Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003
Helcjorblaö JOV
45
Þjófur í paradís
íslenska sauðkindin er í rauninni
liinn eini rétti sómi þjóðarinnar,
sverð og skjöldur. Það var talið
um aldir nær ófyrirgefanlegt af-
brot að stela sauðfé frá náunga
Það er ekki víst að svo sé enn en öldum saman var sauðaþjófnaður álitinn eitt
versta afbrot sem hægt væri að fremja. Samfélagið hafði lítið sem ekkert umburð-
arlgndi gagnvartþeim sem tóku sauðfésveitunga sinna ófrjálsri hendi. Samt
komust menn ótrúlega oft upp með slíkt.
Það var stundum sagt að í þessu landi væri lif
sauðkindarinnar okkar líf í þeirri merkingu að það
var sauðkindin sem óumdeilt fæddi og klæddi ís-
lenska þjóð um aldir. íslendingar borðuðu allt af
sauðkindinni og gemýttu þessa harðgerðu skepnu
bæði til fæðis, klæðis og ljósmetis og er þá fátt eitt
nefnt.
Það kemur þess vegna ekki mikið á óvart að í ís-
lensku samfélagi fram á okkar daga voru sauðaþjófar
litnir alveg sérstaklega illu auga og fá afbrot voru
álitin eins viðurstyggileg eins og að stela sauðfé ná-
unga síns. Slíkt fólk fékk á sig stimpil sem loddi við
alla ævi og enginn treysti slíku pakki fyrir neinu.
Sérstaklega lá það orð á afskekktum bæjum eða heið-
arbýlum sem voru í senn fjarri alfaraleið en nærri af-
réttarlöndum að þar vildu menn umgangast eignar-
réttinn frjálslega.
Um slíkan bónda skrifaði Indriði G. Þorsteinsson
eitt sinn umdeilda sögu sem hét Þjófur í paradís og
var mikið þráttað og rifist um því afkomendum
bónda nokkurs þóttu líkindi heldur mikil með sögu
Indriða og dómsmáli forföður þeirra.
Fjölskyldan öll sauðaþjófar
Það eru ekki margir dómar sem varða sauðaþjófn-
aði í dómasafni Hæstaréttar því eftir að kom fram á
20. öld voru lífshættir þjóðarinnar teknir að breytast
það mikið að slík afbrot urðu fátíðari.
En þar er þó að finna sérkennilega frásögn af heilli
fjölskyldu í Dalasýslu sem var leidd fyrir dóm á
fjórða áratugnum og foreldrar og tveir synir dæmdir
fyrir stórfelldan sauðaþjófnað sem stundaður hafði
verið með skipulegum hætti áratugum saman að því
er virðist fyrir framan nefið á sveitungum þjófanna.
Hin fingralanga fjölskylda úr Dölunum var dæmd í
Hæstarétti 1936. Þá var heimilisfaðirinn sextugur en
eiginkona hans 52 ára og tveir synir, 30 ára og 26 ára,
voru einnig dæmdir. Forsaga málsins var sú að árið
1911 flutti fjölskylda nokkur að sveitabæ á Skarðs-
strönd í Dalasýslu. Þetta fólk virðist ekki hafa farið
alveg troðnar slóðir í lífinu því hjónin voru ekki gift
en höfðu búið saman alllengi og eignuðust samtals 11
börn saman.
í hagann eftir hentugleikum
Þremur árum eftir að hjónin fluttu á Skarðsströnd
hóf húsbóndinn á heimilinu að taka ófrjálsri hendi og
slá eign sinni á annarra manna fé eins og það er orð-
að í dómi Hæstaréttar. Þar er vinnubrögðum lýst svo:
„Hagaöi hann fjártökum þessum, sem jafnan fóru
fram siöara hluta sumars og á haustin, þannig að
hann ýmist sótti eða lét sækja fé i hagann fyrir fram
með þeim ásetningi að slá eign sinni á það eða hann
fyrst tók ákvörðun um tökuna er hann eftir á varð
þess var að féð hafði af tilviljun rekist heim með
heimafénu."
Fram kemur að þessar fjártökur fóru jafnan fram
með vitund en án frumkvæðis húsfreyju sem hjálpaði
til á blóðvelli við slátrun og vann við hagnýtingu þýf-
isins. Bræöurnir tveir voru einnig virkir við sauða-
þjófnaðinn og var reyndar talið að þeir hefðu á stund-
um gripið einn og einn sauð án vitundar fóður sins.
Taliö var að allt það fé sem þannig var stolið hafi
jafnóðúm verið nýtt til búsílags og heimilisnota. Af
þessu má ráða að hungur hafi rekið þessa barnmörgu
fjölskyldu til þess að taka sér fé í matinn.
