Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003
H&lgarblaö 33'V
29
Hcðinu Unnsteinsson hcfur starfað niikið að gcðræktarmálum á íslandi en er nú í frekara námi í Bretlandi. Hann segir hraðann í íslcnsku samfélagi vera ógnvekjandi.
DV-inynd: GVA
Fólk á neyslusnúningi niður
- Ertu sammála Jóhanni Ágúst prófessor þegar
hann segir aö neysla á geðdeyfðarlyfjum sé hættu-
leg samfélaginu?
„Nei, ekki neysla geðdeyfðarlyfja almennt, en
þegar félags- og efnahagsafleiðingar „eins“ félags
eru farnar að kalla á óeðlilega mikla notkun þeirra
þá er eitthvað að, að félaginu. Það má alls ekki
gleyma því að horfa á orsakirnar. Margir þættir
sem hafa áhrif á vellíðan fólks og velgengni eru af
hagfræðilegum og félagslegum toga og læknar eru
ekkert menntaðir til að takast á við slíkt eða fjalla
einir um slíka þætti.
Heilbrigðiskerfið er veikindakerfi og læknar eru
menntaðir til að fást við sjúkdóma. Þetta snýst allt
um veikindi. Geðlæknir sem ég þekki vel lýsti því
fyrir mér hvemig fólk sem kemur á stofuna hans
er klyfjað innkaupapokum úr dýrustu verslunum,
talar um vanlíðan sína og óhamingju og vill fá að-
stoð í formi lyfja, fer síðan heim í leigubíl en á
ekki peninga til að borga lækninum.
Sennilega er töluvert um fólk í hröðum neyslu-
snúningi niður á við og haldið lífsstílstengdum
sjúkdómum eða ójafnvægi. Samfélagið, ef það orð á
að merkja almenna samhefdni, þarf að endurskoða
gildi sín og viðmið í trássi við markaðinn og það
hefst meö því heimaverkefni að íhuga hvort minna
getur verið meira,“ segir Héðinn.
-PÁÁ