröum er varöa tilhögun á
fjárhagslegum umsvifum og skatt-
skilum Jóns í tengslum við tekju-
myndun og eignatilfærslur.
að á skorti að Jón hefði gert viðhlítandi
grein fyrir tekjum sínum, eignum og
söluhagnaði á skattframtölum áranna
1996-2001. í ljósi áralangrar opinberrar
umfjöllunar í ijósvakamiðlum, dagblöð-
um og tímaritum um umfangsmikil fjár-
málaumsvif Jóns, eignarhalds hlutafjár
í hinum ýmsu lögaðilum og stjómunar-
legrar stöðu hans í fjölmörgum lögaðil-
um, þótti athugunar vert að samkvæmt
skattframtali hans gjaldárið 1999 væm
einu skattskyldu tekjumar stjómarlaun
að fjárhæð 600.000 krónur.
Tilbúningur
Það er niðurstaða rannsóknar skatt-
rannsóknarstjóra ríkisíns að sala Jóns á
hlutabréfum sínum í Spori ehf. til Inuit
Enterprises Ltd. á árinu 1998 hafi verið
tilbúningur einn, til þess eins gerður að
komast hjá skattlagningu á söluhagnað
eignarhlutarins. Verður að telja fullvíst
að Jóni hafi mátt vera Ijóst að söluverð
það sem hann tilgreindi á skattframtali
sínu gjaldárið 1999, vegna tekjuársins
1998, sem söluverð eignarhlutans í Spori
ehf., væri fjarri raunverulegu söluverð-
mæti eignarhlutans í félaginu og hafi
hann þvl af ásetningi rangfært skatt-
framtal sitt með þeim hætti. Er það nið-
urstaða skattrannsóknarstjóra ríkisins
að söluverð á hlutabréfum Jóns í Spori
ehf. hafi verið vantalið sem nemur kr.
97.200.000 í skattframtali hans gjaldárið
1999, vegna tekjuársins 1998.
Húseignir í London
og Frakklandi
Jón hefur ekki gert grein fyrir sölu á
íbúðarhúsnæði að 14 Aberdare Gardens,
London; ekki gert grein fyrir kaupum á
íbúðarhúsnæði, „Villa Laurana", sem er
í 9 Chemin Araucarias, 06400, Cannes,
Frakklandi, að fjárhæð kr. 36.260.800;
ekki gert grein fyrir kaupum á fasteign-
inni 66 Canfield Gardens, London NW6,
á kr. 197.234.000; og ekki gert grein fyrir
eignarhaldi á umræddum fasteignum á
skattframtali sínu fyrir gjaldárið 2001,
vegna tekjuársins 2000. Þá hefur Jón
ekki skilað skattframtali fyrir gjaldárið
2002, vegna tekjuársins 2001, og því ekki
gert grein fyrir stöðu eða breytingum á
eignarhaldi sínu á fasteignum á árinu
2001.
Byggt á margvíslegum
upplýsingum
Skattrannsóknarstjóri byggir rann-
sókn sína á skattframtölum Jóns vegna
áranna 1997-2001, upplýsingum og gögn-
um úr bókhaldi Skífunnar, íslenska út-
varpsfélagsins, Fjölmiðlunar, Sýnar,
Norðurljósa og Spors vegna sömu tekju-
ára, upplýsingum og gögnum sem hald
var lagt á í skrifstofum Stöðvar 2 hinn
21. febrúar 2002. Einnig er byggt á
skýrslutökum af Jóni og skýrslutökum
af fjölda manns sem með einum eða öðr-
um hætti hafa tengst Jóni Ólafssyni og
fjármálaumsvifum hans og/eða Norður-
Ijósum. Þar á meðal em starfsmenn
Norðurljósa og hafa ýmsar greiðslur til
þeirra m.a verið til rannsóknar.
Auk þess byggir skattrannsóknar-
stjóri á fjölda upplýsinga, m.a. gögnum
frá breskum skattayfirvöldum
í skýrslunni kemur fram að við rann-
sókn málsins hafi i nokkrum tilvikum
komið upp sú staða að töluverðar tafir
hafi orðið á framgangi rannsóknarinn-
ar, m.a. hafi Jón ekki látið embættinu í
té öll gögn sem óskað hafi verið eftir og
erfiðleikum hafi verið háð að fá Jón til
að mæta til skýrslutöku. Auk þess hafi
verið erfiðleikum bundið að afla upplýs-
inga og gagna frá Símoni Ásgeiri Gunn-
arssyni, endurskoðanda Jóns, og því
verið synjað að veita umbeðin gögn með
þeim röksemdum að Símon væri bund-
inn þagnarskyldu. Lyktir urðu þó þær
aö Símon afhenti umbeðin gögn hinn 26.
júní í fyrra.
