Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 33
LAUG ARDAGU R 15. FEBRÚAR 2003 Heígarblact I>"V" 33 en allt fylgir það skipulaginu sem sett er upp af yfirvöldum í Sádí-Arabíu sem er þannig að þeir fyrstu sem mæta til Mekka fara fyrst heim og síð- an koll af kolli. Þegar heim verður komið verður ekki minna um að vera hjá fjölskyld- unni. Þá mæta allir aftur í kökur og te til þess að samfagna þeim hjónum með þennan áfanga í lífinu. Eftir þessa fór hefur virðing þeirra í samfé- laginu aukist til muna. Lahoucine hef- ur rétt á að bæta heitinu „hajj“ við nafnið sitt og Fatíma getur sett heitið „hajja“ við sitt nafn. Ekki er óalgengt að fólk hafi þetta heiti innan fjölskyld- unnar. Sem dæmi má nefna svila minn, Múhameð, sem yfirleitt er kall- aður „hajj“ og ég heilsa honum með því nafni eins og allir aðrir. Fómarhátíðin og fómarlambið Daginn eftir að pílagrímarnir hafa komið saman í dalnum Arafat hefst trúarhátíð sem kallast Eidu al-adha á arabísku. Við getum kailað hana fórn- arhátíðina á íslensku en þá er þess minnst að guð skipaði Abraham að fórna syni sínum ísmael. Þegar guð varð vitni að trúfestu Abrahams þyrmdi hann syninum og Abraham slátraði lambi. Þessa frásögn þekkjum við vel úr Gamla-testamentinu en þar er það sonurinn ísak sem á að vera fórnarlambið. ísak var sonur Abra- hams og konu hans Söru en soninn ís- mael átti hann með ambáttinni Hagar. Hver fjölskylda kaupir lamb sem slátr- að er þennan dag en það fer auðvitað eftir efnahag og það er alls ekki trúar- leg skylda. Samkvæmt reglum trúar- innar verður að snúa höfði fórnar- lambsins til Mekka þegar það er skor- ið á háls. Með þessari aðferð er öllum dýrum slátrað hjá múslímum og þau er alltaf látin blóðrenna og blóðið má ekki nýta. Rollur á bílastæðinu Það má líkja þessari hátíö viö jólin í kristinni trú þótt auðvitaö sé ekkert líkt með þessu tvennu. Og þó. Þegar við fórum í stórmarkaðinn Marjane, sem er svona Hagkaup þeirra í Marokkó, í janúarlok var fullt af vör- um á tilboði en grillgræjur alls konar voru mest áberandi. Matreiðsla inn- yflanna er í stórum dráttum sú að þau eru skorin í litla bita sem þræddir eru upp á grillspjót með fitu á milli. í útjaðri bílastæðisins við stór- markaðinn var búið að koma upp tjaldi. Það vakti forvitni mína þegar ég heyrði jarm mikið út úr tjaldinu. Þegar nær dró fann ég lyktina af roll- unum sem inni voru. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augun. Þarna í tjaldinu voru hátt í fjörutíu rollur í stíu og það engar smáskepnur. Slæð- ingur af fólki kom að skoða gripina og spyrja um verð. Þetta var sem sagt lamba(jólatrjáa)salan frá stórmark- aðnum. Að kaupa lamb til slátrunar er nefnilega ekki ósvipað og þegar við fórum og kaupum jólatré. Lamb eða ijúpa Það var nú alls ekki gefið verðið á þessum rollum því það samsvarar 320 íslenskum krónum fyrir hvert kíló af fé á fæti. Þetta kyn er óvenju stórvax- ið og víst aðeins á færi auðugra að kaupa sér sllkan grip til slátrunar því hinn venjulegri borgari kaupir ódýr- ari og smávaxnari skepnur. Kóngur- inn í Marokkó og hans slekt slátrar dýrum af þessari fínu og dýru sort. Dýrinu er slátrað heima við ef þess er kostur og má fullyrða að hin ill- ræmda heimaslátrun tíðkast í nær hverju húsi. Slátrarinn getur annað- hvort verið fagmaður eða einhver úr fjölskyldunni sem er auðvitað algeng- ara því fagmennirnir geta auðvitað engan veginn slátrað í hveiju húsi á einum degi. Líkt og á okkar fjölskyldujólum er gleðin tengd því að koma saman í til- efni hátíðar og gleðjast. Og um hvað er rætt? Bara ástand heimsmálanna, pílagrímsfaranna, veðrið, sardínuver- tíðina og svo auðvitað um gæði kjöts- ins af lambinu sem slátrað var í ár og það borið saman við hin árin. Lamb eða ijúpa í hátíðarmatinn. Er einhver munur? ' Vertu í beinu sambandi við þjónustudeildir DV 550 5000 ER AÐALNÚMERIÐ Smáauglýsingar Auglýsingadeild Drei/ing Þjónustudeild Ljósmyndadeild íþróttadeild 550 5700 550 5720 550 5740 550 5780 550 5840 550 5880
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.