Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003
HeIqctrblctð X>V
47
Blóðið
flýtur í Ópe
DV fór ííslensku óperuna og horfði á ótrú-
leg grimmdari/erk valdasjúkra hjóna í
Skotlandi. Það var klappað og stappað og
æpt af hrifningu svo undir tók íhúsinu.
Það er dálítið sérstakt að fara í óperuna. Það er
stundum sagt að tónlistin sé móðir allra lista og ef það er
satt þá er óperan dæmi um vel heppnað afkvæmi heiftar-
legrar skyldleikaræktunar, bam sem tekur foreldrunum
fram. Þá er gengið út frá því að leikhúsið sé faðir óper-
unnar þar sem tónlistin er móðirin.
Það er ekki allra að fara i óperuna því þótt óperan hafi
verið söngleikur alþýðunnar tyrr á öldum og margir
konfektmolar óperutónlistar hafi ratað inn á geisladiska
sem seljast vel þá er enn einhver svolítill elítublær á því
að fara í sjálfa óperuna. Þetta er staðfest með miðaverð-
inu sem er rétt við 4.000 krónur sem er heldur hærra en
verð á leikhúsmiða.
Þannig stendur óperan í vitund fólks nokkuð hærra en
leikhúsið og er auðvitað langt fyrir ofan bíó, söngleiki og
þess háttar léttmeti. Það sýnir vel stöðu óperunnar sem
yfirstéttarafþreyingar að kynlíf er stundum kallað: ópera
fátæka mannsins.
Alblóðugir bassar
Um þessar mundir er verið að sýna óperuna Macbeth
í íslensku óperunni sem hlýtur að teljast nokkur dirfska
því Macbeth verður seint talinn meðal vinsælustu ópera
Verdis. Macbeth er harmleikur, ofsafenginn og yfirdrif-
inn en fyrst og fremst blóði drifmn. Það er enginn ást-
fanginn tenór skoppandi um sviðið heldur alblóðugir
bassasöngvarar og óhugnanlegur sópran sem halda sýn-
ingunni á flugi. Það er nefnilega þannig í táknheimi óper-
unnar að bassar eru illmenni, baritónar beggja handa
jám en tenórar eru góðir. Það eru eiginlega bara tveir
tenórar í Macbeth og þeir syngja mjög lítið. Jóhann Frið-
geir hetjutenór, sem leikur Macduff, fær eina aríu í
seinni hlutanum og maður sér að honum finnst þetta
varla nóg.
Krútdegt hús
Gamla bíó er auðvitað eitt af krúttlegustu óperuhúsum
í heiminum og er í samanburði við aðrar óperuhallir
heimsins bæði lítið og þröngt. Hér geta 505 manns setið
en til samanburðar má nefiia að í Kaupmannahöfn rúm-
ast 1306, 2.267 í Covent Garden í London, 3.800 i
Metropolitan í New York og 2.015 á Scala í Milano sem
srnnir telja höfúðborg óperuheimsins.
í þessu gamla bíóhúsi, þar sem flest er með uppruna-
legu sviði, sést samt vel í návíginu að það er ekkert sam-
hengi milli stærðar óperuhússins og hæfileika þeirra
listamanna sem setja upp eina sýningu. Það er vel hægt
að standa á öndinni af hrifhingu þótt það séu aðeins 504
sem gera það þér til samlætis.
Maður á að vera fínn í óperunni og það væri talið mjög
ólekkert að druslast þangað í gallabuxum og lopapeysu
með óþvegið hárið. Fræga fóikið sækir óperuna og þótt
við værum bara á annarri sýningu var auövelt að setja
nöfii á fjölda andlita í kringum okkur. Ég sá bæði Odd
Nerdrum listmálara, Jóhannes Geir, sijómarformann
Landsvirkjunar, og Sigurð G. Tómasson og þessi þijú
sýnishom ættu að staðfesta að ópemunnendur leynast
víða.
Ólafur Kjartan Gunnarsson og Guðjón Óskarsson eru
Macbeth og Banco blóði drifnir.
runni
Elín Ósk Óskarsdóttir í hlutverki Lady Maebeth í íslensku óperunni. Það var bæði klappað og stappað fyrir
henni og gott ef ekki æpt nokkur bravo.
Og húsið skelfur
Svo slokknaði ljósið og óperan hófst með lúðraþyt og
söng og var hvergi dregið af því Petri Sakari er greini-
lega stjómandi sem veit hvað hann viil. Hljómsveitin lék
af slíkum fitonskrafti niðri í gryfjunni að ég hefði ekki
orðið hissa þótt maður með hom eða fiðlu hefði birst
uppi á gangi á flótta undan hoppandi pákum en þær vom
sannarlega barðar til óbóta.
Sviðið er alltaf fuilt af syngjandi nomum, alblóðugum
hermönnum, harmi slegnum hirðmönnum og söguhetj-
um sem em fómarlömb eigin örlaga. Gamla bíó skelfúr
frá rjáfri og niður úr þegar mest gengur á og ef maður
situr úti við gang þá standa sveittar og syngjandi nomir
við hliðina á manni annað slagið og maður getur virt fyr-
ir sér búningana í návígi.
