Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 35
34- HelQctrblctcf 3E>"V" LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 Ég gefst ekki upp fyrr en eftir síðasta blóðdropa Þú ert komin í nýtt hlutverk, hvernig kom það til? „Ég hef alltaf verið vinstrisinnuð og haft áhuga á umhverfismálum. Skoðanir mínar hafa alltaf ver- ið pólitískar en ég hef aldrei fyrr komið fram með þær opinberlega. En núna iða ég í skinninu." Þetta kemur nokkuð á óvart. „Já, ég hugsa að margir séu mjög hissa.“ Hefurðu tekið þátt í pólitísku starfi áður? „Nei, ég hef aldrei gefið mér tíma í það fyrr en nú. Ég taldi líka að það væri ekki heppilegt fyrir íþróttaferilinn að vera í pólitík; ég þarf á öllum stuðningi að halda sem ég get fengið. En núna ákvað ég að taka afstöðu.“ Og þú ferð beint í annað sætið. „Já, ég gaf fyrsta sætið eftir fyrir reynslumeiri manneskju," segir Þórey Edda og hlær. Þú gætir orðið varaþingmaður. „Ég stefni reyndar á þingsæti." Þú hefur ekki fengið tilboð frá fleiri flokkum? „Nei, enda hefði slíkt aldrei komiö til greina.“ Mér hefur sýnst íþróttamenn frekar skipa sér á lista hægra megin við miðju. Eru íþróttir tengdari hægri pólitík en vinstri? „Það er ekkert innbyggt í íþróttir sem tengist frekar hægri pólitík. Það er mjög misjafnt." Var pólitík mikið rædd á heimili þínu þegar þú varst að alast upp? „Já, pólitík hefur alltaf verið eitt af umræðuefn- unum við matarborðið þótt hún hafi aldrei verið hörð. Ég er líklega sú fyrsta í fjölskyldunni sem fer út í þennan slag.“ Ólílíur hugsanagangur Þú ert í verkfræöi í Háskóla íslands. Af hverju valdirðu verkfræðina? „Mér hefur alltaf þótt gaman að reikna. Ég hef einnig áhuga á þeim sviðum sem umhverfis- og byggingaverkfræði fjalla um. Ég hef áhuga á að vinna viö byggingar eða í tengslum við umhverfiö. Ég ætlaði alltaf í jarðfræði og svo langaði mig líka í jaröeðlisfræði. Stærðfræöiáhuginn gerði það svo að verkum aö ég valdi umhverfis- og byggingaverk- fræði. Ég sæi mig hins vegar alls ekki í iðnaðar- eða vélaverkfræði." Og er áhugi þinn á umhverfismálum ástæðan fyrir því að þú ferð fram fyrir VG? „Það er ein af ástæðunum. Mér finnst VG vera á réttri leið og þá ekki bara í umhverfismálum held- ur líka í menntamálum og mannréttindamálum." Nú ertu að fara úr hlutverki íþróttamannsins yfir í pólitíkina. Er þetta tvennt ekki gjörólíkt? „Það er barátta á báðum stöðum þótt hugsana- gangurinn sé auðvitað gjörólíkur. í pólitíkinni hugsar maður ekki bara um rassgatið á sjálfum sér eins og gerist i íþróttunum.“ Stokldð í hálfgerðu gríni Hefurðu verið í íþróttum alla ævi? „Já, ég byrjaði í fimleikum þegar ég var níu ára og æföi í tíu ár þangað til ég byrjaði í stangar- stökkinu 19 ára.“ Af hverju byrjaðirðu í stangarstökki? „Ég vildi prófa eitthvað nýtt og vissi að stangar- stökk var gott fyrir fimleikastelpur. Þá var stang- arstökkið mjög ný grein og ég byrjaði í hálfgerðu gríni. Æfingarnar í fimleikunum voru miklar og ég vildi kúpla mig út úr því, æfa passlega mikið og hafa gaman af því. Það fór reyndar öðruvísi en ég bjóst við. Það má segja að mér hafi gengið betur en ég ætlaði mér þegar ég mætti á fyrstu æfinguna. Þjálfarinn sá reyndar mikið efni í mér strax á fyrstu æfingu og þá jókst metnaðurinn rnikið." Ég viðurkenni að það vex mér nokkuð í augum að stökkva tvær mannhæðir upp í loftið. Stökkstu strax á fyrstu æfingu? „Ég fékk stöngina í hendur á fyrstu æfingunni og var sagt að stökkva. Fljótlega stökk ég yfir 2,70 metra og eftir tvo mánuði og átta æfingar stökk ég yfir 3,30 metra. Þetta gekk því mjög vel strax í byrj- un.