Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 36
40
HelQarblaö DV LAUGARDAGU R 15. FEBRÚAR 2003
Hvílir bölvun á
George Bush?
Ef marka má amerískar þjóðsögur hi/ílir böli/un á forsetum sem eru
kosnir á ári sem endar á nálli. Sé þetta rétt er núverandi forseti
Georqe W. Bush einn þeirra og hrífi bölvunin enn þá mun hann degja í
embætti.
honum. Garfield særðist mjög illa en
lést tveimur mánuðum seinna af
völdum skotsáranna.
Síðan liðu 20 ár og enn fara fram
forsetakosningar árið 1900. Það var
WiIIiam McKinley sem náði kjöri og
var reyndar verið að endurkjósa
hann því hann hafði setið kjörtima-
bilið næst á undan. í september 1901
var hann staddur á sýningu í Buffalo
í New York þegar atvinnulaus verka-
maður, Leon Czolgosz, réðst að hon-
um og skaut hann. McKinley lést
Abrahuni Lincoln cr í liuguin flestra einn merkasti
forseti Bandaríkjanna. Hann var kjörinn á ári scm
endaði á núlli og lést í embætti. Bölvunin hreif.
John F. Kennedv var kosinn forseti á ári sem endar á
núlli enda lircif bölvun indíánanna fáum árum seinna
og hann lést í embætti eins og fvrirrennarar hans.
hann var kosinn á ári sent endar á núlli?
Næsta ár sem kosið var á
núlli var síðan 1920 og þá
náði Warren G. Harding
kjöri. Hann varð fyrstur
bandarískra forseta til að
heimsækja Alaska í miklum
leiðangri sem hann fór árið
1923 og skyldi ná til allra
fylkja Ameríku. Harding
veiktist hastarlega á þessari
ferð og lést í eftirköstum
þeirra veikinda í ágúst 1923.
Næstur forseta til þess að
verða fyrir barðinu á bölvim
indíánahöfðingjans var
Franklin Roosevelt en hann
var kjörinn 1940 og hafði þá
setið frá 1932. Hann lést í
embætti árið 1945 af völdum
heilablæðingar.
Kennedy og Reagan
Það var síðan John F.
Kennedy sem náði kjöri á
næsta ári bölvunarinnar,
1960. Það þarf varla að rifja
upp örlög Kennedys en hann
.lést í embætti þegar hann
var myrtur í Dallas í Texas
22. nóvember 1963. Morðingi
hans, Lee Harvey Oswald,
náðist og var sjáifur myrtur skömmu síðar af Jack Ruby.
Ronald Reagan var síðan kjörinn forseti á næsta
óheillaári samkvæmt bölvuninni en það var 1980. Hann
er undantekningin sem sannar regluna í þessari skugga-
legu upptalningu um fómarlömb bölvunarinnar og sat
aukinheldur tvö kjörtímabil í embætti. Þeir sem vilja
trúa á bölvunina benda þó á að hann slapp mjög naum-
lega frá því að deyja í embætti því 30. mars 1981 sýndi
John Hinckley honum banatilræði sem Reagan slapp frá
með skrekkinn því hann særðist á brjósti og var skil-
greindur í lífshættu um tíma. Með því að lifa þetta af rauf
Reagan bölvunina í ákveðnum skilningi en hann var
fyrsti forsetinn í 140 ár til þess að lifa af þótt hann væri
kosinn á ári sem endaði á núlli.
Það stríðir gegn vísindahyggju nútímans að hægt sé að
leggja bölvun á fólk eða staði, hvað þá embætti eða virð-
ingarstöður. Samt leggja menn oftast eyrun við sögum af
því tagi og flestir hafa heyrt sögur um bölvun egypsku
faraóanna sem snertir alla sem hreyft hafa við tilteknum
gröfum þeirra og þaðan er stutt í sögumar um íslensku
álagablettina sem ekki má hreyfa eða slá án þess að
hræðilegir hluti gangi yfir bændur og búsmala.
Ein slík saga er tengd forsetaembætti Bandaríkjanna
og á sér rætur í landnámi Ameriku og þeirri miskunnar-
lausu útrýmingu og yfirgangi sem amerískir indíánar
máttu þola þegár evrópskir landnemar tóku lönd þeirra
eignamámi, myrtu þá eins og skynlausar skepnur og
gerðu þá að útlögum í eigin
landi.