Þjófnaður varaði í 15 ár
Það sem er undarlegt við málarekstur þennan er að
alls voru það 10 bændur sem bjuggu misjafnlega langt
frá fjölskyldunni sem kærðu þjófnað á fé sínu en í
sumum tilvikum hafði þjófnaðurinn varað í rúmlega
15 ár án þess að nágrannar eða sveitungar yrðu var-
ir við neitt. Fjölskyldan meðgekk að hvert ár hefðu
að jafnaði verið teknar um 15 kindur ófrjálsri hendi
jöfnum höndum úr fjárhópum ílestra nágranna
þeirra. Af þessu er freistandi að draga þá ályktun að
annaðhvort hafi grannar hjónanna verið í senn
hrekklausir og glámskyggnir eða þeir hafi vitað um
þetta en séð í gegnum fingur sér við þetta fátæka,
þurftafreka fólk.
Það er þvi ekki að vita nema þetta fyrirkomulag
hefði varað talsvert lengur en raun varð á en eins og
margir afbrotamenn aðrir þá ofmetnuðust þeir um
síðir af afrekum sínum.
Næst er það Kaupfélagið
Bræðumir tveir sem kærðir voru ákváðu nefnilega
að færa út kvíarnar og fara að stela fleiru en kindum.
Haustið 1934 fóru bræðurnir á stúfana og ákváðu að
brjótast inn í hús Kaupfélags Saurbæinga í Salt-
hólmavík. Það mun hafa verið sá eldri sem átti hug-
myndina að þessu en hann hafði þegar hér var kom-
ið sögu tekið við búsforráðum á óðali foreldra sinna.
Þeir bræður fóru ríðandi að heiman seint um kvöld
og höfðu með sér reiðingshest undir þýfi. Þeir brutu
rúðu í kaupfélagshúsunum og stálu þaðan 50 kílóum
af molasykri, 20 kílóum af strásykri, 20-30 kílóum af
kaffibaunum, nokkru af exporti, 6 bitum af rjóli,
nokkru af sápu og sóda, 50 kílóum af hveiti og 50 kíló-
um af haframjöli.
Þetta er rausnarleg vöruúttekt á hvaða mælikvarða
sem er og sýnist geta verið vetrarforði handa sæmi-
lega stóru heimili. Varninginn reiddu bræður heim á
hestum sínum en gengu sjálfir. Fyrir réttinum báru
þeir að enginn nema eldri bróðirinn hefði haft yfir-
ráð yfir þýfinu og notið góðs af þvi en fljótlega eftir
nýár hefði því sem þá var enn eftir verið eytt af ótta
við að upp kæmist um afbrot þeirra. Það hlýtur að
þykja nokkuö undarlegt að líða skyldi svo langur tími
án þess að reynt væri að grafast fyrir um þá seku.
Það varð niðurstaða dómsins að þessi langvarandi
sauöaþjófnaður sem mældur var í áratugum teldist
stórþjófnaður, hylming og brot gegn 250. grein al-
mennra hegningarlaga. Faöirinn og eldri sonurinn
voru dæmdir í þyngri refsingu en hinir sakborning-
arnir. Faðirinn var dæmdur til að sæta betrunar-
hússvinnu í fjögur ár en eldri sonurinn í 15 mánuði.
Yngri sonurinn fékk 8 mánaða dóm og móðirin sömu
refsingu. Hins vegar var þeirra refsing bundin skil-
orði í fimm ár þannig að hafi þeim tekist að halda
það hafa þau væntanlega ekki sætt fangelsisvist.
Fébætur
Fjölskylda sauðaþjófanna var hins vegar dæmd til
þess að greiöa öllum ákærendum umtalsverðar fjár-
hæðir með vöxtum sem í sumum tilvikum voru bak-
reiknaðir um 15 ár eða allt aftur til 1921. Samtals
voru þetta um 2.500 krónur sem var talsvert fé á þeim
tíma og vandséð hvernig bændur sem fátækt hafði
knúið til gripdeilda heföu átt að standa straum af því.
Það verður því að teljast líklegt að fjölskyldan hafi
lent í verulegum kröggum í eftirmálum þessa sauða-
þjófnaðar. Hér verður einnig að hafa í huga að krepp-
an er í algleymingi og mjög erfitt að fmna vinnu og
eflaust fáir verið fúsir til að ráða dæmda sauðaþjófa
til starfa þótt þeir hefðu viljað vinna af sér sektar-
greiðslurnar. En af örlögum þessa ófróma fólks fer
engum sögum í dómum Hæstaréttar og verður því að
styðjast við ímyndun eina í þeim efnum.
-PÁÁ