“ Draumaheimur Ameríkana Þú ert Hafnfirðingur. Fórstu í framhaldsskóla í Firðinum? LAUCARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 H e Iga rb lctö H>’Vr 39 ÍllPl® gig ' Þórey £dda Elísdótt- ir hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinn- ar með glæsilegri frammistöðu sinni í stangarstökki. Fyrir skömmu fór hún í nijtt hlutverk þegar hún tók annað sæti á lista Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs íSuðvest- urkjördæmi. I við- tali við Helgarblað DV ræðir Þórey Fdda um pólitíkina, íþróttaferilinn og einmanaleikann. „Ég vildi prófa eitthvað nýtt og vissi að stangarstökk var gott fvrir fimleikastelpur. Þá var stangarstökkið mjög ný grein og ég byrjaði í hálfgerðu gríni. Æfing- arnar í fimlcikuuum voru miklar og ég vildi kúpla mig út úr því, æfa passlega mikið og hafa gainan af því. Það fór reyndar öðruvísi en ég bjóst við. Það má segja að mér hafi gengið betur en ég ætlaði mér þeg- ar ég mætti á fvrstu æfinguna." varleika. Ég ólst upp við skýr markmið en mér fannst allt verða að einum graut í Bandaríkjunum. Mér fannst ég vera að eyða tíma mínum í skólanum og æf- ingarnar voru eins og ég væri að byrja í íþróttinni. Ég vildi meiri fagmennsku og meiri alvarleika." Annar veruleiki Þú talaðir um að íþróttamenn þyrftu breiðan stuðn- ing. En með þessu skrefi sem þú hefur nú tekið ertu orðin umdeildari. „Já.“ Þú hræöist það ekki? „Nei. Það er skylda íþróttaforystunnar að styðja við bakið á fólki hvar í flokki sem það kann að vera. í rauninni er ég bara í tveimur hlutverkum: annars vegar í íþróttum og hins vegar í pólitík. íþróttamað- urinn þarf stuðning allra en í pólitíkinni tekur annar veruleiki við.“ Það er stundum talað um að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík. „Það er alls ekki rétt. Auðvitað er það misjafnt eft- ir fólki en mér finnst áhugi á pólitík hafa aukist hjá ungu fólki. Það er aftur komið í tísku að hafa skoðan- ir þótt það hafi kannski dottið upp fyrir á tímabili." Af hverju er það aftur komið í tísku að hafa skoð- anir? „Ég held að umræðan um utanríkismálin skipti þar miklu. ESB og NATO koma okkur öllum mikið við. Ungt fólk tekur ekki eftir gildi velferðarmálanna fyrr en það stígur sín fyrstu skref í íbúðarkaupum eða eignast börn. Utanríkismálin hafa því kveikt áhuga fólks að nýju.“ Illt auga Heldurðu að reynsla þín úr íþróttunum komi til með aö nýtast þér í pólitíkinni? „Já, það er engin spurning um það. Ég hef kynnst ýmsu í gegnum íþróttirnar, bæði gleði og sorg. Sú reynsla hjálpar manni í hverju því sem maður tekst á við í lífinu. Mótlætið styrkir mig. Það þýðir ekkert að gefast upp; ég gefst ekki upp fyrr en eftir síðasta blóð- dropa og það gildir líka í kosningabaráttunni." Andstæðingar þínir í pólitík eru líklega ólíkir þeim andstæðingum sem þú hefur keppt við í stangarstökk- inu? „Ég hef ekki þurft að ræða mikið við andstæðinga mína í íþróttunum, það er frekar að maður gefi þeim illt auga. í pólitíkinni þarf svo ekki endilega að rífast heldur er hægt að ræða málin.