Þessi tiltekna bölvun er
kennd við indíánahöfðingj-
ann Tecumseh sem var af
ættbálki Shawnee-indíána,
mikill stríðsmaður og leið-
togi. Hann gerði sér Ijóst í
upphafi nítjándu aldarinnar
að eina leiðin fyrir amerísku
frumbyggjana til þess að
eiga möguleika gegn her-
flokkum hvíta mannsins
væri að standa saman. Hann
barðist mjög fyrir því að all-
ir ættbálkar berðust samein-
aðir á einum vígvelli gegn
þessum sameiginlega óvini.
Margir ættbálkar höfðu eld-
að grátt silfur um aldir og
vora meira en lítið tregir til
slíkrar pólitískrar samstöðu.
Þaimig var hlutskipti
Tecumseh undarlega líkt
verkefni núverandi Banda-
ríkjaforseta sem reynir hvað
hann getur til að ná sam-
stöðu meðal þjóða um stríðs-
reksturinn gegn írak.
Tecumseh mistókst þetta
ætlunarverk sitt og hann féll
í orrastunni sem kennd er við Thames árið 1813 sem var
ein síðasta stórorrastan í landnámsstríðum Amerikana.
Fyrir liði andstæðinga hans fór hershöfðingi að nafni
Wiliiam Henry Harrison og sumar útgáfur sögunnar
segja aö hann hafi hleypt af kúiunni sem banaði Tecum-
seh. Bróðir Tecumseh, sem hét Tenskwatawa og gekk
undir nafninu spámaðurinn, lagði þá bölvun á Harrison
og mælti svo um að ef hann yrði kosinn forseti þá myndi
hann deyja í embætti og einnig sá sem kæmi 20 áram á
eftir honum og svo framvegis til loka.
Bölvunin fer að hrífa
Nú er það svo að forsetakosningar era á fjögurra ára
fresti í Bandaríkjunum. Þessi bölvun skal hafa verið lögð
á árið 1836 og fjórum árum seinna, árið 1840, var Wiliiam
Henry Harrison kosinn forseti, 68 ára að aldri. Svo und-
arlega vildi til að hann var settur inn í embætti í mars
árið eftir og hélt ræðu sem varði í klukkutíma og fjöru-
tíu mínútur hattlaus undir berum himni. Hann kvefaðist
heiftarlega og fékk lungnabólgu upp úr því. Hann lá lengi
rúmfastur og lést með harmkvælum mánuði seinna.
Þetta kom á fót þeirri goðsögu að allir forsetar sem
kosnir væra á ártali sem endaði á núlli myndu deyja í
embætti. Næsti forseti sem kjörinn var á slíku ári var
Abraham Lincoln sem var kosinn árið 1860. Hann sat það
kjörtímabil og næsta en þegar það var nýhafið var hann
myrtur í Washington og lést árið 1865 aðeins sex dögum
eftir að þrælastríðinu lauk.
Garfield og McKinley
Næsti forseti sem lenti á núlii var James Garfield sem
var kjörinn 1880. Það var síöan 2. júlí sem tilræðismaður
að nafni Charles Guiteau réðst að forsetanum á jám-
brautarstöð í Washington og skaut tveimur skotum að
Ronald Reagan var fyrstur forseta í 140 ár til að
sleppa undan bölvuninni en liann slapp naunilega.
viku seinna af drepi sem hijóp í sárin. Það var Theodore
Roosevelt sem tók við af honum út kjörtímabilið en hann
kemur síðar við þessa sögu með þeim hætti að hann var
myrtur í kosningabaráttu um embættið þegar hann var
að reyna að endurheimta það.
Hv’ílir bölvun á Bush?
Næsta óheiiiaár var síðan áriö 2000 og þá var Georg W.
Bush, núverandi forseti Bandaríkjanna, kjörinn. George
W. Bush hefur því setið nærri heiit kjörtímabil en kosn-
ingar era á næsta ári, 2004.
Nú er auðvitað engin leið að fullyrða um það hvort
hann verði næsta fómarlamb bölvunar indíánanna og
muni deyja í embætti en halda má því fram að 11. sept-
ember hafi hann átt að verða eitt fómarlambanna en
einni flugvélanna sem hryðjuverkamenn náðu á sitt vald
var stefnt á Hvíta húsið en hún hrapaði í Pennsylvaníu
áður en hún gæti lokið ætlunarverki sínu.
Það kann að vera aö þar hafi legið við að bölvun
Tecumseh hafi náð fram að ganga enn einu sinni en skylt
er að geta þess að áður en bölvunin var lögð á sátu tveir
forsetar sem kosnir vora á ári sem endaði á núlli. Það
vora þeir Thomas Jefferson (kosinn 1800) og James Mon-
roe (kosinn 1820) sem báðir sátu tvö kjörtímabil án áfalla.
-PÁÁ