Samkvæmt skýrslunni er m.a. um að
ræða stjómunar- og eignartengsl Jóns
við Skífuna, íslenska útvarpsfélagið,
Fjölmiðlun, Sýn og Norðurljós sem em
talin homsteinn að umsvifum Jóns hér
á landi. Þá hefur Jón verið ráðandi eign-
araðili og/eða stiómarformaður eftirtal-
inna félaga:
Jóns Ólafssonar og Co., Mola,
Langspils, Inn, Sonic, Bíós, Byggingarfé-
lagsins Amamess, Veraldarvefjarins,
Borgarvefjarins, OREO og Krókháls 6.
Stórfelld undanskot
Miklar breytingar verða á fyrirkomu-
lagi fiárfestinga Jóns á því tímabili sem
rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkis-
ins tekur til. í lok ársins 1997 stendur
Jón að stofnun lögaðila, Inuit Enter-
prises Ltd, í gegnum breskan banka,
Rotschild Trust Corporation Limited.
Tilgangur með stofnun og starf-
rækslu þessa lögaðila virðist annars
vegar hafa verið að láta endurgjald
vegna starfa Jóns renna til þessa lögað-
ila, en hins vegar að færa þangað eign-
arhluti sem Jón átti í innlendum félög-
um. Lögaðilinn festi þannig kaup á flest-
um rekstrartengdum eignum Jóns í
tengslum við umsvif hans á Islandi, oft
gegn mjög lágu verði. Þetta gerir Jón í
framhaldi af þeirri ákvörðun að fara út
í það sem hann nefnir skattalega fyrir-
hyggju, „Tax Planning."
FiTÍrtæki á Jóinfnireyjum
Allar eignir í hlutabréfum era i eigu
Jóns beint og án nokkurra milliliða, ef
frá er talin eign Jóns Ólafssonar og Co.
Þær hlutabréfaeignir vora síðan seldar
til Inuit Enterprises Ltd, sem stofnað
var á Bresku-Jómfrareyjum í Karíba-
hafi í árslok 1997 og var f 100% eigu
Jóns.
Inuit Enterprises Ltd er skráð fyrir
öllum hagsmunum tengdum Norðurljós-
um samskiptafélagi og fiárfestingum
tengdum því. í gegnum það félag rennur
enn fremur allt endurgjald fyrir störf
Jóns.
Þetta félag er skráð fyrir eignarhlut-
um í NLC Holding SA, sem er eigandi
Norðurljósa samskiptafélags hf., Tals
hfi, Tal Holding SA, Inn hf. og Krókháls
ehf.
Samkvæmt ársreikningum Inuit era
bókfærðar eignir samtals að fiárhæð
31.675.840 Bandaríkjadalir, eða
2.936.264.660 krónur miöað við sölugengi
dollars 5. apríl 2001. Skuldir félagsins
vora engar.
Eignir seldar úr landi
Með stofnun Inuit Enterprises Ltd
virðist Jón stíga fyrsta skrefið i að færa
eignarhald sitt á fiárfestingum til er-
lendra lögaðila. Eftir það hlutast Jón til
um stofnun fiölmargra erlendra lögað-
ila, að því er virðist til að halda utan um
þær fiárfestingar sem farið er í af hans
hálfu í tengslum við umsvif hans hér
innanlands. Þessi framgangur er í sam-
vinnu við innlenda og erlenda banka,
s.s. Kaupþing Luxembourg, íslands-
banka hf. og Rotschild Trast Company.
Verður ekki betur séð en þetta sé þáttur
í þeim áformum Jóns er hann kýs að
kalla „skattalega fyrirhyggju", eins og
segir í skýrslunni.
Fjárstreymi til fyrirtækis Jóns
Eignarhlutir Jóns í Skífunni ehf. og
Spori ehf. era seldir til Inuit Enterprises
Ltd á nafnverði, sem síðan selur eign-
imar áfram á markaðsvirði, sem er
margfalt nafhvirði viðkomandi eignar-
hluta, til Norðurljósa samskiptafélags
hf.,sem einnig er í eigu Inuit Enter-
prises Ltd að stórum hluta,
Söluverð eignarhlutanna úr landi er
þannig einungis lítið brot af söluverð-
inu inn í landið aftur.