“ En hvernig er andinn í hópnum á þessum stóru mótum sem þú hefur keppt á? „Andrúmsloftið er mjög sérstakt. Það er spennu- þrungið og öllum er illa við alla. Og það á líka við mig. Við tölum ekki mikið saman á stóru mótunum heldur vonumst til að hinum mistakist. Andrúmsloft- ið er hins vegar léttara á minni boðsmótum." Það þarf væntanlega sterk bein til að þola þetta? „Sterk bein? Neinei. Þetta er bara baráttuandinn. Þegar ég geng inn á völlinn breytist ég í aðra mann- eskju; dýrið kemur upp í mér. Þá finnst mér gaman. Það er ekki hægt að lýsa þeirri spennu sem grípur mann þegar gengið er inn á völlinn á stóru móti.“ Heldurðu að kosningabaráttan verði svipuð? Áttu eftir að gefa Árna Mathiesen illt auga? „Ég held ekki. Kosningabaráttan er mjög frábrugð- in þessu. Hún dreifist til dæmis yfir mun lengra tíma- bil. Það verður aðallega kosninganóttin sjálf sem verður spennandi; það verður ekki mikið sofið þá. Ég held reyndar að kosningabaráttan verði meira spenn- andi en stressandi. Ég ætla mér að hafa gaman af henni og berjast." „Nei, ég fór í Fjölbrautaskólann í Garðabæ." Og svo fórstu til Bandaríkjanna eftir það? „Nei, ég fór til Svíþjóðar og var þar í tvö ár. Eftir það fór ég til Bandaríkjanna þar sem ég var í hálft ár.“ Er ekki mikill munur á þessum þremur samfélög- um, íslandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum? „Jú. Ég er hrifnust af því íslenska. Því sænska kynntist ég lítið þótt ég væri þar í tvö ár. Ég æfði mikið og var ein heima þess á milli; sóttist ekki eftir því að komast út á meðal fólks. Það kom mér hins vegar á óvart hvað Svíar eru pirraðir út í útlendinga. Það var það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég kom þangað. Maður er ekki velkominn fyrr en maður get- ur talað sænsku. Mér fannst Svíar ósgestrisnir og því kynntist ég strax fyrsta kvöldið sem ég var í Svíþjóð. Ameríkanarnir voru hins vegar rosalega léttir á öllu. íslendingar eru mun jarðbundnari og raunsærri en þeir. Ameríkanar lifa meira í einhverjum drauma- heimi.“ Hvar í Bandaríkjunum varstu? „Ég var Suðurríkjunum, Aþenu í Georgíu." Það hefur væntanlega verið svolitið frábrugðið Hafnarfirðinum? „Já, mjög frábrugðið en mjög skemmtilegt. Þetta var góður tími og gaman að kynnast þessu. Mér fannst stundum eins og tíminn í Georgíu hefði stöðvast í kringum 1980; mannlifið einkenndist meðal annars af kántrítónleikum, vængjagreiðslum, síðu hári hjá körlum og kúrekastígvélum.“ Þig hefur ekki langað að vera lengur í Aþenu? „Jú, ég hefði alveg viljað það en ég vildi meiri al- Eldti á móti öllum virkjunuin Fyrir hvað stendurðu í pólitík? „Ég hef til dæmis mikinn áhuga á íþróttamálum og sérstaklega æskulýðsmálum. Skrýtið!" segir Þórey Edda hlæjandi. „Það er oft talað um unga fólkið og verið að tala um fólk á mínum aldri. Mér finnst að þaö þurfi að huga meira að yngsta fólkinu okkar, það má ekki gleyma því að það er framtíðin. Börn verða að geta stundað íþróttir. Ég nefndi umhverfismálin áðan. Ég er ekki á móti öllum virkjunum. Ég er að læra verkfræði og veit að það er ekki hægt aö vera fullkomlega á móti öllum virkjunum. Ég vil hins vegar virkja rétt og virkja um leið manninn sjálfan og hugsun hans; skapa ný störf. Menntamál eru mér einnig ofarlega í huga. Ég vil til dæmis ekki sjá skólagjöld i Háskóla íslands. Jafn rétt- ur fólks til náms er gríðarlega mikilvægur. Ég hafna ESB. Mér finnst nauðsynlegt að við höld- um í sjálfstæöi okkar og gefum okkur ekki undir yf- irvald ESB þegar við höfum loks náð sjálfstæði okk- ar.