,AðaIið í myndinni"
Það sópar að Ólafi Kjartani Sigurðarsyni í hlutverki
Macbeths en þegar Lady Macbeth kom inn og hóf upp
raust sína þá mundi ég eftir textabroti eftir Halla og
Ladda:
„Af spennu og hrifningu allur salurinn þagði, þegar að-
alið í myndinni kom inn og sagði.“
Þaö er Elín Ósk Óskarsdóttir sem syngur Lady
Macbeth og gerði það þannig að það var kiappað sérstak-
lega fyrir næstum hverjum tón sem hún söng. Stundum
heyrði ég líka fullorðinn mann kalla: Bravo þegar hún
hafði gefið frá sér tóna sem manni fannst að gætu skorið
stál eða brotið kristal. Kvenhetjur íslendingasagnanna
verða ljúfar eins og lömb við hliöina á þessu flagði enda
gaf Verdi um það fyrirmæli á sínum tíma að það mætti
ekki syngja þetta hlutverk fallega heldur ætti að leggja
áherslu á ljótleikann og grimmdina.
Þau Macbeth-hjónin láta myrða konunga, félaga
Macbeths og syni þeirra og brenna niður kastala til að
tortíma heilum fjölskyldum og styðja hvort annað í losta-
fuilri grimmdarákefð í þessum hamförum. Þessi lífsstíll
reynist þeim þó ekki hollur því sálarró þeirra ferst
einnig í þessum hjaðningavígum.
Noklíur óperuatriði
Það tíðkast í óperunni að klappa fyrir hverri aríu ef
hún þykir mjög vel sungin. Það má einnig stappa niður
fótum og æpa upp yfir sig af hrifningu. Þá á maður aö
kaila: bravo eða bravi eða jafnvel bravissimo eftir atvik-
um. Þegar keyrir um þverbak má rísa úr sæti og æpa: da
capo sem er ítalska og þýðir. frá byijun.
Þessir siðir eiga uppruna sinn suður á ítaliu, sem er
móðurland óperunnar, og ná sosum aldrei verulegu flugi
hjá hinum prúðu Norðurlandabúum þótt þeir geti vel æst
sig yfir óperunni. Til eru sögur af ítölskum uppruna um
aðalsöngvara sem eru baulaðir niður og heilu sýningam-
ar sem eru hreinlega æptar í kaf en slíkt myndi sennilega
aldrei gerast hér nyrðra.
Svo kemur hlé og þá fer maður fram og skiptist á gáfú-
legum athugasemdum við þá sem maður hittir. Þar gild-
ir að segja ekki of mikið og affarasælast að gefa í skyn að
maður hafi nú séð annað eins eða slá um sig með merki-
legum fróðleiksmolum eins og þeim að skímamafn
Verdis var Giuseppe Fortunino Francesco Verdi. Nei, þú
vissir þetta ekki.
í leikskránni er tilvitnun í Verdi sem er eitthvað á þá
leið að það sé ágætt að líkja eftir raunveruleikanum en
það að skapa sér sinn eigin raunveruleika sé miklu betra.
Þessari skoðun hafa þeir verið trúir sem véluðu um
þessa sýningu og þama er skapaður heimur sem er heill-
andi og hrollvekjandi í senn. Þetta er heimur sem er af-
skaplega auðvelt að hrífast af því sá sem ekki lætur hrif-
ast hér er með þykkari skráp en nokkrum manni er hollt.
Þegar sýningunni lýkur er klappað svo mikið að mað-
ur hefði varla haldið það mögulegt. Þegar stjömumar
stíga fram er stappað að auki svo gamia bíóhúsið nötrar
undan hófasparki upprifmna óperugesta sem láta aðdáun
sína í ljós með þessum hætti.
Förum við á barinn?
Ef einhver hefði rétt mér rýting í fatahenginu þá hefði
blóðið haldið áfram að renna því maður var orðinn svo
innblásinn af öllum þessum launvígum og morðum. í
ljósi þess hvað það vora „fínir“ áhorfendur í óperunni
þetta kvöld var undarlega mikil ös og troðningur við fata-
hengið. Það var eins og allir teldu sig eiga rétt á að vera
fremstir í röðinni og það var reyndar engin röð heldur
kös.
Svo er blessunarlega stutt þvert yfir götuna úr óper-
unni yfir á Næstabar sem hefúr þá sérstöðu að þar er all-
ur tónlistarflutningur bannaður. Þar hef ég oft rekist á
starfsmenn og söngvara úr óperunni sem era sjáifsagt
fegnir að mega ekki syngja bofs.
En eftir kvöld eins og þetta, þar sem blóðið flýtur í ís-
lensku óperunni, þarf enga vímugjafa annan en þá sem
listin ein getur veitt og það eru áreiðanlega fleiri en ég
sem stigu út ölvaðir af fegurð og sorg yfir grimmum ör-
lögum Macbeths höfðingja af Glamis og Cawdor sem lét
drauminn um aukin völd leiða sig á glapstigu. Það varö
honum að falli. -PÁÁ