“ ESB er mjög í umræðunni og kannanir sveiflast mikið. „Já, það er auövelt að snúa fólki frá því að vera með eöa á móti ESB því það eru góð rök fyrir hvoru tveggja. Það sem mér finnst vega þyngst í þeirri um- ræöu og ég tek mína ákvörðun út frá er að ég vil ekki sjá á eftir fiskimiðunum og missa þannig sjálfstæðið. Við erum ríkt þjóðfélag og þótt evran eigi að styrkja okkur þá þurfum við ekki á því að halda. Mikilvæg- ara er að við höldum sjálfstæði okkar og sérstöðu. Ég er ekki trúuð á að 280 þúsund manna þjóð geti haft mikil áhrif innan ESB. Við yrðum fljót að missa fiski- t { miðin úr höndum okkar eins og gerst hefur hjá Skot- um og Englendingum.“ Samkvæmt skoðanakönnunum eru nú tveir stórir flokkar og þrír minni. Það liggur því kannski ekki beint við að velja Vinstri græna? „Ég vel bara rétt. Ég kýs þann flokk sem mér finnst gera rétt. Ég geri ekki það sem aðrir gera heldur fer eftir eigin skoðunum og sannfæringu." Einmana í tvö ár Það hafa verið hæðir og lægðir hjá þér í íþróttun- um. Hvað hefur verið þér erfiðast? „Ég hef meiðst og það getur dregið mjög úr manni. Ég ákvað að leyfa því ekki að gerast og nú styrkist ég við hverja raun. Ég er heilbrigð og þakklát fyrir það og þótt einhver meiðsl komi upp annað slagið get ég vel sigrast á því. Ég hef líka kynnst einmanaleikanum. Ég var í Sví- þjóð í tvö ár og æfði eins og brjálæðingur. Þá átti ég ekkert líf. Á þeim tíma lærði ég ýmislegt og til dæm- „Ég vel bara rétt. Ég ltýs þann flokk sem mér finnst gera rétt. Ég geri ekki það sem aðrir gera heldur fer eftir eigin skoðunum og sannfæringu." I)V-mynd Ilari is það að ég er í íþróttum til að hafa gaman af en ekki til að brjóta mig niður.“ Varstu sem sagt einmana í tvö ár í Svíþjóö? „Það má eiginlega segja það.“ Varstu þá bara að æfa? „Seinna árið var ég reyndar í skóla en ég ákvað þegar ég byrjaði í skólanum að ég ætlaði ekki að kynnast neinum vegna þess að félagsskapur þýddi að ég yrði að gera eitthvað annað en æfa. Þetta var auð- vitað ákveðin brenglun og skilaði engum árangri. Úr þessu umhverfi fór ég síðan í brjálaða hamingjuna í Bandaríkjunum. Svo varð ég að fara heim. Maður veröur að finna jafnvægið." Og jafnvægið er hér á íslandi? „Mér finnst þaö. Hér líður mér best; ég get stundað skóla og stangarstökk, hitt vini mína og kíkt á skemmtistaði annað slagið. Maður verður að leyfa sér að eiga líf.“ Spilað eftir eyranu Áttu þér einhver áhugamál önnur en íþróttina? „Ég á eiginlega of mikið af áhugamálum. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara á skíði. Það er líka frábært að fara í jeppatúr á fjöll. Svo veit ég ekki hvort ég þori að segja það ... en mér finnst gaman að sauma.“ Þú ert líklega klofinn persónuleiki! „Já, ég hef mikinn áhuga á saumaskap og sauma næstum öll mín fót þótt oft sé takmarkaður tími til þess. Svo hef ég líka veriö dálítiö í klettaklifri og ýms- um félagsstörfum." Hefurðu tíma fyrir allt þetta? „Eiginlega ekki. Ég reyni bara að spila það eftir eyranu. Æfingarnar og skólinn ganga fyrir og í kring- um það púsla ég áhugamálunum." Er ekki hætt við aö pólitíkin rugli kerfið? „Það má alveg raða upp á nýtt.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.